Félags- og tryggingamálaráðuneyti

1003/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 341/2003, um fólkslyftur og fólks- og vörulyftur. - Brottfallin

1. gr.

Í stað 2. og 3. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar koma fjórar málsgreinar, svohljóðandi:

Í reglugerð þessari merkir lyfta lyftibúnað sem þjónar tilteknum hæðum, með burðarstól sem fer eftir föstum brautum sem halla meira en 15 gráður frá láréttu plani og er ætlaður til að flytja:

  1. fólk,
  2. fólk og vörur,
  3. einungis vörur ef burðarstóllinn er aðgengilegur, þ.e. ef fólk getur auðveldlega farið inn í hann og er með stjórntækjum innan í eða innan seilingar fyrir þann sem stendur inni.

Lyftibúnaður, sem fer ákveðna leið, jafnvel þótt ekki sé eftir föstum brautum, telst lyfta sem fellur undir gildissvið reglugerðar þessarar.

Í reglugerð þessari merkir burðarstóll þann hluta lyftunnar sem fólk og/eða vörur eru í þegar lyft er eða látið síga.

Reglugerð þessi gildir ekki um:

  1. lyftibúnað þar sem hámarkshraðinn er ekki meiri en 0,15 m/sek.,
  2. lyftur á byggingarstöðum,
  3. togbrautir, að meðtöldum togbrautum á spori,
  4. sérhannaðar og sérsmíðaðar lyftur fyrir her eða lögreglu,
  5. lyftibúnað sem unnt er að framkvæma vinnu úr,
  6. vindubúnað í námum,
  7. lyftibúnað sem ætlaður er til að lyfta flytjendum listrænna atriða,
  8. lyftibúnað sem komið er fyrir í flutningatækjum,
  9. lyftibúnað, tengdan vélum, sem er einungis ætlaður fyrir aðgengi að vinnustöð, að meðtöldum viðhalds- og skoðunarstöðum á vélinni,
  10. tannhjólabrautir,
  11. rennistiga og rennigangvegi.

2. gr.

1.2 liður í I. viðauka reglugerðarinnar orðast svo:

1.2. Burðarstóll.

Burðarstóllinn í hverri lyftu skal vera lyftustóll. Lyftustólinn skal hanna og smíða þannig að rými og styrkur séu nægileg fyrir þann hámarksfjölda fólks og þá skráðu burðargetu sem sá sem annast uppsetningu ákveður.

Lyftu ætlaða til fólksflutninga skal hanna og smíða þannig, ef stærð leyfir, að hún útiloki ekki eða hindri aðgengi fólks með fötlun og að henni megi breyta eftir þörfum til að auðvelda aðgengi þess.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 3. mgr. 3. gr. og 34., 35., 38. og 47. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum, að fenginni umsögn stjórnar Vinnueftirlits ríkisins, til innleiðingar á tilskipun nr. 2006/42/EB, um vélarbúnað og um breytingu á tilskipun 95/16/EB (endursamin), sem vísað er til í 5. lið III. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðum sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 6/2007.

Reglugerð þessi öðlast gildi 29. desember 2009.

Félags- og tryggingamálaráðuneytinu, 7. desember 2009.

Árni Páll Árnason.

Hanna Sigr. Gunnsteinsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica