Brottfallnar reglugerðir

785/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 719/1995 um leyfi afplánunarfanga til dvalar utan fangelsis. - Brottfallin

785/2003

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 719/1995 um leyfi
afplánunarfanga til dvalar utan fangelsis.

1. gr.

a. liður 1. mgr. 38. gr. breytist svo að á eftir orðinu "ættingja" komi: eða annan nákominn í fjölskyldu fanga.


2. gr.

b. liður 1. mgr. 38. gr. breytist svo að á eftir orðinu "ættingja" komi: eða annars nákomins í fjölskyldu fanga.


3. gr.

2. mgr. 38. gr. breytist og hljóði svo:
Með nánum ættingjum eða nákomnum í fjölskyldu fanga í þessu sambandi er einungis átt við: Maka, börn, foreldra, systkin, föður- eða móðurforeldra, tengdaforeldra, barnabörn, svo og föður- eða móðursystkin eða börn þeirra.


4. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með heimild í 36. gr. laga um fangelsi og fangavist nr. 48 19. maí 1988, sbr. lög nr. 123 15. desember 1997, öðlast þegar gildi.


Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 17. október 2003.

Björn Bjarnason.
Anna Sigríður Arnardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica