Umhverfisráðuneyti

184/2002

Reglugerð um skrá yfir spilliefni og annan úrgang. - Brottfallin

1. gr.

Reglugerð þessi gildir um úrgang.
Eftirtaldir viðaukar fylgja henni:
I. viðauki: Skrá yfir spilliefni og annan úrgang. Í skránni eru spilliefni merkt með stjörnu*,
II. viðauki: Flokkar úrgangs,
III. viðauki: Eiginleikar sem gera úrgang hættulegan,
IV. viðauki: Förgunaraðgerðir,
V. viðauki: Aðgerðir sem leitt gætu til nýtingar,
VI. viðauki: Mörk fyrir flokkun og mat á hættulegum eiginleikum úrgangs.


2. gr.

Við flokkun og mat á hættulegum eiginleikum úrgangs skal miðað við að úrgangur sem flokkast sem spilliefni hafi einn eða fleiri eiginleika í III. viðauka. Varðandi flokka H3 til H8, H10 og H11 í ofangreindum viðauka skal miða við mörk sem tilgreind eru í VI. viðauka.


3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 5. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og 20. gr. laga nr. 52/1988 um eiturefni og hættuleg efni. Þá er reglugerðin sett að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga hvað varðar skyldur sveitarfélaga, sbr. ákvæði 3. mgr. 9. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Reglugerðin er sett með hliðsjón af tölul. (26, 27, 32a, 32aa og 32ab) í XX. viðauka við EES-samninginn (tilskipun 75/442/EBE, sbr. 91/156/EBE, tilskipun 75/439/EBE, sbr. 87/101/EBE, tilskipun 91/689/EBE, sbr. 94/31/EB, og ákvörðun 2000/532/EB, sbr. 2001/118/EB, 2001/119/EB og 2001/573/EB).

Reglugerðin öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 810/1999.


Umhverfisráðuneytinu, 13. febrúar 2002.

Siv Friðleifsdóttir.
Magnús Jóhannesson.


I. VIÐAUKI
Skrá yfir spilliefni og annan úrgang.

1. Úrgangurinn er auðkenndur með sex stafa númerum, í þremur tveggja stafa dálkum.
Úrgangsflokkar eru auðkenndir með númerum frá 1 til 20 í fyrsta dálki. Undirflokkar eru auðkenndir með númerum í öðrum dálki.
2. Skráin er ekki tæmandi og verður endurskoðuð reglulega.
3. Efni eða hlutur sem tilgreindur er í skránni þarf ekki í öllum tilvikum að vera úrgangur.

Það telst einungis vera úrgangur þegar skilgreining um úrgang á við, í samræmi við reglugerð þar að lútandi.
Úrgangur sem í skránni er auðkenndur með stjörnu * og annar úrgangur sem hefur einn eða fleiri eiginleika sem tilgreindir eru í III. viðauka eru spilliefni.


A. Yfirlit yfir gerðir úrgangs.

Númer Gerðir úrgangs
01 00 00 Úrgangur frá jarðefnakönnun, námuvinnslu, grjótnámi, eðlis- og efnafræðilegri meðferð steinefna
02 00 00 Úrgangur frá landbúnaði, garðyrkju, vatns- og sjávareldi, nýtingu skóga, veiðum og fiskveiðum og matvælaiðnaði og -vinnslu
03 00 00 Úrgangur frá timburvinnslu og framleiðslu á viðarþiljum og húsgögnum, trjákvoðu, pappír og pappa
04 00 00 Úrgangur frá leður-, skinna- og textíliðnaði
05 00 00 Úrgangur frá jarðolíuhreinsun, hreinsun á jarðgasi og hitasundrun kola
06 00 00 Úrgangur frá ólífrænum efnaferlum
07 00 00 Úrgangur frá lífrænum efnaferlum
08 00 00 Úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun á efnum til húðunar (málning, lökk, glerkennd smeltlökk), lími, þéttiefnum og prentlitum
09 00 00 Úrgangur frá ljósmyndaiðnaði
10 00 00 Úrgangur frá varmaferlum
11 00 00 Úrgangur frá efnafræðilegri yfirborðsmeðferð og húðun málma og annarra efna; og frá vökvavinnslu málma annarra en járns og stáls
12 00 00 Úrgangur frá mótun og eðlisfræðilegri eða vélrænni yfirborðsmeðferð málma og plastefna
13 00 00 Olíuúrgangur og úrgangur frá fljótandi eldsneyti (nema neysluolíur, og olíur í 05 00 00, 12 00 00 og 19 00 00)
14 00 00 Úrgangs -lífrænir leysar, -kælimiðlar og -drifefni (nema 07 00 00 og 08 00 00)
15 00 00 Umbúðaúrgangur; íseyg efni, þurrkur, síunarefni og hlífðarfatnaður sem eru ekki tilgreind með öðrum hætti
16 00 00 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti í skránni
17 00 00 Úrgangur frá byggingar- og niðurrifsstarfsemi (að meðtöldum uppgröfnum jarðvegi frá menguðum stöðum)
18 00 00 Úrgangur frá heilsuvernd manna og dýra og viðkomandi rannsóknum (undanskilinn er úrgangur frá eldhúsum og veitingahúsum sem ekki beinlínis tengist heilsuvernd)
19 00 00 Úrgangur frá sorpmeðhöndlunarstöðvum, skólphreinsistöðvum og vinnslu neysluvatns og vatns til iðnaðarnota
20 00 00 Úrgangur frá sveitarfélögum (heimilisúrgangur og svipaður úrgangur frá verslunarstöðum, úr iðnaði og frá stofnunum) að meðtöldum flokkuðum úrgangi


B. Skrá yfir úrgang.

01 00 00 Úrgangur frá jarðefnakönnun, námuvinnslu, grjótnámi, eðlis- og efnafræðilegri meðferð steinefna
01 01 00 úrgangur frá námugreftri
01 01 01 úrgangur frá námugreftri málmefna
01 01 02 úrgangur frá námugreftri annarra efna en málma
01 03 00 úrgangur frá vinnslu og efnavinnslu málmríkra steinefna
* 01 03 04 sýrumyndandi námuafgangar frá meðhöndlun súlfíðinnihaldandi námuefna
* 01 03 05 aðrir námuafgangar sem innihalda hættuleg efni
01 03 06 aðrir námuafgangar en tilgreindir eru í 01 03 04 og 01 03 05
* 01 03 07 annar úrgangur sem inniheldur hættuleg efni frá vinnslu og efnavinnslu málmefna
01 03 08 ryk og púðurkenndur úrgangur annar en tilgreindur er í 01 03 07
01 03 09 rauð leðja frá áloxíðframleiðslu önnur en tilgreind er í 01 03 07
01 03 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
01 04 00 úrgangur frá vinnslu eða kemískri vinnslu annarra steinefna
* 01 04 07 úrgangur sem inniheldur hættuleg efni frá vinnslu eða kemískri vinnslu annarra steinefna
01 04 08 úrgangsmöl og grjótmulningur annar en tilgreindur er í 01 04 07
01 04 09 úrgangssandur og leir
01 04 10 ryk og púðurkenndur úrgangur annar en tilgreindur er í 01 04 07
01 04 11 úrgangur frá vinnslu pottösku og steinsalts annar en tilgreindur er í 01 04 07
01 04 12 námuafgangar og annar úrgangur frá þvotti og hreinsun steinefna annar en tilgreindur er í 01 04 07 eða 01 04 11
01 04 13 úrgangur frá steinhöggi og -sögun annar en tilgreindur er í 01 04 07
01 04 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
01 05 00 borleðja og annar úrgangur frá borunum
01 05 04 borleðja og úrgangur frá borunum eftir vatni
* 01 05 05 borleðja og úrgangur sem inniheldur olíu
* 01 05 06 borleðja og annar úrgangur sem verður til við boranir og inniheldur hættuleg efni
01 05 07 borleðja og úrgangur sem inniheldur barít annar en tilgreindur er í 01 05 05 og 01 05 06
01 05 08 borleðja og úrgangur sem inniheldur klóríð annar en tilgreindur er í 01 05 05 og 01 05 06
01 05 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti


02 00 00 Úrgangur frá landbúnaði, garðyrkju, vatns- og sjávareldi, nýtingu skóga, veiðum og fiskveiðum og matvælaiðnaði og -vinnslu
02 01 00 úrgangur frá landbúnaði, garðyrkju, vatns- og sjávareldi, nýtingu skóga, veiðum og fiskveiðum
02 01 01 eðja frá þvotti og hreinsun
02 01 02 úrgangur af dýravefjum
02 01 03 úrgangur af plöntuvefjum
02 01 04 plastúrgangur (annar en umbúðir)
02 01 06 dýrasaur, hland og mykja (þar með talinn hálmur), frárennsli, safnað og meðhöndlað sérstaklega
02 01 07 úrgangur frá nýtingu skóga
* 02 01 08 efnaúrgangur sem verður til í landbúnaði og inniheldur hættuleg efni
02 01 09 efnaúrgangur sem verður til í landbúnaði annar en tilgreindur er í 02 01 08
02 01 10 málmúrgangur
02 01 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
02 02 00 úrgangur frá meðferð og vinnslu kjöts, fisks og annarra matvæla úr dýraríkinu
02 02 01 eðja frá þvotti og hreinsun
02 02 02 úrgangur af dýravefjum
02 02 03 efni sem eru óheppileg til neyslu eða vinnslu
02 02 04 eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum
02 02 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
02 03 00 úrgangur frá meðferð og vinnslu ávaxta, grænmetis, korns, matarolíu, kakós, kaffis, tes og tóbaks; niðursuða; ger og gerþykknisframleiðsla, meðferð melassa og gerjun
02 03 01 eðja frá þvotti, hreinsun, afhýðingu, aðskilnaði í skilvindu og skiptingu
02 03 02 úrgangur frá rotvarnarefnum
02 03 03 úrgangur frá úrdrætti með leysum
02 03 04 efni sem eru óheppileg til neyslu eða vinnslu
02 03 05 eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum
02 03 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
02 04 00 úrgangur frá sykurvinnslu
02 04 01 jarðvegur frá hreinsun og þvotti á rófum
02 04 02 kalsíum karbónat sem uppfyllir ekki gæðakröfur
02 04 03 eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum
02 04 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
02 05 00 úrgangur úr mjólkuriðnaði
02 05 01 efni sem eru óheppileg til neyslu eða vinnslu
02 05 02 eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum
02 05 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
02 06 00 úrgangur frá bökunar- og sælgætisiðnaði
02 06 01 efni sem eru óheppileg til neyslu eða vinnslu
02 06 02 úrgangur frá rotvarnarefnum
02 06 03 eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum
02 06 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
02 07 00 úrgangur frá framleiðslu áfengra og óáfengra drykkja (fyrir utan kaffi, te og kakó)
02 07 01 úrgangur frá þvotti, hreinsun og vélskurði hráefnisins
02 07 02 úrgangur frá eimingu vínanda
02 07 03 úrgangur frá kemískri meðferð
02 07 04 efni sem eru óhæf til neyslu eða vinnslu
02 07 05 eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum
02 07 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti

03 00 00 Úrgangur frá timburvinnslu og framleiðslu á viðarþiljum og húsgögnum, trjákvoðu, pappír og pappa
03 01 00 úrgangur frá timburvinnslu og framleiðslu á viðarþiljum og húsgögnum
03 01 01 úrgangsbörkur og -korkur
* 03 01 04 sag, spænir, bútar, viður, spónaplötur og spónn sem innihalda hættuleg efni
03 01 05 sag, spænir, bútar, viður, spónaplötur og spónn annað en tilgreint er í 03 01 04
03 01 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
03 02 00 úrgangur frá viðarvörn
* 03 02 01 lífræn viðarvarnarefni án halógena
* 03 02 02 klórlífræn viðarvarnarefni
* 03 02 03 málmlífræn viðarvarnarefni
* 03 02 04 ólífræn viðarvarnarefni
* 03 02 05 önnur viðarvarnarefni sem innihalda hættuleg efni
03 02 99 viðarvarnarefni sem ekki eru tilgreind með öðrum hætti
03 03 00 úrgangur frá framleiðslu og vinnslu trjákvoðu, pappírs og pappa
03 03 01 úrgangsbörkur og -viður
03 03 02 græn basísk eðja (frá endurheimt suðuvökva)
03 03 05 eðja frá hreinsun prentsvertu úr endurvinnslupappír
03 03 07 vélrænt aðskilið úrkast frá pappírsmassavinnslu úr úrgangspappír og -pappa
03 03 08 úrgangur frá flokkun pappírs og pappa til endurvinnslu
03 03 09 kalkleðjuúrgangur
03 03 10 trefjaúrkast, trefja-, fylliefna- og húðunareðja frá vélrænum aðskilnaði
03 03 11 eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum önnur en tilgreind er í 03 03 10
03 03 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti

04 00 00 Úrgangur frá leður-, skinna- og textíliðnaði
04 01 00 úrgangur frá leður- og skinnaiðnaði
04 01 01 úrgangur af sköfun og meðhöndlun með kalki
04 01 02 kalkúrgangur
* 04 01 03 úrgangur frá fituhreinsun sem inniheldur leysa, án vökvafasa
04 01 04 sútunarvökvi sem inniheldur króm
04 01 05 sútunarvökvi án króms
04 01 06 eðja sérstaklega sú sem verður til við skólphreinsun á staðnum, og inniheldur króm
04 01 07 eðja sérstaklega sú sem verður til við skólphreinsun á staðnum, og inniheldur ekki króm
04 01 08 úrgangur úr sútuðu leðri (bláþynnur, afrakstur, afskurðir, fægiduft) sem inniheldur króm
04 01 09 úrgangur frá úrvinnslu og lokavinnslu
04 01 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
04 02 00 úrgangur frá textíliðnaði
04 02 09 úrgangur frá samsettum efnum (mettuðum textílefnum, teygjuefnum, plastefnum)
04 02 10 lífræn efni úr náttúrulegri framleiðslu (t.d. fita, vax)
* 04 02 14 úrgangur frá lokameðhöndlun sem inniheldur lífræna leysa
04 02 15 úrgangur frá lokameðhöndlun annar en tilgreindur er í 04 02 14
* 04 02 16 leysilitir og dreifulitir sem innihalda hættuleg efni
04 02 17 leysilitir og dreifulitir aðrir en tilgreindir eru í 04 02 16
* 04 02 19 eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum og inniheldur hættuleg efni
04 02 20 eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum önnur en tilgreind er í 04 02 19
04 02 21 úrgangur frá óunnum textíltrefjum
04 02 22 úrgangur frá unnum textíltrefjum
04 02 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti

05 00 00 Úrgangur frá jarðolíuhreinsun, hreinsun á jarðgasi og hitasundrun kola
05 01 00 úrgangur frá jarðolíuhreinsun
* 05 01 02 eðja frá afseltumeðferð
* 05 01 03 eðja úr botni tanka
* 05 0104 súr alkýleðja
* 05 01 05 olía sem lekið hefur út
* 05 01 06 eðja sem inniheldur olíu frá viðhaldi í iðjuveri eða búnað
* 05 01 07 súr tjara
* 05 01 08 önnur tjara
* 05 01 09 eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum, og inniheldur hættuleg efni
05 01 10 eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum önnur en tilgreind er í 05 01 09
* 05 01 11 úrgangur frá hreinsun eldsneytis með basa
* 05 01 12 olía sem inniheldur sýrur
05 01 13 eðja frá vatni til hitaketils
05 01 14 úrgangur frá kælieiningum
* 05 01 15 notaður síunarleir
05 01 16 úrgangur sem verður til við brennisteinshreinsun olíu og inniheldur brennistein
05 01 17 jarðbik
05 01 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
05 06 00 úrgangur frá hitasundrun kola
* 05 06 01 súr tjara
* 05 06 03 önnur tjara
05 06 04 úrgangur frá kælieiningum
05 06 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
05 07 00 úrgangur frá hreinsun og flutningi á jarðgasi
* 05 07 01 eðja sem inniheldur kvikasilfur
05 07 02 úrgangur sem inniheldur brennistein
05 07 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti

06 00 00 Úrgangur frá ólífrænum efnaferlum
06 01 00 úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun á sýrum
* 06 01 01 brennisteinssýra og brennisteinstvísýrlingur
* 06 01 02 saltsýra
* 06 01 03 flúorsýra
* 06 01 04 fosfórsýra og fosfórsýrlingur
* 06 01 05 saltpéturssýra og saltpéturssýrlingur
* 06 01 06 aðrar sýrur
06 01 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
06 02 00 úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun basa
* 06 02 01 kalsíum hýdroxíð
* 06 02 03 ammoníum hýdroxíð
* 06 02 04 natríum og kalíum hýdroxíð
* 06 02 05 aðrir basar
06 02 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
06 03 00 úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun salta, lausna þeirra og málmoxíða
* 06 03 11 sölt og lausnir sem innihalda sýaníð
* 06 03 13 sölt og lausnir sem innihalda þungmálma
06 03 14 sölt og lausnir önnur en tilgreind eru í 06 03 11 og 06 03 13
* 06 03 15 málmoxíð sem innihalda þungmálma
06 03 16 málmoxíð önnur en tilgreind eru í 06 03 15
06 03 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
06 04 00 úrgangur sem inniheldur málma annar en tilgreindur er í 06 03 00
* 06 04 03 úrgangur sem inniheldur arsen
* 06 04 04 úrgangur sem inniheldur kvikasilfur
* 06 04 05 úrgangur sem inniheldur aðra þungmálma
06 04 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
06 05 00 eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum
* 06 05 02 eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum og inniheldur hættuleg efni
06 05 03 eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum önnur en tilgreind er í 06 05 02
06 06 00 úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun brennisteinssambanda, efnaferlar með brennisteini og ferlar til að ná brennisteini úr efnum
* 06 06 02 úrgangur sem inniheldur hættuleg súlfíð
06 06 03 úrgangur sem inniheldur súlfíð önnur en tilgreind eru í 06 06 02
06 06 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
06 07 00 úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun halógena og efnaferlar með halógenum
* 06 07 01 úrgangur sem inniheldur asbest frá rafgreiningu
* 06 07 02 virkt kolefni úr klórframleiðslu
* 06 07 03 baríumsúlfateðja sem inniheldur kvikasilfur
* 06 07 04 lausnir og sýrur, t.d. snertisýra
06 07 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
06 08 00 úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun kísils og kísilafleiða
* 06 08 02 úrgangur sem inniheldur hættulegar kísilafleiður
06 08 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
06 09 00 úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun fosfórefnasambanda og efnaferlar með fosfór
06 09 02 fosfórgjall
* 06 09 03 kalsíumríkur úrgangur sem verður til við efnahvörf og inniheldur eða er mengaður hættulegum efnum
06 09 04 kalsíumríkur úrgangur sem verður til við efnahvörf annar en tilgreindur er í 06 09 03
06 09 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
06 10 00 úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun köfnunarefnissambanda, efnaferlar með köfnunarefni og áburðarframleiðsla
* 06 10 02 úrgangur sem inniheldur hættuleg efni
06 10 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
06 11 00 úrgangur frá framleiðslu á ólífrænum dreifulitum og gruggunarefnum
06 11 01 kalsíumríkur úrgangur sem verður til við efnahvörf við framleiðslu títandíoxíðs
06 11 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
06 13 00 úrgangur frá ólífrænum efnaferlum sem ekki eru tilgreind annars staðar
* 06 13 01 ólífræn varnarefni, viðarvarnarefni og sæfiefni
* 06 13 02 notað virkt kolefni (annað en 06 07 02)
06 13 03 svertikol
* 06 13 04 úrgangur frá asbestvinnslu
* 06 13 05 sót
06 13 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti

07 00 00 Úrgangur frá lífrænum efnaferlum
07 01 00 úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun á lífrænum grunnefnum
* 07 01 01 vatnskenndir þvottavökvar og stofnlausnir
* 07 01 03 lífrænir leysar, þvottavökvar og stofnlausnir sem innihalda halógena
* 07 01 04 aðrir lífrænir leysar, þvottavökvar og stofnlausnir
* 07 01 07 leifar úr efnahvörfum og eimingarleifar sem innihalda halógena
* 07 01 08 aðrar eimingarleifar og leifar úr efnahvörfum
* 07 01 09 síukökur og notuð íseyg efni sem innihalda halógena
* 07 01 10 aðrar síur, notuð íseyg efni
* 07 01 11 eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum og inniheldur hættuleg efni
07 01 12 eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum önnur en tilgreind er í 07 01 11
07 01 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
07 02 00 úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun plastefna, gervigúmmís og gervitrefja
* 07 02 01 vatnsblandaðar þvottalausnir og stofnlausnir
* 07 02 03 lífrænir leysar, þvottalausnir og stofnlausnir sem innihalda halógena
* 07 02 04 aðrir lífrænir leysar, lausnir og stofnlausnir
* 07 02 07 leifar úr efnahvörfum og eimingarleifar sem innihalda halógena
* 07 02 08 aðrar eimingarleifar og leifar úr efnahvörfum
* 07 02 09 síukökur og notuð íseyg efni sem innihalda halógena
* 07 02 10 aðrar síukökur, notuð íseyg efni
* 07 02 11 eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum og inniheldur hættuleg efni
07 02 12 eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum önnur en tilgreind er í 07 02 11
07 02 13 plastúrgangur
* 07 02 14 úrgangur af viðbótarefnum sem innihalda hættuleg efni
07 02 15 úrgangur af viðbótarefnum annar en tilgreindur er í 07 02 14
* 07 02 16 úrgangur sem inniheldur hættuleg silikonefni
07 02 17 úrgangur sem inniheldur silikonefni önnur en tilgreind eru í 07 02 16
07 02 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
07 03 00 úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun á lífrænum leysilitum og dreifulitum (annar en 06 11 00)
* 07 03 01 vatnsblandaðar þvottalausnir og stofnlausnir
* 07 03 03 lífrænir leysar, þvottalausnir og stofnlausnir sem innihalda halógena
* 07 03 04 aðrir lífrænir leysar, þvottalausnir og stofnlausnir
* 07 03 07 leifar úr efnahvörfum og eimingarleifar sem innihalda halógena
* 07 03 08 aðrar eimingarleifar og leifar úr efnahvörfum
* 07 03 09 síukökur og notuð íseyg efni sem innihalda halógena
* 07 03 10 aðrar síukökur, notuð íseyg efni
* 07 03 11 eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum og inniheldur hættuleg efni
07 03 12 eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum önnur en tilgreind er í 07 03 11
07 03 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
07 04 00 úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun á lífrænum varnarefnum (annað en 02 01 08 og 02 01 09), viðarvarnarefni (annað en 03 02 00) og önnur sæfiefni
* 07 04 01 vatnsblandaðar þvottalausnir og stofnlausnir
* 07 04 03 lífrænir leysar, þvottalausnir og stofnlausnir sem innihalda halógena
* 07 04 04 aðrir lífrænir leysar, þvottalausnir og stofnlausnir
* 07 04 07 leifar úr efnahvörfum og eimingarleifar sem innihalda halógena
* 07 04 08 aðrar eimingarleifar og leifar úr efnahvörfum
* 07 04 09 síukökur og notuð íseyg efni sem innihalda halógena
* 07 04 10 aðrar síukökur, notuð íseyg efni
* 07 04 11 eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum og inniheldur hættuleg efni
07 04 12 eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum önnur en tilgreind er í 07 04 11
* 07 04 13 fastur úrgangur sem inniheldur hættuleg efni
07 04 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
07 05 00 úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun á lyfjum
* 07 05 01 vatnsblandaðar þvottalausnir og stofnlausnir
* 07 05 03 lífrænir leysar, þvottalausnir og stofnlausnir sem innihalda halógena
* 07 05 04 aðrir lífrænir leysar, þvottalausnir og stofnlausnir
* 07 05 07 leifar úr efnahvörfum og eimingarleifar sem innihalda halógena
* 07 05 08 aðrar eimingarleifar og leifar úr efnahvörfum
* 07 05 09 síukökur og notuð íseyg efni sem innihalda halógena
* 07 05 10 aðrar síukökur, notuð íseyg efni
* 07 05 11 eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum og inniheldur hættuleg efni
07 05 12 eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum önnur en tilgreind er í 07 05 11
* 07 05 13 fastur úrgangur sem inniheldur hættuleg efni
07 05 14 fastur úrgangur annar en tilgreindur er í 07 05 13
07 05 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
07 06 00 úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun á feiti, fitu, sápu, þvottaefnum, sótthreinsandi efnum og snyrtivörum
* 07 06 01 vatnsblandaðar þvottalausnir og stofnlausnir
* 07 06 03 lífrænir leysar, þvottalausnir og stofnlausnir sem innihalda halógena
* 07 06 04 aðrir lífrænir leysar, þvottalausnir og stofnlausnir
* 07 06 07 leifar úr efnahvörfum og eimingarleifar sem innihalda halógena
* 07 06 08 aðrar eimingarleifar og leifar úr efnahvörfum
* 07 06 09 síukökur, notuð íseyg efni sem innihalda halógena
* 07 06 10 aðrar síukökur og notuð íseyg efni
* 07 06 11 eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum og inniheldur hættuleg efni
07 06 12 eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum önnur en tilgreind er í 07 06 11
07 06 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
07 07 00 úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun á efnavörum og efnum sem eru ekki tilgreind með öðrum hætti
* 07 07 01 vatnsblandaðar þvottalausnir og stofnlausnir
* 07 07 03 lífrænir leysar, þvottalausnir og stofnlausnir sem innihalda halógena
* 07 07 04 aðrir lífrænir leysar, þvottalausnir og stofnlausnir
* 07 07 07 leifar úr efnahvörfum og eimingarleifar sem innihalda halógena
* 07 07 08 aðrar eimingarleifar og leifar úr efnahvörfum
* 07 07 09 síukökur og notuð íseyg efni sem innihalda halógena
* 07 07 10 aðrar síukökur, notuð íseyg efni
* 07 07 11 eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum og inniheldur hættuleg efni
07 07 12 eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum önnur en tilgreind er í 07 07 11
07 07 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti

08 00 00 Úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun á efnum til húðunar (málning, lökk, glerkennd smeltlökk), lími, þéttiefnum og prentlitum
08 01 00 úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun málningar og lakks, og úrgangur sem verður til þegar málning og lakk er fjarlægt
* 08 01 11 úrgangsmálning og -lökk sem í eru lífrænir leysar eða önnur hættuleg efni
08 01 12 úrgangsmálning og -lökk, önnur en tilgreind er í 08 01 11
* 08 01 13 eðja frá málningu eða lakki sem í eru lífrænir leysar eða önnur hættuleg efni
08 01 14 eðja frá málningu eða lakki önnur en tilgreind er í 08 01 13
* 08 01 15 vatnskennd eðja frá málningu og -lökkum sem inniheldur lífræna leysa eða önnur hættuleg efni
08 01 16 vatnskennd eðja frá málningu og -lökkum önnur en tilgreind er í 08 01 15
* 08 01 17 úrgangur sem verður til þegar málning eða lakk er fjarlægt og inniheldur lífræna leysa eða önnur hættuleg efni
08 01 18 úrgangur sem verður til þegar málning eða lakk er fjarlægt, annar en tilgreindur er í 08 01 17
* 08 01 19 vatnsgrugg sem inniheldur málningu eða lökk og inniheldur lífræna leysa eða önnur hættuleg efni
08 01 20 vatnsgrugg sem inniheldur málningu eða lökk annað en tilgreint er í 08 01 19
* 08 01 21 úrgangsmálningar- eða lakkhreinsir
08 01 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
08 02 00 úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun annarra húðunarefna (þ.m.t. keramísk efni)
08 02 01 húðunarduftsúrgangur
08 02 02 vatnseðja sem inniheldur keramísk efni
08 02 03 vatnsgrugg sem inniheldur keramísk efni
08 02 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
08 03 00 úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun prentlita
08 03 07 vatnseðja sem inniheldur prentliti
08 03 08 vatnsgrugg sem inniheldur prentliti
* 08 03 12 prentlitaúrgangur sem inniheldur hættuleg efni
08 03 13 prentlitaúrgangur annar en tilgreindur er í 08 03 12
* 08 03 14 prentlitaeðja sem inniheldur hættuleg efni
08 03 15 prentlitaeðja önnur en tilgreind er í 08 03 14
* 08 03 16 ætilausnir
* 08 03 17 úrgangur af litardufti sem inniheldur hættuleg efni
08 03 18 úrgangur af litardufti annar en tilgreindur er í 08 03 17
* 08 03 19 ýrulausnir af olíu
08 03 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
08 04 00 úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun lím- og þéttiefna (þ.m.t. vatnsþéttiefni)
* 08 04 09 úrgangslím og -þéttiefni sem í eru leysar lífrænir leysar eða önnur hættuleg efni
08 04 10 úrgangslím og -þéttiefni önnur en tilgreind eru í 08 04 09
* 08 04 11 eðja með lími og þéttiefnum sem í eru lífrænir leysar eða önnur hættuleg efni
08 04 12 eðja með lími og þéttiefnum önnur en tilgreind er í 08 04 11
* 08 04 13 vatnseðja sem inniheldur lím og þéttiefni og lífræna leysa eða önnur hættuleg efni
08 04 14 vatnseðja sem inniheldur lím og þéttiefni önnur en tilgreind er í 08 04 13
* 08 04 15 vatnskenndur úrgangur sem inniheldur lím og þéttiefni og lífræna leysa eða önnur hættuleg efni
08 04 16 vatnskenndur úrgangur sem inniheldur lím og þéttiefni annar en tilgreindur er í 08 04 15
* 08 04 17 rósínolía
08 04 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
08 05 00 úrgangur sem ekki er tilgreindur með öðrum hætti í 08 00 00
* 08 05 01 ísósýanatúrgangur

09 00 00 Úrgangur frá ljósmyndaiðnaði
09 01 00 úrgangur frá ljósmyndaiðnaði
* 09 01 01 vatnsblandaðir framköllunarvökvar og -hvatar
* 09 01 02 vatnsblandaðir offset-framköllunarvökvar
* 09 01 03 framköllunarvökvar blandaðir leysum
* 09 01 04 festiefnalausnir
* 09 01 05 lausnir og festiefnalausnir til bleikingar
* 09 01 06 úrgangur sem verður til við hreinsun á staðnum á úrgangi frá ljósmyndaiðnaði og inniheldur silfur
09 01 07 ljósmyndafilmur og pappír sem inniheldur silfur eða silfursambönd
09 01 08 ljósmyndafilmur og pappír án silfurs eða silfursambanda
09 01 10 einnota myndavélar án rafhlaðna
* 09 01 11 einnota myndavélar með rafhlöðum sem tilgreindar eru í 16 06 01, 16 06 02 eða 16 06 03
09 01 12 einnota myndavélar með rafhlöðum aðrar en tilgreindar eru í 09 01 11
* 09 01 13 vatnskenndur úrgangur frá endurheimt silfurs á staðnum, annað en tilgreint er í 09 01 06
09 01 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti

10 00 00 Úrgangur frá varmaferlum
10 01 00 úrgangur frá aflstöðvum og öðrum brennsluverum (annar en í 19 00 00)
10 01 01 botnaska, gjall og ketilryk (ekki meðtalið ketilryk sem tilgreint er í 10 01 04)
10 01 02 svifaska frá kolabrennslu
10 01 03 svifaska frá móbrennslu og brennslu á ómeðhöndluðum við
* 10 01 04 svifaska frá olíubrennslu og ketilryk
10 01 05 úrgangur í föstu formi frá efnaferlum með kalsíum til að ná brennisteini úr útblæstri
10 01 07 úrgangur í eðjuformi frá efnaferlum með kalsíum til að ná brennisteini úr útblæstri
* 10 01 09 brennisteinssýra
* 10 01 13 svifaska frá brennslu eldsneytis úr vetniskolefnisþeytum
* 10 01 14 botnaska, gjall og ketilryk sem verður til við sambrennslu og innihalda hættuleg efni
10 01 15 botnaska, gjall og ketilryk sem verður til við sambrennslu önnur en tilgreind eru í 10 01 14
* 10 01 16 svifaska sem verður til við sambrennslu og inniheldur hættuleg efni
10 01 17 svifaska sem verður til við sambrennslu önnur en tilgreind er í 10 01 16
* 10 01 18 úrgangur sem verður til við gashreinsun og inniheldur hættuleg efni
10 01 19 úrgangur sem verður til við gashreinsun annar en tilgreindur er í 10 01 05, 10 01 07 og 10 01 18
* 10 01 20 eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum og inniheldur hættuleg efni
10 01 21 eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum önnur en tilgreind er í 10 01 20
* 10 01 22 vatnskennd eðja sem verður til við ketilhreinsun og inniheldur hættuleg efni
10 01 23 vatnskennd eðja sem verður til við ketilhreinsun önnur en tilgreind er í 10 01 22
10 01 24 sandur frá svifbeðum
10 01 25 úrgangur frá geymslu og meðhöndlun eldsneytis í kolakyntum aflstöðvum
10 01 26 úrgangur frá meðhöndlun kælivatns
10 01 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
10 02 00 úrgangur frá járn- og stáliðnaði
10 02 01 úrgangur frá gjallvinnslu
10 02 02 óunnið gjall
* 10 02 07 úrgangur í föstu formi sem verður til við útblásturshreinsun og inniheldur hættuleg efni
10 02 08 úrgangur í föstu formi sem verður til við útblásturshreinsun annar en tilgreindur er í 10 02 07
10 02 10 flögur frá völsun
* 10 02 11 úrgangur sem verður til við meðhöndlun kælivatns og inniheldur olíu
10 02 12 úrgangur sem verður til við meðhöndlun kælivatns annar en tilgreindur er í 10 02 11
10 02 13 eðja og síukaka sem verður til við útblásturshreinsun og inniheldur hættuleg efni
10 02 14 eðja og síukaka sem verður til við útblásturshreinsun önnur en tilgreind eru í 10 02 13
10 02 15 önnur eðja og síukaka
10 02 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
10 03 00 úrgangur frá álframleiðslu
10 03 02 forskautsbrot
* 10 03 04 gjall frá frumframleiðslu á áli
10 03 05 áloxíðúrgangur
* 10 03 08 saltgjall frá endurvinnslu á áli
* 10 03 09 svartur sori frá endurvinnslu á áli
* 10 03 15 skánir sem eru eldfimar eða mynda eldfimt gas í hættulegu magni í snertingu við vatn
10 03 16 skánir aðrar en tilgreindar eru í 10 03 15
* 10 03 17 úrgangur sem inniheldur tjöru frá framleiðslu forskauta
10 03 18 úrgangur sem inniheldur kolefni frá framleiðslu forskauta annar en tilgreindur er í 10 03 17
* 10 03 19 ryk sem verður til við útblásturshreinsun og inniheldur hættuleg efni
10 03 20 ryk sem verður til við útblásturshreinsun annað en tilgreint er í 10 03 19
* 10 03 21 aðrar agnir og ryk (innifalið ryk frá kúlukvörn) sem inniheldur hættuleg efni
10 03 22 aðrar agnir og ryk (innifalið ryk frá kúlukvörn) annað en tilgreint er í 10 03 21
* 10 03 23 úrgangur í föstu formi sem verður til við útblásturshreinsun og inniheldur hættuleg efni
10 03 24 úrgangur í föstu formi sem verður til við útblásturshreinsun annar en tilgreindur er í 10 03 23
* 10 03 25 eðja sem verður til við útblásturshreinsun og inniheldur hættuleg efni
10 03 26 eðja sem verður til við útblásturshreinsun önnur en tilgreind er í 10 03 25
* 10 03 27 úrgangur sem verður til við meðhöndlun kælivatns og inniheldur olíu
10 03 28 úrgangur sem verður til við meðhöndlun kælivatns annar en tilgreindur er í 10 03 27
* 10 03 29 úrgangur sem verður til við meðferð saltgjalls og svarts sora og inniheldur hættuleg efni
10 03 30 úrgangur sem verður til við meðferð saltgjalls og svarts sora annar en tilgreindur er í 10 03 29
10 03 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
10 04 00 úrgangur frá blýbræðslu
* 10 04 01 gjall frá frumframleiðslu og endurvinnslu
* 10 04 02 sori og skánir frá frumframleiðslu og endurvinnslu
* 10 04 03 kalsíum arsenat
* 10 04 04 ryk frá útblæstri
* 10 04 05 aðrar agnir og ryk
* 10 04 06 úrgangur í föstu formi frá útblásturshreinsun
* 10 04 07 eðja og síukaka frá útblásturshreinsun
* 10 04 09 úrgangur sem verður til við meðhöndlun kælivatns og inniheldur olíu
10 04 10 úrgangur sem verður til við meðhöndlun kælivatns annar en tilgreindur er í 10 04 09
10 04 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
10 05 00 úrgangur frá sinkbræðslu
10 05 01 gjall frá frumframleiðslu og endurvinnslu
* 10 05 03 ryk frá útblæstri
10 05 04 aðrar agnir og ryk
* 10 05 05 úrgangur í föstu formi frá útblásturshreinsun
* 10 05 06 eðja og síukaka frá útblásturshreinsun
* 10 05 08 úrgangur sem verður til við meðhöndlun kælivatns og inniheldur olíu
10 05 09 úrgangur sem verður til við meðhöndlun kælivatns annar en tilgreindur er í 10 05 08
* 10 05 10 sori og skánir sem eru eldfimar eða mynda eldfimt gas í hættulegu magni í snertingu við vatn
10 05 11 sori og skánir annað en tilgreint er í 10 05 10
10 05 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
10 06 00 úrgangur frá koparbræðslu
10 06 01 gjall frá frumframleiðslu og endurvinnslu
10 06 02 sori og skánir frá frumframleiðslu og endurvinnslu
* 10 06 03 ryk frá útblæstri
10 06 04 aðrar agnir og ryk
* 10 06 06 úrgangur í föstu formi frá útblásturshreinsun
* 10 06 07 eðja og síukaka frá útblásturshreinsun
* 10 06 09 úrgangur sem verður til við meðhöndlun kælivatns og inniheldur olíu
10 06 10 úrgangur sem verður til við meðhöndlun kælivatns annar en tilgreindur er í 10 06 09
10 06 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
10 07 00 úrgangur frá silfur-, gull- og platínubræðslu
10 07 01 gjall frá frumframleiðslu og endurvinnslu
10 07 02 sori og skánir frá frumframleiðslu og endurvinnslu
10 07 03 úrgangur í föstu formi frá útblásturshreinsun
10 07 04 aðrar agnir og ryk
10 07 05 eðja og síukaka frá útblásturshreinsun
* 10 07 07 úrgangur sem verður til við meðhöndlun kælivatns og inniheldur olíu
10 07 08 úrgangur sem verður til við meðhöndlun kælivatns annar en tilgreindur er í 10 07 07
10 07 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
10 08 00 úrgangur frá öðrum málmbræðslum þar sem ekki er brætt járn eða stál
10 08 04 agnir og ryk
* 10 08 08 saltgjall frá frumframleiðslu og endurvinnslu
10 08 09 annað gjall
* 10 08 10 sori og skánir sem eru eldfimar eða mynda eldfimt gas í hættulegu magni í snertingu við vatn
10 08 11 sori og skánir aðrar en tilgreindar eru í 10 08 10
* 10 08 12 úrgangur sem inniheldur tjöru frá framleiðslu forskauta
10 08 13 úrgangur sem inniheldur kolefni frá framleiðslu forskauta annar en tilgreindur er í 10 08 12
10 08 14 forskautsbrot
* 10 08 15 útblástursryk sem inniheldur hættuleg efni
10 08 16 útblástursryk annað en tilgreint er í 10 08 15
* 10 08 17 eðja og síukaka sem verður til við útblásturshreinsun og inniheldur hættuleg efni
10 08 18 eðja og síukaka sem verður til við útblásturshreinsun önnur en tilgreind er í 10 08 17
* 10 08 19 úrgangur sem verður til við meðhöndlun kælivatns og inniheldur olíu
10 08 20 úrgangur sem verður til við meðhöndlun kælivatns annar en tilgreindur er í 10 08 19
10 08 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
10 09 00 úrgangur frá steypu málmhluta úr járni eða stáli
10 09 03 gjall úr ofnum
* 10 09 05 ónotaðir málmsteypukjarnar og -mót sem innihalda hættuleg efni
10 09 06 ónotaðir málmsteypukjarnar og -mót annað en tilgreint er í 10 09 05
* 10 09 07 notaðir málmsteypukjarnar og -mót sem innihalda hættuleg efni
10 09 08 notaðir málmsteypukjarnar og -mót annað en tilgreint er í 10 09 07
* 10 09 09 útblástursryk sem inniheldur hættuleg efni
10 09 10 útblástursryk annað en tilgreint er í 10 09 09
* 10 09 11 aðrar agnir sem innihalda hættuleg efni
10 09 12 aðrar agnir en tilgreindar eru í 10 09 11
* 10 09 13 bindiefnaúrgangur sem inniheldur hættuleg efni
10 09 14 bindiefnaúrgangur annar en tilgreindur er í 10 09 13
* 10 09 15 úrgangur af efnum sem gefa til kynna sprungur, og innihalda hættuleg efni
10 09 16 úrgangur af efnum sem gefa til kynna sprungur annar en tilgreindur er í 10 09 15
10 09 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
10 10 00 úrgangur frá steypu málmhluta úr öðrum málmum en járni eða stál
10 10 03 gjall úr ofnum
* 10 10 05 ónotaðir málmsteypukjarnar og -mót sem innihalda hættuleg efni
10 10 06 ónotaðir málmsteypukjarnar og -mót annað en tilgreint er í 10 10 05
* 10 10 07 notaðir málmsteypukjarnar og -mót sem innihalda hættuleg efni
10 10 08 notaðir málmsteypukjarnar og -mót annað en tilgreint er í 10 10 07
* 10 10 09 útblástursryk sem inniheldur hættuleg efni
10 10 10 útblástursryk annað en tilgreint er í 10 10 09
* 10 10 11 aðrar agnir sem innihalda hættuleg efni
10 10 12 aðrar agnir en tilgreindar eru í 10 10 11
* 10 10 13 bindiefnaúrgangur sem inniheldur hættuleg efni
10 10 14 bindiefnaúrgangur annar en tilgreindur er í 10 10 13
* 10 10 15 úrgangur af efnum sem gefa til kynna sprungur, og innihalda hættuleg efni
10 10 16 úrgangur af efnum sem gefa til kynna sprungur annar en tilgreindur er í 10 10 15
10 10 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
10 11 00 úrgangur frá framleiðslu á gleri og glervörum
10 11 03 úrgangur frá glertrefjaefnum
10 11 05 agnir og ryk
* 10 11 09 úrgangur af hráefnisblöndum fyrir hitameðhöndlun og innihalda hættuleg efni
10 11 10 úrgangur af hráefnisblöndum fyrir hitameðhöndlun annar en tilgreindur er í 10 11 09
* 10 11 11 úrgangsgler, salli og duft sem inniheldur þungmálma (t.d. frá bakskautslömpum (myndlömpum))
10 11 12 úrgangsgler annað en tilgreint er í 10 11 11
* 10 11 13 eðja sem verður til við glerfægingu og -slípun og inniheldur hættuleg efni
10 11 14 eðja sem verður til við glerfægingu og -slípun önnur en tilgreind er í 10 11 13
* 10 11 15 úrgangur í föstu formi sem verður til við útblásturshreinsun og inniheldur hættuleg efni
10 11 16 úrgangur í föstu formi sem verður til við útblásturshreinsun annar en tilgreindur er í 10 11 15
* 10 11 17 eðja og síukaka sem verður til við útblásturshreinsun og inniheldur hættuleg efni
10 11 18 eðja og síukaka sem verður til við útblásturshreinsun önnur en tilgreind er í 10 11 17
* 10 11 19 fastur úrgangur sem verður til við skólphreinsun á staðnum og inniheldur hættuleg efni
10 11 20 fastur úrgangur sem verður til við skólphreinsun á staðnum annar en tilgreindur er í 10 11 19
10 11 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
10 12 00 úrgangur frá framleiðslu á keramíkvörum, múrsteinum, flísum og byggingarefnum
10 12 01 úrgangur af hráefnisblöndum fyrir hitameðhöndlun
10 12 03 agnir og ryk
10 12 05 eðja og síukaka frá útblásturshreinsun
10 12 06 ónýt mót
10 12 08 úrgangskeramík, -múrsteinar, -flísar og -byggingarefni (eftir hitameðhöndlun)
* 10 12 09 úrgangur í föstu formi sem verður til við útblásturshreinsun og inniheldur hættuleg efni
10 12 10 úrgangur í föstu formi sem verður til við útblásturshreinsun annar en tilgreindur er í 10 12 09
* 10 12 11 úrgangur sem verður til við glerjun og inniheldur þungmálma
10 12 12 úrgangur sem verður til við glerjun annar en tilgreindur er í 10 12 11
10 12 13 eðja sem verður til við skólpmeðhöndlun á staðnum
10 12 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
10 13 00 úrgangur frá framleiðslu á sementi, kalki og múrblöndu og framleiðsluvörur úr þessum efnum
10 13 01 úrgangur af hráefnisblöndum fyrir hitameðhöndlun
10 13 04 úrgangur frá brennslu og leskjun kalks
10 13 06 agnir og ryk (aðrar en 10 13 12 og 10 13 13)
10 13 07 eðja og síukaka frá útblásturshreinsun
* 10 13 09 úrgangur sem verður til við framleiðslu asbestsements og inniheldur asbest
10 13 10 úrgangur sem verður til við framleiðslu asbestsements annar en tilgreindur er í 10 13 09
10 13 11 úrgangur frá samsettum efnum sem innihalda sement annar en tilgreindur er í 10 13 09 og 10 13 10
* 10 13 12 úrgangur í föstu formi sem verður til við útblásturshreinsun og inniheldur hættuleg efni
10 13 13 úrgangur í föstu formi sem verður til við útblásturshreinsun annar en tilgreindur er í 10 13 12
10 13 14 steypubrot og steypueðja
10 13 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
10 14 00 úrgangur frá líkbrennslu
* 10 14 01 úrgangur sem verður til við útblásturshreinsun og inniheldur kvikasilfur

11 00 00 Úrgangur frá efnafræðilegri yfirborðsmeðhöndlun og húðun málma og annarra efna; og frá vökvavinnslu málma annarra en járns og stáls
11 01 00 úrgangur frá efnafræðilegri yfirborðsmeðhöndlun og húðun málma og annarra efna (t.d. galvanísering, sinkhúðun, sýrubað, æting, fosfatmeðferð, alkalífituhreinsun og brynjun (anóðumeðferð))
* 11 01 05 sýrur úr sýruböðum
* 11 01 06 sýra sem er ekki tilgreind með öðrum hætti
* 11 01 07 basar úr basaböðum
* 11 01 08 eðja frá fosfatmeðferð
* 11 01 09 eðja og síukaka sem inniheldur hættuleg efni
11 01 10 eðja og síukaka önnur en tilgreind er í 11 01 09
* 11 01 11 vatnskenndir skolvökvar sem innihalda hættuleg efni
11 01 12 vatnskenndir skolvökvar aðrir en tilgreindir eru í 11 01 11
* 11 01 13 úrgangur sem verður til við affitun og inniheldur hættuleg efni
11 01 14 úrgangur sem verður til við affitun annar en tilgreindur en 11 01 13
* 11 01 15 útskol og eðja frá himnu- og jónskiptakerfum og innihalda hættuleg efni
* 11 01 16 mettaðar eða notaðar jónskiptanetjur
* 11 01 98 annar úrgangur sem inniheldur hættuleg efni
11 01 99 úrgangur sem ekki er tilgreindur með öðrum hætti
11 02 00 úrgangur frá vökvavinnslu málma annarra en járns og stáls
* 11 02 02 eðja frá vökvavinnslu sinks (þ.m.t. jarosít, goethít)
11 02 03 úrgangur frá framleiðslu rafskauta fyrir vökvarafgreiningu
* 11 02 05 úrgangur sem verður til við vökvavinnslu kopars og inniheldur hættuleg efni
11 02 06 úrgangur sem verður til við vökvavinnslu kopars annar en tilgreindur er í 11 02 05
* 11 02 07 annar úrgangur sem inniheldur hættuleg efni
11 02 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
11 03 00 eðja og úrgangur í föstu formi frá herslu
* 11 03 01 úrgangur sem inniheldur sýaníð
* 11 03 02 annar úrgangur
11 05 00 úrgangur frá heitgalvaníseringu
11 05 01 harðsínk
11 05 02 sínkaska
* 11 05 03 fastur úrgangur frá úrblásturshreinsun
* 11 05 04 notað flux
11 05 99 úrgangur sem ekki er tilgreindur með öðrum hætti

12 00 00 Úrgangur frá mótun og eðlisfræðilegri eða vélrænni yfirborðsmeðferð málma og plastefna
12 01 00 úrgangur frá mótun og eðlisfræðilegri eða vélrænni yfirborðsmeðferð málma og plastefna
12 01 01 spænir og svarf úr járni eða stáli
12 01 02 ryk og agnir úr járni eða stáli
12 01 03 spænir og svarf úr öðrum málmum en járni og stáli
12 01 04 ryk og agnir úr öðrum málmun en járni og stáli
12 01 05 spænir og svarf úr plasti
* 12 01 06 notaðar snittolíur gerðar úr jarðolíum og innihalda halógen (ekki ýrulausnir eða lausnir)
* 12 01 07 notaðar snittolíur gerðar úr jarðolíum án halógena (ekki ýrulausnir eða lausnir)
* 12 01 08 notaðar snittolíulausnir og -ýrulausnir sem innihalda halógen
* 12 01 09 notaðar snittolíulausnir og -ýrulausnir án halógena
* 12 01 10 snittolíur gerðar úr tilbúnum efnum
* 12 01 12 notað vax og feiti
12 01 13 úrgangur frá logsuðu
* 12 01 14 eðja sem verður til við vinnslu sem myndar spæni og svarf og inniheldur hættuleg efni
12 01 15 eðja sem verður til við vinnslu sem myndar spæni og svarf önnur en tilgreind er í 12 01 14
* 12 01 16 úrgangsefni sem verður til við blástur og inniheldur hættuleg efni
12 01 17 úrgangsefni sem verður til við blástur önnur en tilgreind eru í 12 01 16
* 12 01 18 málmrík eðja sem verður til við slípun, brýningu, og fágun og inniheldur olíu
* 12 01 19 snittolía sem brotnar auðveldlega niður með lífrænum hætti
* 12 01 20 notaðir slípiklossar og slípiefni sem innihalda hættuleg efni
12 01 21 notaðir slípiklossar og slípiefni annað en tilgreint er í 12 01 20
12 01 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
12 03 00 úrgangur frá fituhreinsun með vatni og gufu (nema í 11 00 00)
* 12 03 01 þvottavatn
* 12 03 02 úrgangur frá fituhreinsun með gufu

13 00 00 Olíuúrgangur og úrgangur frá fljótandi eldsneyti (nema neysluolíur, og olíur í 05 00 00, 12 00 00 og 19 00 00)
13 01 00 úrgangsglussar
* 13 01 01 glussar sem innihalda PCB Í þessari skrá um úrgang er PCB skilgreint í reglugerð nr. 323/1998.
* 13 01 04 ýrulausnir sem innihalda klór
* 13 01 05 ýrulausnir án klórs
* 13 01 09 glussar sem gerðir eru úr jarðolíum og innihalda klór
* 13 01 10 glussar sem gerðir eru úr jarðolíum og eru án klórs
* 13 01 11 glussar gerðir úr tilbúnum efnum
* 13 01 12 glussar sem brotna auðveldlega niður með lífrænum hætti
* 13 01 13 aðrir glussar
13 02 00 úrgangsvélar-, gír- og smurolíur
* 13 02 04 vélar-, gír- og smurolíur sem gerðar eru úr jarðolíum og innihalda klór
* 13 02 05 vélar-, gír- og smurolíur sem gerðar eru úr jarðolíum og eru án klórs
* 13 02 06 vélar-, gír- og smurolíur sem gerðar eru úr tilbúnum efnum
* 13 02 07 vélar-, gír- og smurolíur sem brotna auðveldlega niður með lífrænum hætti
* 13 02 08 aðrar vélar-, gír- og smurolíur
13 03 00 úrgangseinangrunar- eða úrgangsvarmaflutningsolíur
* 13 03 01 einangrunar- eða varmaflutningsolíur sem innihalda PCB
* 13 03 06 einangrunar- eða varmaflutningsjarðolíur sem gerðar eru úr jarðolíum og innihalda klór aðrar en tilgreindar eru í 13 03 01
* 13 03 07 einangrunar- eða varmaflutningsjarðolíur sem gerðar eru úr jarðolíum og eru án klórs
* 13 03 08 einangrunar- eða varmaflutningsjarðolíur sem gerðar eru úr tilbúnum efnum
* 13 03 09 einangrunar- eða varmaflutningsjarðolíur sem brotna auðveldlega niður með lífrænum hætti
* 13 03 10 aðrar einangrunar- eða varmaflutningsjarðolíur
13 04 00 kjalsogsolíur
* 13 04 01 kjalsogsolíur frá skipaumferð á skipgengum vatnaleiðum
* 13 04 02 kjalsogsolíur frá móttökum fyrir kjalsogsolíur
* 13 04 03 kjalsogsolíur frá annarri skipaumferð
13 05 00 úrgangur úr olíuskiljum
* 13 05 01 fastur úrgangur úr sandföngum og olíuskiljum
* 13 05 02 eðja úr olíuskiljum
* 13 05 03 eðja úr sandfangi
* 13 05 06 olía úr olíuskiljum
* 13 05 07 vatn sem inniheldur olíu úr olíuskiljum
* 13 05 08 blandaður úrgangur úr sandföngum og olíuskiljum
13 07 00 fljótandi eldsneytisúrgangur
* 13 07 01 brennsluolíur og dieselolía
* 13 07 02 bensín
* 13 07 03 annað eldsneyti (þ.m.t. blöndur)
13 08 00 olíuúrgangur ekki tilgreindur með öðrum hætti
* 13 08 01 afsöltunareðja eða ýrulausnir
* 13 08 02 aðrar ýrulausnir
* 13 08 99 úrgangur sem ekki er tilgreindur með öðrum hætti

14 00 00 Úrgangs -lífrænir leysar, -kælimiðlar og -drifefni (nema 07 00 00 og 08 00 00)
14 06 00 úrgangs -lífrænir leysar, -kælimiðlar og -froðu/úða drifefni
* 14 06 01 klórflúorkolefni HCFC, HFC
* 14 06 02 aðrir leysar og leysablöndur sem innihalda halógen
* 14 06 03 aðrir leysar og leysablöndur
* 14 06 04 eðja eða fastur úrgangur sem í eru leysar sem innihalda halógena
* 14 06 05 eðja eða fastur úrgangur sem í eru aðrir leysar

15 00 00 Umbúðaúrgangur; íseyg efni, þurrkur, síunarefni og hlífðarfatnaður sem eru ekki tilgreind með öðrum hætti
15 01 00 umbúðir (þ.m.t. flokkaður úrgangur frá sveitarfélögum)
15 01 01 pappírs- og pappaumbúðir
15 01 02 plastumbúðir
15 01 03 viðarumbúðir
15 01 04 málmumbúðir
15 01 05 samsettar umbúðir
15 01 06 blandaðar umbúðir
15 01 07 glerumbúðir
15 01 09 textílumbúðir
* 15 01 10 umbúðir sem innihalda leifar hættulegra efna eða eru mengaðar af þeim
* 15 01 11 málmumbúðir sem innihalda hættulegt fast gegndreipt efni (t.d. asbest), þ.m.t. tóm þrýstihylki
15 02 00 íseyg efni, þurrkur, síunarefni og hlífðarfatnaður
* 15 02 02 íseyg efni, síunarefni (þ.m.t. olíusíur sem ekki eru tilgreindar með öðrum hætti), þurrkur, og hlífðarfatnaður sem eru menguð með hættulegum efnum
15 02 03 íseyg efni, síunarefni, þurrkur, og hlífðarfatnaður annar en tilgreindur er í 15 02 02

16 00 00 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti í skránni
16 01 00 úr sér gengin ökutæki af ýmsum toga (þ.m.t. vélar sem notaðar eru utan vega) og úrgangur frá niðurrifi úr sér genginna ökutækja og viðhaldi ökutækja (nema 13 00 00, 14 00 00, 16 06 00, 16 08 00)
16 01 03 hjólbarðar
* 16 01 04 ökutæki
16 01 06 ökutæki, sem innihalda hvorki vökva eða aðra hættulega íhluti
* 16 01 07 olíusíur
* 16 01 08 íhlutir sem innihalda kvikasilfur
* 16 01 09 íhlutir sem innihalda PCB
* 16 01 10 sprengifimir íhlutir (t.d. loftpúðar)
* 16 01 11 bremsuklossar sem innihalda asbest
16 01 12 bremsuklossar aðrir en tilgreindir eru í 16 01 11
* 16 01 13 bremsuvökvar
* 16 01 14 frostlögur sem inniheldur hættuleg efni
16 01 15 frostlögur annar en tilgreindur er í 16 01 14
16 01 16 tankar fyrir gas í vökvaformi
16 01 17 járn og stál
16 01 18 málmar aðrir en járn og stál
16 01 19 plast
16 01 20 gler
* 16 01 21 hættulegir íhlutir aðrir en tilgreindir eru í 16 01 07 – 16 01 11 og 16 01 13 og 16 01 14
16 01 22 íhlutir sem ekki eru tilgreindir með öðrum hætti
16 01 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
16 02 00 úrgangur frá rafmagns- og rafeindabúnaði
* 16 02 09 spennubreytar og þéttar sem innihalda PCB
* 16 02 10 aflagður búnaður sem inniheldur eða er mengaður af PCB, annar en tilgreindur er í 16 02 09
* 16 02 11 aflagður búnaður sem inniheldur klórflúorkolefni, HCFC og HFC
* 16 02 12 aflagður búnaður sem inniheldur laus asbestefni
* 16 02 13 aflagður búnaður sem inniheldur hættulega íhluti Hættulegir íhlutir frá rafmagns- og rafeindabúnaði geta innifalið rafgeyma og rafhlöður tilgreint í 16 06 00 og merktir eru sem spilliefni; kvikasilfursrofar, gler frá bakskautslömpum og öðru virku gleri o.s.frv. aðra en tilgreindir eru í 16 02 09 – 16 02 12
16 02 14 aflagður búnaður annar en tilgreindur er í 16 02 09 – 16 02 13
* 16 02 15 hættulegir íhlutir úr aflögðum búnaði
16 02 16 íhlutir úr aflögðum búnaði aðrir en 16 02 15
16 03 00 framleiðslulotur og ónýtt framleiðsla sem ekki uppfylla kröfur
* 16 03 03 ólífrænn úrgangur sem inniheldur hættuleg efni
16 03 04 ólífrænn úrgangur annar en tilgreindur er í 16 03 03
* 16 03 05 lífrænn úrgangur sem inniheldur hættuleg efni
16 03 06 lífrænn úrgangur annar en tilgreindur er í 16 03 05
16 04 00 úrgangur úr sprengiefnum
* 16 04 01 skotfæraúrgangur
* 16 04 02 úrgangur úr flugeldum
* 16 04 03 annar úrgangur úr sprengiefnum
16 05 00 gaskennd efni í þrýstihylkjum og aflögð efni
* 16 05 04 gaskennd efni í þrýstihylkjum (þar með talin halón) sem innihalda hættuleg efni
16 05 05 gaskennd efni í þrýstihylkjum önnur en tilgreind eru í 16 05 04
* 16 05 06 efni til nota á rannsóknarstofu sem eru eða innihalda hættuleg efni, þ.m.t. blöndur af efnum
* 16 05 07 aflögð ólífræn efni sem eru eða innihalda hættuleg efni
* 16 05 08 aflögð lífræn efni sem eru eða innihalda hættuleg efni
16 05 09 aflögð efni önnur en tilgreind eru í 16 05 06, 16 05 07 eða 16 05 08
16 06 00 rafhlöður og rafgeymar
* 16 06 01 blýrafhlöður
* 16 06 02 Ni-Cd-rafhlöður
* 16 06 03 rafhlöður sem innihalda kvikasilfur
16 06 04 alkalírafhlöður (nema 16 06 03)
16 06 05 aðrar rafhlöður og rafgeymar
* 16 06 06 raflausnir úr rafhlöðum og rafgeymum
16 07 00 úrgangur frá hreinsun á tunnum, flutninga- og geymslutönkum (fyrir utan 05 00 00 og 13 00 00)
* 16 07 08 úrgangur sem inniheldur olíu
* 16 07 09 úrgangur sem inniheldur önnur hættuleg efni
16 07 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
16 08 00 notaðir hvatar
16 08 01 notaðir hvatar sem innihalda gull, silfur, reníum, ródíum, palladíum, irridíum eða platínu (nema 16 08 07)
* 16 08 02 notaðir hvatar sem innihalda hættulega hliðarmálma Hliðarmálmar m.t.t. þessa liðar: skandíum, vanadíum, mangan, kóbolt, kopar, ytteríum, níóbíum, hafníum, wolfram, títan, króm, járn, nikkel, sínk, zirkon, mólýbden, tantalum. Þessir málmar eða sambönd þeirra eru hættulegir ef þau eru flokkuð sem hættuleg efni. Flokkunin í hættuleg efni ákveður hver af þessum hliðarmálmum og hvert af þessum hliðarmálmasamböndum er hættulegt. eða hættuleg efnasambönd hliðarmálma
16 08 03 notaðir hvatar sem innihalda hliðarmálma eða efnasambönd hliðarmálma sem ekki eru tilgreindir með öðrum hætti
16 08 04 notaðir fljótandi hvatar frá hvataðri sundrun (nema 16 08 07)
* 16 08 05 notaðir hvatar sem innihalda fosfórsýru
* 16 08 06 notaðir vökvar sem notaðir hafa verið sem hvatar
* 16 08 07 notaðir hvatar sem mengaðir eru af hættulegum efnum
16 09 00 oxandi efni
* 16 09 01 permanganöt, t.d. kalíumpermanganat
* 16 09 02 krómöt, t.d. kalíumkrómat, kalíum- eða natríumdíkrómat
* 16 09 03 peroxíð, t.d. vetnisperoxíð
* 16 09 04 oxandi efni sem ekki eru tilgreind með öðrum hætti
16 10 00 fljótandi vatnskenndur úrgangur sem á að meðhöndla annars staðar
* 16 10 01 fljótandi vatnskenndur úrgangur sem inniheldur hættuleg efni
16 10 02 fljótandi vatnskenndur úrgangur annar en tilgreindur er í 16 10 01
* 16 10 03 vatnskennt þykkni sem inniheldur hættuleg efni
16 10 04 vatnskennt þykkni annað en tilgreint er í 16 10 03
16 11 00 úrgangsfóðringar og -eldföst efni
* 16 11 01 fóðringar og eldföst efni úr kolefni sem falla til við málmvinnslu og innihalda hættuleg efni
16 11 02 fóðringar og eldföst efni úr kolefni sem falla til við málmvinnslu önnur en tilgreind eru í 16 11 01
* 16 11 03 aðrar fóðringar og eldföst efni sem falla til við málmvinnslu og innihalda hættuleg efni
16 11 04 aðrar fóðringar og eldföst efni sem falla til við málmvinnslu önnur en tilgreind eru í 16 11 03
* 16 11 05 fóðringar og eldföst efni sem falla til við annað en málmvinnslu og innihalda hættuleg efni
16 11 06 fóðringar og eldföst efni sem falla til við annað en málmvinnslu önnur en tilgreind eru í 16 11 05

17 00 00 Úrgangur frá byggingar- og niðurrifsstarfsemi (að meðtöldum uppgröfnum jarðvegi frá menguðum stöðum)
17 01 00 steinsteypa, múrsteinar, flísar og keramík
17 01 01 steinsteypa
17 01 02 múrsteinar
17 01 03 flísar og keramík
* 17 01 06 blandaður eða flokkaður úrgangur sem getur verið steinsteypa, múrsteinar, flísar og keramík, sem inniheldur hættuleg efni
17 01 07 blanda af steinsteypu, múrsteinum, flísum eða keramík annað en tilgreint er í 17 01 06
17 02 00 viður, gler og plast
17 02 01 viður
17 02 02 gler
17 02 03 plast
* 17 02 04 gler, plast eða viður sem inniheldur eða er mengað af hættulegum efnum
17 03 00 jarðbiksblöndur, kolatjara og tjargaðar vörur
* 17 03 01 jarðbiksblöndur sem innihalda kolatjöru
17 03 02 jarðbiksblöndur aðrar en tilgreindar eru í 17 03 01
* 17 03 03 kolatjara og tjargaðar vörur
17 04 00 málmar (þar með talin málmblendi þeirra)
17 04 01 kopar, brons, messing
17 04 02 ál
17 04 03 blý
17 04 04 sink
17 04 05 járn og stál
17 04 06 tin
17 04 07 blandaðir málmar
* 17 04 09 málmúrgangur mengaður af hættulegum efnum
* 17 04 10 kaplar sem innihalda olíu, kolatjöru og önnur hættuleg efni
17 04 11 kaplar aðrir en tilgreindir eru í 17 04 10
17 05 00 jarðvegur (þ.m.t. uppgrafinn jarðvegur frá menguðum stöðum), steinar og dýpkunarefni
* 17 05 03 jarðvegur og steinar sem innihalda hættuleg efni
17 05 04 jarðvegur og steinar annað en tilgreint er í 15 05 03
* 17 05 05 dýpkunarefni sem innihalda hættuleg efni
17 05 06 dýpkunarefni önnur en tilgreind eru í 17 05 05
* 17 05 07 ballest af járnbrautarteinum sem inniheldur hættuleg efni
17 05 08 ballest af járnbrautarteinum önnur en tilgreind er í 17 05 07
17 06 00 einangrunarefni og byggingarefni sem inniheldur asbest
* 17 06 01 einangrunarefni sem innihalda asbest
* 17 06 03 önnur einangrunarefni sem eru úr eða innihalda hættuleg efni
17 06 04 einangrunarefni önnur en tilgreind eru í 17 06 01 eða 17 06 03
* 17 06 05 byggingarefni sem innihalda asbest Nánari reglur um urðun þessa úrgangs verða settar síðar.
17 08 00 byggingarefni úr gipsi
* 17 08 01 byggingarefni úr gipsi og mengað hættulegum efnum
17 08 02 byggingarefni úr gipsi önnur en tilgreind eru í 17 08 01
17 09 00 annar byggingar- og niðurrifsúrgangur
* 17 09 01 byggingar- og niðurrifsúrgangur sem inniheldur kvikasilfur
* 17 09 02 byggingar- og niðurrifsúrgangur sem inniheldur PCB, t.d. þéttiefni, gólfefni gerð úr resínum, einangrunargler og þéttar.
* 17 09 03 annar byggingar- og niðurrifsúrgangur (þ.m.t. blandaður úrgangur) sem inniheldur hættuleg efni
17 09 04 blandaður byggingar- og niðurrifsúrgangur annar en tilgreindur er í 17 09 01, 17 09 02 eða 17 09 03

18 00 00 Úrgangur frá heilsuvernd manna og dýra og viðkomandi rannsóknum (undanskilinn er úrgangur frá eldhúsum og veitingahúsum sem ekki beinlínis tengist heilsuvernd)
18 01 00 úrgangur frá fæðingarumönnun, greiningu, meðhöndlun eða fyrirbyggjandi aðgerðum í tengslum við sjúkdóma í mönnum
18 01 01 beitt og oddhvöss áhöld (nema 18 01 03)
18 01 02 líkamshlutar og líffæri, þar með taldir blóðpokar og blóðhlutar (nema 18 01 03)
* 18 01 03 úrgangur ef söfnun hans og losun fellur undir sérkröfur með tilliti til smitvarna
18 01 04 úrgangur ef söfnun hans og losun fellur ekki undir sérkröfur með tilliti til smitvarna (t.d. umbúðir, notað gifs, lín, einota fatnaður, bleiur)
* 18 01 06 efni sem eru eða innihalda hættuleg efni
18 01 07 efni önnur en tilgreind eru í 18 01 06
* 18 01 08 frumudrepandi og frumuhemjandi lyf
18 01 09 önnur lyf en tilgreind eru í 18 01 08
* 18 01 10 amalgamúrgangur frá tannhirðu
18 02 00 úrgangur frá greiningu, meðhöndlun eða fyrirbyggjandi aðgerðum í tengslum við sjúkdóma í dýrum
18 02 01 beitt og oddhvöss áhöld (nema 18 02 02)
* 18 02 02 úrgangur ef söfnun hans og losun fellur undir sérkröfur með tilliti til smitvarna
18 02 03 úrgangur ef söfnun hans og losun fellur ekki undir sérkröfur með tilliti til smitvarna
* 18 02 05 efni sem eru eða innihalda hættuleg efni
18 02 06 efni önnur en tilgreind eru í 18 02 05
* 18 02 07 frumudrepandi og frumuhemjandi lyf
18 02 08 önnur lyf en tilgreind eru í 18 02 07

19 00 00 Úrgangur frá sorpmeðhöndlunarstöðvum, skólphreinsistöðvum og vinnslu neysluvatns og vatns til iðnaðarnota
19 01 00 úrgangur frá brennslu eða hitasundrun úrgangs
19 01 02 járnefni sem eru fjarlægð úr botnösku
* 19 01 05 síukaka frá útblásturshreinsun
* 19 01 06 fljótandi, vatnskenndur úrgangur frá útblásturshreinsun og annar fljótandi, vatnskenndur úrgangur
* 19 01 07 úrgangur í föstu formi frá útblásturshreinsun
* 19 01 10 notuð, virk kol frá útblásturshreinsun
* 19 01 11 botnaska eða -gjall sem inniheldur hættuleg efni
19 01 12 botnaska eða -gjall önnur en tilgreind er í 19 01 11
* 19 01 13 svifaska sem inniheldur hættuleg efni
19 01 14 svifaska önnur en tilgreind er í 19 01 13
* 19 01 15 ketilryk sem inniheldur hættuleg efni
19 01 16 ketilryk annað en tilgreint er í 19 01 15
* 19 01 17 úrgangur sem verður til við hitasundrun og inniheldur hættuleg efni
19 01 18 úrgangur sem verður til við hitasundrun annar en tilgreindur er í 19 01 17
19 01 19 sandur frá svifbeði
19 01 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
19 02 00 úrgangur frá eðlisfræðilegri eða efnafræðilegri meðhöndlun á úrgangi (t.d. afkrómun, eyðing á sýaníði, eða hlutleysing)
19 02 03 forblandaður úrgangur sem inniheldur ekki hættulegan úrgang
* 19 02 04 forblandaður úrgangur sem inniheldur a.m.k. eina gerð hættulegs úrgangs
* 19 02 05 eðja sem verður til við eðlis- eða efnafræðilega meðhöndlun og inniheldur hættuleg efni
19 02 06 eðja sem verður til við eðlis- eða efnafræðilega meðhöndlun önnur en tilgreind er í 10 02 05
* 19 02 07 olía og þykkni frá skiljum
* 19 02 08 fljótandi eldfimur úrgangur sem inniheldur hættuleg efni
* 19 02 09 fastur eldfimur úrgangur sem inniheldur hættuleg efni
19 02 10 eldfimur úrgangur annar en tilgreindur er í 19 02 08 og 19 02 09
* 19 02 11 annar úrgangur sem inniheldur hættuleg efni
19 02 99 úrgangur sem ekki er tilgreindur með öðrum hætti
19 03 00 úrgangur sem gerður hefur verið stöðugur eða breytt í fast efni Ferlin sem gera úrgang stöðugan breyta hættulegum eiginleikum úrgangsþátta og breyta þannig hættulegum úrgangi í úrgang sem ekki er hættulegur. Ferli sem breyta úrgangi í fast efni, breyta aðeins eðlisástandi úrgangsins (t.d. vökva í fast efni) með notkun íbótarefna án þess að breyta efnafræðilegum eiginleikum úrgangsins.
* 19 03 04 úrgangur merktur sem hættulegur, sem gerður hefur verið stöðugur að hluta Úrgangur er talinn stöðugur að hluta til ef hættulegir þættir úrgangsins sem ekki hefur alveg verið breytt í hættulausa þætti, eftir ferli til þess að gera úrgang stöðugan, geta losnað út í umhverfið á stuttum eða löngum tíma.
19 03 05 úrgangur sem gerður hefur verið stöðugur annar en tilgreindur er í 19 03 04
* 19 03 06 úrgangur merktur sem hættulegur sem breytt hefur verið í fast efni
19 03 07 úrgangur sem breytt hefur verið í fast efni annar en tilgreindur er í 19 03 06
19 04 00 úrgangur ummyndaður í gler og úrgangur frá glermyndun
19 04 01 úrgangur ummyndaður í gler
* 19 04 02 aska og annar úrgangur frá útblásturshreinsun
* 19 04 03 fastur fasi annar en glerkenndur
19 04 04 fljótandi vatnsúrgangur frá herslu á glermynduðum úrgangi
19 05 00 úrgangur frá loftháðri meðferð á föstum úrgangi
19 05 01 hluti af úrgangi sveitarfélags og svipuðum úrgangi sem hefur ekki brotnað niður við moltugerð
19 05 02 hluti af dýra- og jurtaúrgangi sem ekki hefur brotnað niður við moltugerð
19 05 03 molta sem ekki uppfyllir gæðakröfur
19 05 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
19 06 00 úrgangur frá loftfirrtri meðhöndlun á úrgangi
19 06 03 vökvi frá loftfirrtri meðhöndlun úrgangs frá sveitarfélögum
19 06 04 melta frá loftfirrtri meðhöndlun úrgangs frá sveitarfélögum
19 06 05 vökvi frá loftfirrtri meðhöndlun á dýra- og jurtaúrgangi
19 06 06 melta frá loftfirrtri meðhöndlun á dýra- og jurtaúrgangi
19 06 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
19 07 00 sigvatn frá urðunarstað
* 19 07 02 sigvatn frá urðunarstað sem inniheldur hættuleg efni
19 07 03 sigvatn frá urðunarstað annað en tilgreint er í 10 07 02
19 08 00 úrgangur frá skólphreinsistöðvum sem eru ekki tilgreindar með öðrum hætti
19 08 01 ristarúrgangur
19 08 02 úrgangur úr sandfangi
19 08 05 eðja frá meðhöndlun á frárennsli frá þéttbýlisstöðum
* 19 08 06 mettuð eða notuð jónaskiptaresín
* 19 08 07 lausnir og eðja frá endurmyndun jónaskipta
* 19 08 08 úrgangur frá himnukerfum sem inniheldur þungmálma
19 08 09 fita og olíublanda sem verður til við aðskilnað olíu og vatns og inniheldur einungis matarolíur og -fitur
* 19 08 10 fita og olíublanda sem verður til við aðskilnað olíu og vatns önnur en tilgreind eru í 19 08 09
* 19 08 11 eðja sem inniheldur hættuleg efni frá líffræðilegri meðhöndlun iðnaðarfrárennslis
19 08 12 eðja frá líffræðilegri meðhöndlun iðnaðarfrárennslis önnur en tilgreind er í 19 08 11
* 19 08 13 eðja sem verður til við aðra meðhöndlun iðnaðarskólps og inniheldur hættuleg efni
19 08 14 eðja sem verður til við aðra meðhöndlun iðnaðarskólps önnur en tilgreind er í 19 08 13
19 08 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
19 09 00 úrgangur frá vinnslu neysluvatns og vatns til iðnaðarnota
19 09 01 úrgangur í föstu formi frá síun eða ristarnotkun
19 09 02 eðja frá grugghreinsun vatns
19 09 03 eðja frá afkölkun
19 09 04 notuð, virk kol
19 09 05 mettuð eða notuð jónaskiptaresín
19 09 06 lausnir og eðja frá endurmyndun á jónaskiptum
19 09 99 úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti
19 10 00 úrgangur frá tætingu úrgangs sem inniheldur málma
19 10 01 járn- og stálúrgangur
19 10 02 úrgangur sem inniheldur aðra málma en járn og stál
* 19 10 03 fisléttur hluti og ryk sem inniheldur hættuleg efni
19 10 04 fisléttur hluti og ryk annað en tilgreint er í 19 10 03
* 19 10 05 aðrir hlutar sem innihalda hættuleg efni
19 10 06 aðrir hlutar, aðrir en tilgreindir eru í 19 10 05
19 11 00 úrgangur frá endurmyndun olíu
* 19 11 01 notaður síuleir
* 19 11 02 súr tjara
* 19 11 03 vatnskenndur fljótandi úrgangur
* 19 11 04 úrgangur frá hreinsun eldsneytis með lút
* 19 11 05 eðja frá skólphreinsun á staðnum sem inniheldur hættuleg efni
19 11 06 eðja frá skólphreinsun á staðnum önnur en tilgreind er í 19 11 05
* 19 11 07 úrgangur frá útblásturshreinsun
19 11 99 úrgangur sem ekki er tilgreindur með öðrum hætti
19 12 00 úrgangur frá vélrænni meðferð úrgangs (t.d. flokkun, mölun, þjöppun, kúlugerð) sem ekki er tilgreindur með öðrum hætti
19 12 01 pappír og pappi
19 12 02 járn og stál
19 12 03 málmar aðrir en járn og stál
19 12 04 plast og gúmmí
19 12 05 gler
* 19 12 06 viður sem inniheldur hættuleg efni
19 12 07 viður annar en tilgreindur er í 19 12 06
19 12 08 textíl
19 12 09 steinefni (t.d. sandur, steinar)
19 12 10 eldfimur úrgangur (eldsneyti unnið úr úrgangi)
* 19 12 11 annar úrgangur (þ. á m. blanda af efnum) frá vélrænni meðferð úrgangs sem inniheldur hættuleg efni
19 12 12 annar úrgangur (þ. á m. blanda af efnum) frá vélrænni meðferð úrgangs annar en tilgreindur er í 19 12 11
19 13 00 úrgangur sem verður til við hreinsun jarðvegs og grunnvatns
* 19 13 01 fastur úrgangur sem verður til við hreinsun jarðvegs og inniheldur hættuleg efni
19 13 02 fastur úrgangur sem verður til við hreinsun jarðvegs annar en tilgreindur er í 19 13 01
* 19 13 03 eðja sem verður til við hreinsun jarðvegs og inniheldur hættuleg efni
19 13 04 eðja sem verður til við hreinsun jarðvegs önnur en tilgreindur er í 19 13 03
* 19 13 05 eðja sem verður til við hreinsun grunnvatns og inniheldur hættuleg efni
19 13 06 eðja sem verður til við hreinsun grunnvatns önnur en tilgreindur er í 19 13 05
* 19 13 07 vatnskenndur fljótandi úrgangur og vatnskennt þykkni sem verður til við hreinsun grunnvatns og inniheldur hættuleg efni
19 13 08 vatnskenndur fljótandi úrgangur og vatnskennt þykkni sem verður til við hreinsun grunnvatns annað en tilgreint er í 19 13 07

20 00 00 Úrgangur frá sveitarfélögum (heimilisúrgangur og svipaður úrgangur frá verslunarstöðum, úr iðnaði og frá stofnunum) að meðtöldum flokkuðum úrgangi
20 01 00 flokkaður úrgangur (nema 15 01 00)
20 01 01 pappír og pappi
20 01 02 gler
20 01 08 úrgangur sem verður til í eldhúsum og mötuneytum og getur brotnað niður með lífrænum hætti
20 01 10 fatnaður
20 01 11 textílefni
* 20 01 13 leysar
* 20 01 14 sýrur
* 20 01 15 basisk efni
* 20 01 17 efni tengd ljósmyndun
* 20 01 19 varnarefni
* 20 01 21 flúorljósarör og annar úrgangur sem inniheldur kvikasilfur
* 20 01 23 aflagður búnaður sem inniheldur klórflúorkolefni
20 01 25 matarolía og -fita
* 20 01 26 olía og fita annað en tilgreint er í 20 01 25
* 20 01 27 málning, blek, lím og resín sem innihalda hættuleg efni
20 01 28 málning, blek, lím og resín annað en tilgreint er í 20 01 27
* 20 01 29 hreinsiefni sem innihalda hættuleg efni
20 01 30 hreinsiefni önnur en tilgreind eru í 20 01 29
* 20 01 31 frumudrepandi og frumuhemjandi lyf
20 01 32 lyf önnur en tilgreind eru í 20 01 31
* 20 01 33 rafhlöður og rafgeymar sem tilgreindir eru í 16 06 01 – 16 06 03 og óflokkaðar rafhlöður og rafgeymar sem innihalda þessar rafhlöður
20 01 34 rafhlöður og rafgeymar aðrir en tilgreindir eru í 20 01 33
* 20 01 35 aflagður raf- og rafeindabúnaður annar en tilgreindur er í 20 01 21 og 20 01 23 sem inniheldur hættulega íhluti Hættulegir íhlutir úr raf- og rafeindabúnaði geta innifalið rafgeyma og rafhlöður sem tilgreindir eru í 16 06 00 og merkt sem hættulegt; kvikasilfursrofar, gler frá bakskautslömpum og öðru virku gleri o.s.frv.
20 01 36 aflagður raf- og rafeindabúnaður annar en tilgreindur er í 20 01 21, 20 01 23 og 20 01 35
* 20 01 37 viður sem inniheldur hættuleg efni
20 01 38 viður annar en tilgreindur er í 20 01 37
20 01 39 plastefni
20 01 40 málmar
20 01 41 úrgangur frá hreinsun skorsteina
20 01 99 aðrir flokkar sem ekki eru tilgreindir með öðrum hætti
20 02 00 úrgangur úr görðum og skrúðgörðum (þar með talinn úrgangur úr kirkjugörðum)
20 02 01 úrgangur sem getur brotnað niður með lífrænum hætti
20 02 02 jarðvegur og steinar
20 02 03 annar úrgangur sem ekki brotnar niður með lífrænum hætti
20 03 00 annar úrgangur frá sveitarfélögum
20 03 01 blandaður úrgangur frá sveitarfélögum
20 03 02 úrgangur frá mörkuðum
20 03 03 rusl frá götuhreinsun
20 03 04 eðja frá rotþróm
20 03 06 úrgangur frá skólphreinsun
20 03 07 rúmfrekur úrgangur
20 03 99 úrgangur frá sveitarfélögum sem ekki er tilgreindur með öðrum hætti



II. VIÐAUKI
Flokkar úrgangs.

Q1 Efnaleifar sem falla til við framleiðslu eða neyslu og ekki eru tilgreindar annars staðar hér að neðan.
Q2 Vörur sem uppfylla ekki gildandi staðla.
Q3 Vörur sem eru komnar fram yfir leyfilegan notkunardag.
Q4 Efni sem farið hafa forgörðum eða tapast við óhöpp, þar með talin efni, búnaður o.s.frv. sem mengast hafa vegna óhappsins.
Q5 Efni sem mengast hafa vegna skipulagðrar starfsemi (til dæmis leifar sem falla til við hreingerningar, umbúðir, ílát o.s.frv.).
Q6 Ónothæfir hlutir (til dæmis notaðar rafhlöður, notaðir hvatar o.s.frv.).
Q7 Efni sem teljast ekki lengur nothæf (til dæmis mengaðar sýrur, menguð leysiefni, notuð herslusölt o.s.frv.).
Q8 Leifar sem falla til í iðnaði (til dæmis gjall, leifar sem falla til við eimingu o.s.frv.).
Q9 Leifar sem falla til við mengunarvarnaaðgerðir (til dæmis eðja sem fellur til við gashreinsun, ryk úr loftsíum, notaðar síur o.s.frv.).
Q10 Leifar sem falla til við vinnslu-/eftirmeðferð (til dæmis járnspænir, spænir frá fræsivélum o.s.frv.).
Q11 Leifar sem falla til við öflun og vinnslu hráefna (til dæmis leifar frá náma- og olíuvinnslu o.s.frv.).
Q12 Menguð efni (til dæmis PCB-mengaðar olíur o.s.frv.).
Q13 Öll efni eða vörur sem bannaðar hafa verið með lögum.
Q14 Vörur sem notandinn hefur engin not fyrir lengur (til dæmis ónýt efni sem falla til í landbúnaði, á heimilum, í verslun og viðskiptum o.s.frv.).
Q15 Menguð efni eða vörur sem falla til við hreinsun mengaðra landsvæða.
Q16 Hvers kyns efni eða vörur sem ekki er að finna í ofangreindum flokkum.


III. VIÐAUKI
Eiginleikar sem gera úrgang hættulegan.

H1 "Sprengifimt": efni og efnablöndur sem geta sprungið við högg, núning, við snertingu við eld eða aðrar íkveikjuuppsprettur.
H2 "Eldnærandi": efni og efnablöndur sem valda kröftugri varmalosun í snertingu við önnur efni, einkum þau sem eru eldfim.
H3-A "Mjög eldfimt": fljótandi efni og efnablöndur sem hafa blossamark undir 21 (þar á meðal afar eldfimar blöndur), efni og efnablöndur sem geta hitnað og getur að lokum kviknað í ef þau komast í snertingu við loft við stofuhita, án þess að notaður sé orkugjafi, efni og efnablöndur sem má tendra þegar loga eða neista er brugðið að efninu í föstu formi og sem heldur áfram að brenna eða glóa eftir að eldgjafi er fjarlægður, loftkennd efni og efnablöndur sem getur kviknað í við venjulegan loftþrýsting, efni og efnablöndur sem mynda afar eldfimar lofttegundir í hættulegu magni í snertingu við vatn eða rakt loft.
H3-B "Eldfimt": fljótandi efni og blöndur sem hafa blossamark 21 - 55° C.
H4 "Ertandi": efni og efnablöndur sem geta valdið ertingu, bólgu eða þrota við beina og langvarandi eða endurtekna snertingu við húð eða slímhimnu.
H5 "Hættulegt heilsu": efni og efnablöndur sem geta valdið heilsutjóni við innöndun, inntöku eða í snertingu við húð.
H6 "Eitrað": efni og blöndur (þar á meðal mjög eitruð efni og blöndur) sem geta valdið alvarlegum, bráðum eða varanlegum skaða og jafnvel dauða við innöndun, inntöku eða í snertingu við húð.
H7 "Krabbameinsvaldandi": efni og blöndur sem geta valdið krabbameini eða aukið hættuna á krabbameini við innöndun, inntöku eða í snertingu við húð.
H8 "Ætandi": efni og blöndur sem geta skemmt lifandi vef við snertingu.
H9 "Smitandi": efni sem innihalda lífvænlegar örverur eða eiturefni þeirra sem vitað er eða má ætla að geti valdið sjúkdómum í mönnum eða öðrum lífverum.
H10 "Skaðleg áhrif á æxlun": efni og blöndur sem geta skaðað barn í móðurkviði eða dregið úr frjósemi manna við innöndun, inntöku eða í snertingu við húð.
H11 "Stökkbreytivaldandi": efni og blöndur sem geta valdið arfgengum skaða eða aukið hættuna á þeim við innöndun, inntöku eða í snertingu við húð.
H12 Efni og blöndur sem mynda eitraðar eða mjög eitraðar lofttegundir í snertingu við vatn, loft eða sýru.
H13 Efni og blöndur er kunna, eftir að þeim hefur verið fleygt, að geta af sér annað efni, t.d. skolvökva, sem hefur einn af ofannefndum eiginleikum.
H14 "Hættulegt umhverfinu": efni og blöndur sem geta haft bráð eða síðkomin skaðleg áhrif á gerð eða starfsemi náttúrulegra vistkerfa.



IV. VIÐAUKI
Förgunaraðgerðir.

Í þessum viðauka eru taldar upp förgunaraðgerðir. Í samræmi við ákvæði viðeigandi reglugerða um úrgang ber að farga úrgangi án þess að heilsu manna stafi hætta af og án þess að beitt sé aðferðum sem geta haft skaðleg áhrif á umhverfið.

D1 Losun ofan jarðar sem neðan (t.d. urðun).
D2 Meðhöndlun í jarðvegi (t.d. lífrænt niðurbrot fljótandi úrgangs eða eðju í jarðvegi).
D3 Dæling djúpt niður í jarðlög (t.d. dæling fljótandi úrgangsefna í borholur, saltstöpla eða náttúrulegar jarðsprungur).
D4 Losun í yfirborðsvatn (t.d. losun fljótandi úrgangs eða eðju í pytti, tjarnir eða lón).
D5 Losun á sérhönnuðum urðunarstöðum (t.d. í vatnsþétt, þakin holrými sem eru aðskilin hvert frá öðru og umhverfinu).
D6 Losun í vötn nema í sjó.
D7 Losun í sjó, þar með talið niðurgröftur á hafsbotni.
D8 Líffræðileg meðhöndlun, sem ekki er tilgreind annars staðar í þessum viðauka, þar sem til verða efnasambönd eða blöndur sem er fargað með einhverjum þeim aðgerðum sem um getur í liðum D 1 til D 12.
D9 Eðlis- og efnafræðileg meðhöndlun, sem ekki er tilgreind annars staðar í þessum viðauka, þar sem til verða efnasambönd eða blöndur sem er fargað með einhverjum þeim aðgerðum sem um getur í liðum D 1 til D 12 (t.d. uppgufun, þurrkun, glæðingu).
D10 Brennsla á landi.
D11 Brennsla á sjó.
D12 Varanleg geymsla (t.d. staðsetning gáma í námum).
D13 Blöndun áður en gripið er til einhverra þeirra aðgerða sem um getur í liðum D 1 til D 12.
D14 Umpökkun áður en gripið er til einhverra þeirra aðgerða sem um getur í liðum D 1 til D 13.
D15 Geymsla þangað til gripið er til einhverra þeirra aðgerða sem um getur í liðum D 1 til D 14 (að undanskilinni geymslu úrgangsins til bráðabirgða á framleiðslustað þar til honum er safnað).



V. VIÐAUKI
Aðgerðir sem leitt gætu til nýtingar.

Í þessum viðauka eru taldar upp aðgerðir til endurnýtingar. Í samræmi við ákvæði viðeigandi reglugerða um úrgang ber að endurnýta úrgang án þess að heilsu manna stafi hætta af og án þess að beitt sé aðferðum sem geta haft skaðleg áhrif á umhverfið.

R1 Notkun aðallega sem eldsneyti eða á annan hátt til orkuframleiðslu.
R2 Endurheimt eða endurmyndun leysiefna.
R3 Endurvinnsla eða endurheimt lífrænna efna sem eru ekki notuð sem leysar (m.a. mylting og aðrar líffræðilegar ummyndunaraðferðir).
R4 Endurvinnsla eða endurheimt málma og málmsambanda.
R5 Endurvinnsla eða endurheimt annarra ólífrænna efna.
R6 Endurmyndun sýru eða basa.
R7 Endurnýting efnisþátta sem eru notaðir til að draga úr mengun.
R8 Endurnýting efnisþátta úr hvötum.
R9 Olíuhreinsun eða önnur endurnotkun olíu.
R10 Dreifing á land til hagsbóta fyrir landbúnað eða vistkerfi.
R11 Notkun úrgangs sem til fellur vegna einhverra þeirra aðgerða sem um getur í liðum R 1 til R 10.
R12 Skipti á úrgangi með það í huga að grípa til einhverra þeirra aðgerða sem um getur í liðum R 1 til R 11.
R13 Geymsla úrgangs þangað til gripið er til einhverra þeirra aðgerða sem um getur í liðum R 1 til R 12 (að undanskilinni geymslu úrgangsins til bráðabirgða á framleiðslustað þar til honum er safnað).



VI. VIÐAUKI
Mörk fyrir flokkun og mat á hættulegum eiginleikum úrgangs m.t.t. eiginleika H3 - H8, H10 og H11 í III. viðauka.

Blossamark < 55°C
Eitt eða fleiri efni flokkuð sem sterkt eitur ( Flokkun og H númer miðast við reglugerð nr. 236/1990 um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda, sem innihalda slík efni.) með heildarstyrk ³ 0,1%
Eitt eða fleiri efni flokkuð sem eitur með heildarstyrk ³ 3%
Eitt eða fleiri efni flokkuð sem hættulegt heilsu með heildarstyrk ³ 25%
Eitt eða fleiri efni flokkuð sem mjög ætandi (H35) með heildarstyrk ³ 1%
Eitt eða fleiri efni flokkuð sem ætandi (H34) með heildarstyrk ³ 5%
Eitt eða fleiri efni flokkuð sem ertandi (H41) með heildarstyrk ³ 10%
Eitt eða fleiri efni flokkuð sem ertandi (H36, H37, H38) með heildarstyrk ³ 20%
Eitt efni flokkað sem krabbameinsvaldandi, flokkur 1 eða 2 (H45, H49), með styrk ³ 0,1%
Eitt efni flokkað sem krabbameinsvaldandi, flokkur 3 (H40), með styrk ³ 1%
Eitt efni flokkað sem skaðlegt fyrir æxlun, flokkur 1 og 2 (H60, H61), með styrk ³ 0,5%
Eitt efni flokkað sem skaðlegt fyrir æxlun, flokkur 3 (H62, H63), með styrk ³ 5%
Eitt efni flokkað sem stökkbreytivaldandi, flokkur 1 eða 2 (H46), með styrk ³ 0,1%
Eitt efni flokkað sem stökkbreytivaldandi, flokkur 3 (H40), með styrk ³ 1%


Þetta vefsvæði byggir á Eplica