Velferðarráðuneyti

1176/2016

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 166/2014 um þjálfun sem sjúkratryggingar taka til og hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði við þjálfun. - Brottfallin

1. gr.

5. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:

  1. 2. tölul. 1. mgr. orðast svo: Öryrkjar sem fá greidda óskerta tekjutryggingu frá Trygg­inga­stofnun ríkisins skulu greiða 25% af umsömdu heildarverði fyrir fyrstu 30 meðferðarskiptin á einu ári og 10% af umsömdu heildarverði fyrir meðferðir umfram 30 út árið. Sama gildir um aldraða sem fá greidda óskerta tekjutryggingu frá Trygginga­stofnun ríkisins í desember 2016.
  2. 3. tölul. 1. mgr. orðast svo: Öryrkjar sem fá greidda skerta tekjutryggingu frá Trygg­inga­stofnun ríkisins skulu greiða 25% af umsömdu heildarverði fyrir fyrstu 30 meðferðar­skiptin á einu ári og 15% af umsömdu heildarverði fyrir meðferðir umfram 30 út árið. Sama gildir um aldraða sem fá greidda skerta tekjutryggingu frá Trygginga­stofnun ríkisins í desember 2016.
  3. 4. tölul. 1. mgr. orðast svo: Öryrkjar sem ekki fá greidda tekjutryggingu frá Trygginga­stofnun ríkisins skulu greiða 35% af umsömdu heildarverði fyrir fyrstu 30 meðferðar­skiptin á einu ári og 25% af umsömdu heildarverði fyrir meðferðir umfram 30 út árið. Sama gildir um aldraða sem ekki fá greidda tekjutryggingu frá Tryggingastofnun ríkisins í desember 2016.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 2. mgr. 21. gr. og 3. tölul. 1. mgr. 29. gr. laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar, með síðari breytingum, gildir frá 1. janúar 2017.

Velferðarráðuneytinu, 12. desember 2016.

Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra.

Vilborg Ingólfsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica