I. KAFLI
Markmið, gildissvið og skilgreiningar.
Markmið.
1. gr.
1.1 Markmið þessarar reglugerðar er að koma í veg fyrir og draga úr mengun af völdum atvinnurekstrar og athafna sem geta haft í för með sér mengun með því að tryggja að mengunarvarnaeftirlit sé með þeim hætti að mengun valdi ekki óæskilegum og skaðlegum áhrifum á heilsufar almennings, röskun á lífríki eða óhreinkun lofts, láðs eða lagar.
1.2 Það er einnig markmið reglugerðarinnar að samræma mengunarvarnaeftirlit á landinu, ná fram hagkvæmni í því og koma í veg fyrir tvíverknað og skörun eftir því sem frekast er unnt. Þá er það markmið reglugerðarinnar að upplýsa almenning um mengun og mengunarvarnir.
Gildissvið.
2. gr.
2.1 Reglugerð þessi gildir um mengunarvarnaeftirlit með atvinnurekstri og athöfnum sem geta haft í för með sér mengun og nær til allrar mengunar ytra umhverfis hér á landi, í lofhelgi, mengunarlögsögu og farkostum sem ferðast undir íslenskum fána að svo miklu leyti sem lög nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, eiga við eða reglugerðir settar samkvæmt þeim. Reglugerðin gildir um starfsemi með erfðabreyttar lífverur, sbr. lög nr. 18/1996, um starfsemi sem fellur undir lög nr. 32/1986, um varnir gegn mengun sjávar og starfsemi sem fellur undir lög nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, enda gildi ekki sérstakar reglur um mengunarvarnaeftirlit með þessum atvinnurekstri og annað ekki tekið fram í reglugerðinni. Jafnframt gildir reglugerðin um mælingar á umhverfisgæðum og vöktun.
2.2 Um mengunarvarnaeftirlit á varnarsvæðum fer samkvæmt 9. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Skilgreiningar.
3. gr.
3.1 Atvinnurekstur er hvers konar starfsemi og framkvæmdir.
3.2 Besta fáanlega tækni er framleiðsluaðferð og tækjakostur sem beitt er til að lágmarka mengun og myndun úrgangs. Tækni nær til framleiðsluaðferðar, tækjakosts, hönnunar mannvirkja, eftirlits og viðhalds búnaðarins og starfrækslu hans. Með fáanlegri tækni er átt við aðgengilega framleiðsluaðferð og tækjakost (tækni) sem þróaður hefur verið til að beita í viðkomandi atvinnurekstri og skal tekið mið af tæknilegum og efnahagslegum aðstæðum. Með bestu er átt við virkustu aðferðina til að vernda alla þætti umhverfisins.
3.3 Eftirlit er athugun á vöru, þjónustu, ferli eða starfsemi til að ákvarða samræmi þeirra við tilteknar kröfur.
3.4 Eftirlitsmæling er mæling framkvæmd í þeim tilgangi að kanna hvort settum reglum og losunarmörkum, umhverfismörkun eða gæðamarkmiðum, sbr. ákvæði í starfsleyfi sé fylgt.
3.5 Eftirlitsaðilar eru viðkomandi heilbrigðisnefnd og Hollustuvernd ríkisins og faggiltir skoðunaraðilar sem starfa samkvæmt reglugerð þessari með takmarkaðar heimildir í samræmi við 24. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
3.6 Gæðamarkmið eru mörk tiltekinnar mengunar í umhverfi þ.e.a.s. í (lofti, vatni, jarðvegi, seti eða lífverum) og/eða lýsing á ástandi, sem ákveðið er að gilda eigi fyrir svæði til þess að hindra enn frekar áhrif vegna mengunar en unnt er að gera með umhverfismörkum. Gæðamarkmiðum er ætlað að styðja tiltekna notkun umhverfisins og/eða viðhalda henni til lengri tíma.
3.7 Innra eftirlit er eigið eftirlit starfsleyfishafa með sjálfum sér, framkvæmt af starfsmönnum hans eða aðkeyptum þjónustuaðila, sem til þess hefur tilskilin réttindi, í þeim tilgangi að tryggja að kröfur í starfsleyfi eða reglugerðum séu uppfylltar.
3.8 Losunarmörk eru mörk fyrir leyfilega losun sem óheimilt er að fara yfir á einu eða fleiri tímabilum. Losunarmörk geta verið tilgreind sem massi, rúmmál, styrkur eða aðrar breytur.
3.9 Mengun er þegar örverur, efni og efnasambönd og eðlisfræðilegir þættir valda óæskilegum og skaðlegum áhrifum á heilsufar almennings, röskun lífríkis eða óhreinkun lofts, láðs eða lagar. Mengun tekur einnig til ólyktar, hávaða, titrings, geislunar og varmaflæðis og ýmissa óæskilegra eðlisfræðilegra þátta.
3.10 Mengunarvarnaeftirlit er eftirlit með þeim þáttum sem eiga að fyrirbyggja eða draga úr mengun lofts, láðs eða lagar, eftirlits með eiturefnum og hættulegum efnum og fræðslu um þessi mál. Vöktun umhverfisins telst til mengunarvarnaeftirlits.
3.11 Mæling á umhverfisgæðum er mæling og skráning á einstökum þáttum í umhverfinu, óháð atvinnurekstri og starfsleyfum, venjulega framkvæmd í stuttan tíma.
3.12 Rannsóknir (prófanir) felast í greiningu sýna vegna eftirlits, eftirlitsverkefna, vöktunar og þjónusturannsókna eða forvarnaraðgerða á sviði hollustuhátta og mengunarvarna.
3.13 Rekstraraðili er einstaklingur eða lögaðili sem ábyrgð ber á viðkomandi atvinnurekstri.
3.14 Starfsleyfi er ákvörðun viðkomandi heilbrigðisnefndar eða Hollustuverndar ríkisins í formi skriflegs leyfis þar sem tilteknum rekstraraðila er heimilað að starfrækja tilgreindan atvinnurekstur að því tilskyldu að hann uppfylli viðeigandi ákvæði laga, reglugerða og starfsleyfisins.
3.15. Umhverfismörk eru mörk sem óheimilt er að fara yfir í tilteknu umhverfi á tilteknum tíma og sett eru til að takmarka mengun umhverfis á grundvelli vísindalegrar þekkingar í því skyni að koma í veg fyrir eða draga úr skaðlegum áhrifum mengunar á heilsu manna og/eða umhverfið. Umhverfismörk geta verið sett til að vernda umhverfið í heild eða tiltekna þætti þess, svo sem heilsuverndarmörk og gróðurverndarmörk.
3.16 Úttektarrannsókn er viðamikil rannsókn eða langtímamæling, venjulega bundin við stærra svæði, svo sem landsvæði, þéttbýli eða hluta af þéttbýli, eða rannsókn á yfirgripsmiklum þáttum mengunar, svo sem frá farartækjum, eða rannsókn á mengun er berst frá öðrum löndum.
3.17 Viðtaki er svæði sem tekur við mengun og þynnir hana eða eyðir.
3.18 Vöktun merkir kerfisbundna og síendurtekna skráningu einstakra breytilegra þátta í umhverfinu.
3.19 Ytra umhverfi er land, lögur og loft utandyra og utan vinnustaða.
3.20 Þynningarsvæði er sá hluti viðtaka þar sem þynning mengunar á sér stað og ákvæði starfsleyfis kveða á um að mengun megi vera yfir umhverfismörkum eða gæðamarkmiðum.
II. KAFLI
Yfirumsjón og samræming.
Yfirstjórn.
4. gr.
4.1 Umhverfisráðherra fer með yfirstjórn mála samkvæmt reglugerð þessari.
Hollustuvernd ríkisins.
5. gr.
5.1 Hollustuvernd ríkisins hefur yfirumsjón með mengunarvarnaeftirliti og skal sjá um vöktun og að rannsóknir því tengdar séu framkvæmdar. Hollustuvernd ríkisins annast úttektarrannsóknir eftir því sem við á og ber ábyrgð á þeim.
5.2 Hollustuvernd ríkisins skal vinna að samræmingu mengunarvarnaeftirlits þannig að framkvæmdin sé með sama hætti á landinu öllu og skal stofnunin koma á samvinnu þeirra er að málum þessum starfa. Skal í slíkum tilvikum sérstaklega huga að hagkvæmni mengunarvarnaeftirlits og koma í veg fyrir tvíverknað og skörun eftir því sem frekast er unnt.
5.3 Stofnunin skal hafa nána samvinnu við heilbrigðisnefndir og veita ráðgjöf og þjónustu um mengunarvarnaeftirlit. Stofnunin gefur út leiðbeiningar og viðmiðunarreglur um mengunarvarnaeftirlit og framkvæmd þess, svo og um samræmingu krafna um mælingar sem gerðar eru við mengunarvarnaeftirlit.
Eftirlitssvæði.
6. gr.
6.1 Landið skiptist í eftirlitssvæði í samræmi við 11. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir. Ekkert sveitarfélag skal vera án mengunarvarnaeftirlits.
Eftirlitsaðilar og ábyrgð.
7. gr.
7.1 Hollustuvernd ríkisins og hlutaðeigandi heilbrigðisnefnd, bera ábyrgð á mengunarvarnaeftirliti og framkvæmd þess í samræmi við verkaskiptingu samkvæmt 4. kafla reglugerðarinnar.
7.2 Á varnarsvæðum fer utanríkisráðherra með lögsögu samkvæmt lögum nr. 106/1954 og skal hann semja um framkvæmd mengunarvarnaeftirlits á þeim svæðum við aðila sem eru hæfir að mati Hollustuverndar ríkisins um framkvæmd mengunarvarnaeftirlits á varnarsvæðum. Utanríkisráðherra skal hafa samráð við umhverfisráðherra um alla framkvæmd mengunarvarnaeftirlits á varnarsvæðum og gilda ákvæði reglugerðarinnar þar eftir því sem við á.
7.3 Hollustuvernd ríkisins skal sjá um samhæfingu aðgerða þegar upp koma bráð eða alvarleg mengunarslys eða önnur vá svipaðs eðlis í samræmi við 1. mgr. 32. gr. reglugerðarinnar og ákvæði reglugerðar um viðbrögð við bráðamengun sjávar.
7.4 Heilbrigðisnefndum og Hollustuvernd ríkisins er heimilt að fela tiltekna þætti heilbrigðiseftirlits faggiltum skoðunaraðilum í samræmi við heimildarákvæði í 24. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Umfang mengunarvarnaeftirlits.
8. gr.
8.1 Mengunarvarnaeftirlit nær til lofts, láðs og lagar, svo og búnaðar og allra aðstæðna, sem valdið geta mengun. Eftirlitið felst m.a. í að framfylgja ákvæðum laga, reglugerða og starfsleyfa og eftirlit með nánasta umhverfi viðkomandi atvinnurekstrar.
Samningar um mengunarvarnaeftirlit.
9. gr.
9.1 Með sérstöku samkomulagi við Hollustuvernd ríkisins, sem ráðherra staðfestir, getur heilbrigðisnefnd tekið að sér að sinna að hluta eða að öllu leyti mengunarvarnaeftirliti með atvinnurekstri sem talinn er upp í fylgiskjali 1 og I. viðauka. Ábyrgð á eftirlitinu hvílir eftir sem áður hjá Hollustuvernd ríkisins.
9.2 Heimilt er heilbrigðisnefndum að gera sérstakt samkomulag um annað fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits á milli eftirlitssvæða, sbr. 4. mgr. 11. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998.
III. KAFLI
Reglubundið mengunarvarnaeftirlit með atvinnurekstri.
Takmarkanir.
10. gr.
10.1 Ákvæði þessa kafla gilda ekki um atvinnurekstur sem fellur eingöngu undir lög nr. 32/1986, um varnir gegn mengun sjávar, eingöngu undir lög nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni og eingöngu undir lög nr. 18/1996, um erfðabreyttar lífverur.
Skráning.
11. gr.
11.1 Hollustuvernd ríkisins og heilbrigðisnefndum, eftir því sem við á, ber að halda skrá um eftirlitsskyldan atvinnurekstur og skal a.m.k. skrá eftirtalin atriði:
1. starfsleyfi sem í gildi eru og viðkomandi eftirlitsaðili hefur mengunarvarnaeftirlit með,
2. nafn, lögheimili og kennitölu rekstraraðila,
3. niðurstöður einstakra þátta mengunarvarnaeftirlits,
4. til hvaða úrræða hefur verið gripið ef ekki hefur verið farið að ákvæðum laga, reglugerða og starfsleyfa, sbr. ákvæði IX. kafla,
5. skrá yfir kvartanir sem borist hafa vegna viðkomandi atvinnurekstrar,
6. önnur skyld atriði.
11.2 Faggiltum skoðunaraðilum ber að halda skrá um þann atvinnurekstur sem þeir hafa eftirlit með og skal a.m.k. skrá eftirtalin atriði:
1. starfsleyfi sem í gildi eru og viðkomandi eftirlitsaðili hefur mengunarvarnaeftirlit með,
2. nafn, lögheimili og kennitölu rekstraraðila,
3. niðurstöður einstakra þátta mengunarvarnaeftirlits,
4. tilkynningar til Hollustuverndar ríkisins eða hlutaðeigandi heilbrigðisnefndar um að ekki hafi verið farið að fyrirmælum, laga, reglugerða og ákvæðum starfsleyfa,
5. önnur skyld atriði.
Reglubundið mengunarvarnaeftirlit.
12. gr.
12.1 Mengunarvarnaftirlit skal vera reglubundið. Reglubundið mengunarvarnaeftirlit með starfsleyfisskyldum atvinnurekstri skiptist í 5 flokka eins og fram kemur í fylgiskjölum 1 og 2 og I. viðauka.
12.2 Reglubundið mengunarvarnaeftirlit og eftirlitsmælingar ef við á skulu vera í samræmi við töflu A nema annað segi í reglugerð þessari eða starfsleyfum.
Tafla A.
Meðaltíðni eftirlits.
Flokkun, sbr. fylgiskjöl
1-2 og I. viðauka Meðalfjöldi skoðana Eftirlitsmælingar
1. tvisvar á ári þriðja hvert ár
2. einu sinni á ári fimmta hvert ár
3. einu sinni á ári tíunda hvert ár
4. á tveggja ára fresti aldrei
5. samkvæmt ákvörðun aldrei
eftirlitsaðila
Tíðni eftirlits í 5. flokki er háð mati eftirlitsaðila. Hollustuvernd ríkisins getur gefið út viðmiðunarreglur um meðalfjölda skoðana.
12.3 Eftirlit skal að jafnaði framkvæmt í viðurvist rekstraraðila eða fulltrúa hans, ef við verður komið, nema aðstæður krefjist annars. Eftirlitsaðili skal láta rekstraraðila eða fulltrúa hans kvitta fyrir komu eftirlitsaðila á staðinn.
12.4 Þegar eftirlit hefur verið framkvæmt skal eftirlitsaðili gera eftirlitsskýrslu. Eftirlitsskýrsla skal að jafnaði send eftirlitsaðila. Telji eftirlitsaðili að ekki sé fylgt ákvæðum laga, reglugerða eða starfsleyfa getur eftirlitsaðili framfylgt þvingunarúrræðum sem fram koma í 9. kafla.
12.5 Eftirlitsaðila er heimilt að fjölga tímabundið eftirlitsferðum umfram það sem fram kemur í töflu A ef nauðsyn krefur t.d. þegar nýr búnaður hefur verið tekinn í notkun eða vegna kvartana. Hækkar þá eftirlitsgjald sem því nemur
12.6 Eftirlitsaðila er heimilt að draga úr reglubundnu mengunarvarnaeftirliti með atvinnurekstri sem tekur þátt í umhverfisstjórnunarkerfi, sbr. reglugerð um frjálsa þátttöku iðnfyrirtækja í umhverfismálakerfi ESB (EMAS) eða ISO 14001. Þá er heimilt að draga úr reglubundnu mengunarvarnaeftirliti hjá atvinnurekstri sem er með innra eftirlit með ákveðnum eftirlitsþáttum sem eftirlitsaðili hefur samþykkt.
12.7 Sé atvinnurekstur starfræktur í a.m.k. fjögur ár í röð samkvæmt ákvæðum laga, reglugerða og starfsleyfis og séu mengunarvarnir fullnægjandi er eftirlitsaðila heimilt að draga úr reglubundnu eftirliti og lækkar þá eftirlitsgjald sem því nemur.
12.8 Ákvörðunum eftirlitsaðila samkvæmt þessari grein má skjóta til úrskurðarnefndar, sbr. 24. gr. reglugerðarinnar.
IV. KAFLI
Mengunarvarnaeftirlit, vöktun o.fl.
Hollustuvernd ríkisins.
13. gr.
13.1 Hollustuvernd ríkisins hefur beint mengunarvarnareftirlit með atvinnurekstri sem talinn er upp í fylgiskjali 1 og I. viðauka nema annað sé tekið þar fram, sbr. þó 1. mgr. 9. gr.
Heilbrigðisnefndir.
14. gr.
14.1 Viðkomandi heilbrigðisnefnd ber ábyrgð á mengunarvarnaeftirliti með atvinnurekstri sem talinn er upp í fylgiskjali 2 og liðum 6.4 -6.6 í I. viðauka.
Vöktun.
15. gr.
15.1 Hollustuvernd ríkisins sér um vöktun og að rannsóknir tengdar henni séu framkvæmdar. Með vöktun og rannsóknum henni tengdum er átt við að þær séu framkvæmdar á fyrirfram ákveðnum stöðum og er við það miðað að um langtímamælingar sé að ræða, svo og úrvinnslu gagna. Vöktun er að jafnaði ekki tengd tilteknum atvinnurekstri eða starfsleyfi.
Mælingar á umhverfisgæðum.
16. gr.
16.1 Telji heilbrigðisnefnd ástæðu til eða þörf á að mæla umhverfisgæði á tilteknum stöðum í viðkomandi umdæmi er henni heimilt að framkvæma þær.
Losunarmörk, umhverfismörk og gæðamarkmið.
17. gr.
17.1 Reglur um losunarmörk, umhverfismörk og gæðamarkmið eru í sérstökum reglugerðum þar að lútandi.
Verkaskipting.
18. gr.
18.1 Að öðru leyti en kveðið er á um í þessum kafla skal haga mengunarvarnaeftirliti og einstökum þáttum þess í samræmi við ábyrgð eftirlitsaðila og verkaskiptingu samkvæmt fylgiskjölum 1 og 2 og I. viðauka með reglugerð þessari, svo og gildandi reglugerðum um einstaka þætti mengunarvarna.
V. KAFLI
Yfirlit um framkvæmd mengunarvarnaeftirlits.
Yfirlit.
19. gr.
19.1 Heilbrigðisnefndir skulu árlega skila til Hollustuverndar ríkisins yfirliti yfir framkvæmd og niðurstöður mengunarvarnaeftirlits og ef við á niðurstöður mælinga á umhverfisgæðum. Upplýsingum skal skila á þann hátt sem Hollustuvernd ríkisins ákveður.
19.2 Hollustuvernd ríkisins skal senda hlutaðeigandi heilbrigðiseftirliti niðurstöður mengunarvarnaeftirlits og túlkun á öllum eftirlitsmælingum hjá atvinnurekstri sem fellur undir eftirlit stofnunarinnar. Geri Hollustuvernd ríkisins kröfu um úrbætur hjá tilteknum atvinnurekstri, sbr. IX. kafla, ber að senda afrit bréfsins til viðkomandi heilbrigðiseftirlits.
VI. KAFLI
Aðgangur að upplýsingum.
Niðurstöður mengunarvarnaeftirlits.
20. gr.
20.1 Eftirlitsaðilar skulu tryggja að almenningur eigi þess kost að kynna sér upplýsingar sem varða niðurstöður mengunarvarnaeftirlits sem eru í vörslu eftirlitsaðila.
20.2 Upplýsingarnar, sbr. 1. mgr., skulu vera aðgengilegar á skrifstofu eftirlitsaðila og á almenningur rétt á ljósriti af upplýsingunum gegn greiðslu ljósritunarkostnaðar. Heimilt er að takmarka upplýsingarétt samkvæmt þessari grein í samræmi við takmarkanir í lögum nr. 21/1993, um upplýsingamiðlun og aðgang að upplýsingum um umhverfismál, einkum 4. og 5. gr. laganna, og upplýsingalög nr. 50/1996.
Þagnarskylda eftirlitsaðila o.fl.
21. gr.
21.1 Eftirlitsaðilar og aðrir sem starfa samkvæmt ákvæðum reglugerðar þessarar eru bundnir þagnarskyldu um atriði er varða framleiðslu- og verslunarleynd. Sama gildir um atriði sem þeir fá vitneskju um og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.
21.2 Upplýsingar og tilkynningar eftirlitsaðila til fjölmiðla skulu vera efnislega rökstuddar og þess gætt að einstakar atvinnugreinar, stofnanir eða fyrirtæki bíði ekki tjón og álitshnekki að óþörfu.
VII. KAFLI
Kostnaður vegna framkvæmdar mengunarvarnaeftirlits.
Sveitarfélög.
22. gr.
22.1 Hlutaðeigandi sveitarfélög bera sameiginlega ábyrgð á fjármálum og rekstri heilbrigðiseftirlits á viðkomandi svæði, sbr. 2. ml. 1. mgr. 12. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, með síðari breytingum. Sveitarfélögunum er heimilt að innheimta gjald af eftirlitsskyldri starfsemi sem þau hafa eftirlit með samkvæmt gjaldskrá sem sett er í samræmi við og með heimild í 3. mgr. 12. gr. laga nr. 7/1998 með síðari breytingum. Heilbrigðisnefnd skal láta birta gjaldskrá í B-deild Stjórnartíðinda.
22.2 Gjöld má innheimta með fjárnámi og skulu gjöld tryggð með lögveðsrétti í viðkomandi fasteign tvö ár eftir gjalddaga þegar leyfi eða þjónusta er tengd notkun fasteignar.
Hollustuvernd ríkisins.
23. gr.
23.1 Hollustuvernd ríkisins innheimtir gjald fyrir veitta þjónustu, verkefni og mengunarvarnaeftirlit með starfsemi sem stofnunin hefur beint eftirlit með.
23.2 Umhverfisráðherra setur gjaldskrá samkvæmt 1. mgr. að fengnum tillögum stofnunarinnar og skal hún birt í B-deild Stjórnartíðinda.
23.3 Gjöld má innheimta með fjárnámi.
VIII. KAFLI
Málsmeðferð og úrskurðir.
Úrskurðarnefnd.
24. gr.
24.1 Rísi ágreiningur um framkvæmd reglugerðarinnar eða um ákvarðanir yfirvalda sem tengjast því, er heimilt að vísa málinu til úrskurðarnefndar, sbr. 31. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir.
24.2 Nefndin skal kveða upp úrskurð svo fljótt sem auðið er og eigi síðar en fjórum vikum eftir að henni berst mál í hendur. Sé mál viðamikið og fyrirsjáanlegt að afgreiðsla taki lengri tíma skal nefndin tilkynna hlutaðeigandi það og tiltaka afgreiðslufrest sem aldrei skal þó vera lengri en átta vikur. Leita skal álits hjá málsaðilum og umsagna annarra eins og þörf er á.
24.3 Ákvæði 1. mgr. á ekki við í þeim tilvikum þegar umhverfisráðherra fer með úrskurðarvald, sbr. 25. gr.
24.4 Frestur til þess að skjóta máli til úrskurðarnefndar er þrír mánuðir frá því ákvörðunin var tilkynnt.
24.5 Úrskurðir nefndarinnar eru fullnaðarúrskurðir innan stjórnsýslunnar og verður ekki skotið til ráðherra.
Fullnaðarúrskurður ráðherra.
25. gr.
25.1 Rísi ágreiningur milli heilbrigðisnefndar og sveitarstjórna um framkvæmd reglugerðarinnar skal vísa málinu til fullnaðarúrskurðar ráðherra. Sama gildir um ágreining milli Hollustuverndar ríkisins og heilbrigðisnefnda, svo og ákvörðun um útgáfu starfsleyfis.
25.2 Ráðherra skal kveða upp úrskurð svo fljótt sem auðið er og eigi síðar en fjórum vikum eftir að honum berst mál í hendur. Sé mál viðamikið og fyrirsjáanlegt að afgreiðsla taki lengri tíma skal tilkynna hlutaðeigandi það og tiltaka afgreiðslufrest sem aldrei skal þó vera lengri en átta vikur. Leita skal álits hjá málsaðilum og umsagna annarra eins og þörf er á.
25.3 Frestur til þess að skjóta máli til umhverfisráðherra er þrír mánuðir frá því að ágreiningur reis, sbr. 1. mgr.
25.4 Úrskurður ráðherra er fullnaðarúrskurður á stjórnsýslustigi.
IX. KAFLI
Valdsvið og þvingunarúrræði.
Minniháttar athugasemdir.
26. gr.
26.1 Ef eftirlitsaðili hefur einungis minniháttar athugasemdir við starfsemi rekstraraðila er eftirlitsaðila heimilt að gera kröfur um úrbætur innan tiltekins frests í eftirlitsskýrslu.
Krafa um úrbætur.
27. gr.
27.1 Telji eftirlitsaðili, sbr. 4. mgr. 12. gr., að ekki sé fylgt ákvæðum laga, reglugerðar eða starfsleyfis getur hann veitt rekstraraðila skriflega áminningu og krafist úrbóta innan tiltekins frests.
27.2 Telji eftirlitsaðili þess þörf skal hann krefjast tímasettrar áætlunar um úrbætur innan tiltekins frests sem að jafnaði skal ekki vera lengri 4 vikur. Telji eftirlitsaðili áætlun um úrbætur ekki fullnægjandi skal hann setja fram kröfur um frekari úrbætur og tímafresti.
Áætlun um úrbætur.
28. gr.
28.1 Eftirlitsaðili tekur ákvörðun um hvernig fylgst verði með að úrbótum verði komið á.
28.2 Eftirlitsaðili getur tekið ákvörðun um að krefjast sérstakra úttekta á kostnað hlutaðeigandi rekstraraðila í samræmi við áætlun sem rekstraraðili gerir um úrbætur og eftirlitsaðili samþykkir.
Dagsektir.
29. gr.
29.1 Hafi rekstraraðili ekki sinnt fyrirmælum innan tiltekins frests, sbr. 1. mgr. 27. gr. eða ekki fylgt tímasettri áætlun um úrbætur, sbr. 2. mgr. 27. gr., getur eftirlitsaðili ákveðið honum dagsektir, þar til úr er bætt. Dagsektir renna til rekstraraðila heilbrigðiseftirlits eða Hollustuverndar ríkisins eftir því sem við á og er hámark þeirra 500.000 kr. á dag.
29.2 Jafnframt er eftirlitsaðila heimilt að láta vinna verk á kostnað hins vinnuskylda ef fyrirmæli um framkvæmd eru vanrækt og skal kostnaður þá greiddur til bráðabirgða af viðkomandi heilbrigðiseftirliti en innheimtast síðar hjá hlutaðeigandi. Kostnað og dagsektir má innheimta með fjárnámi.
29.3 Þegar verk það sem eftirlitsaðili lætur vinna er komið til vegna vanhirðu og óþrifa eða heilsuspillandi aðstæðna í húsi, á lóð eða í farartæki er kostnaður tryggður með lögveðsrétti í viðkomandi húsi, lóð eða farartæki tvö ár eftir að greiðslu er krafist.
Skoðun og eftirlit.
30. gr.
30.1 Hlutaðeigandi eftirlitsaðila er heimill aðgangur til skoðunar og eftirlits, þar á meðal töku sýna og myndatöku, að öllum þeim stöðum sem reglugerð þessi, aðrar reglugerðir eins og við á hverju sinni og samþykktir sveitarfélaga ná yfir og er eftirlitsaðila heimilt að leita aðstoðar lögreglu ef með þarf. Fulltrúum Hollustuverndar ríkisins ber að hafa samráð við hlutaðeigandi heilbrigðisnefnd við töku sýna, nema í þeim tilvikum þar sem stofnunin fer með beint eftirlit.
30.2 Eftirlitsskyldum aðilum er skylt að veita allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru vegna eftirlits með framkvæmd reglugerðar þessarar, annarra reglugerða eins og við á hverju sinni og samþykktum sveitarfélaga og ber þeim endurgjaldslaust að afhenda sýni sem talin eru nauðsynleg vegna eftirlits.
Afturköllun starfsleyfis, stöðvun eða takmörkun starfsemi.
31. gr.
31.1 Heimilt er eftirlitsaðila að stöðva eða takmarka viðkomandi starfsemi eða afturkalla starfsleyfi hafi starfsleyfishafi brotið ákvæði laga, reglugerða eða starfsleyfis og hafi áður verið beitt úrræðum samkvæmt 27. gr eða brot starfsleyfishafa sé alvarlegt. Áður en starfsleyfi er afturkallað skal eftirlitsaðili veita rekstraraðila skriflega áminningu og gera kröfu um úrbætur innan tiltekins frests sem skal að jafnaði ekki vera lengri en 4 vikur. Í áminningu skal taka fram að eftirlitsaðili muni afturkalla starfsleyfi eftir að frestur til úrbóta rennur út hafi úrbótum ekki verið sinnt. Meti eftirlitsaðili ástandið það alvarlega er honum heimilt að afturkalla starfsleyfið án fyrirvara. Heimilt er að leita aðstoðar lögreglu ef með þarf til að stöðva atvinnurekstur.
Stöðvun starfsemi.
32. gr.
32.1 Telji Hollustuvernd ríkisins svo alvarlega hættu stafa af tiltekinni starfrækslu eða notkun að aðgerð þoli enga bið er henni heimilt til bráðabirgða að stöðva starfsemi eða notkun þegar í stað, með aðstoð lögreglu ef þurfa þykir, en tilkynna skal það hlutaðeigandi heilbrigðisnefnd.
32.2 Verði aðili uppvís að því að stunda starfsleyfisskyldan atvinnurekstur án tilskilins starfsleyfis, sbr. reglugerð um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, ber eftirlitsaðila að stöðva hana þegar í stað.
Samhæfing aðgerða.
33. gr.
33.1 Hollustuvernd ríkisins skal sjá um samhæfingu aðgerða þegar upp koma bráð eða alvarleg mengunarslys, eða önnur vá svipaðs eðlis. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga skal þegar í stað tilkynna Hollustuvernd ríkisins um slík mál og skal stofnunin að höfðu samráði við viðkomandi heilbrigðisnefnd taka ákvörðun um nauðsynlegar ráðstafanir.
X. KAFLI
Viðurlög.
34. gr.
34.1 Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða sektum hvort sem þau eru framin af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Sé um stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot að ræða skulu þau að auki varða allt að fjögurra ára fangelsi.
35. gr.
35.1 Sektir má ákvarða lögaðila þótt sök verði ekki sönnuð á fyrirsvarsmenn eða starfsmenn hans eða aðra þá einstaklinga sem í þágu hans starfa, enda hafi brotið orðið eða getað orðið til hagsbóta fyrir lögaðilann. Þó skal lögaðili ekki sæta refsingu ef um einstakt óhapp er að ræða. Einnig má, með sama skilorði, gera lögaðila sekt ef fyrirsvarsmenn eða starfsmenn hans eða aðrir einstaklingar sem í þágu hans starfa hafa gerst sekir um brot.
XI. KAFLI
Lagastoð, gildistaka o.fl.
36. gr.
36.1 Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 5. og 27. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. lög nr. 32/1986, um varnir gegn mengun sjávar, lög nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni og lög nr. 18/1996, um erfðabreyttar lífverur. Þá er reglugerðin sett að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga hvað varðar skyldur sveitarfélaga, sbr. ákvæði 3. mgr. 9. gr. laganna.
36.2 Reglugerðin er einnig sett með hliðsjón af tölul. 2g XX. viðauka EES-samningsins (tilskipun 96/61/EB).
36.3 Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.
Umhverfisráðuneytinu, 29. október 1999.
Siv Friðleifsdóttir.Magnús Jóhannesson.
Fylgiskjal 1.
Atvinnurekstur sem Hollustuvernd ríkisins veitir starfsleyfi.
Eftirlitsflokkur
1. a. Fiskimjölsverksmiðjur (framleiðsla > 500 t/sólarhring 2
og í þéttbýli.)
b. Fiskimjölsverksmiðjur (framleiðsla > 500 t/sólarhring 3
og í strjálbýli; og minni verksmiðjur í þéttbýli.)
2. Álframleiðsla 1
3. Áburðarframleiðsla 1
4. Sements- og kalkframleiðsla 1
5. Kísiljárnframleiðsla 1
6. Kísilmálmframleiðsla 1
7. Kísil- og kísilgúrframleiðsla 1
8. Járn- og stálframleiðsla 1
9. Glerullar- og steinullarframleiðsla _ 20 t á dag 2
10. Sútunarverksmiðjur _ 12 tonn á dag 2
11. a. Eldi sjávar- og ferskvatnslífvera þar sem 2
ársframleiðsla > 1000 tonn og fráveita til sjávar
eða ársframleiðsla > 100 tonn og fráveita í ferskvatn
b. Eldi sjávar- og ferskvatnslífvera þar sem ársfrl. > 200 t 3
og fráveita til sjávar eða ársfrl. > 20 t og fráveita í ferskvatn
12. a. Meðferð úrgangs - móttökustöðvar sveitarfélaga: 1
Flokkunarmiðstöðvar, urðunarstaðir og sorpbrennslustöðvar
þar sem tekið er á móti meira en 5000 tonnum af úrgangi
eða fleiri en 20 þús. einstaklingum er þjónað
b. Meðferð úrgangs - móttökustöðvar sveitarfélaga: 2
Flokkunarmiðstöðvar, urðunarstaðir og sorpbrennslustöðvar
þar sem tekið er á móti 500-5000 tonnum af úrgangi
eða 1-20 þús. einstaklingum er þjónað
c. Meðferð úrgangs - móttökustöðvar sveitarfélaga: 3
Flokkunarmiðstöðvar, urðunarstaðir og sorpbrennslustöðvar
þar sem tekið er á móti 50-500 tonnum af úrgangi eða
færri en 1 þúsund einstaklingum er þjónað
13. Meðhöndlun og förgun spilliefna 2
14. Lím- og málningarvöruframleiðsla 3
15. Olíumalar- og malbikunarstöðvar með fasta staðsetningu 3
16. Kítín- og kítosanframleiðsla 2
17. Framleiðsla á magnesíum og efnasamböndum sem 1
innihalda magnesíum
18. Framleiðsla á peroxíðum 1
19. Sinkframleiðsla 1
20. Olíuhreinsistöðvar 1
21. Pappírs- og trjákvoðuframleiðsla 1
22. Framleiðsla á slípiefnum, t.d. kísilkarbíði 1
23. Vinnsla alifatískra alkóhóla til iðnaðarnota 1
24. Annar sambærilegur atvinnurekstur, sbr. I. viðauki 1
Fylgiskjal 2.
Atvinnurekstur sem heilbrigðisnefnd veitir starfsleyfi.
1. Vinnsla úr járni og öðrum málmum. Eftirlitsflokkur
1.1. Málmsteypur < 20 tonn á dag 4
1.2. Stálsmíði og stálskipagerð 3
1.3. Völsunar-, víra- og stangaverksmiðjur 5
1.4. Nagla- og skrúfuframleiðsla 5
1.5. Vélaframleiðsla 5
1.6. Vinnsla á málmum í raftækniiðnaði, t. d. 5
rafgeymaverksmiðjur og verkstæði
1.7. Meðferð og húðun málma 4
1.8. Vinnsla á hrájárni og stáli, vinnslugeta _ 2.5 t/klst. 3
1.9. Bræðsla og málmblanda sem ekki innihalda járn 2
_ 4 t/dag af blýi og kadmíum eða _ 20 t/dag
af öðrum málmum
1.10. Yfirborðsmeðhöndlun með rafgreiningar eða 3
efnafræðilegar aðferðir og þar sem rúmmál kerja er _ 30 m3
1.11. Annar sambærilegur atvinnurekstur í málmiðnaði, rafiðnaði 1-5
og tækjagerð
2. Vinnsla og úrvinnsla á kalki, leir, steinum og sambærilegum jarðefnum.
2.1. Steinmölun og framleiðsla á ofaníburði og fyllingarefnum 5
2.2. Steinsmíði 5
2.3. Steypustöðvar og steypueiningaverksmiðjur 5
2.4. Leirmunaverkstæði afkastageta _ 75 t/dag 5
og/eða rúmtak ofns _ 4 m3
2.5 Steypueiningaverksmiðjur 5
2.6. Vinnsla jarðefna þ.m.t. malar-, vikur- og grjótnám 5
2.7. Önnur sambærileg starfsemi með jarðefni 5
3. Efnaiðnaður.
3.1. Fyrirtæki sem geyma klórgas 5
3.2. Lakksprautun 5
3.3. Prentiðnaðarfyrirtæki 5
3.4. Efnalaugar 4
3.5. Lyfja- og snyrtivöruframleiðsla 5
3.6. Framköllun t.d. á ljós-, röntgen- og kvikmyndum 4
3.7. Átöppun og pökkun ýmissa efnasambanda 5
3.8. Framleiðsla á aukefnum og hjálparefnum fyrir matvælaiðnað 5
3.9. Hreinlætisvöruverksmiðjur 4
3.10. Plastiðnaður 4
3.11. Vinnsla með plast- og frauðefni 5
3.12. Kælitæki, viðgerðir og nýsmíði 5
3.13. Gleriðnaður og speglagerð 5
3.14. Fúavörn á viði 5
3.15. Tannlæknastofur 5
3.16. Önnur starfsemi með sambærileg efni 4-5
4. Vinnsla og úrvinnsla á efnum úr jurta- og dýraríkinu. Eftirlitsflokkur
4.1. Fóðurstöðvar 5
4.2. Fóðurblöndur 5
4.3. Gúmmívinnsla 5
4.4. Trésmíðaverkstæði 5
4.5. Sögunarmyllur 5
4.6. Framleiðsla á spónaplötum, límtré og þess háttar 5
4.7. Pappírsvöru- og pappakassaframleiðsla 5
4.8. Leðurvinnsla 5
4.9. Vefnaðar- og spunaverksmiðjur 5
4.10. Litun og bleiking _ 10 tonn á dag 3
4.11. Ullarþvottastöðvar 3
4.12. Framleiðsla á mjöli og feiti úr sláturúrgangi _ 10 tonn á dag 2
4.13. Fitu- og lýsisvinnsla 3
4.14. Fituhersla 3
4.15. Önnur sambærilega starfsemi með vinnslu og úrvinnslu
á efnum úr jurta og dýraríkinu 3-5
5. Matvælavinnsla.
5.1. Sláturhús _ 50 t á dag 3
5.2. Kjötvinnsla _ 75 tonn á dag 4
5.3. Niðursuðuverksmiðjur 4
5.4. Reykhús og reykofnar 4
5.5. Vinnsla fisks og annarra sjávarafurða _ 75 tonn á dag 4
5.6. Framleiðsla tilbúinna rétta _ 75 tonn á dag 4
5.7. Heitloftsþurrkun fiskafurða 4
5.8. Mjólkurstöðvar _ 200 tonn á dag 4
5.9. Framleiðsla mjólkurdufts 5
5.10. Öl-, gos- og svaladrykkjagerðir 5
5.11. Kaffibrennsla 5
5.12. Smjörlíkisgerðir 5
5.13. Kartöfluvinnsla _ 300 tonn á dag 4
5.14. Framleiðsla á kartöflumjöli og sterkju 5
5.15. Lauksteikingarverksmiðjur 5
5.16. Mörbræðsla og tólgarframleiðsla 5
5.17. Meðhöndlun, blöndun og mölun á korni < 300 tonn á dag 5
5.18. Kæli- og frystigeymslur 5
5.19. Önnur sambærileg matvælavinnsla 3-5
6. Búfjár- og dýrahald.
6.1. Loðdýrarækt 3
6.2. Alifuglarækt _ 40.000 stæði 3
6.3. Svínarækt _ 2.000 stæði alisvín eða 750 stæði fyrir gyltur 3
6.4. Kanínurækt 5
6.5. Hestahald 5
6.6. Dýraspítalar 5
6.7. Hunda- og kattageymslur 5
6.8. Gæludýraverslanir 5
6.9. Eldi sjávar-ogferskvatnslífveraaðraren þærsemeruáfylgiskjali1 4
Eftirlitsflokkur
6.10. Seiðaeldisstöðvar með fleiri en 350 þús. seiði og afrennsli 3
í ferskvatn og eru ekki í tengslum við fiskeldisstöðvar
6.11. Seiðaeldisstöðvar með fleiri en 150 þús. seiði og afrennsli 4
í ferskvatn og eru ekki í tengslum við fiskeldisstöðvar
6.12. Seiðaeldi annað en í 6.10 og 6.11 og ekki í tengslum við fiskeldi 5
6.13. Önnur sambærileg starfsemi með búfjár- og dýrahald 3-5
7. Starfsemi er snertir vélknúin farartæki.
7.1. Kappaksturs-, æfinga- og kennslubrautir 5
7.2. Alþjóðaflugvellir og flugvellir með eldsneytisafgreiðslu 3
7.3. Flugvellir án eldsneytisafgreiðslu 4
7.4. Bifreiða- og vélaverkstæði 5
7.5 Bifreiðasprautun 4
7.6. Ryðvarnarverkstæði 4
7.7. Smurstöðvar 4
7.8. Bensínstöðvar 3
7.9. Vöruflutningamiðstöðvar 5
7.10. Biðstöðvar leigubifreiða 5
7.11. Bið- og endastöðvar strætisvagna 5
7.12. Bón- og bílaþvottastöðvar 4
7.13. Niðurrif bifreiða og bílapartasölur 4
7.14. Sorpflutningar og sorphirða 5
7.15. Verktakar með þungavinnuvélar, verstæðisaðstaða 5
7.16. Verkstæðisaðstaða hjá fyrirtækjum með ólíka starfsemi 5
7.17. Önnur sambærileg starfsemi fyrir vélknúin farartæki 3-5
8. Meðferð skólps og úrgangs.
8.1. Skólphreinsistöðvar, útrásadælustöðvar og fráveitur
a. Skólphreinsistöðvar fyrir meira en 150.000 pe 1
b. > 10.000 pe og afrennsli til strandsjávar eða > 2.000 pe 2
og afrennsli til ármynnis
c. Aðrar skólphreinsistöðvar en í 8.1 a og b 3
8.2. Gámastöðvar 5
8.3. Gámaflutningsaðilar og aðilar sem flytja spilliefni 5
8.4. Aðilar sem sérhæfa sig í flutningi og hreinsun á seyru 5
8.5. Endurvinnsla úrgangs 5
8.6. Önnur sambærileg starfsemi 1-5
9. Ýmislegt.
9.1. Virkjanir og orkuveitur
a. 2-10 MW 5
b. 10-50 MW 4
c. > 50 MW 3
9.2. Stórar spennistöðvar 5
9.3. Stórar vörugeymslur 5
9.4. Líkbrennslur 5
9.5. Skotvellir 5
9.6. Skemmtigarðar, tívolí, fjölleikahús o. þ. h. 5
Eftirlitsflokkur
9.7. Æfingasvæði slökkviliðs 5
9.8. Þvottahús 5
9.9. Olíumalar- og malbikunarstöðvar með breytilega staðsetningu 4
9.10. Saltvinnsla 3
9.11. Gasbirgðastöðvar með meira en 100 m3 geymslurými (STP) 3
9.12. Gasbirgðastöðvar með _ 100 m3 geymslurými (STP) 2
9.13. Atvinnurekstur sem meðhöndlar asbest 4
9.14. Viðhald og niðurrif skipa 3
9.15. Önnur sambærileg starfsemi 1-5
10. Tímabundinn atvinnurekstur þar sem heilbrigðisnefnd veitir starfsleyfi.
Eftirlitsflokkur 5
10.1. Geymsla olíumalarefna og lagning utan fastra starfsstöðva.
10.2. Notkun seyru-, landgræðslu- og skógræktar.
10.3. Áburðarframleiðsla úr lífrænum efnum (t.d. þurrkaður hænsnaskítur o.fl.).
10.4. Jarðborun.
10.5. Flugeldasýningar.
10.6. Brennur af ýmsu tagi (áramóta - Jónsmessu - ýmsar uppákomur)
10.7. Ýmis konar tímabundin aðstaða s.s. farandsalerni, farandeldhús og vinnubúðir sem tengjast tímabundnum framkvæmdum.
I. VIÐAUKI
Hollustuvernd ríkisins vinnur starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem tilgreindur er í viðauka þessum nema atvinnurekstur sem um getur í liðum 6.4 til 6.6
Flokkun starfsemi
1. Stöðvar, eða hlutar þeirra, sem eru notaðar fyrir rannsóknir, þróun og prófun á nýjum vörum og aðferðum falla ekki undir þessa reglugerð.
2. Markgildin hér á eftir eiga almennt við um vinnslugetu eða vinnsluafköst. Ef sami aðili rekur margs konar starfsemi, sem fellur undir sama lið, í sömu stöð eða á sama stað er vinnslugeta þessara tegunda starfsemi lögð saman.
1. Orkuiðnaður. Eftirlitsflokkur
1.1. Brennslustöðvar með meiri nafnhitaafköst en 50 MW 1
1.2. Jarðolíu- og gashreinsunarstöðvar 1
1.3. Koksverksmiðjur 1
1.4. Iðjuver þar sem kolagösun og þétting fer fram 1
2. Framleiðsla og vinnsla málma.
2.1. Stöðvar þar sem málmgrýti (að meðtöldu brennisteinsgrýti) 1
er hreinsað með bruna og glæðingu
2.2. Stöðvar þar sem hrájárn eða stál er framleitt (fyrsta eða 1
önnur bræðsla), með tilheyrandi strengjamótun, og sem hafa meiri
vinnslugetu en 2,5 tonn á klukkustund
2.3. Stöðvar þar sem málmur sem inniheldur járn er unninn:
a) með heitvölsunarvélum sem hafa meiri vinnslugetu en 20 tonn 2
á klukkustund af hrástáli,
Eftirlitsflokkur
b) í smiðjum þar sem slagkraftur hvers hamars er meiri en 50 kílójúl 2
við meira en 20 MW varmamyndun,
c) með því að gert er hlífðarlag úr bræddum málmi og sem hafa 2
meiri vinnslugetu en 2 tonn af hrástáli á klukkustund
2.4. Járnmálmsteypur sem geta framleitt meira en 20 tonn á dag 2
2.5. Stöðvar
a) þar sem framleiðsla hrámálms, sem inniheldur ekki járn, úr grýti, 1
kirni eða endurframleitt hráefni, fer fram með málmvinnsluaðferðum,
efnafræðilegum aðferðum eða rafgreiningaraðferðum,
b) þar sem bræðsla og málmblanda málma sem inniheldur ekki járn, 1
einnig endurnýttra framleiðsluvara (hreinsun/endurbætur,
steypumótun o.s.frv.) fer fram og sem geta brætt 4 tonn af blýi og
kadmíumi á dag eða 20 tonn af öllum öðrum tegundum málma á dag.
2.6. Stöðvar þar sem málmar og plastefni fá yfirborðsmeðferð með 2
rafgreiningaraðferðum eða efnafræðilegum aðferðum og rúmmál
kera er meira en 30 m3.
3. Jarðefnaiðnaður.
3.1. Stöðvar þar sem framleiðsla sementsgjalls fer fram í hverfiofnum 1
sem geta framleitt meira en 500 tonn á dag eða kalk í hverfiofnum
sem geta framleitt meira en 50 tonn á dag eða í öðrum ofnum sem
geta framleitt meira en 50 tonn á dag
3.2. Stöðvar þar sem vinnsla asbests og framleiðsla vara sem innihalda 2
asbest fer fram
3.3. Stöðvar þar sem framleiðsla glers, einnig glertrefja, fer fram og 1
sem geta brætt meira en 20 tonn á dag
3.4. Stöðvar þar sem bræðsla jarðefna, einnig steinullartrefja, fer fram 1
og sem geta brætt meira en 20 tonn á dag
3.5. Stöðvar þar sem framleiðsla leirvara fer fram með brennslu, 1
einkum þakflísa, múrsteina, eldfastra múrsteina, flísa, leirmuna eða
postulíns, sem geta framleitt meira en 75 tonn á dag og/eða rúmtak
ofns er meira en 4 m3 og setþéttleiki hans er meiri en 300 kg/m3.
4. Efnaiðnaður.
Með framleiðslu í þeirri starfsemi sem fellur undir þennan þátt er átt við mikla framleiðslu með efnafræðilegri vinnslu efna eða flokka efna sem er getið í liðum 4.1 til 4.6.
4.1. Efnaverksmiðjur sem framleiða lífræn grunnefni, svo sem:
a) einföld vetniskolefni (línuleg eða hringlaga, mettuð eða ómettuð, 1
alífatísk eða arómatísk),
b) vetniskolefni með súrefni, svo sem alkóhól, aldehýð, ketón, 1
karboxýlsýrur, estera, asetöt, etera, peroxíð, epoxýresín, 1
c) brennisteinsvetniskolefni, 1
d) köfnunarefnisvetniskolefni, svo sem amín, amíð, nítursambönd, 1
nítrósambönd eða nítratsambönd, nítríl, sýanöt, ísósýanöt,
e) vetniskolefni með fosfór, 1
f) halógenvetniskolefni, 1
g) lífræn málmsambönd, 1
h) plastefni (fjölliður, gervitrefjar og trefjar úr sellúlósaafleiðum), 1
Eftirlitsflokkur
i) gervigúmmí, 1
j) litarefni og dreifuliti, 1
k) yfirborðsvirk efni. 1
4.2. Efnaverksmiðjur sem framleiða ólífræn grunnefni, svo sem:
a) gös, svo sem ammóníak, klór eða vetnisklóríð, flúor eða 1
vetnisflúoríð, koloxíð, brennisteinssambönd, köfnunarefnisoxíð,
vetni, brennisteinsdíoxíð, karbónýlklóríð,
b) sýrur, svo sem krómsýru, flúorsýru, fosfórsýru, saltpéturssýru, 1
saltsýru, brennisteinssýru, óleum, brennisteinstvísýrling,
c) basa, svo sem ammóníumhýdroxíð, kalíumhýdroxíð, 1
natríumhýdroxíð,
d) sölt, svo sem ammóníumklóríð, kalíumklórat, kalíumkarbónat, 1
natríumkarbónat, perbórat, silfurnítrat,
e) málmleysingja, málmoxíð eða önnur ólífræn sambönd, svo sem 1
kalsíumkarbíð, kísil, kísilkarbíð.
4.3. Efnaverksmiðjur sem framleiða áburð sem inniheldur fosfór, 1
köfnunarefni eða kalíum (einnig áburðarblöndur).
4.4. Efnaverksmiðjur sem framleiða grunnvörur fyrir plöntuheilbrigði 1
og lífeyða.
4.5. Stöðvar þar sem notaðar eru efnafræðilegar og líffræðilegar aðferðir 1
við framleiðslu grunnlyfjavara.
4.6. Efnaverksmiðjur sem framleiða sprengiefni. 1
5. Eftirlit með úrgangsefnum.
5.1. Stöðvar fyrir förgun eða endurnýtingu spilliefna samkvæmt 1
skilgreiningu í reglugerð, um skrá yfir spilliefni og annan úrgang,
í V viðauka (aðgerðir R1, R5, R6, R8 og R9) og í reglugerð um
olíuúrgang, sem geta afkastað meira en 10 tonnum á dag;
5.2. Stöðvar fyrir sorpbrennslu, samkvæmt skilgreiningu í reglugerð 1
um sorpbrennslustöðvar, sem geta afkastað meira en 3 tonnum
á klukkustund;
5.3. Stöðvar fyrir förgun úrgangs annars en spilliefna samkvæmt 1
skilgreiningu í IV viðauka í reglugerð um skrá yfir spilliefni og annan
úrgang í liðum D8 og D9, sem geta afkastað meira en 50 tonnum á dag;
5.4. Urðunarstaðir sem taka við meira en 10 tonnum á dag eða sem geta 1
afkastað meira í heild en 25.000 tonnum af óvirkum úrgangi.
6. Önnur starfsemi.
6.1. Iðjuver sem framleiða:
a) deig úr viði eða önnur trefjaefni, 1
b) pappír og pappa og geta framleitt meira en 20 tonn á dag. 1
6.2. Stöðvar þar sem fram fer formeðferð (aðgerðir eins og þvottur, 1
bleiking, mersivinnsla) eða litun trefja eða textílefna og hafa meiri
vinnslugetu en 10 tonn á dag.
6.3. Stöðvar þar sem fram fer sútun á húðum og skinnum og hafa meiri 1
vinnslugetu en 12 tonn af fullunninni vöru á dag.
6.4. a) Sláturhús sem geta framleitt meira en 50 tonn af skrokkum á dag 1
Eftirlitsflokkur
b) Meðferð og vinnsla fyrir matvælaframleiðslu úr:
- hráefnum af dýrum (öðrum en mjólk) þar sem hægt er að framleiða 1
meira en 75 tonn af fullunninni vöru á dag,
- hráefnum af jurtum þar sem hægt er að framleiða meira en 300 tonn 1
af fullunninni vöru á dag (meðaltal á hverjum ársfjórðungi).
c) Meðferð og vinnsla mjólkur, tekið er á móti meira en 200 tonnum af 1
mjólk á dag (meðaltal á ársgrundvelli).
6.5. Stöðvar þar sem förgun eða endurvinnsla skrokka og úrgangs af 1
dýrum fer fram og afkastageta er meiri en 10 tonn á dag.
6.6. Stöðvar þar sem þauleldi alifugla eða svína fer fram með fleiri en:
a) 40.000 stæði fyrir alifugla, 1
b) 2.000 stæði fyrir alisvín (yfir 30 kg), eða 1
c) 750 stæði fyrir gyltur. 1
6.7. Stöðvar þar sem fram fer yfirborðsmeðferð efna, hluta eða afurða 1
með lífrænum leysiefnum, einkum pressun, prentun, húðun,
fituhreinsun, vatnsþétting, meðhöndlun eða þakning með límvatni,
málun, hreinsun eða gegndreyping og meira en 150 kg eru notuð á
klukkustund eða meira en 200 tonn á ári.
6.8. Stöðvar þar sem fram fer framleiðsla kolefna (fullbrenndra kola) 1
eða rafgrafíts með brennslu eða umbreytingu í grafít.