Velferðarráðuneyti

763/2016

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð um heilbrigðisumdæmi nr. 1084/2014. - Brottfallin

1. gr.

7. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Heilbrigðisumdæmi höfuðborgarsvæðisins nær yfir sveitarfélögin Hafnarfjarðarkaupstað, Garðabæ, Kópavogsbæ, Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ og Kjósarhrepp.

2. gr.

Orðin "að frátöldu fyrrum sveitarfélaginu Þingvallasveit" í 17. gr. reglugerðarinnar falli brott.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 5. og 6. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 22. ágúst 2016.

Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra.

Vilborg Ingólfsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica