755/2007
Reglugerð um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og fjarskipti. - Brottfallin
Felld brott með:
Breytingareglugerðir:
- 220/2016 Reglugerð um breytingu (4) á reglugerð nr. 755/2007, um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og fjarskipti.
- 582/2014 Reglugerð um breytingu (3) á reglugerð nr. 755/2007, um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og fjarskipti.
- 614/2012 Reglugerð um breytingu (2) á reglugerð nr. 755/2007, um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og fjarskipti.
- 916/2008 Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 755/2007, um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og fjarskipti.
1. gr.
Tilskipun nr. 2004/17/EB um samræmingu reglna um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu, eins og hún var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæði með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 68/2006, sem birt var 7. september 2006 í EES-viðbæti Stjórnartíðinda ESB nr. 44/2006, skal öðlast gildi hér á landi.
Tilskipunin, eins og hún hefur verið aðlöguð að EES-samningnum, er birt sem viðauki við reglugerð þessa (hér eftir "tilskipunin").
2. gr.
Kaupendum, eins og þeir eru skilgreindir í a-lið 1. mgr. 2. gr. tilskipunarinnar, er heimilt að koma á fót gagnvirku innkaupakerfi, sbr. 15. gr. tilskipunarinnar, binda samninga við ákveðna hópa, sbr. 28. gr. tilskipunarinnar og kaupa inn með rafrænu uppboði samkvæmt nánari ákvæðum 56. gr. tilskipunarinnar.
3. gr.
Kaupendur, eins og þeir eru skilgreindir í a-lið 1. mgr. 2. gr. tilskipunarinnar, skulu útiloka frá gerð opinbers samnings sérhvern þátttakanda eða bjóðanda, sem hefur verið sakfelldur með endanlegum dómi, fyrir eftirtalin afbrot:
-
þátttöku í skipulögðum brotasamtökum,
-
spillingu,
-
sviksemi,
-
peningaþvætti.
4. gr.
Reglugerð þessi sem sett er með heimild í 3. mgr. 7. gr. laga nr. 84/2007, um opinber innkaup, tekur þegar gildi og kemur í stað reglugerðar nr. 705/2001, um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og fjarskipti, með síðari breytingum.
Fjármálaráðuneytinu, 7. ágúst 2007.
F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Stefán Jón Friðriksson.
VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)
Reglugerðir sem falla brott:
- 427/2004 Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 705/2001, um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og fjarskipti, með síðari breytingum.
- 35/2004 Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 705/2001, um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og fjarskipti, með síðari breytingum.
- 654/2003 Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 705/2001 um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og fjarskipti.
- 255/2003 Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 705/2001 um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og fjarskipti
- 705/2001 Reglugerð um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og fjarskipti.