Viðskiptaráðuneyti

128/1994

Reglugerð um mælieiningar - Brottfallin

1. gr.

1.1 Lögformlegar mælieiningar í skilningi þessarar reglugerðar sem nota á til að tákna stærðir, skulu vera þær einingar sem skráðar eru í viðauka I, það er alþjóðlega einingakerfið, SI-kerfið, sem samþykkt hefur verið af almenna þinginu fyrir mál og vog, CGPM.

1.2 Löggildingarstofan getur heimilað að notaðar séu mælieiningar utan SI-kerfisins. Þær skulu þó ávallt hafa viðmiðun í SI-kerfinu.

1.3 Löggildingarstofan getur gefið út leiðbeiningar um notkun mælieininga og tekið afstöðu til álita- og ágreiningsmála varðandi notkun mælieininga. Áliti Löggildingarstofunnar má skjóta til ráðherra.

2. gr.

2.1 Ákvæði 1. gr. gilda um mælitæki, mælingar og magnupplýsingar þar sem fram koma mælieiningar og notkun þeirra er á sviði efnahagsmála, almannaheilbrigðis, almannaöryggis og í stjórnsýslu.

2.2 Þessi reglugerð hefur ekki áhrif á þær mælieiningar sem notaðar eru í flutningum á sjó eða í lofti þótt þær séu ekki lögformlegar, ef mælt er fyrir um þær í alþjóðlegum samþykktum og samningum sem eru bindandi fyrir Ísland.

3. gr.

3.1 Heimilt er að nota "viðbótarmerkingar", en í skilningi þessarar reglugerðar eru það ein eða fleiri merkingar sem sýna mælieiningar, sem eru taldar upp í viðaukum II, III og IV.

3.2 Heimilt er að fara fram á að á mælitækjum séu merkingar með einni lögformlegri mælieiningu.

3.3Merking er notar lögformlegar mælieiningar skal ráða. Viðbótarmerkingar skulu eigi vera með stærra letri en tilsvarandi merkingar sem táknaðar eru með lögformlegum mælieiningum.

4. gr.

Þær mælieiningar sem eru ekki eða ekki lengur lögformlegar skal heimilt að nota við:

a) framleiðsluvörur og búnað sem voru á markaði eða í notkun fyrir 1. janúar 1993;

b) íhluta fyrir og hluta af framleiðsluvörum eða tækjum sem nauðsynlegir eru til viðbótar, eða í stað íhluta eða hluta af ofangreindum vörum og búnaði.

Þó er heimilt að krefjast þess að álestrarbúnaður mælitækja sýni lögformlegar mælieiningar.

5. gr.

Íslenski staðallinn IST-ISO 2955, "Gagnavinnsla - táknun SI og annarra eininga sem eru notaðar í kerfi með takmörkuð stafamengi", skal gilda fyrir gagnasamskipti með tölvum og fyrir annan búnað sem notar takmarkað stafamengi.

6. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum um vog, mál og faggildingu nr. 100/1992 og með hliðsjón af ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í 24. tölul. IX. kafla II. viðauka, tilskipun 80/181/EBE ásamt síðari breytingum um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi mælieiningar, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Viðskiptaráðuneytið, 28. febrúar 1994.

F. h. r.

Þorkell Helgason.

Sveinn Þorgrímsson.

 

 

VIÐAUKI I.

LÖGFORMLEGAR MÆLIEININGAR SEM UM GETUR

Í 1. GR.

1. SI-EININGAR OG MARGFELDISEININGAR.

1.1 Grunneiningar alþjóðlega einingakerfisins

 

Stærð

Eining:

Heiti

Tákn

Lengd
Massi
Tími
Rafstraumur
Hitastig
Efnismagn
Ljósstyrkur

metri
kílógramm
sekúnda
amper
kelvin
mól
kandela

m
kg
s
A
K
mol
cd

Skilgreiningar á grunneiningum alþjóðlega einingakerfisins eru sem hér segir:

Lengdareining: Metrinn er sú vegalengd sem ljósið fer í lofttómi á 1/299 792 458 sekúndum.

Massaeining: Kílógramm er mælieiningin fyrir massa. Það er skilgreint sem massi frumgerðar alþjóðlega kílógrammsins.

Tímaeining: Sekúndan er jafnlangur tími og 9 192 631 770 sveiflutímar geislunar er kemur fram þegar sesín 133 frumeind breytir um ástand milli hinna tveggja ofurfínu stiga grunnástandsins.

Rafstraumseining: Amper er skilgreint þannig að þegar fasti straumurinn eitt amper rennur um tvo beina, samsíða, óendanlega langa leiðara með hverfandi lítið þvermál og leiðararnir eru í eins metra fjarlægð og í tómarúmi, þá verkar krafturinn 2x10-7 njúton á hvern metra þvert á leiðarana.

Eining fyrir kelvinhitastig: Eitt kelvin, einingin fyrir kelvinhitastig, er 1/273,16 hluti af kelvinhitastigi vatns við þrípunkt.

Eining fyrir efnismagn: Mólið er magn efnis í kerfi sem inniheldur jafnmargar efniseindir og frumeindirnar eru margar í 0,012 kg (12 g) af kolefni-12. Þegar heitið mól er notað verður að tilgreina efniseindirnar sem við er átt og geta það verið atóm, sameindir, jónir, rafeindir, aðrar efniseindir eða tilteknir hópar slíkra efniseinda.

Eining fyrir ljósstyrk: Kandela er sá ljósstyrkur sem beinist í tiltekna átt frá ljósgjafa sem gefur frá sér einlita geisla með tíðninni 540x10 herts og aflinu 1/683 vött á hvern steradían.

1.1.1 Sérstakt heiti og tákn SI-kerfisins um einingu hitastigs til þess að tákna Celsíushitastig.

Stærð

 

Eining

Heiti

Tákn

Celsíushitastig

Gráða á Celsíus

°C

Celsíushitastig, t, er skilgreint sem mismunurinn t = T - T0 milli tveggja kelvinhitastiga T og T0 þar sem T0 er = 273,15 kelvin. Bil eða mismun á hitastigi má ýmist gefa upp sem kelvin eða gráður á Celsíus. Einingin "gráða á Celsíus" er jöfn einingunni "kelvin".

1.2. Aðrar einingar alþjóðlega einingakerfisins.

1.2.1. SI-fyllieiningar.

Stærð


Heiti

Eining
Tákn

Flatarhorn
Rúmhorn

radían
steradían

rad
sr

Skilgreiningar á SI-fyllieiningum:

Flatarhornseiningar: Radían er flatarhornið sem bogi hrings spannar, séð frá miðju hringsins, þegar boginn er jafnlangur hringgeislanum.

Rúmhornseiningar: Steradían er rúmhornið sem flatarskiki á kúlu þekur, séð frá miðju kúlunnar, þegar skikinn hefur sama flatarmál og sléttur ferningur sem hefur kúlugeislann að hlið.

1.2.2 Afleiddar einingar SI-kerfisins.

Einingar sem eru leiddar (kerfisbundið) út frá grunneiningum og fyllieiningum SIkerfisins eru gefnar upp sem algebruyrðingar í formi margfelda grunneininga og fyllieininga í heilum veldum og margfeldið hefur tölugildið 1.

1.2.3 Afleiddar einingar alþjóðlega einingakerfisins (SI) sem eiga sér sérstök heiti og tákn.


Stærð

Eining

Táknað sem


Heiti


Tákn

Aðrar
SI-einingar

Grundvallar- eða
fyllieiningar

Tíðni
Kraftur
Þrýstingur, spenna
Orka, vinna, varmi
Afl(1), geislaflæði
Rafhleðsla
Rafspenna, íspenna
Rafviðnám
Rafleiðni
Rýmd
Segulflæði
Segulstyrkur
Span (spanstuðull)
Ljósflæði
Birta (lýsing)
Geislavirkni
Geislaskammtur,
Geislaálag

herts
njúton
paskal
júl
vatt
kúlomb
volt
ohm
símens
farad
veber
tesla
henry
lúmen
lúx
bekerel
grei
sívert

Hz
N
Pa
J
W
C
V
W
S
F
Wb
T
H
Im
lx
Bq
Gy
Sv



N m -2
N m
J s-1

W A-1
V A-1
A V-1
C V-1
V s
Wb m-2
Wb A-1

Im m-2

J kg-1
J kg-1

s-1
m kg s-2
m-1 kg s-2
m2 kg s-2
m2 kg s-3
s A
m2 kg s-3 A-1
m2 kg s-3 A-2
m-2 kg-1 s3 A2
m-2 kg-1 s4 A2
m2 kg s-2 A-1
kg s-2 A-1
m2 kg s-2 A-2
cd sr
m-2 cd sr
s-1
m2 s-2
m2 s-2

1 ) Sérstök heiti á afleiningu: Heitið voltamper (táknað "VA") er notað til að tákna sýndarafl riðstraums og heitið var (tákn "var") er notað til að tákna launafl. "va" er ekki skráð í ályktunum almenna þingsins um mál og vog.

Einingar sem leiddar eru af grunneiningum alþjóðlega einingakerfisins eða viðbótareiningum þess er heimilt að gefa upp í þeim einingum sem skráðar eru í þessum viðauka. Einkanlega er hægt að gefa afleiddar alþjóðlegar einingar upp með sérstökum heitum og táknum sem sýnd eru í töflunni hér að ofan. Til dæmis er hægt að gefa upp alþjóðlegu eininguna fyrir skriðseigju ýmist sem m-1 kg s-1 eða N s m-2 eða Pa s.

1.3 Forskeyti og tákn þeirra sem notuð eru til að tákna tiltekin tugveldi.

 


Tugveldi


Forskeyti


Tákn


Tugveldi


Forskeyti


Tákn

1018
1015
1012
109
106
103
102
101

exa
peta
tera
gíga
mega
kíló
hektó
deka

E
P
T
G
M
k
h
da

10-1
10-2
10-3
10-6
10-9
10-12
10-15
10-18

desi
senti
milli
míkró
nanó
píkó
femtó
attó

d
c
m
µ
n
p
f
a

Heitin og táknin fyrir margfeldiseiningar massa eru mynduð með því að bæta forskeytum við orðið "gramm" og táknum þeirra framan við táknið "g". Sé afleidd eining gefin upp sem almennt brot er hægt að gefa til kynna tugveldi hennar með því að bæta forskeytunum við einingar í teljara eða nefnara eða hvoru tveggja. Óheimilt er að nota samsett forskeyti, þ. e. forskeyti sem búin eru til með því að raða saman ofangreindum forskeytum.

1.4. Sérstök leyfileg heiti og tákn fyrir margfeldiseiningar

Stærð

Eining

Heiti

Tákn

Gildi

Rúmmál
Massi
Þrýstingur, álag

lítri
tonn
bar

1 eða L1)
t
bar2)

1 1 = 1 dm3 = 10-3 m3
1 t = 1 Mg = 103 kg
1 bar = 105 Pa

1) Heimilt er að nota táknin tvö "1" og "L" fyrir eininguna lítra.

2 Þessi eining er skráð í riti Alþjóðlegu mælifræðistofnunarinnar (Bureau International des Poids et Mesures) meðal eininga sem leyfðar eru tímabundið.

Athugasemd: Forskeytin og tákn þeirra sem skráð eru í 1.3 er heimilt að nota með einingunum og táknum þeirra sem eru skráð í töflu.

2. EININGAR SEM SKILGREINDAR ERU Á GRUNNI SI-KERFISINS EN ERU EKKI MARGFELDISEININGAR

Stærð


Heiti

Eining
Tákn


Gildi

Flatarhorn




Tími

snúningur*(1)(a)
nýgráða* eða gon*
gráða (horns)
mínúta (horns)
sekúnda (horns)
mínúta
klukkustund
sólarhringur


gon*
°
'
"
min
h
d

1 snúningur = 2 p rad
1 gon =
p /200 rad
1° =
p /180 rad
1' =
p /10800 rad
1" =
p /648000 rad
1 min = 60 s
1 h = 3600 s
1 d = 86400 s

(1) Táknið (*) á eftir einingarheiti eða tákni merkir að það komi ekki fyrir í skrám sem gefnar hafa verið út af CGPM, CIPM eða Alþjóðlegu mælifræðistofnuninni. Þetta gildir um allan þennan viðauka.

(a) Ekki er til neitt alþjóðlegt tákn.

Athugasemd: Forskeytin sem talin eru upp í 1.3 er einungis heimilt að nota með heitunum "nýgráða" eða "gon" og tákninu "gon".

3. EININGAR SEM SKILGREINDAR ERU ÓHÁÐ GRUNNEININGUNUM SJÖ

Atómmassaeining: er einn tólfti hluti af massa einnar frumeindar af kjarnategundinni kolefni -12.

Rafeindavolt: er hreyfiorkan sem rafeindin tekur í sig þegar hún fer í lofttómi frá einum stað til annars sem hefur eins volts meiri rafspennu.

Stærð


Heiti

Eining
Tákn


Gildi

Massi
Orka

atómmassaeining
rafeindavolt

u
eV

1 u » 1,660 565 5 x 10-27 kg
1 eV
» 1,602 189 2 x 10-19 J

Gildi þessara eininga, samkvæmt alþjóðlega einingakerfinu, er ekki þekkt með fullri vissu.

Athugasemd: Forskeytin og tákn þeirra sem eru skráð í 1.3 er heimilt að nota með þessum tveimur einingum og táknum þeirra.

4. EININGAR OG HEITI EININGA SEM EINVÖRÐUNGU ERU HEIMIL Á TILTEKNUM SÉRSVIÐUM

Stærð


Heiti

Eining
Tákn


Gildi

Ljósbrot sjóntækja
Massi eðalsteina
Flatarmál bújarða og byggingarlóða
Massi á lengdareiningu textilþráða
og garns
Þrýstingur blóðs og annarra
líkamsvökva
Þversnið áhrifasvæðis

dioptre*
karat
ari
tex
·

millímetri
kvikasilfurs
barn



a
tex*

mm Hg
(*)
b

1 dioptre = 1 m-1
1 karat = 2x10-4 kg
1 a = 102 m2
tex* = 10-6 kg m-1

1 mm Hg=133,322Pa

1 b = 10-28 m2

Athugasemd: Forskeytin og tákn þeirra sem eru talin upp í lið 1.3 er heimilt að nota með ofangreindum einingum og táknum en þó ekki með millimetra kvikasilfurs og tákni hans. Margfeldið 102 a heitir þó "hektari".

