Velferðarráðuneyti

906/2016

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1144/2015 um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. - Brottfallin

1. gr.

Við 9. gr. reglugerðarinnar bætast tvær nýjar málsgreinar er verða 1. og 2. mgr. og orðast svo:

Sjúkratryggðir greiða ekkert gjald fyrir legu á sjúkrahúsum sem rekin eru af ríkinu eða samkvæmt samningum, enda sé hún að ráði læknis. Legan skal tryggð eins lengi og nauðsyn krefur ásamt læknishjálp og lyfjum og annarri þjónustu sem sjúkrahúsið veitir. Með legu er átt við samfellda dvöl sjúkratryggðs á sjúkrahúsi, á legudeild eða í undantekningartilvikum á bráðamótttökudeild þegar ekki er unnt að innrita sjúkratryggðan á legudeild, í sólarhring, þ.e. 24 klukkustundir eða lengur, vegna sjúkdómsástands/meðferðar sem krefst almennt innlagnar á legudeild.

Ef sjúkratryggður, sem skráður er í legu á sjúkrahúsi, leitar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahússins, þar sem ekki er unnt að veita honum þjónustuna á sjúkrahúsinu, greiðir hann gjald í samræmi við önnur ákvæði reglugerðar þessarar.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. reglugerðarinnar:

Í stað "4., 5. og 8. mgr. 9. gr." í 4. mgr. 14. gr. kemur: 6., 7. og 10. mgr. 9. gr.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað "1., 2., 6. og 7. mgr. 9. gr." í 1. málsl. 1. mgr. 9. gr. kemur: 3., 4., 8. og 9. mgr. 9. gr.
  2. Í stað "1. mgr. 9. gr." í 5. tölul. 2. mgr. 15. gr. kemur: 3. mgr. 9. gr.
  3. Í stað "2. mgr. 9. gr." í 6. tölul. 2. mgr. 15. gr. kemur: 4. mgr. 9. gr.
  4. Í stað "6. mgr. 9. gr." í 10. tölul. 2. mgr. 15. gr. kemur: 8. mgr. 9. gr.
  5. Í stað "7. mgr. 9. gr." í 11. tölul. 2. mgr. 15. gr. kemur: 9. mgr. 9. gr.

4. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með stoð í 1. mgr. 29. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, með síðari breytingum, og 37. gr. laga nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 18. október 2016.

Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra.

Ása Þórhildur Þórðardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica