Samgönguráðuneyti

688/2005

Reglugerð um stærð og þyngd ökutækja. - Brottfallin

I. KAFLI

Skýringar og gildissvið.

1. gr.

Skýringar.


1.1 Vagnlest: Vélknúið ökutæki sem eftirvagn eða tengitæki er tengt við.
1.2 Eftirvagn: Ökutæki sem hannað er til að vera dregið af öðru ökutæki og aðallega er ætlað til fólks- eða vöruflutninga:
1.2.1 Tengivagn: Eftirvagn á tveimur ásum eða fleiri sem tengdur er við dráttartæki án þess að lóðréttir kraftar geti flust á milli ökutækjanna.
1.2.2 Festivagn: Eftirvagn á einum ási eða fleiri sem tengdur er við dráttartæki þannig að hluti af þyngd eftirvagnsins hvílir á því.
1.2.3 Hengivagn: Eftirvagn á einum eða tveimur ásum sem tengdur er við dráttartæki þannig að lóðréttir kraftar færast á milli ökutækjanna.
1.2.4 Liðvagn: Hópbifreið sem sett er saman úr tveimur ósveigjanlegum hlutum, tengdum saman með liðamótum, sem innangengt er á milli.
1.2.5 Jafnhitavagn: Ökutæki með fastri eða færanlegri yfirbyggingu sem sérstaklega er búin til að flytja vörur við stillanlegt hitastig og hefur a.m.k. 45 mm þykka hliðarveggi að einangrun meðtalinni.
1.3 Tengitæki: Ökutæki sem hannað er til að vera dregið af öðru ökutæki og er ekki eftirvagn. Ennfremur hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagn.
1.4 Ásþungi: Þungi ökutækis sem hvílir á hjólum á einum ási eða ásasamstæðu.
1.5 Heildarþyngd ökutækis: Þyngd ökutækis eða vagnlestar með ökumanni, farþegum, farmi og viðfestum vinnutækjum.
1.6 Í reglugerð þessari er átt við hámark leyfilegrar stærðar (lengdar, breiddar og hæðar), þyngdar ökutækis eða leyfilegs hraða þess, þegar fjallað er um slík mörk.


2. gr.

Gildissvið


2.1 Reglugerð þessi gildir um stærð og þyngd bifreiðar, eftirvagns, tengitækis og, eftir því sem við á, dráttarvélar og vinnuvélar sem ætluð eru til notkunar á vegum.
2.2 Um stærð og þyngd ökutækja, sem skráð eru hér á landi en notuð í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins (EES), gilda ákvæði tilskipunar nr. 96/53/EB með síðari breytingum og ákvæði viðkomandi ríkis.




II. KAFLI

Stærð ökutækis.

Almenn ákvæði.

3. gr.

Varúð.


3.1 Ökumaður ökutækis, sem reglugerð þessi gildir um, skal sýna sérstaka varúð í umferðinni með tilliti til stærðar og þunga ökutækis/vagnlestar og skal víkja greiðlega fyrir öðrum ökutækjum og nema staðar ef þörf krefur.
3.2 Ökumaður skal gæta þess sérstaklega, með tilliti til hæðar ökutækis, að valda ekki hættu eða óþægindum við akstur undir brú, í göngum, undir rafmagns- eða símalínu eða við svipaðar aðstæður.


4. gr.


4.1 Mál sem tilgreind eru um lengd, breidd og hæð ökutækja eiga einnig við lausar yfirbyggingar og staðlaðar farmeiningar, t.d. gáma, svo og um farm ökutækis.


5. gr.


5.1 Aftan á vagnlest, sem er lengri en 18,75 m skal vera a.m.k. eitt skilti með gulum fleti og rauðum jaðri, með áletruninni „LANGT ÖKUTÆKI“, sbr. III. viðauka. Óheimilt er að hafa skiltið aftan á vagnlest sem er 16,50 m eða styttri.


Lengd ökutækis.

6. gr.


6.1 Leyfileg lengd:
6.1.1 hópbifreið með fleiri en tvo ása, 15,00 m,
6.1.2 hópbifreið með tvo ása, 13,50 m,
6.1.3 hópbifreið sem er liðvagn, 18,75 m,
6.1.4 bifreið, önnur en hópbifreið, 12,00 m,
6.1.5 eftirvagn, 12,00 m,
6.1.6 vagnlest, hópbifreið með eftirvagn eða tengitæki, 18,75 m,
6.1.7 vagnlest, bifreið, önnur en hópbifreið, með festi- eða hengivagni eða samsvarandi tengitæki, 18,75 m,
6.1.8 vagnlest, bifreið önnur en hópbifreið, með tengivagni eða samsvarandi tengitæki, 22,00 m.
6.2 Lengd ökutækis skal mæld milli þeirra hluta sem standa lengst fram og lengst aftur. Þó skal mæla lengd eftirvagns frá hugsaðri lóðréttri línu í gegnum miðju tengihluta hans að aftasta hluta eftirvagnsins. Lárétt fjarlægð frá hugsaðri lóðréttri línu í gegnum miðju tengipinna að hvaða hluta sem er fremst á festivagninum má mest vera 2,04 m.
6.3 Bifreið, svo og vagnlest, skal vera hægt að aka innan snúningsboga með 12,50 m radíus í ytri hring og 5,30 m radíus í innri hring. Ákvæði þetta telst vera uppfyllt fyrir vagnlest með festivagni ef fjarlægð frá tengipinna vagnsins til miðju fræðilegs afturáss er ekki meiri en 7,90 m.


7. gr.


7.1 Fjarlægð, mæld samhliða lengdarási vagnlestar sem er bifreið með tengivagni, frá fremsta hluta farmrýmis aftan við stýrishús að aftasta hluta tengivagnsins, að frádreginni fjarlægðinni milli afturenda dráttartækisins og framenda vagnsins, má mest vera 18,90 m.
7.2 Fjarlægð, mæld samhliða lengdarási vagnlestar með tengivagni frá fremsta hluta farmrýmis aftan við stýrishús að aftasta hluta tengivagnsins, má mest vera 19,65 m.
7.3 Fjarlægð milli aftasta áss bifreiðar og fremsta áss tengivagns má ekki vera minni en 3,00 m.


Breidd ökutækis.

8. gr.


8.1 Leyfileg breidd bifreiðar og eftirvagns er 2,55 m með þeirri undantekningu að yfirbygging jafnhitavagns má vera 2,60 m.
8.2 Leyfileg breidd vinnuvélar, eftirvagns hennar eða tengitækis til landbúnaðarstarfa eða vegavinnu er 3,30 m. Lögreglan getur bannað akstur slíkra ökutækja þegar sérstaklega stendur á.
8.3 Breidd ökutækis skal mæld milli þeirra hluta þess sem standa lengst til hliðar. Speglar eða ljósker, önnur en aðal-, vinnu- og hliðarljósker, svo og keðjur á hjólum, eru ekki talin til breiddar ökutækis.


9. gr.


9.1 Breidd eftirvagns eða tengitækis, sem bifreið dregur, má ekki vera meiri en sem nemur 30 cm út fyrir hvora hlið bifreiðar.


Hæð ökutækis.

10. gr.


10.1 Leyfileg hæð ökutækis er 4,20 m.
10.2 Hæð ökutækis skal mæld hornrétt frá yfirborði vegar að þeim hluta þess sem hæst stendur.


Undanþága frá reglum um lengd, breidd og hæð ökutækis.

11. gr.


11.1 Lögreglustjóri getur, að höfðu samráði við veghaldara, veitt undanþágu frá reglum um lengd, breidd og hæð ökutækis þegar brýn nauðsyn þykir vegna sérstakra flutninga sem ekki geta með góðu móti farið fram með öðrum hætti.
11.2 Lögreglustjóri getur sett nánari skilyrði fyrir leyfi.
11.3 Undanþágu skv. 11.1 má veita fyrir einn flutning eða í tiltekinn tíma, allt að ári.
11.4 Þegar undanþága varðar flutning um tvö eða fleiri lögregluumdæmi, veitir lögreglustjóri, þar sem ferð hefst, leyfið.


12. gr.


12.1 Brot á skilyrðum undanþágu skv. 11. gr. getur varðað afturköllun undanþágunnar.
12.2 Leyfi skv. 11. gr. skal vera skriflegt og leyfisbréf vera í bifreið meðan á flutningi stendur.


III. KAFLI

Heildarþyngd og ásþungi ökutækis.

Almenn ákvæði.

13. gr.


13.1 Í I. viðauka reglugerðarinnar er kveðið á um leyfilega heildarþyngd og ásþunga ökutækis. Ákvæði II. viðauka gilda um slíkt hámark á vegum sem ekki þola þá þyngd sem tilgreind er í I. viðauka. Veghaldari getur gefið út skrá yfir vegi sem falla undir ákvæði I. og II. viðauka en ella gilda ákvæði I. viðauka.
13.2 Ásþungi drifáss eða drifása bifreiðar má ekki vera innan við 25% af leyfilegri heildarþyngd bifreiðar eða vagnlestar.
13.3 Leyfileg heildarþyngd og ásþungi ökutækis miðast við að loftþrýstingur í hjólbörðum sé ekki meiri en 8 bör eða 116 psi, mælt í köldum hjólbarða. Þó má loftþrýstingur vera 9 bör í negldum snjóhjólbörðum.
13.4 Leyfileg heildarþyngd bifreiðar með fimm eða sex ásum er 32 tonn og gilda þá ákvæði liðar 1.3.3 í I. viðauka. Leyfileg heildarþyngd bifreiðar á beltum er 12 tonn.


14. gr.


14.1 Ökutæki má ekki hlaða þannig að heildarþyngd þess eða ásþungi verði meiri en heimilað er í skráningarskírteini þess.


15. gr.


15.1 Veghaldari getur takmarkað tímabundið leyfilega heildarþyngd og leyfilegan ásþunga ökutækja skv. 13. gr., miðað við burðarþol brúar eða vegar, svo sem þegar frost fer úr vegi. Þegar þungatakmarkanir eru í gildi skal heildarþyngd og ásþungi vera í samræmi við V. viðauka.


Undanþágur frá leyfilegri heildarþyngd ökutækis.

16. gr.


16.1 Veghaldari getur veitt undanþágu frá reglum um heildarþyngd ökutækja á einstökum vegum eða vegarköflum og leyft allt að:
16.1.1 44 tonna heildarþunga vagnlestar sem er að lágmarki 5 ása enda séu eftirfarandi skilyrði uppfyllt:
16.1.1.1 hver ás, nema framás bifreiðar, sé á tvöföldum hjólum og með loftfjöðrum eða öðrum búnaði sem telst jafngildur,
16.1.1.2 lágmarks hjólbarðastærð skal vera 275/70R22,5,
16.1.1.3 bifreið sé með drifi á a.m.k. tveimur sívirkum drifásum,
16.1.1.4 þungi á framási sé 7 tonn en á öðrum ásum ekki meiri en 10 tonn og
16.1.1.5 loftþrýstingur í hjólbarða sé takmarkaður að hámarki við 7 bör eða 102 psi í hjólbörðum framása (eða 7,5 bör eða 109 psi sé framás með loftfjöðrun eða öðrum búnaði sem telst jafngildur eða með hjólbarðastærð að lágmarki 385/65R22,5) og 6 bör eða 87 psi í hjólbörðum afturása, mælt í köldum hjólbarða.
16.1.2 49 tonn fyrir vagnlest sem er að lágmarki 6 ása, enda séu uppfyllt:
16.1.2.1 sömu skilyrði og tilgreind eru í 16.1.1, og
16.1.2.2 a.m.k. 13,5 m séu milli fremsta og aftasta áss vagnlestar og a.m.k. 6 m frá aftasta ási ökutækis að fremsta ási festivagns.
16.2 Veghaldari getur bundið undanþágu við ástand vega hverju sinni og gerð ökutækis.


17. gr.


17.1 Veghaldari getur veitt undanþágu frá reglum um leyfilega heildarþyngd og ásþunga ökutækis þegar brýna nauðsyn þykir bera til vegna sérstakra flutninga. Leyfið skal því aðeins veitt að flutningarnir geti ekki með góðu móti farið fram með öðrum hætti. Leyfið skal vera skriflegt og haft meðferðis meðan á flutningi stendur.
17.2 Veghaldari getur sett nánari skilyrði fyrir leyfi.


18. gr.


18.1 Brot á skilyrðum undanþágu skv. 16. og 17. gr. getur varðað afturköllun undanþágu. Synja má um undanþágu hafi umsækjandi ítrekað gerst sekur um slíkt brot.
18.2 Undanþága skv. 16. og 17. gr. skal vera skrifleg og leyfisbréf vera í bifreið meðan á flutningi stendur.


IV. KAFLI

Lögregluaðstoð og eftirlit.

19. gr.


19.1 Sá sem fær undanþágu til flutninga skv. 17. gr. skal greiða fyrir lögregluaðstoð sem að mati lögreglustjóra er þörf á við flutninginn.
Lögreglustjóri getur krafist þess að kostnaður þessi verði greiddur fyrirfram eða að sett verði trygging sem hann metur gilda fyrir greiðslu hans.


20. gr.


20.1 Vegagerðin annast auk lögreglu eftirlit með ásþunga og heildarþyngd ökutækja. Sérstökum eftirlitsmönnum hennar er heimilt að stöðva ökutæki til þess að vigta þau og gera aðrar athuganir sem nauðsynlegar kunna að vera vegna eftirlits. Reynist heildarþyngd eða ásþungi ökutækis meiri en heimilt er, ber ökumanni, krefjist eftirlitsmaður þess, að létta ökutækið áður en akstri er fram haldið eða fara eftir öðrum fyrirmælum sem eftirlitsmaður gefur um áframhaldandi akstur ökutækis.


V. KAFLI

Gildistaka.

21. gr.


21.1 Reglugerð þessi er sett skv. 75. og 76. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987 og til innleiðingar á tilskipun ráðsins nr. 96/53/EB um að ákveða leyfileg hámarksmál vegna umferðar innan aðildarríkja og milli landa og leyfilega hámarksþyngd vegna umferðar milli landa fyrir tiltekin ökutæki sem eru í notkun í bandalaginu og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2002/7/EB sem breytir henni sbr. eftirfarandi yfirlit:




Töluliður í XIII.

viðauka
Gerðir

EB/EBE
Breytingar Dagsetning

gerða EB/EBE
Stjórnar-

tíðindi EB
Ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar Birting

EES-gerðar í

EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB
15a Tilskipun ráðsins

nr. 96/53/EB
25.07.1996 L 019; 24.01.1998 Nr. 24/97 37, 04.09.1997
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins

nr. 2002/7/EB
18.02.2002 L067; 09.03.2002 Nr. 130/2002 61, 12.12.2002



Gerðir eru birtar, ásamt viðeigandi EES-ákvörðun, í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB. Tilgreint er númer og ártal EES-ákvörðunar, svo og númer og útgáfudagur þess heftis EES-viðbætis sem tilskipunin er birt í. Umferðarstofa veitir nánari upplýsingar um efni einstakra tilskipana og hvar þær er að finna. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð um stærð og þyngd ökutækja nr. 528/1998, með síðari breytingum.


Ákvæði til bráðabirgða.

Umferðarstofa getur veitt undanþágu frá reglum um lengd vagnlestar, bifreiðar með tengivagni, þannig að lengdin megi vera allt að 25,25 metrum. Slík undanþága má gilda allt til 15. maí 2007. Undanþága skal bundin við þá vegi og þann tíma sem greinir í IV. viðauka.


Lögreglustjóri getur þó sett þrengri tímamörk en kveðið er á um í undanþágunni. Um aðra vegi og tíma gilda ákvæði 11. gr. um undanþágu vegna sérstakra flutninga.

Skilyrði fyrir útgáfu undanþágu eru þessi:


a. Vagnlest skal vera unnt að aka innan snúningsboga með 12,50 m radíus í ytri hring og 2,00 m radíus í innri hring. Þessu skilyrði er talið fullnægt sé fjarlægð frá framenda bifreiðar að miðju aftasta áss tengivagns ekki meiri en 22,50 m og fjarlægð frá miðju snúningskrans tengivagns til miðju fræðilegs afturáss ekki meiri en 8,15 m.
b. Lengd farmrýmis tengivagns má ekki vera meiri en 13,60 m.
c. Bifreið og tengivagn skulu búin hemlum með læsivörn.
d. Bifreið skal búin hraðatakmarkara sem er stilltur þannig að hraði geti ekki orðið meiri en 90 km/klst.
e. Aftan á tengivagni skal vera merki með áletruninni „UNDANÞÁGA VEGNA LENGDAR“, sjá mynd:

6882005image001


f. Umferðarstofa getur afturkallað undanþágu, þyki sérstök ástæða til vegna umferðaröryggis.


Brot á skilyrðum undanþágu getur varðað afturköllun undanþágu. Synja má um undanþágu hafi umsækjandi ítrekað gerst sekur um slíkt brot.


Undanþága skal vera skrifleg og leyfisbréf vera í bifreið meðan á flutningi stendur.


Samgönguráðuneytinu, 22. júní 2005.


Sturla Böðvarsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.


VIÐAUKI I

Leyfileg heildarþyngd og ásþungi á vegum.


Leyfileg heildarþyngd:
Tonn
Lýsing ökutækis
1.1 Ökutæki sem er hluti vagnlestar:
1.1.1
18
Tvíása tengivagn
1.1.2
24
Þríása tegnivagn
1.2 Vagnlest
1.2.1 Fimm- eða sexása vagnlest sem er bifreið og tengivagn:
1.2.1.1
40
Tvíása bifreið með þríása tengivagni
1.2.1.2
40
Þríása bifreið með tvíása tengivagni
1.2.1.3
40
Þríása bifreið með þríása tengivagni, og
44
sé drifás með tvöföldum hjólum og loftfjöðrum eða öðrum fjöðrunarbúnaði, viðurkenndum innan EES, sbr. viðauka II með tilskipun 96/53/EB, eða þar sem hver drifás er með fjórum hjólum og þungi hvers áss er ekki meiri en 9,5 tonn
1.2.1.4
44
Fjórása bifreið með tvíása tengivagni
1.2.2 Fimm- eða sexása vagnlest sem er bifreið og festivagn:
1.2.2.1
40
Tvíása bifreið með þríása festivagni
1.2.2.2
40
Þríása bifreið með tvíása festivagni
1.2.2.3
44
Þríása bifreið með tví- eða þríása festivagni þar sem vagnlest ber 40 feta ISO gám
1.2.2.4
40
Þríása bifreið með þríása festivagni og
44
sé drifás með tvöföldum hjólum og loftfjöðrum eða öðrum fjöðrunarbúnaði, viðurkenndum innan EES, sbr. viðauka II með tilskipun 96/53/EB, eða þar sem hver drifás er með fjórum hjólum og þyngd hvers áss er ekki meiri en 9,5 tonn
1.2.3.5
44
Fjórása bifreið með tvíása festivagni
1.2.3
36
Fjórása vagnlest sem er tvíása bifreið og tvíása tengivagn
1.2.4 Fjórása vagnlest sem er tvíása bifreið og tvíása festivagn, sé fjarlægðin milli ása festivagns:
1.2.4.1
36
1,3 m eða þar yfir, þó ekki yfir 1,8 m
1.2.4.2
36
yfir 1,8 m + 2 tonn þegar ákvæði um leyfilega heildarþyngd bifreiðar (18 tonn) og tvíása festivagns (20 tonn) eru virt og drifás er með tvöföldum hjólum og loftfjöðrum eða öðrum fjöðrunarbúnaði sem er viðurkenndur innan EES, sbr. viðauka II með tilskipun 96/53/EB
1.3 Bifreið:
1.3.1
18
Tvíása bifreið
1.3.2
25
Þríása bifreið eða
26
sé drifásinn með tvöföldum hjólum og loftfjöðrum eða öðrum fjöðrunarbúnaði, viðurkenndum innan EES, sbr. viðauka II með tilskipun 96/53/EB eða