5. SAMSETTAR EININGAR

Samsettar einingar verða til með því að setja saman einingarnar sem eru taldar upp í viðauka I.

VIÐAUKI II.

MÆLIEININGAR SEM UM GETUR Í 3. GR. OG EINUNGIS ERU

LÖGFORMLEGAR VIÐ TILTEKNA NOTKUN Í ÁKVEÐNUM AÐILDARRÍKJUM.

Einingarnar í þessum viðauka eru aðeins lögformlegar í aðildarríkjum þar sem þær voru notaðar 21. apríl 1973 þar til annað verður ákveðið. Á Íslandi má nota þessar einingar í viðbótarmerkingar í samræmi við 3. gr.

 

Notkunarsvið

Eining

Heiti

Nálgunargildi

Tákn

Vegaskilti, vegalengdar-
og hraðamælingar



Skömmtun á tunnubjór og
eplasafa;
mjólk í margnota umbúðum
Fasteignaskráning
Viðskipti með eðalsteina

mile

yard
foot
inch
pint


acre
troy ounce

1 mile=1 609m

1 yard=0,9144m
1 ft=0,3084m
1 in=2,54x10-2m
1 pt=0,5683x10-3m3


1 ac=4047m2
1 oz tr=31,10x10-3kg

mile

yd
in
in
pt


ac
oz tr

Nota má einingarnar í þessum kafla hverja með annarri til að mynda samsettar einingar.

VIÐAUKI III.

MÆLIEININGAR SEM UM GETUR Í 3.GR. OG EINUNGIS ERU LÖGFORMLEGAR

Í VISSUM AÐILDARRÍKJUM.

Einingarnar í þessum viðauka eru aðeins lögformlegar í aðildarríkjum þar sem þær voru notaðar 21. apríl 1973 þar til annað verður ákveðið. Á Íslandi má nota þessar einingar í viðbótarmerkingar í samræmi við grein 3.

STÆRÐIR,
HEITI EININGA

TÁKN OG NÁMUNDUNARGILDI

Lengd
inch
foot
mile
yard

Flatarmál
square foot
acre
square yard

Rúmmál
fluid ounce
gill
pint
quart
gallon

Massi
ounce (avoirdupois)
troy ounce
pound

Orka
Therm


1 in
1 ft
1 mile
1 yard


1 sq ft
1 ac
1 sq yd


1 fl oz
1 gill
1 pt
1 qt
1 gal


1 oz
1 oz tr
1 lb


1 therm


= 2,54 x 10-2 m
= 0,3048 m
= 1609 m
= 0,9144 m


= 0,929 x 10-1 m2
= 4047 m2
= 0,8361 m2


= 28,41 x 10-6 m3
= 0,1421 x 10-3 m3
= 0,5683 x 10-3 m3
= 1,1137 x 10-3 m3
= 4,546 x 10-3 m3


= 28,35 x 10-3 kg
= 31,10 x 10-3 kg
= 0,4536 kg


= 105,506 x 106 J

Nota má ofangreindar einingar hverja með annarri til að mynda samsettar einingar.

VIÐAUKI IV

MÆLIEININGAR SEM UM GETUR Í 3. GR. OG EINUNGIS ERU

LÖGFORMLEGAR Á TILTEKNUM SVIÐUM Í ÁKVEÐNUM AÐILDARRÍKJUM.

Einingarnar í þessum viðauka eru aðeins lögformlegar í aðildarríkjum þar sem þær voru notaðar 21. apríl 1973 þar til annað verður ákveðið. Á Íslandi má nota þessar einingar í viðbótarmerkingar í samræmi við grein 3.

Notkunarsvið

Eining

Heiti

Nálgunargildi

Tákn

Siglingar
Bjór, eplasafi, vatn, límonaði og
ávaxtasafi í margnota umbúðum
Brenndir drykkir
Vörur seldar í lausri vigt


Gassala

fathom
pint
fluid ounce
gill
ounce
(avoirdupois)
pound
therm

1 fm = 1,829 m
1 pt = 0,5683x10-3m3
1 fl oz = 28,41x10-6m3
1 gill = 0,142x10-3m3
1 oz = 28,35x10-3kg

1 lb = 0,4536 kg
1 therm = 105,506x106J

fm
pt
fl.oz
gill
oz

lb
therm

Nota má ofangreindar einingar hverja með annarri til að mynda samsettar einingar.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica