1. gr.
Reglugerð nr. 135/1994 um lengdarmælingar er hér með felld úr gildi, sbr. I. kafla í viðauka MI-008, Mæliáhöld, í viðauka við reglugerð nr. 465/2007, um innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2004/22/EB um mælitæki, sem sett var með stoð í lögum nr. 91/2006, um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn.
2. gr.
Reglugerð nr. 954/2006, um löggildingarskyldu mælitækja í notkun, er hér með felld úr gildi, sbr. reglugerð nr. 1060/2008, um mælifræðilegt eftirlit með mælikerfum fyrir eldsneytisskammtara, tankbifreiðar og mjólk, reglugerð nr. 1061/2008 um mælifræðilegt eftirlit með raforkumælum, reglugerð nr. 1062/2008 um mælifræðilegt eftirlit með vatnsmælum, reglugerð nr. 253/2009 um mælifræðilegt eftirlit með sjálfvirkum vogum og reglugerð nr. 254/2009 um mælifræðilegt eftirlit með ósjálfvirkum vogum, sem settar voru með stoð í 13. gr. laga nr. 91/2006, um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 44. gr. laga um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn nr. 91, 14. júní 2006, öðlast þegar gildi.
Dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu, 19. apríl 2010.
Ragna Árnadóttir.
Atli Freyr Guðmundsson.