Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

185/2014

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 72/2014, um hrognkelsaveiðar 2014. - Brottfallin

1. gr.

2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Umsækjandi um leyfi skal í umsókn greina hvenær hann muni hefja grásleppuveiðar með lagningu neta ásamt því að tilgreina fjölda neta og teinalengd nets. Hver bátur getur einungis haft eitt grásleppuveiðileyfi á hverri grásleppuvertíð.

2. gr.

1. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Að hámarki er hverjum bát heimilt að hafa samanlagða teinalengd neta allt að 7.500 metra á vertíð. Netalengd miðast við teinalengd. Hverjum bát er einungis heimilt að nota net sömu teinalengdar á hverri grásleppuvertíð.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum. Reglugerðin tekur þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 21. febrúar 2014.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
Jóhann Guðmundsson.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica