Umferð og flutningar á landi

466/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 688/2005 um stærð og þyngd ökutækja. - Brottfallin

1. gr.

7. gr. breytist þannig:
Í stað "tengivagns" í lið 7.3 kemur: eftirvagns.

2. gr.

8. gr. breytist þannig:
Við lið 8.3 bætist nýr málsliður sem orðast svo: Sama gildir um festingar fyrir yfirbreiðslu og vörn þeirra.

3. gr.

11. gr. breytist þannig:
Á eftir lið 11.4 kemur nýr liður, 11.5, sem orðast svo:

11.5 Verði sótt um undanþágu, sem taka skal gildi eftir 31. desember 2007, samkvæmt lið 11.1, varðandi ökutæki sem fellur undir skilgreiningu í lið 22.900 í 22. gr. reglugerðar um gerð og búnað ökutækja, skal lögreglustjóri, áður en undanþága er veitt, ganga úr skugga um að viðkomandi ökutæki sé skráð og merkt í samræmi við reglugerð um gerð og búnað ökutækja, reglugerð um skráningu ökutækja og, eftir atvikum, reglur sem Umferðarstofa setur samkvæmt fyrrnefndum lið 22.900 í 22. gr. 

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 75. og 76. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987 og öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 31. maí 2006.

Sturla Böðvarsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica