Brottfallnar reglugerðir

259/1995

Reglugerð um breyting á reglugerð um gæsluvarðhaldsvist, nr. 179 4. maí 1992. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

Reglugerð

 um breyting á reglugerð um gæsluvarðhaldsvist, nr. 179 4. maí 1992.

1. gr.

Við 2. mgr. 16. gr. bætist eftirfarandi: og skal honum kynntur sá réttur með sannanlegum hætti.

2. gr.

2. mgr. 30. gr. orðist svo:

Fangelsislæknir skal skoða gæsluvarðhaldsfanga sem fyrst eftir komu í fangelsi. Fangelsislæknir skal kallaður til án ástæðulauss dráttar ef ástæða er til að ætla að fangi sé sjúkur við komu í fangelsi eða þurfi að öðru leyti á læknishjálp að halda og að beiðni fanga enda hafi hann ekki áður verið skoðaður af fangelsislækni.

3. gr.

Á eftir 3. mgr. 30. gr. komi tvær nýjar málsgreinar, 4. og 5. mgr., svohljóðandi:

Þegar gæsluvarðhaldsfangi óskar eftir viðtali við fangelsislækni, í öðrum tilvikum en greinir í 1. - 3. mgr., skal lækninum án ástæðulauss dráttar tilkynnt um slíka beiðni og ákveður hann hvenær læknisskoðun fari fram.

Þegar fangelsislæknir skoðar gæsluvarðhaldsfanga skal það gert án nærveru eða áheyrnar starfsmanna fangelsisins, nema læknir telji annað nauðsynlegt.

4. gr.

1. mgr. 38. gr. breytist svo að á eftir orðinu "því" komi: skriflega.

5. gr.

2. málsl. 101. gr. orðist svo:

Föst vökt skal höfð þegar líkamshöftum, sbr. 1. mgr. 100. gr., er beitt og ef ástand fanga eða aðstæður að öðru leyti gefa tilefni til.

6. gr.

Við 2. mgr. 97. gr. bætist nýr málsl. svohljóðandi:

Jafnframt skal halda sérstaka skrá um notkun handjárna þar sem m.a. komi fram hvaða gæsluvarðhaldsfangi hafi verið settur í handjárn, hvenær, tilefni og hvenær þau voru tekin af honum.

7. gr.

Við 104. gr. bætist ný málsgrein, 4. mgr. svohljóðandi:

Halda skal sérstaka skrá um notkun öryggisklefa, þar sem m.a. komi fram hvaða gæsluvarðhaldsfangi hafi verið settur í klefann, hvenær, hversvegna, hvort fangi hafi verið beittur líkamshöftum og þá hvaða og hversu lengi og hvenær fanginn sé látinn laus úr klefanum.

8. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 2. mgr. 108. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19 26. mars 1991, 266. gr. almennra hegningarlaga nr. 19 12. febrúar 1940 og 30. gr. laga um fangelsi og fangavist nr. 48 19. maí 1988, öðlast þegar gildi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 26. apríl 1995.

Þorsteinn Pálsson.

Þorsteinn A. Jónsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica