Fjármálaráðuneyti

427/2004

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 705/2001, um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og fjarskipti, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Í stað orðanna "sem skráðir eru í I. til X. viðauka tilskipunarinnar" í 4. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar kemur: sem tilgreindir eru í 4. viðbæti XVI. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 2. mgr. 6. gr. laga nr. 94/2001, um opinber innkaup, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.


Fjármálaráðuneytinu, 28. apríl 2004.

F. h. r.
Þórhallur Arason.
Stefán Jón Friðriksson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica