I. KAFLI
Almenn ákvæði.
1. gr.
Gildissvið.
Í reglugerð þessari er kveðið á um þau gjöld sem sjúkratryggðir skulu greiða fyrir heilbrigðisþjónustu sem veitt er á heilsugæslustöðvum, sjúkrahúsum og Heyrnar- og talmeinastöð og fyrir heilbrigðisþjónustu sem veitt er hjá sjálfstætt starfandi læknum, sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfum, talmeinafræðingum og sálfræðingum sem Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við skv. IV. kafla laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar. Enn fremur er í reglugerðinni kveðið á um þau gjöld sem sjúkratryggðir skulu greiða fyrir meðferð húðsjúkdóma sem veitt er af öðrum heilbrigðisstarfsmönnum en læknum samkvæmt samningum. Loks er kveðið á um gjald fyrir sjúkraflutninga.
Þjónustuveitendum, sbr. 1. mgr., er óheimilt að innheimta hærri eða önnur gjöld af sjúkratryggðum en kveðið er á um í reglugerð þessari og fylgiskjali með henni.
Sjúkratryggingar Íslands skulu kynna almenningi efni þessarar reglugerðar.
2. gr.
Hverjir eru sjúkratryggðir.
Sjúkratryggður er sá sem er búsettur á Íslandi og hefur verið það a.m.k. síðustu sex mánuðina áður en bóta er óskað úr sjúkratryggingum að uppfylltum öðrum skilyrðum laga um sjúkratryggingar nema annað leiði af milliríkjasamningum, sbr. 10. gr. laga um sjúkratryggingar. Með búsetu er átt við lögheimili í skilningi lögheimilislaga. Börn yngri en 18 ára sem búsett eru hér á landi eru sjúkratryggð með foreldrum sínum. Sama á við um stjúpbörn og fósturbörn. Að öðru leyti gilda 10.-16. gr. laga um sjúkratryggingar um það hverjir teljast sjúkratryggðir hér á landi.
Sjúkratryggingar Íslands ákvarða hvort einstaklingur telst sjúkratryggður.
II. KAFLI
Greiðslur sjúkratryggðs og afsláttarstofn.
3. gr.
Hámarksgreiðsla sjúkratryggðra.
Hámarksgreiðsla sjúkratryggðs almennt í almanaksmánuði fyrir heilbrigðisþjónustu samkvæmt reglugerð þessari, er 25.100 kr. Fari heildarkostnaður sjúkratryggðs í almanaksmánuði yfir þá fjárhæð greiða sjúkratryggingar, þ.e. Sjúkratryggingar Íslands eða viðkomandi heilbrigðisstofnun, það sem umfram er, sbr. þó 4. gr.
Hámarksgreiðsla aldraðra, öryrkja, barna og barna með umönnunarmat í almanaksmánuði fyrir heilbrigðisþjónustu samkvæmt reglugerð þessari, er 16.700 kr. Fari heildarkostnaður í almanaksmánuði yfir þá fjárhæð greiða sjúkratryggingar, þ.e. Sjúkratryggingar Íslands eða viðkomandi heilbrigðisstofnun, það sem umfram er, sbr. þó 4. gr.
Börn með sama fjölskyldunúmer samkvæmt skilgreiningu Þjóðskrár Íslands skulu teljast einn einstaklingur. Hámarksgreiðsla barna í sömu fjölskyldu, almennt í almanaksmánuði fyrir heilbrigðisþjónustu samkvæmt reglugerð þessari, er 16.700 kr. Fari heildarkostnaður í almanaksmánuði yfir þá fjárhæð greiða Sjúkratryggingar Íslands eða viðkomandi heilbrigðisstofnun það sem umfram er, sbr. þó 4 gr.
Til að sjúkratryggðir njóti réttinda samkvæmt þessari grein ber veitanda heilbrigðisþjónustu að skila reikningsupplýsingum til Sjúkratrygginga Íslands á því formi sem stofnunin ákveður.
4. gr.
Afsláttarstofn og greiðslur sjúkratryggðs fyrir heilbrigðisþjónustu.
