Velferðarráðuneyti

1127/2011

Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð um veitingu lækningaleyfa og sérfræðileyfa nr. 305/1997. - Brottfallin

1. gr.

Liður XIV. 7. gr. orðist svo:

a)

2½ ár á heilsugæslustöð.

b)

2 ár á deildaskiptu sjúkrahúsi.

Námið fer fram samkvæmt "Marklýsingu fyrir sérnám í heimilislækningum", útgefinni af Félagi íslenskra heimilislækna 2008. Þar er meðal annars kveðið á um innihald, fyrirkomulag og lengd námsins, gæðakröfur, handleiðslu og hæfis­mat.



2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 2. og 5. gr. læknalaga nr. 53/1988, öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.

Lækni sem hóf nám í heimilislækningum á árinu 2007 eða síðar er þó heimilt að haga framhaldsnámi í heimilislækningum skv. 1. gr. reglugerðar þessarar eða samkvæmt lið XIV 7. gr. sem var í gildi þegar framhaldsnám hófst.

Velferðarráðuneytinu, 25. nóvember 2011.

Guðbjartur Hannesson.

Vilborg Ingólfsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica