1. gr.
Í stað III. viðauka við reglugerðina kemur nýr viðauki, sem birtur er með reglugerð þessari.
2. gr.
VI. viðauki við reglugerðina fellur brott.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1357/2014 frá 18. desember 2014 um að skipta út III. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/98/EB um úrgang og um niðurfellingu tiltekinna tilskipanna, sem vísað er til í tölulið 32ff í V. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 123/2015 þann 30. apríl 2015.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í a. lið 43. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, með síðari breytingum, tekur þegar gildi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 22. júní 2015.
F. h. r.
Sigríður Auður Arnardóttir.
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.
VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)