hver drifás sé með tvöföldum hjólum og þungi hvers áss er ekki meiri en 9,5 tonn
1.3.3
32
Fjórása bifreið með tveimur stýrisásum:
a. sé drifásinn með tvöföldum hjólum og loftfjöðrum eða öðrum fjöðrunarbúnaði, viðurkenndum innan EES, sbr. viðauka II með tilskipun 96/53/EB eða
b. sé hver drifás með tvöföldum hjólum og þungi hvers áss ekki meiri en 9,5 tonn
Aðrir eiginleikar ökutækis:
Heildaþyngd fjórása bifreiðar í tonnum, má ekki fara yfir sexfalda fjarlægð milli fremsta og aftasta áss bifreiðar í metrum.
1.4
28
Þríása liðvagn
Leyfilegur ásþungi:
Tonn
Lýsing áss
2.1
10
Einn ás sem er ekki drifás
2.2 Heildarásþungi á tvíása samstæðu eftirvagns með fjarlægð milli ása (f):
2.2.1
11
minni en 1 m (f<1,0 m)
2.2.2
16
frá 1,0 m og upp að 1,3 m (1,0 m < f < 1,3 m)
2.2.3
18
frá 1,3 m upp að 1,8 m (1,3 m < f < 1,8 m)
2.2.4
20
1,8 m og þar yfir (1,8 m < f)
2.3 Heildarásþungi á þríásasamstæðu eftirvagns með fjarlægð milli ása (f):
2.3.1
21
1,3 m eða minna (f<1,3 m)
2.3.2
24
yfir 1,3 m og upp að 1,4 m (1,3 m < f <1,4 m)
2.4 Drifás
2.4.1
11,5
Drifás bifreiðar, sbr. liði 1.2.1. og 1.2.2
2.4.2
11,5
Drifás bifreiðar, sbr. liði 1.2.3., 1.2.4., 1.3. og1.4
2.5 Samanlagður ásþungi á hverja tvíása samstæðu í bifreið með fjarlægð milli ása (f):
2.5.1
11,5
innan við 1 m (f <1,0 m)
2.5.2
16
frá 1,0 m og allt að 1,3 m (1,0 m< f <1,3 m)
2.5.3
18
frá 1,3 m og allt að 1,8 m (1,3 m < f < 1,8 m)
19
sé drifás með tvöföldum hjólum og loftfjöðrum eða öðrum fjöðrunarbúnaði, viðurkenndum innan EES, sbr. viðauka II með tilskipun 96/53/EB, eða sé hver drifás með tvöföldum hjólum og þungi hvers áss er ekki meiri en 9,5 tonn


VIÐAUKI II

Leyfileg heildarþyngd og ásþungi á vegum sem ekki falla undir viðauka I.



