1. gr.
Reglugerð þessi tilgreinir við hvaða notkun mælitæki eru löggildingarskyld.
2. gr.
Mælitæki sem tilheyra eftirfarandi flokkum mælitækja eru löggildingarskyld þegar þau eru höfð til þeirra nota sem tilgreind eru í 3. grein: Vatnsmælar, raforkumælar, mælikerfi fyrir vökva aðra en vatn, vogir og vínmál.
Mælitæki önnur en þau sem getið er um í 1. mgr. eru einnig löggildingarskyld ef unnt er að nota þau í sama tilgangi og önnur löggildingarskyld mælitæki á sama stað.
3. gr.
Skylt er að löggilda vatnsmæla fyrir sölumælingu til notkunar á heimilum, í viðskiptum og iðnaði.
Skylt er að löggilda raforkumæla fyrir sölumælingu á raunorku sem ætlaðir eru til notkunar á heimilum, í viðskiptum og iðnaði.
Skylt er að löggilda mælikerfi sem ætluð eru til mælingar á magni eldsneytis eða mjólkur þegar þau eru notuð í viðskiptum og til beinnar sölu til neytenda.
Skylt er að löggilda vogir sem hafðar eru til eftirfarandi nota:
Skylt er að löggilda vínmál sem eru hálfsjálfvirk eða sjálfvirk og eru notuð við sölu áfengra drykkja.
4. gr.
Skylt er að löggilda mælitæki að nýju ef þau eru ætluð til löggildingarskyldra mælinga skv. 3. gr.:
5. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 44. gr. laga nr. 91/2006, um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn og öðlast þegar gildi.
Viðskiptaráðuneytinu, 9. nóvember 2006.
Jón Sigurðsson.
Kristján Skarphéðinsson.