Greiðslur sjúkratryggðs fyrir heilbrigðisþjónustu samkvæmt reglugerð þessari mynda afsláttarstofn. Afsláttarstofn er nýttur við ákvörðun á greiðslum sjúkratryggðs við kaup á heilbrigðisþjónustu. Afsláttarstofn verður aldrei hærri en hámarksgreiðsla sjúkratryggðs í almanaksmánuði, sbr. 3. gr. Afsláttarstofn flyst á milli mánaða að frádregnum 1/6 hluta af hámarksgreiðslu um hver mánaðamót, óháð greiðslum sjúkratryggðs.
Við ákvörðun greiðsluþátttöku sjúkratryggðs vegna heilbrigðisþjónustu samkvæmt reglugerð þessari skal leggja saman afsláttarstofn og greiðslur sjúkratryggðs við kaup á heilbrigðisþjónustu. Séu samanlagðar greiðslur lægri en hámarksgreiðsla, sbr. 3. gr., greiðir sjúkratryggður kostnaðinn allt að hámarksgreiðslu. Kostnaður umfram hámarksgreiðslu sjúkratryggðs greiðist af Sjúkratryggingum Íslands, ef um er að ræða þjónustu sem þær taka þátt í að greiða, annars af viðkomandi heilbrigðisstofnun.
5. gr.
Greiðslur sem falla ekki í afsláttarstofn.
Eftirfarandi greiðslur falla ekki í afsláttarstofn skv. 4. gr.:
III. KAFLI
Orðskýringar. Fagleg samskipti heilbrigðisstarfsmanna.
6. gr.
Orðskýringar.
Í reglugerð þessari hafa eftirfarandi orð svofellda merkingu:
7. gr.
Fagleg samskipti heimilislækna, heilsugæslulækna og sérgreinalækna.
Í samræmi við markmið um að tryggja fagleg samskipti milli heimilislækna, heilsugæslulækna og sérgreinalækna er gert ráð fyrir því sem meginreglu í reglugerð þessari að samskipti sjúklings og læknis hefjist hjá heimilis- eða heilsugæslulækni.
Sjúklingur sem kemur til sérgreinalæknis fyrir milligöngu heimilis- eða heilsugæslulæknis skal hafa fengið tilvísun frá heimilis- eða heilsugæslulækni. Sérgreinalæknirinn skal ávallt senda læknabréf til heimilis- eða heilsugæslulæknis sjúklings, sbr. þó 4. mgr.
Komi sjúklingur til sérgreinalæknis án milligöngu heimilis- eða heilsugæslulæknis skal sérgreinalæknir ávallt senda heilsugæslu- eða heimilislækni sjúklingsins læknabréf. Komi sjúklingur til sérgreinalæknis fyrir milligöngu annars sérgreinalæknis skal síðari sérgreinalæknirinn ávallt senda læknabréf til heimilis- eða heilsugæslulæknis sjúklingsins og þess sérgreinalæknis sem hafði milligöngu um samskiptin, sbr. þó 4. mgr.
Sjúklingi er heimilt að óska þess við lækni að hann sendi ekki upplýsingar honum viðkomandi til annarra lækna. Þess skal þá getið í sjúkraskrá. Lækni er og skylt að útskýra fyrir sjúklingi ábyrgð þá sem þessu fylgir fyrir sjúklinginn sjálfan og þær mögulegu afleiðingar að tilvísun fáist ekki útgefin.
IV. KAFLI
Heilsugæsla.
8. gr.
Komugjöld á dagvinnutíma.
Fyrir komu á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis á dagvinnutíma skulu sjúkratryggðir greiða sem hér segir:
Undanþegnar gjaldskyldu eru komur vegna mæðraverndar og heilsuverndar barna, heilsugæsla í skólum og unglingamóttaka í heilsugæslu sem veitir ráðgjöf og fræðslu um forvarnir. Með mæðravernd og heilsuvernd barna er átt við mæðravernd og heilsuvernd barna eins og hún er skilgreind í leiðbeiningum embættis landlæknis.
Gjöld samkvæmt þessari grein renna til reksturs heilsugæslustöðvar eða stofureksturs heimilislæknis.
9. gr.
Komugjöld utan dagvinnutíma.
Fyrir komu á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis utan dagvinnutíma, þ.e. milli kl. 16.00 og 08.00 og á laugardögum og helgidögum, skulu sjúkratryggðir greiða sem hér segir:
Hafi læknir sjálfur valið að sinna læknisstarfi utan dagvinnutíma skal greitt skv. 8. gr.
Gjöld samkvæmt þessari grein renna til reksturs heilsugæslustöðvar eða stofureksturs heimilislæknis.
10. gr.
Gjöld vegna vitjana lækna.
Fyrir vitjun læknis á dagvinnutíma skulu sjúkratryggðir greiða sem hér segir:
Fyrir vitjun læknis utan dagvinnutíma skulu sjúkratryggðir greiða sem hér segir:
Með vitjun samkvæmt þessari grein er átt við þjónustu læknis utan heilsugæslustöðvar eða starfsstöðvar sjálfstætt starfandi læknis.
Hafi læknir sjálfur valið að sinna vitjun utan dagvinnutíma skal greiða vitjanagjald dagvinnutíma skv. 1. mgr.
Vitjanagjald greiðist lækni og dregst frá samningsbundinni þóknun hans fyrir vitjanir.
11. gr.
Gjöld fyrir aðra þjónustu.
Auk komugjalda skv. 8. og 9. gr. skulu sjúkratryggðir greiða gjald fyrir bólusetningar á heilsugæslustöð eða hjá heimilislækni sem starfar utan heilsugæslustöðva miðað við kostnaðarverð/innkaupsverð fyrir hvern skammt bóluefnis. Verðskrá skal birt á vefsíðu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og gildir hún fyrir allar heilsugæslustöðvar og heimilislækna. Þó er bóluefni við árstíðabundinni inflúensu að kostnaðarlausu þeim sem eru í sérstökum áhættuhópum og sóttvarnalæknir tilgreinir. Gjöldin skulu einnig greidd í heimahjúkrun.
Ekkert gjald er greitt fyrir heilsuvernd barna og heilsugæslu í skólum, sbr. 2. mgr. 8. gr. Í heilsuvernd barna er ekki greitt gjald fyrir bólusetningar við stífkrampa, mænusótt, rauðum hundum og MMR (mislingar + hettusótt + rauðir hundar), barnaveiki, kíghósta, H. influenzae b sjúkdómi, mislingum, hettusótt, meningókokkasjúkdómi C, pneumókokkasjúkdómi og leghálskrabbameini af völdum HPV.
Auk komugjalda skv. 8. og 9. gr. skulu sjúkratryggðir, aðrir en börn og börn með umönnunarmat, greiða gjald fyrir aðra þjónustu en um getur í 1. mgr. sem hér segir:
Gjöld samkvæmt þessari grein renna til reksturs heilsugæslustöðvar.
12. gr.
Gjöld vegna krabbameinsleitar.
Vegna krabbameinsleitar á heilsugæslustöðvum og hjá heimilislæknum (legstrok og mynd af brjóstum) skal sjúkratryggður greiða sem hér segir:
Gjöld samkvæmt þessari grein renna til Krabbameinsfélags Íslands vegna úrlesturs frumusýna, röntgenmynda og leitarstarfs.
V. KAFLI
Sjúkrahús.
13. gr.
Komugjöld.
Sjúkratryggðir greiða ekkert gjald fyrir legu á sjúkrahúsum sem rekin eru af ríkinu eða samkvæmt samningum. Legan skal tryggð eins lengi og nauðsyn krefur ásamt læknishjálp, lyfjum og annarri þjónustu sem sjúkrahúsið veitir. Með legu er átt við samfellda dvöl sjúkratryggðs á sjúkrahúsi, á legudeild eða í undantekningartilvikum bráðamóttökudeild þegar ekki er unnt að innrita sjúkratryggðan á legudeild, í sólarhring, þ.e. 24 klukkustundir eða lengur, vegna sjúkdómsástands/meðferðar sem krefst almennt innlagnar á legudeild.
Ef sjúkratryggður, sem skráður er í legu á sjúkrahúsi, leitar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahússins, þar sem ekki er unnt að veita honum þjónustuna á sjúkrahúsinu, greiðir hann gjald í samræmi við önnur ákvæði reglugerðar þessarar.
Fyrir komu og endurkomu á slysadeild og bráðamóttöku sjúkrahúsa skulu sjúkratryggðir greiða sem hér segir:
Fyrir komu og endurkomu á dag- eða göngudeild sjúkrahúsa vegna þjónustu annarra en sérgreinalækna skulu sjúkratryggðir greiða sem hér segir:
Sjúkratryggðir sem koma oftar en einu sinni á sólarhring vegna sama vandamáls skulu einungis greiða fyrir eina komu á sólarhring, þ.e. á 24 klukkustundum.
Sjúkratryggðir skulu, þrátt fyrir 4. mgr., taka þátt í kostnaði við iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun og talþjálfun á sjúkrahúsum á sama hátt og þeir sem leita til þjálfara sem starfa samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands, sbr. 22. gr. Skiptafjöldi í viðurkenndri iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun og talþjálfun, sem veitt er á göngudeildum sjúkrahúsa, telst ekki til meðferðarskipta skv. 20. gr.
Sjúkratryggðir skulu, þrátt fyrir 4. mgr., taka þátt í kostnaði við meðferð húðsjúkdóma, sem veitt er á sjúkrahúsi af öðrum en læknum, á sama hátt og þeir sem leita til meðferðaraðila sem starfa samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands, sbr. 24. gr.
Sjúkratryggðir almennt skulu greiða 25.100 kr. fyrir keiluskurðaðgerðir, sbr. þó 3. gr. Aldraðir og öryrkjar greiða 2/3 af því sem sjúkratryggðir almennt greiða, sbr. 3. gr.
Sjúkratryggðir almennt skulu greiða 25.100 kr. fyrir kransæða- og hjartaþræðingu, sbr. þó 3. gr. Aldraðir og öryrkjar skulu greiða 2/3 af því sem sjúkratryggðir almennt greiða fyrir kransæða- og hjartaþræðingu, sbr. 3. gr. Börn og börn með umönnunarmat greiða ekkert gjald.
Aldraðir sem njóta þjónustu dagvistar í tengslum við sjúkrahús skulu taka þátt í kostnaði af dagvistinni skv. 19. gr. laga nr. 125/1999, um málefni aldraðra.
Gjöld fyrir þjónustu skv. VIII. kafla greiðast til viðbótar við komugjöld skv. 3. mgr. Þó skulu komugjald og gjöld skv. VIII. kafla takmarkast við hámarksgjald í almanaksmánuði, sbr. 3. gr.
Gjöld samkvæmt þessari grein skulu renna til reksturs sjúkrahúss.
14. gr.
Gjald fyrir endurtengingu eggjaleiðara eða sáðrásar eftir ófrjósemisaðgerð.
Fyrir endurtengingu eggjaleiðara eftir ófrjósemisaðgerð skal sjúkratryggður greiða 252.500 kr. Fyrir endurtengingu sáðrásar eftir ófrjósemisaðgerð skal sjúkratryggður greiða 301.500 kr.
Gjald samkvæmt þessari grein rennur til reksturs sjúkrahúss.
VI. KAFLI
Sameiginleg ákvæði fyrir þjónustu í heilsugæslu,
hjá heimilislæknum og á sjúkrahúsum.
15. gr.
Gjöld fyrir læknisvottorð í heilsugæslu, hjá heimilislæknum og á sjúkrahúsum.
Fyrir læknisvottorð á formi Tryggingastofnunar ríkisins vegna lífeyristrygginga eða bóta félagslegrar aðstoðar og á formi Sjúkratrygginga Íslands vegna sjúkratrygginga eða slysatrygginga skulu sjúkratryggðir greiða sem hér segir:
Fyrir önnur læknisvottorð en tilgreind eru í 1. mgr. skal innheimta gjöld sem hér segir:
Gjöld fyrir vottorð samkvæmt þessari grein skulu renna til viðkomandi stofnunar.
VII. KAFLI
Sameiginleg ákvæði fyrir þjónustu utan sjúkrahúsa
og á göngudeildum og dagdeildum sjúkrahúsa.
16. gr.
Gjöld fyrir sérgreinalæknishjálp.
Fyrir hverja komu til sérgreinalæknis utan sjúkrahúsa og á göngudeild eða dagdeild sjúkrahúsa, sbr. þó 14. gr., skulu sjúkratryggðir greiða sem hér segir:
Fyrir kostnað vegna einnota áhalda og efna, sem notuð eru vegna aðgerða utan sjúkrahúsa hjá sérfræðingum í skurðlækningum og svæfingum, greiða sjúkratryggðir ekkert gjald.
Fyrir rafræn samskipti (símtöl og tölvupóst) við sérgreinalækni greiða sjúkratryggðir umsamið heildarverð að fullu enda séu meira en þrír mánuðir liðnir frá komu til sérgreinalæknis.
Með komu til sérgreinalæknis á göngudeild eða dagdeild sjúkrahúsa skv. 1. mgr. er átt við ferliverk, þ.e. læknismeðferð sem unnt er að veita hvort sem er á læknastofum utan sjúkrahúsa eða á sjúkrahúsum og krefst ekki innlagnar á legudeild nema í undantekningartilvikum. Sjúkratryggður greiðir gjald, sbr. 1. mgr., og gildir þá einu þótt næturdvöl kunni að reynast nauðsynleg í einstökum tilvikum enda fari dvölin ekki yfir 24 klukkustundir. Sjúkratryggðir greiða fyrir þjónustu svæfingalæknis á sjúkrahúsi vegna aðgerðar þar hjá sjálfstætt starfandi tannlækni, sama hlutfall og vegna tannlækninganna, sbr. reglugerð um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði sjúkratryggðra við tannlækningar. Börn og börn með umönnunarmat greiða ekkert gjald. Óheimilt er að krefja sjúkratryggðan annarra gjalda vegna aðgerðarinnar.
Gjöld vegna þjónustu á göngudeild eða dagdeild sjúkrahúsa skulu renna til reksturs viðkomandi sjúkrahúss.
VIII. KAFLI
Sameiginleg ákvæði fyrir þjónustu í heilsugæslu,
á sjúkrahúsum og utan sjúkrahúsa.
17. gr.
Gjöld fyrir rannsóknir, geisla- og myndgreiningar og beinþéttnimælingar.
Fyrir hverja komu til rannsóknar á rannsóknarstofu og vegna rannsóknar á sýni sem sent er til rannsóknar í rannsóknarstofu, sbr. þó 14. gr., skulu sjúkratryggðir greiða sem hér segir:
Fyrir hverja komu til geisla- og myndgreiningar og beinþéttnimælingar skulu sjúkratryggðir greiða sem hér segir:
Gjöld vegna þjónustu á heilsugæslustöð og á sjúkrahúsum skulu renna til reksturs stofnananna.
IX. KAFLI
Þjálfun.
18. gr.
Þjálfun.
Þjálfun sem telst læknisfræðilega nauðsynleg og samið hefur verið um fellur undir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands þegar eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:
19. gr.
Orðskýringar.
Í kafla þessum hafa eftirfarandi orð svofellda merkingu:
20. gr.
Réttur sjúkratryggðs til þjálfunar.
Forsenda fyrir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í þjálfun er að fyrir liggi tilvísun frá lækni eða sjúkraþjálfara á heilsugæslustöð þar sem fram kemur sjúkdómsgreining. Þó er heimilt að víkja frá þessu skilyrði vegna meðferðar hjá sjúkraþjálfara sem nemur allt að sex skiptum á einu ári.
Sjúkratryggður sem þarf á þjálfun að halda, að mati læknis og þjálfara, sbr. þó undantekningu í 1. mgr., á rétt á allt að 20 nauðsynlegum meðferðarskiptum á einu ári. Sjúkratryggður á einnig rétt á nauðsynlegri viðbótarþjálfun, sbr. 3. og 4. mgr., enda hafi Sjúkratryggingar Íslands samþykkt slíka meðferð.
Sækja skal um viðbótarþjálfun fyrir fram. Umsókn um viðbótarþjálfun skal vera á því formi sem Sjúkratryggingar Íslands ákveða. Stofnunin skal hafa tekið afstöðu til umsóknarinnar innan tveggja vikna frá því að hún, ásamt öllum nauðsynlegum gögnum, er móttekin.
Sjúkratryggingum Íslands er heimilt að samþykkja sjúkraþjálfun í heimahúsum ef sjúkratryggður einstaklingur er þannig líkamlega á sig kominn að hann kemst ekki í meðferð á sjúkraþjálfunarstofu. Sækja skal fyrir fram um greiðsluþátttöku til Sjúkratrygginga Íslands vegna þessarar meðferðar.
Heimilt er Sjúkratryggingum Íslands að samþykkja sjúkraþjálfun á hestbaki þegar um er að ræða skaða í miðtaugakerfi enda sé þjálfunin framkvæmd af sjúkraþjálfara sem hefur sérþekkingu á sjúkraþjálfun á hestbaki. Sækja skal fyrir fram um greiðsluþátttöku til Sjúkratrygginga Íslands vegna þessarar meðferðar.
21. gr.
Greiðsluþátttaka sjúkratryggðs.
Greiðslur sjúkratryggðra einstaklinga fyrir þjálfun skv. 20. gr. skulu vera sem hér segir:
Ef samið er um hærra heildarverð fyrir tilgreinda hópa sjúkratryggðra eða tilgreinda meðferð reiknast greiðsla sjúkratryggðra einstaklinga út frá heildarverði fyrir almennt umsamda þjálfunarmeðferð. Þetta á þó ekki við um sérstakt umsamið skoðunargjald, sérfræðiálag og sérstakt menntunarálag sjúkraþjálfara en í þeim tilvikum greiða sjúkratryggðir hlutfall af umsömdu verði.
Með fjölda skipta er átt við samanlagðan skiptafjölda sjúkratryggðs á ári í þjálfun.
Hver tvö skipti í hópmeðferð hjá þjálfara, sbr. 1. mgr., teljast svara til eins skiptis í annarri þjálfun við talningu af heimild. Það sama gildir um einfalda meðferð.
Fyrir heimameðferð sem Sjúkratryggingar Íslands hafa samþykkt, sbr. 5. mgr. 17. gr., greiðir sjúkratryggður sama gjald og vegna sjúkraþjálfunar á stofu. Í sérstökum tilvikum, ef um mjög alvarlegt sjúkdómsástand eða mjög alvarlega fötlun er að ræða, er Sjúkratryggingum Íslands heimilt að samþykkja heimasjúkraþjálfun án greiðslu sjúkratryggðs.
Fyrir nauðsynlega þjálfun á hestbaki sem Sjúkratryggingar Íslands hafa samþykkt, sbr. 6. mgr. 20. gr., greiðir sjúkratryggður sama gjald og vegna sjúkraþjálfunar á stofu.
22. gr.
Þjálfun á göngudeildum heilbrigðisstofnana.
Greiðslur sjúkratryggðra fyrir þjálfun á göngudeildum heilbrigðisstofnana skulu fara eftir ákvæðum 21. gr.
23. gr.
Vottorð.
Sjúkratryggingar Íslands geta krafist vottorðs frá þjálfara eða lækni sjúklings um nauðsyn þjálfunar, einkum vegna þjálfunarmeðferðar umfram 20 skipti á ári og vegna annarrar langtímameðferðar.
X. KAFLI
Meðferð húðsjúkdóma sem veitt er af öðrum en læknum.
24. gr.
Meðferð húðsjúkdóma.
Meðferð húðsjúkdóma, sem veitt er af öðrum heilbrigðisstarfsmönnum en læknum samkvæmt samningi, fellur undir greiðsluþátttöku sjúkratrygginga þegar um er að ræða nauðsynlega meðferð vegna húðsjúkdóma sem felst í B-geislum, B- og A-geislum, PUVA-meðferð eða margþættri húðmeðferð sem veitt er af öðrum en læknum samkvæmt fyrirmælum læknis.
25. gr.
Meðferðarstaður.
Meðferð húðsjúkdóma skal fara fram á starfsstöð rekstraraðila. Meðferð má einungis veita samkvæmt tilvísun læknis.
Meðferð skal veitt samkvæmt fyrirmælum læknis, sérfræðings í húðsjúkdómum, þar sem því verður við komið. Við meðferðina skulu starfa hjúkrunarfræðingar eða aðrir heilbrigðisstarfsmenn sem hafa nægilega kunnáttu til starfans.
26. gr.
Greiðsluþátttaka sjúkratryggðs.
Greiðslur sjúkratryggðra almennt fyrir meðferð skv. 1. og 3. gr. skulu vera sem hér segir:
Greiðslur aldraðra og öryrkja skulu vera 2/3 af því sem sjúkratryggðir almennt greiða, sbr. þó 3. gr.
Börn og börn með umönnunarmat greiða ekkert gjald.
XI. KAFLI
Þjónusta sjálfstætt starfandi sálfræðinga við börn yngri en 18 ára.
27. gr.
Sálfræðiþjónusta við börn.
28. gr.
Greiðsluþátttaka sjúkratryggðs.
Barn greiðir ekkert gjald fyrir komu til samningsbundins sálfræðings utan sjúkrastofnana.
29. gr.
Lok meðferðar.
Í lok meðferðar (meðferðarlotu) skal sálfræðingur senda skýrslu um árangur meðferðar til tilvísandi greiningarteymis eða barnageðlæknis, sbr. 3. tölul. 27. gr., þar sem fram komi stutt ágrip af innihaldi meðferðar og lýsing á árangri hennar á grundvelli markmiða samkvæmt tilvísun og þörf á frekari meðferð hjá sálfræðingi sé sú talin raunin.
XII. KAFLI
Ýmis ákvæði.
30. gr.
Reikningsupplýsingar.
Þegar reikningur er gerður til Sjúkratrygginga Íslands skal þjónustuveitandi draga greiðslu sjúkratryggðra frá umsömdu heildarverði. Ekki er gerður reikningur til Sjúkratrygginga Íslands vegna þjónustu sem veitt er á sjúkrahúsum eða á heilsugæslustöðvum nema sérstaklega hafi verið um það samið skv. IV. kafla laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar. Reikningar skulu að öðru leyti uppfylla skilyrði laga og reglna á hverjum tíma. Þeir skulu vera á því formi sem Sjúkratryggingar Íslands ákveða og getur stofnunin krafist þess að þeir berist á rafrænu formi.
31. gr.
Sérreglur fyrir líffæragjafa.
Þeir sem gefa líffæri eða fyrirhugað er að gefi líffæri eru undanþegnir öllum gjöldum samkvæmt reglugerð þessari vegna rannsókna og/eða meðferðar sem er í beinum tengslum við brottnám líffæris eða fyrirhugað brottnám líffæris.
32. gr.
Gjald fyrir sjúkraflutninga.
Fyrir sjúkraflutning á sjúkrahús/heilbrigðisstofnun og frá sjúkrahúsi/heilbrigðisstofnun skulu sjúkratryggðir greiða 6.700 kr.
33. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 1. mgr. 29. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, sbr. 17. gr., 18. gr., 19. gr., 21. gr. og 22. gr. sömu laga, með síðari breytingum, 8. gr. laga nr. 42/2007 um Heyrnar- og talmeinastöð og 37. gr. laga nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum, öðlast gildi frá og með 1. mars 2018. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 314/2017 um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu.
Velferðarráðuneytinu, 27. febrúar 2018.
Svandís Svavarsdóttir
heilbrigðisráðherra.
Vilborg Ingólfsdóttir.
Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)