Leyfileg heildarþyngd:
Tonn
1.1 Vagnlest
1.1.1
40
Allar vagnlestir
1.1.2
18
Tvíása tengivagn með tvöföldum hjólum og
14
með einföldum hjólum
1.1.3
22
Þríása tengivagn með tvöföldum hjólum og
18
með einföldum hjólum
Leyfilegur ásþungi:
Tonn
Lýsing áss
2.1
10
Einn ás með tvöföldum hjólum og
7
með einföldum hjólum
2.2.1
10
Tvíásasamstæða með tvöföldum hjólum og
7
með einföldum hjólum þegar bil milli ása er innan við 1,0 m (f <1,0 m)
2.2.2
16
Tvíásasamstæða með tvöföldum hjólum og
11
með einföldum hjólum þegar bil milli ása er frá 1,0 m til 1,3 m (1,0 m f < 1,3 m)
2.2.3
16
Tvíásasamstæða með tvöföldum hjólum,
13,5
með tvöföld hjól á öðrum ási sé bil milli ása frá 1,3 m til 1,8 m (1,3 m f < 1,8 m) og
11
með einföldum hjólum
2.3.1
16
Þríásasamstæða með tvöföldum hjólum og
11
með einföldum hjólum þegar bil milli ása er innan við 1,3 m (f < 1,3 m)
2.3.2
22
Þríásasamstæða með tvöföldum hjólum og
16
með einföldum hjólum þegar bil milli ása er frá 1,3 m til 1,4 m (1,3 m f < 1,4 m)


VIÐAUKI III

Merki fyrir langt ökutæki.


 6882005image004


a.
Skilti með áletrun „LANGT ÖKUTÆKI“ og skilti með áletrun „UNDANÞÁGA VEGNA LENGDAR“ skal vera ferhyrnt, a.m.k 900 mm langt með a.m.k 25 mm breiðum rauðum jaðri. Stafir skulu vera, svartir á gulum grunni, a.m.k. 70 mm háir og breidd stafleggja a.m.k. 11 mm. Leturgerðin skal vera blokkskrift.
b.
Skilti um leyfilegan hraða skal vera hringlaga, 200 mm að þvermáli og með svörtum jaðri. Áletrun skal vera „80“ með svörtum stöfum 120 mm háum. Leturgerðin skal vera blokkskrift.


VIÐAUKI IV

Varðar undanþágu fyrir vagnlestir samkvæmt bráðabirgðaákvæði II.



Tímamörk:
A. Hvenær ekki má aka vagnlest sem undanþágu hefur samkvæmt bráðabirgðaákvæði II:
a. Frá kl. 18.00 á föstudegi til kl. 24.00 næsta sunnudag og allan sólarhringinn á almennum frídegi sem ber upp á mánudag – fimmtudag.
b. Á páskum frá kl. 24.00 á þriðjudegi fyrir páska til kl. 8.00 á þriðjudegi eftir páska. Á hvítasunnu og verslunarmannahelgi frá kl. 24.00 á fimmtudegi til kl. 8.00 á þriðjudegi og á jólum frá kl. 24.00 á þorláksmessu til kl. 8.00 þriðja í jólum.
Vegir:
B. Undanþága samkvæmt bráðabirgðaákvæði II gildir á eftirtöldum þjóðvegum:


Númer
Nafn
Númer
Nafn
1
Hringvegi, þó ekki frá Mývatnsvegi (848) hjá Arnarvatni að Kísilvegi (87) hjá Reykjahlíð og frá Egilsstöðum að Suðurfjarðavegi (96) við Breiðdalsvík
38
Þorlákshafnarvegi, frá Þorlákshöfn að Þrengslavegi (39)
39
Þrengslavegi
40
Hafnarfjarðarvegi
41
Reykjanesbraut
43
Grindavíkurvegi
44
Hafnavegi
45
Garðskagavegi
46
Víknavegi
49
Nesbraut, frá Hringvegi (1) að Reykjanesbraut (41) við Ánanaust
413
Breiðholtsbraut
419
Höfðabakka, frá Nesbraut (49) að Reykjanesbraut (41)
421
Vogavegi
425
Nesvegi
453
Sundagörðum
454
Holtagörðum
470
Fjarðarbraut, þó ekki frá Norðurbakka að Fornu búðum
4540
Víðinesvegi, frá Hringvegi (1) að Sorpu
51
Akrafjallsvegi
54
Snæfellsnesvegi, frá Hringvegi (1) að Vatnaleið (56) við Vegamót og frá Útnesvegi (574) við Fróðá að

Stykkishólmsvegi (58)
56
Vatnaleið
58
Stykkishólmsvegi
574
Útnesvegi, frá Rifi að

Snæfellsnesvegi (54) við

Fróðá
72
Hvammstangavegi
74
Skagastrandarvegi
75
Sauðárkróksbraut
76
Siglufjarðarvegi, frá Sauðárkróksbraut (75) til Siglufjarðar
82
Ólafsfjarðarvegi, frá Hringvegi (1) til Ólafsfjarðar
83
Grenivíkurvegi
85
Norðausturvegi, frá Hringvegi (1) til Húsavíkur
845
Aðaldalsvegi
848
Mývatnsvegi
87
Kísilvegi
93
Seyðisfjarðarvegi
92
Norðfjarðarvegi
96
Suðurfjarðavegi


Auk þess gildir undanþágan á eftirtöldum götum í Reykjavík:
Sægörðum Kleppsmýrarvegi
Skútuvogi Grandagarði
Faxagötu



Fylgiskjal.
Leyfilegur ásþungi og heildarþyngd samkvæmt viðauka I.


 Ásþungi í viðauka I


Ásþungi tví-, þrí- og fjórása bifreiðar, þríása liðvagnar


6882005image010


Fjórása bifreiðar með eftirvagni


Dráttarbifreið með festivagni


Leyfilegur ásþungi og heildarþyngd samkvæmt viðauka II.
Leyfilegur ásþungi samkvæmt viðauka II - tví-, þrí- og fjórása bifreiðar


Viðauki II - Dráttarbifreið með hengi- og tengivagn


Viðauki II - Dráttarbifreið með festivagn


Undanþáguvagnlest fyrir leyfðan 44/49 tonna heildarþunga


Undanþáguvagnlestir skulu búnar 2 sívirkum drifásum og hafa 4 hjól og loftfjaðrir á öllum ásum nema framás.


Hámark er á loftþrýstingi í hjólbörðum, 7 bör eða 102 psi í hjólbörðum framáss eða 7,5 bör eða 109 psi sé framás með loftfjöðrum eða öðrum búnaði sem telst jafngildur eða með hjólbarðastærð að lágmarki 385/65R22,5 og 6 bör eða 87 psi í hjólbörðum afturása, mælt í köldum hjólbarða.


Lágmarksstærð hjólbarða 275/70R22,5

 Undanþáguvagnlest fyrir leyfðan 44/49 tonna heildarþunga - lágmarksstærð hjólbarða 275/70R22,5


Lengd, breidd og hæð bifreiða og vagnlesta samkvæmt reglum um stærð og þyngd ökutækja


Samanburður á ásþunga í viðauka 1 og 2


Með vísan til 15. gr. reglugerðar um stærð og þyngd ökutækja nr. 688/2005 takmarkar Vegagerðin tímabundið mestu leyfða heildarþyngd og leyfðan ásþunga á vegum þegar nauðsyn krefur miðað við burðarþol brúar eða vegar.

reglur um mestu leyfða heildarþyngd og ásþunga þar sem takmarka verður leyfilegan ásþunga



*1) Reglur samkvæmt viðauka II.

*2) Lágmarkskrafa um hjólbarðastærð 275/70R22,5. Fyrir minni hjólbarða er leyfður 4ra tonna ásþungi.

*3) Lágmarkskrafa um hjólbarðastærð 275/70R22,5. Fyrir minni hjólbarða reiknast þríás með sex hjólum sem tvíás með fjórum hjólum. Þríás með tólf hjólum reiknast sem tvíás með átta hjólum.

*4) Fari heildarþungi yfir 40 tonn skal dráttarbifreið búin 2 sívirkum drifásum, hafa 4 hjól og loftfjaðrir á öllum ásum nema framás.

Hámarks loftþrýstingur í hjólbörðum fari ekki yfir 7 bör eða 102 psi á framás og 6 bör eða 87 psi í hjólbörðum á afturásum. Lágmarks hjólbarðastærð er miðuð við hjólbarða á 22,5 tommu felgu.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica