I. KAFLI
Leyfi til veiða.
1. gr.
Almennt.
Allar veiðar á grásleppu í fiskveiðilandhelgi Íslands eru óheimilar nema að fengnu sérstöku leyfi Fiskistofu skv. 2. gr. Þá er bátum sem hafa leyfi til veiða með krókaaflamarki óheimilt að stunda veiðar með rauðmaganetum nema að fengnu sérstöku leyfi Fiskistofu.
2. gr.
Grásleppuveiðileyfi.
Fiskistofu er heimilt að veita þeim bátum leyfi til grásleppuveiða, sem rétt áttu til slíkra leyfa á vertíðinni 1997, sbr. reglugerð nr. 58/1996, eða leiða rétt sinn frá þeim bátum, enda hafi þeir leyfi til veiða í atvinnuskyni, sbr. lög nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.
Umsækjandi um leyfi skal í umsókn greina hvenær hann muni hefja grásleppuveiðar með lagningu neta ásamt því að tilgreina fjölda og lengd neta. Hver bátur getur einungis haft eitt grásleppuveiðileyfi á hverri grásleppuvertíð.
Heimilt er að binda leyfi þeim skilyrðum sem þurfa þykir, m.a. varðandi skýrsluskil um veiðarnar.
3. gr.
Veiðisvæði og veiðitímabil.
Grásleppuveiðileyfi hvers báts skal gefið út til 20 samfelldra daga og skal bundið við ákveðið veiðisvæði og veiðitímabil sem eru:
A. |
Faxaflói, frá línu réttvísandi vestur frá Garðskagavita 64°04,90 N 022°41,40 V að línu réttvísandi vestur frá Dritvíkurtanga (-flögum) 64°45,00 N 023°55,30 V. |
Innan veiðitímabilsins frá og með 1. apríl til og með 14. júní. |
|
B. |
Breiðafjörður, svæði 1 frá línu réttvísandi vestur frá Dritvíkurtanga (-flögum) 64°45,00 N 023°55,30 V að línu réttvísandi vestur frá Bjargtöngum 65°30,20 N 024°32,10 V. |
Innan veiðitímabilsins frá og með 1. apríl til og með 14. júní. |
|
Breiðafjörður, svæði 2 innan línu sem dregin er úr Krossnesvita vestan Grundarfjarðar 64°58,30 N 023°21,40 V í Lambanes vestan Vatnsfjarðar 65°29,30 N 023°12,60 V. |
|
Innan veiðitímabilsins frá og með 20. maí til og með 2. ágúst. |
|
C. |
Vestfirðir, frá línu réttvísandi vestur frá Bjargtöngum 65°30,20 N 024°32,10 V að línu réttvísandi norður frá Horni (grunnpunktur 1) 66°27,40 N 022°24,30 V. |
Innan veiðitímabilsins frá og með 1. apríl til og með 14. júní. |
|
D. |
Húnaflói, frá línu réttvísandi norður frá Horni (grunnpunktur 1) 66°27,40 N 022°24,30 V að línu réttvísandi norður frá Skagatá 66°07,20 N 020°05,90 V. |
Innan veiðitímabilsins frá og með 20. mars til og með 2. júní. |
|
E. |
Norðurland, frá línu réttvísandi norður frá Skagatá 66°07,20 N 020°05,90 V að línu réttvísandi austur frá Fonti á Langanesi (grunnpunktur 9) 66°22,70 N 014°31,90 V. |
Innan veiðitímabilsins frá og með 20. mars til og með 2. júní. |
|
F. |
Austurland, frá línu réttvísandi austur frá Fonti á Langanesi (grunnpunktur 9) 66°22,70 N 014°31,90 V að línu réttvísandi austur frá Hvítingum (grunnpunktur 18) 64°23,90 N 014°28,00 V. |
Innan veiðitímabilsins frá og með 20. mars til og með 2. júní. |
|
G. |
Suðurland, frá línu réttvísandi austur frá Hvítingum (grunnpunktur 18) 64°23,90 N 014°28,00 V að línu réttvísandi vestur frá Garðskagavita 64°04,90 N 022°41,40 V. |
Innan veiðitímabilsins frá og með 20. mars til og með 2. júní. |
4. gr.
Breyting á bátum.
Sé báti, sem réttur til grásleppuveiða skv. 2. gr., er bundinn við, breytt þannig að hann stækki um meira en 2,5 brúttótonn er óheimilt að gefa út grásleppuveiðileyfi til hans, nema til bátsins hafi verið fluttur réttur til grásleppuveiða af öðrum báti sem er a.m.k. jafnstór í brúttótonnum talið og sú stækkun sem er umfram 2,5 brúttótonn og af breytingunni leiðir.
Fiskistofu er óheimilt að gefa út grásleppuveiðileyfi til báts sem hefur verið stækkaður þannig að hann mælist stærri en 15 brúttótonn.
5. gr.
Flutningur á rétti til að öðlast grásleppuveiðileyfi.
Fiskistofu er heimilt að flytja rétt til grásleppuveiða milli báta að uppfylltum eftirtöldum skilyrðum:
Með beiðni um flutning fylgi skrifleg staðfesting eigenda báts, sem réttur er fluttur frá.
Við sölu báts, sem hefur rétt til grásleppuveiða, fylgir rétturinn bátnum nema um annað sé samið í kaupsamningi eða afsali. Hafi seljandi báts tekið fram í kaupsamningi eða afsali, að rétturinn fylgi ekki með við söluna, hefur seljandinn heimild til að flytja hann á annan bát, að uppfylltum öðrum skilyrðum þessarar reglugerðar.
Tilkynna skal til Fiskistofu, innan 30 daga, fylgi réttur til grásleppuveiða ekki báti við sölu hans. Nýti seljandi ekki heimild 1. mgr. til að flytja réttinn á annan bát, næstu tvær vertíðir frá sölu bátsins, fellur rétturinn niður. Sama gildir ef almennt leyfi til fiskveiða í atvinnuskyni er fellt úr gildi. Ákvæði þessarar greinar taka einnig til þess þegar bátur er tekinn af skipaskrá Siglingastofnunar Íslands, eftir því sem við á.
6. gr.
Önnur skilyrði.
Eingöngu er heimilt að nota við hrognkelsaveiðar þann bát, sem tilgreindur er í veiðileyfi. Um hrognkelsaveiðar krókabáta vísast til reglna um veiðar krókaaflamarksbáta. Bátum sem hafa leyfi til veiða með krókaaflamarki er óheimilt að stunda í sömu veiðiferð veiðar á grásleppu eða rauðmaga og veiðar með línu og/eða handfærum. Óheimilt er að hafa net til hrognkelsaveiða um borð í báti nema á þeim tíma er hrognkelsaveiðar eru stundaðar.
II. KAFLI
Tilhögun veiða.
7. gr.
Veiðitími.
Óheimilt er að leggja grásleppunet fyrir kl. 08.00 fyrsta dag veiðitímabils. Skylt er að draga öll grásleppunet, sbr. 10. gr., úr sjó fyrir lok leyfistímabils, sbr. 1. og 2. mgr. 3. gr.
Óheimilt að hefja veiðar með yfirtöku hrognkelsaneta í sjó. Merking veiðarfæra skal að fullu frágengin í landi áður en veiðar með hrognkelsanetum hefjast.
8. gr.
Vitjun neta.
Grásleppunet skulu dregin eigi síðar en 4 sólarhringum eftir að þau eru lögð í sjó. Frá þessu má aðeins víkja ef veður hamlar sjósókn með þeim hætti að ekki reynist unnt að vitja neta enda hafi skipstjóri sent Fiskistofu tilkynningu þar að lútandi.
9. gr.
Netalagnir.
Að hámarki er hverjum bát heimilt að hafa 200 net í sjó. Heimild þessi miðast við 21 faðma (38,4 m) teinalengd. Fari teinalengd yfir 21 faðm skal vera með helmingi færri net í sjó en að framan greinir. Teinalengd má þó aldrei fara yfir 42 faðma (76,9 m). Einungis er hverjum bát heimilt að nota net sömu lengdar í hverri trossu.
Óheimilt er að stunda veiðar með rauðmaganetum, sbr. 10. gr. frá 15. júní til 31. desember ár hvert. Óheimilt er að stunda á sama tíma veiðar á grásleppu og netaveiðar á þorskfiski og skötusel.
Frá 1. apríl til 14. júlí má eigi án leyfis varpeiganda leggja net í sjó nær friðlýstu æðarvarpi en 250 metra frá stórstraumsfjöruborði, sbr. lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.
Óheimilt er að stunda veiðar með netum fyrir 7. maí innan svæðis sem afmarkast af eftirfarandi punktum:
10. gr.
Netamöskvi.
Óheimilt er að nota til grásleppuveiða net með minni möskva en 10,5 þumlunga (267 mm). Þá er óheimilt að nota til grásleppuveiða net með stærri möskva en 11,5 þumlunga (292 mm).
Óheimilt er að nota til rauðmagaveiða net með minna en 7 þumlunga (178 mm) möskva og net dýpri en 20 möskva. Þá er óheimilt að nota til rauðmagaveiða net með stærri möskva en 8 þumlunga (203 mm).
11. gr.
Merking lagna.
Netabaujur skulu vera á báðum endum netatrossu og allar merktar með flaggi, sem komið er fyrir efst á baujustönginni. Á flaggið skal mála umdæmisnúmer eða skipaskrárnúmer þess skips, sem notar netin. Auk þessa skulu allir belgir merktir með umdæmisnúmeri eða skipaskrárnúmeri þess skips, sem notar þá. Merkingar á baujuflöggum og belgjum skulu vera greinilegar og skulu stafir stórir og skýrir. Allar niðurstöður skulu, með varanlegri merkingu, vera greinilega merktar umdæmisnúmeri eða skipaskrárnúmeri þess skips sem þær notar.
Skylt er að númera netatrossur sem hver bátur á í sjó frá einum til þess fjölda trossa, sem hann á í sjó. Númer netatrossu skal skráð skýrum tölustöfum á baujuflagg á báðum endum trossu.
12. gr.
Bann við veiðum á botnfiski með grásleppunetum.
Óheimilt er að stunda veiðar á botnfisktegundum með grásleppu- og/eða rauðmaganetum. Verði um óeðlilega veiði á skötusel að ræða þannig að magn skötusels í þorskígildum talið sé ítrekað svipað eða meira en magn grásleppu- og/eða rauðmagaaflans í þorskígildum talið er Fiskistofu heimilt að svipta viðkomandi skip leyfi til grásleppu- og/eða rauðmagaveiða.
III. KAFLI
Eftirlit, viðurlög o.fl.
13. gr.
Veiðiskýrslur.
Allir þeir, sem hrognkelsaveiðar stunda, skulu senda Fiskistofu skýrslur um veiðarnar á formi sem Fiskistofa lætur í té.
14. gr.
Veiðieftirlit.
Auk eftirlits Landhelgisgæslu með veiðum og veiðarfærum hafa veiðieftirlitsmenn Fiskistofu eftirlit með, að ákvæðum reglugerðar þessarar sé fylgt og er leyfishöfum skylt að gera þessum aðilum kleift að gera þær athuganir á veiðarfærum, sem þeir telja nauðsynlegar.
15. gr.
Refsingar og viðurlög.
Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða refsingu samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum. Með mál út af brotum skal farið að hætti sakamála.
Fiskistofu er jafnframt heimilt að svipta báta heimild til veiða á grásleppu eða rauðmaga í tiltekinn tíma vegna brota á reglum um hrognkelsaveiðar, sbr. ákvæði laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum.
16. gr.
Gildistaka. Brottfall eldri reglna.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum. Reglugerðin tekur þegar gildi.
Við gildistöku þessarar reglugerðar fellur úr gildi reglugerð um hrognkelsaveiðar nr. 106/2013, með síðari breytingum.
Ákvæði til bráðabirgða.
Þrátt fyrir ákvæði síðasta málsliðar 1. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar er hverjum bát einungis heimilt, frá og með grásleppuvertíð 2016, að nota net sömu lengdar á hverri grásleppuvertíð.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 27. janúar 2014. |
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, |
Jóhann Guðmundsson. |
Baldur P. Erlingsson.