Brottfallnar reglugerðir

707/1999

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 719/1995 um leyfi afplánunarfanga til afplánunar utan fangelsis - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 719/1995 um leyfi

afplánunarfanga til afplánunar utan fangelsis.

1. gr.

Við 4. mgr. 9. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi:

Sama gildir ef fangi neitar að láta í té þvag-, öndunar- og eða blóðsýni.

2. gr.

2. mgr. 24. gr. orðist svo:

Hafi fanga verið heimiluð dvöl utan fangelsis samkvæmt þessum kafla er ekki heimilt að veita honum slíkt leyfi aftur fyrr en liðnir eru fullir tveir mánuðir frá síðasta leyfi.

3. gr.

3. mgr. 24. gr. orðist svo:

Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. er heimilt að veita fanga leyfi til dvalar utan fangelsis ef hann hefur verið í samfelldri afplánun í tvö ár hið minnsta, og hefur áður verið heimiluð dvöl utan fangelsis samkvæmt þessum kafla sex sinnum hið minnsta og hann hafi ekki misnotað það leyfi eða rofið skilyrði eða reglur þess, þegar einn mánuður er liðinn frá síðasta leyfi.

4. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með heimild í 36. gr. laga um fangelsi og fangavist nr. 48 19. maí 1988 sbr. lög nr. 123 15. desember 1997, öðlast þegar gildi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 15. október 1999.

Sólveig Pétursdóttir.

Hjalti Zóphóníasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica