Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

375/2015

Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 786/1999 um mengunarvarnaeftirlit. - Brottfallin

1. gr.

12. gr. orðist svo:

12.1 Mengunarvarnaeftirlit skal vera reglubundið. Reglubundið mengunarvarnaeftirlit með starfsleyfisskyldum atvinnurekstri skiptist í 5 flokka eins og fram kemur í fylgiskjölum 1 og 2 og I. viðauka.

12.2 Reglubundið mengunarvarnaeftirlit og eftirlitsmælingar ef við á skulu vera í samræmi við töflu A nema annað segi í reglugerð þessari eða starfsleyfum.

Tafla A.

Meðaltíðni eftirlits.

Flokkun, sbr. fylgiskjöl
1-2 og I. viðauka

Meðalfjöldi skoðana

Eftirlitsmælingar

 

1.

tvisvar á ári

þriðja hvert ár

 

2.

einu sinni á ári

fimmta hvert ár

 

3.

einu sinni á ári

tíunda hvert ár

 

4.

á tveggja ára fresti

aldrei

 

5.

samkvæmt ákvörðun

aldrei

   

eftirlitsaðila

 

Tíðni eftirlits í 5. flokki er háð mati eftirlitsaðila. Umhverfisstofnun getur gefið út viðmið­unarreglur um meðalfjölda skoðana.

12.3 Eftirlitsaðila er heimilt er að fara í óreglubundið eða fyrirvaralaust eftirlit ef þörf krefur til dæmis vegna kvartana, slysa, atvika eða frávika sem vart verður við í starfsemi fyrir­tækisins, eða til að fylgja eftir kröfum um úrbætur sem gerðar hafa verið. Þá er heimilt að fara í óreglubundið eða fyrirvaralaust eftirlit í tengslum við útgáfu eða endurskoðun á starfs­leyfi eða þegar nýr búnaður hefur verið tekinn í notkun. Eftirlitsaðila er einnig heimilt að fara í fyrirvaralaust eftirlit, sem hluta af reglubundnu eftirliti.

12.4 Eftirlit skal að jafnaði framkvæmt í viðurvist rekstraraðila eða fulltrúa hans, ef við verður komið, nema aðstæður krefjist annars. Eftirlitsaðili skal láta rekstraraðila eða fulltrúa hans kvitta fyrir komu eftirlitsaðila á staðinn.

12.5 Þegar eftirlit hefur verið framkvæmt skal eftirlitsaðili gera eftirlitsskýrslu. Eftirlits­skýrsla skal að jafnaði send rekstraraðila. Telji eftirlitsaðili að ekki sé fylgt ákvæðum laga, reglu­gerða eða starfsleyfa getur eftirlitsaðili framfylgt þvingunarúrræðum sem fram koma í IX. kafla.

12.6 Eftirlitsaðila er heimilt að haga tíðni reglubundins eftirlits út frá kerfisbundnu áhættu­mati sem gert er á hlutaðeigandi fyrirtæki. Við kerfisbundið áhættumat skal taka mið af hugsan­legum og raunverulegum áhrifum sem starfsemin hefur á umhverfið og heilsu manna. Þannig skal meta losun frá fyrirtækinu, staðsetningu þess og nálægð við viðkvæm svæði og hættu á mengunaróhöppum. Einnig skal taka mið af því hvort fyrirtækið hafi fylgt starfs­leyfi án frávika og hvort fyrirtækið taki þátt í umhverfisstjórnunarkerfi, sbr. reglugerð um frjálsa þátttöku iðnfyrirtækja í umhverfismálakerfi ESB (EMAS) eða ISO 14001. Þó skal aldrei fara sjaldnar í fyrirtæki en á þriggja ára fresti.

12.7 Sé atvinnurekstur starfræktur í a.m.k. fjögur ár í röð samkvæmt ákvæðum laga, reglu­gerða og starfsleyfis og séu mengunarvarnir fullnægjandi er eftirlitsaðila heimilt að draga úr reglubundnu eftirliti og lækkar þá eftirlitsgjald sem því nemur.

12.8 Ákvörðunum eftirlitsaðila samkvæmt þessari grein má skjóta til úrskurðarnefndar, sbr. 24. gr. reglugerðarinnar.

2. gr.

Töluliður 11 í fylgiskjali 1 orðist svo:

11.

Eldi sjávar- og ferskvatnslífvera, að undanskilinni starfsemi klakstöðva þar sem fer fram frjóvgun hrogna án fóðrunar:

 

a.

Eldi sjávar- og ferskvatnslífvera þar sem ársframleiðsla er yfir 10.000 tonnum og fráveita til sjávar eða þar sem ársframleiðsla er yfir 1.000 tonnum og fráveita í ferskvatn

1

 

b.

Eldi sjávar- og ferskvatnslífvera þar sem ársframleiðsla er 3.000-10.000 tonn og fráveita til sjávar eða þar sem ársframleiðsla er 300-1.000 tonn og fráveita í ferskvatn

2

 

c.

Eldi sjávar- og ferskvatnslífvera þar sem ársframleiðsla er 1.000-3.000 tonn og fráveita til sjávar eða þar sem ársframleiðsla er 100-300 tonn og fráveita í ferskvatn

3

 

d.

Eldi sjávar- og ferksvatnslífvera þar sem ársframleiðsla er undir 1.000 tonnum og fráveita til sjávar eða þar sem ársframleiðsla er undir 100 tonnum og fráveita í ferskvatn

4



3. gr.

Tölul. 6.9., 6.10., 6.11. og 6.12. í fylgiskjali 2 falla brott og tölul. 6.13 verður að töluliði 6.9.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 5. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 18. gr. laga nr. 49/2014 um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi og með hliðsjón af tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun mengunarefna frá iðnaði. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 8. apríl 2015.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica