Utanríkisráðuneyti

70/1993

Reglugerð um útflutningsleyfi o.fl. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um útflutningsleyfi o.fl.

1. gr.

Vöruútflutningur er frjáls nema annað sé ákveðið í lögum, sbr. fylgiskjal 1.

2. gr.

Útflutningur á vörum sem taldar eru upp í fylgiskjali 2 er háður leyfi utanríkisráðuneytisins.

Ekki þarf leyfi samkvæmt þessari grein til að flytja úr landi sýnishorn sem eru ætluð til kynningar á viðkomandi vöru. Sama gildir um gjafir og póstsendingar að sama verðmæti og gildir um tollfrjálsan innflutning ferðamanna.

3. gr.

Útflutningur sem telst mikilvægur til hernaðarþarfa eða við framleiðslu, þróun eða notkun á vörum til hernaðarþarfa er háður leyfi utanríkisráðuneytisins. Sama gildir um hernaðarlega mikilvægan hátæknibúnað og vörur til framleiðslu hans, svo og efna- og lífefnavopn og búnað sem unnt er að nota til framleiðslu þeirra. Útflutningur þessi er talinn upp í listum I - VI í fylgiskjali 3.

Ef til ágreinings kemur um það til hvaða vara þessi grein tekur sker utanríkisráðuneytið úr honum.

4. gr.

Ráðuneytið getur bundið útflutningsleyfi skilyrðum sem nauðsynleg þykja, þ. á m. um sölukjör, lánskjör, meðferð skjala o. fl.

Ráðuneytið getur krafist þess að útflytjendur veiti upplýsingar um allt er varðar sölu og útflutning vara sem seljast eiga til útlanda, svo sem um verð, umboðslaun o.s.frv. Ennfremur að lagðir séu fram endanlegir sölureikningar eða önnur gögn yfir vöru sem flutt var út í umboðssölu.

5. gr.

Starfsmönnum ráðuneytisins sem veita viðtöku upplýsingum frá útflytjendum skv. 4. gr. er óheimilt að skýra óviðkomandi aðilum frá því sem þar kemur fram og leynt á að fara. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi, sbr. 32. gr. laga nr. 38/1954.

6. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. 2. gr. laga nr. 4/1988 um útflutningsleyfi o.fl. og öðlast gildi 1. mars 1993. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 407/1992 um útflutningsleyfi o.fl.

Utanríkisráðuneytið, 23. febrúar 1993.

Jón Baldvin Hannibalsson.

Þorsteinn Ingólfsson.

 

 

 

Fylgiskjal 1.

Útflutningur sem er háður takmörkunum samkvæmt öðrum lögum.

A

Ávana- og fíkniefni

1. Útflutningur ávana- og fíkniefna er bannaður skv. 2. og 3. gr. laga nr. 65/1974 um ávanaog fíkniefni.

Búfé

2. Óheimilt er að flytja úr landi tímgunarhæft búfé, sæði eða fósturvísa án leyfis landbúnaðarráðuneytis, sbr. 14. gr. laga nr. 84/1989 um búfjárrækt.

3. Útflutningur hrossa er háður leyfisveitingum frá landbúnaðarráðuneyti skv. lögum nr. 64/ 1958 um útflutning hrossa.

Búvörur

4. Áður en ákvarðanir eru teknar um útflutning landbúnaðarvara skulu aðilar, sem með þau mál fara, leita álits og tillagna Framleiðsluráðs landbúnaðarins, sbr. 41. gr. laga nr. 46/ 1985 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum.

Forngripir

5. Eigi má flytja úr landi neina muni eða gripi sem eru eldri en 100 ára nema þjóðminjaráð leyfi, sbr. 28. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Fuglar

6. Fugla, egg, eggskurn og hreiður er óheimilt að flytja úr landi nema með undanþágu frá umhverfisráðuneyti, sbr. nánar 32. gr. laga nr. 33/1966 um fuglaveiðar og fuglafriðun. Bannið tekur hvorki til rjúpna né alifugla.

Laxa- og silungahrogn

7. Óheimilt er að flytja úr landi laxa- og silungahrogn nema með leyfi landbúnaðarráðherra skv. 22. gr. laga nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði.

Náttúrugripir

8. Náttúrugripi má ekki flytja úr landi nema með leyfi Náttúrufræðistofnunar Íslands og með þeim skilyrðum sem stofnunin setur hverju sinni, sbr. 4. mgr. 15. gr. laga nr. 60/1992 um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur.

Neysluvörur skaðlegar heilbrigði

9. Óheimilt er að hafa á boðstólum, selja eða láta á annan hátt af hendi, hvort sem er innanlands eða til útflutnings úr landinu, matvæli eða aðrar neyslu- eða nauðsynjavörur, sem ætla má að skorti eðlilega hollustu eða séu skaðlegar heilbrigði manna, ef þeirra er neytt eða þær notaðar á tilætlaðan eða tíðkanlega hátt, sbr. 3. tölul. 4. gr. laga nr. 24/1936 um eftirlit með matvælum og öðrum neyslu- og nauðsynjavörum.

Plöntur

10. Þegar plöntur eru fluttar frá Íslandi til annarra landa, skal fylgja þeim heilbrigðisvottorð í samræmi við kröfur innflutningslandsins, sbr. nánar 10. gr. reglugerðar nr. 189/1990 um innflutning og útflutning á plöntum og plöntuafurðum.

Síld

11. Enginn má bjóða til sölu, selja eða flytja til útlanda saltaða síld, sem íslensk skip veiða, eða verkuð er hér á landi eða lögð á land verkuð, nema löggilding síldarútvegsnefndar komi til, sbr. 4. gr. laga nr. 62/1962 um síldarútvegsnefnd og útflutning saltaðrar síldar.

Skotvopn

12. Enginn má flytja úr landi skotvopn, skotfæri, sprengiefni eða skotelda nema með leyfi dómsmálaráðuneytisins, sbr. 8. gr. laga nr. 46/1977 um skotvopn, sprengiefni og skotelda.

Verðbréf

13. Öðrum aðilum en viðskiptabönkum og sparisjóðum og þeim sem hafa heimild til verðbréfamiðlunar hér á landi er óheimilt að flytja innlend og erlend verðbréf til og frá landinu nema með heimild frá Seðlabankanum, sbr. 6. tölul. 15. gr. reglugerðar nr. 471/ 1992 um gjaldeyrismál.

B

Viðskiptabann

14. Óheimilt er að flytja frá Íslandi vörur til Suður-Afríku eða gera samning um útflutning vara frá Íslandi þegar ljóst má vera við gerð samningsins að endanlegur áfangastaður varanna er Suður-Afríka, sbr. 1. gr. laga nr. 67/1988 um bann gegn viðskiptum við SuðurAfríku.

15. Íslenskum ríkisborgurum er óheimilt að selja eða útvega aðilum í Írak vörur, eða selja eða útvega vörur í þágu fyrirtækis sem rekið er í Írak eða stjórnað er þaðan, sbr. 3. gr. auglýsingar nr. 160/1992 um ráðstafanir til að framfylgja ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 661 (1990) vegna innrásar Íraka í Kúvæt.

16. Íslenskum ríkisborgurum hvarvetna og öðrum í íslenskri lögsögu er óheimilt að selja eða flytja flugvélar og flugvélahluta til Líbýu, sbr. auglýsing nr. 130/1992 um ráðstafanir til að framfylgja ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 748 (1992) vegna stuðnings líbýskra stjórnvalda við hryðjuverkastarfsemi.

17. Íslenskum ríkisborgurum er óheimilt að selja eða útvega aðilum í Sambandslýðveldinu Júgóslavíu (Serbíu og Svartfjallalandi) vörur í þágu fyrirtækis sem rekið er í Sambandslýðveldinu Júgóslavíu (Serbíu og Svartfjallalandi) eða stjórnað er þaðan, sbr. 3. tölul. 1. mgr. auglýsingar nr. 197/1992 um ráðstafanir til að framfylgja ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 757 (1992) um refsiaðgerðir gegn Sambandslýðveldinu Júgóslavíu (Serbíu og Svartfjallalandi).

C

18. Tilvísanir í lagaákvæði í fylgiskjali þessu skulu hvorki hafa áhrif á túlkun þeirra né annarra lagaákvæða um útflutningstakmarkanir sem þar er ekki getið og kunna að vera í gildi eða verða sett.

19. Þegar vísað er í lög í fylgiskjali þessu er átt við lögin eins og þeim kann að hafa verið breytt, þótt breytingarlaganna sé ekki getið.

 

Fylgiskjal 2.

Útflutningur á fiski sem er háður leyfi utanríkisráðuneytisins.

Tollskrárnúmer

Vörutegund

____________________________________________________________________________

0301
0302.2101-0302.2900
0302.5000
0302.6200
0302.6300
0302.6500
0302.6901
0302.6902
0302.6903
0302.6904
0302.6905
0302.6906
0302.6909
0305.2001

Lifandi fiskur
Flatfiskur
Þorskur
Ýsa
Ufsi
Háfur og aðrir háfiskar
Loðna
Langa
Karfi
Keila
Steinbítur
Skata
Annar fiskur
Grásleppuhrogn, söltuð

____________________________________________________________________________

 

Fylgiskjal 3.

Útflutningur til hernaðarþarfa sem er háður leyfi utanríkisráðuneytisins.

I. Vopn, skotfæri og annað til hernaðar.

Tollskrárnúmer

Vörutegund

____________________________________________________________________________

9302, 9303, 9307






9301

9301

1. Handvopn o.fl. til hernaðar eða annarra nota:
Marghleypur, skammbyssur, margskota skammbyssur, byssur
(að undanskyldu: sportbyssum og antik handvopnum frá því fyrir
1890), vélbyssur, skutulfallbyssur og skutulvopn, línubyssur
o.þ.h., önnur skotvopn eða áþekk tól sem hleypa af skoti með
sprengihleðslu, byssustingir.
2. Stórskotaliðsvopn o.fl.:
a. Stórskotaliðstæki, m.a. fallbyssur og sprengjuvörpur, vopn á
brynvagna þ.m.t. byssur, sprengjubyssur og brynvagnskot.
b. Eldvörpur.

____________________________________________________________________________

 

Tollskrárnúmer

Vörutegund

____________________________________________________________________________

9306

3. Eldflaugakerfi, sprengjur, flugskeyti, tundurskeyti, tundurdufl,
jarð- og handsprengjur.




Ýmis númer



8543, 9014

4. Kveikibúnaóur, leitunarbúnaður og útbúnaður til vopnameð-
höndlunar o.fl.:


a. Búnaður sérstaklega hannaður eða lagaður fyrir: kveiki-
þráð, meðhöndlun, eftirlit, stillingu, ræsibúnað, stjórnun,
greiningu, staðsetningu, til fjarlægingar, til slæðingar, og til
að gera óvirkan búnað sem nefndur er í 2. og 3. tölul.
b. Hljóðsjár og hljóðsjártæki, þar með talið hljóðsjárbaujur,
sérstaklega hannaðar eða lagaðar til hernaðarnota.



Ýmis númer
Ýmis númer


5. "ABC*-vopn" m.a.:
a. Geislavirk, líffræðileg og efnafræðileg vopn.
b. Útbúnaður sérstaklega hannaður eða lagaður til staðsetning-
ar, ræsingar, dreifingar, greiningar og eyðingar á vopnum
sem nefnd eru í a-lið 5. tölul.

6. Skotfæri, sprengiefni o.fl.:


9306
9306
3601, 3602, 3603

3602, 3603


9306
3604


a. Skotfæri til varnings sem nefndur er í 1. og 2. tölul.
b. Skothylki og hleðslubúnaður.
c. Sprengiefni, púður og kveikibúnaður, sérstaklega hannað
eða lagað fyrir varning í 3., 5. og a-lið 6. tölul.
d. Sprengihleðslur, sérstaklega hannaðar eða lagaðar í hernað-
artilgangi ásamt skotbúnaði, þ.m.t. hvellhettur til slíks bún-
aðar.
e. Skothleðslur fyrir flaugar, flugskeyti og tundurskeyti.
f. Flugeldavörur og reykbúnaður, sérstaklega hannaður eða
lagaður til hernaðarnota.




85. kafli

85. kafli

8526, 9015

Ýmis númer


7. Rafeindabúnaður o.fl. ekki tilgreindur í 4. tölul.:

a. Tengibúnaður, sérstaklega hannaður eða lagaður til hernað-
arnota.
b. Rafeindabúnaðurtilhernaðarnota,þ.m.t.ratsjárvarnarbún-
aður og ratsjárviðvörunarbúnaður.
c. Siglingafræðilegur búnaður, fjarlægðarmælar, stefnugjafar,
sérstaklega hannað eða lagað til hernaðarnota.
d. Annar rafeindabúnaður, sérstaklega hannaður eða lagaður
til hernaðarnota.

____________________

*Atomic-Biological-Chemical

 

Tollskrárnúmer

Vörutegund

____________________________________________________________________________



89. kafli

5608,7314,7326

8. Farartæki m.a.:

a. Farartæki, bátar og aðrir farkostir, sérstaklega hannaðir eða
lagaðir til hernaðarnota.
b. Kafbáta- og tundurduflanet.


88. kafli


9. Loftför og geimför, sérstaklega hönnuð eða löguð til hernaðar-
nota.


87. kafli


10. Beltabílar, láðs- og lagarbílar og önnur ökutæki, sérstaklega

hönnuð eða löguð til hernaðarnota, stríðsvagnar, brynvagnar.


Ýmis númer


11. Verndar- og björgunarbúnaður m.a.:
Jafnþrýstibúningar, einangrunarfatnaður, hlífðarfatnaður,
hjálmar, sýruvarnarföt, öndunarbúnaður, fallhlífar, búnaður til
að slöngva flugvélum af flugmóðurskipum og annar slöngvibún-
aður sérstaklega hannaður eða lagaður til hernaðarnota.




9006

9010


12. Ljósmyndabúnaður:

a. Myndavélar, sérstaklega hannaðar eða lagaðar til hernaðar-
nota.
b. Skýringarbúnaður fyrir loftmyndir, sérstaklega útbúinn eða
lagaður til hernaðarnota.


Ýmis númer


13. Efni sérstaklega hannað eða aðhæft til þjálfunar hermanna.


Ýmis númer


14. Birgðavörslubúnaður, sérstaklega útbúinn eða lagaður til hernaðarnota.


Ýmis númer


15. Einingar, hlutar og kerfishlutar, sérstaklega hannaðir eða lagaðir til framleiðslu í 1.
- 14. tölul. hér að framan.




8524

8524


16. Hugbúnaður:

a. Hugbúnaður, sérstaklega útbúinn eða lagaður fyrir fram-
leiðslu í 1.-15. tölul. hér að framan.
b. Hugbúnaður, sérstaklega útbúinn eða lagaður til hönnunar,
framleiðslu, viðhalds eða notkunar á framleiðslu í 1. - 15.
tölul. hér að framan.

 

 

II. Eldflaugar og skyldar framleiðsluvörur og tæknibúnaður.

Lýsing á hlutum og tæknibúnaði sem tengist hönnun og framleiðslu eldflauga til ákveðinna hernaðarnota:

1. Fullbúin eldflaugakerfi (þar með talin skotflaugakerfi, geimskotakerfi og könnunareldflaugar); ómönnuð loftför (þar með taldar stýriflaugar, markflaugar og njósnaflaugar),

sem geta borið að minnsta kosti 500 kg nytjafarm að minnsta kosti 300 km vegalengd; framleiðslumannvirki sérhönnuð fyrir slík kerfi.

2. Fullbúnir kerfishlutar í kerfi sem nefnd eru í 1. tölul. og sem fylgja með; sérhæfð framleiðslumannvirki og framleiðslubúnaður fyrir þannig kerfishluta:

a) Stök eldflaugaþrep;

b) Skotpallar smíðaðir til þess að koma eldflaugum aftur inn í gufuhvolfið;

c) Eldflaugavélar fyrir fljótandi eða fast eldsneyti;

d) Stýrikerfi og flugstjórnunarkerfi;

e) Eftirlitskerfi sem byggja á "Thrust Vector" lögmálinu;

f) Útbúnaður til þess að tryggja, brynverja og dreifa sprengihleðslum.

3. Útbúnaður til þess að knýja áfram kerfi sem lýst er í 1. tölul., hlutar í þannig knúin kerfi; framleiðslubúnaður og mannvirki sérstaklega gerð fyrir þannig kerfi og hluti.

4. Eldsneyti í vélar fyrir eldflaugar skv. 1. tölul.; hálfunnin hráefni sérstaklega framleidd fyrir þess konar eldsneyti; tæknibúnaður og framleiðslubúnaður sérstaklega gerð fyrir þannig eldsneyti og hálfunnin hráefni.

5. Tækjabúnaður og tækni til þess að framleiða samsett efni til byggingar á kerfum skv. 1. tölul.; hlutar og sérhæfður hugbúnaður fyrir þess konar útbúnað.

6. Byggingarefni fyrir kerfi skv. 1. tölul., sem hér segir:

a) Samsett efni, samlímd efni og þættir í þau;

b) Karbónefni sérstaklega gerð fyrir eldflaugakerfi;

c) Fínkorna gervigrafít í vélarúðara og annað tengt eldflaugum;

d) Keramísk samsett efni sérstaklega ætluð í eldflaugaodda;

e) Wolfram, molybden og málmblöndur með þessum efnum, sem í eru kúlulaga agnir eða agnir af 500 míkrometra stærð eða minni og innihalda að minnsta kosti 97% af efninu;

f) Sérhvert (maraging) stál af styrkleika 1,5 x 109 Pa eða meira.

7. Áttavitar, snúðáttavitar, hröðunarmælar og tregðustýrieiningar fyrir eldflaugar skv. 1. tölul.; hlutar og hugbúnaður fyrir þessi tæki.

8. Flóttastýrikerfi fyrir kerfi skv. 1. tölul. og útbúnaður til þess að prófa, stilla og koma upp þannig flóttastýrikerfi.

9. Rafeindabúnaður sérhannaður eða aðlagaður kerfum skv. 1. tölul. og hlutar og hugbúnaður sérhannaður fyrir slíkan rafeindabúnað.

10. Skotbúnaður og jarðbúnaður, þar með talinn hugbúnaður, fyrir kerfi skv. l . tölul.

11. Hliðstæðureiknar, stafrænar tölvur og stafrænir diffurkvótagreinar sérhannaðir eða aðlagaðir loftförum eða eldflaugum sem hægt er að nota við kerfi skv. 1. tölul.

12. Hliðstætt-í-stafrænt breytar fyrir kerfi skv. 1. tölul.

13. Tilraunabúnaður og mannvirki, þar með talinn hugbúnaður, fyrir kerfi skv. 1. tölul.

a) Útbúnaður til sveiflumælinga með afli upp á 50 kN eða meira;

b) Vindgöng fyrir Mach 0,9 eða meira;

c) Tilraunabekkir fyrir eldflaugavélar með þrýstikrafti sem er meiri en 90 kN;

d) Loftslagsrými og hljóðdeyfirými til þess að líkja eftir aðstæðum á flugi (hvað varðar hitastig, titring og hljóðdeyfingu);

e) Geislunarútbúnaður, nema hvað varðar útbúnað til læknisfræðilegra nota.

14. Hugbúnaður og tölvur sérstaklega ætlaðar til þess að gera líkön af, herma eftir eða samhæfa kerfi fyrir kerfi skv. 1. og 2. tölul.

15. Tækni, efni og útbúnaður til þess að draga úr því að hægt sé að koma auga á kerfi skv. 1. tölul., til dæmis könnunarbúnaður á borð við ratsjár eða sjónrænt eftirlit.

16. Tækni og útbúnaður til þess að vernda kerfi skv. 1. tölul. gegn kjarneðlisfræðilegum áhrifum.

 

III. Vörur til framleiðslu efnavopna.

A. Kemísk efni.

Tollskrárnúmer

Vörutegund

Cas nr.

_________________________________________________________________________

2811.1100

Vatnsefnisflúoríð (flúorsýra)

(7664-39-3)

úr 2812.1000

Fosfórylklóríð (fosfóryltríklóríð)

(10025-87-3)

"

Fosfórtríklóríð

(7719-12-2)

"

Tíónylklóríð (súlfinyldíklóríð)

(7719-09-7)

"

Fosfórpentaklóríð

(10026-13-8)

úr 2826.1100

Ammóníumvetnisflúoríð (ammóníumbíflúoríð)

(1341-49-7)

úr 2826.1900

Kalíumvetnisflúoríð (kalíumbíflúoríð)

(87789-29-9)

"

Natríumflúoríð

(7681-49-4)

"

Natríumbíflúoríð (natríumvetnisflúoríð)

(1333-83-1)

"

Kalíumflúoríð

(7789-23-3)

úr 2827.3900

Arsentríklóríð

(7784-34-1)

úr 2830.1000

Natríumsúlfíð

(1313-82-2)

úr 2830.9000

Fosfórpentasúlfíð

(1314-33-9)

úr 2837.1900

Kalíumcyaníð

(151-50-8)

"

Natríumcyaníð

( 143-33-9)

úr 2905.1900

Pínakólylalkóhól

(464-07-3)

úr 2905.5000

2-Klóretanól

(107-07-3)

úr 2914.1900

Pínakólon (3,3-dímetyl-2-bútanon)

(75-97-8)

úr 2918.1900

Metýlbenzilat

(76-89-1)

"

Benzilsýra (2,2-dífenyl-2-hYdroxyediksýra)

 

 

(2,2-dífenylglykólsýra)

(76-93-7)

úr 2921.1100

Dímetýlamín

(124-40-3)

"

Dímetylamínvetnisklóríð

(506-59-2)

úr 2921.1900

N, N-Díísóprópyl-ß-amínóetylklóríð

(96-79-7)

úr 2921.2900

Díísóprópylamín

(108-18-9)

2922.1300

Tríetanólamín

(102-71-6)

úr 2922.1900

N, N-Díísóprópyl- ß -amínóetanól

(96-80-0)

"

Díetylamínóetanól

(100-37-8)

úr 2930.9000

Tíódíglykól

(111-48-8)

"

N, N-Dísóprópyl- ß -amínóetantíól

(5842-07-9)

úr 2931.0000

Dímetylmetylfosfónat

(756-79-6)

"

Metylfosfónyldíflúoríð

(676-99-3)

"

Metylfosfónyldíklóríð

(676-97-1)

 

Dímetylfosfít

(868-85-9)

"

Trímetylfosfít

(121-45-9)

"

Díetýletylfosfónat

(78-38-6)

"

Díetyl-N, N-dímetylfosfóramídat

(2404-03-7)

"

Díetylfosfít

(762-04-9)

"

Etylfosfinyldíklóríð

(1498-40-4)

"

Etylfosfónyldíklóríð

( 1066-50-8)

"

Etylfosfónyldíflúoríð

(753-98-0)

"

Metylfosfinyldíklóríð

(676-83-5)

"

QL(O-etyl-2-díísóprópylamínóetyl-metylfosfónít)

(57856-11-8)

"

Tríetylfosfít

( 122-52-1 )

 

 

Tollskrárnúmer

Vörutegund

Cas nr.

_________________________________________________________________________

"

Díetylmetylfosfónít

(15715-41-0)

"

Dímetyletylfosfónat

(6163-75-3)

"

Etylfosfinyldíflúoríð (etylfosfórdíflúoríð)

(430-78-4)

"

Metylfosfinyldíflúoríð (metylfosfórdíflúoríð)

(753-59-3)

úr 2933.3900

3-Hýdroxy-1-metylpíperídín

(3554-74-3)

"

3-Quinúklídinól

(1619-34-7)

"

3-Quinúklídón

(3731-38-2)

_________________________________________________________________________

B. Framleiðslubúnaður

1. Efnakjarnakljúfar stærri en 0,1 m3 og minni en 15 m3 að rúmmáli og efnakjarnakljúfar til stöðugrar framleiðslu yfir 1 kg á klukkustund.

2. Geymar og tankar stærri en 0,1 m3 að rúmmáli.

3. Hitaskiptar.

4. Eimingarsúlur (þar með taldar einangraðar súlur) stærri en 0,1 m í þvermál.

5. Eimsvalar.

6. Útblástursbúnaður sem gerður er úr eða fóðraður með einhverju eftirtalinna efna:

a) nikkli eða málmblöndum með meira en 40% nikkli að þyngd;

b) málmblöndum með meira en 25% nikkli og 20% króm að þyngd;

c) grafíti (á aðeins við um hitaskipta).

7. Flæðiáhöld, þar sem þeir hlutar, sem komast í snertingu við vökva, eru gerðir úr eða húðaðir með eftirtöldum efnum:

a) nikkli eða málmblöndum með meira en 40% nikkli að þyngd; eða

b) málmblöndum með meira en 25% nikkli og 20% króm að þyngd.

8. Lokar (þar með taldir belglokar, himnulokar og tvíeinangraðir lokar gerðir fyrir lekavara) og margföld rör þar sem þeir hlutar, sem komast í snertingu við vökva, eru gerðir úr eða húðaðir með eftirtöldum efnum:

a) nikkli eða málmblöndum með meira en 40% nikkli að þyngd;

b) málmblöndum með meira en 25% nikkli og 20% króm að þyngd; eða

c) flúorfjölliðum (þar með talin PTFE, PVDF, PFA).

9. Dælur þar sem þeir hlutar, sem komast í snertingu við vökva, eru gerðir úr eða húðaðir með eftirtöldum efnum:

a) nikkli eða málmblöndum með meira en 40% nikkli að þyngd;

b) málmblöndum með meira en 25% nikkli og 20% króm að þyngd;

c) flúorfjölliðum (þar með talin PTFE, PVDF, PFA); eða

d) tantal.

10. Brennsluofnar með vægum brennsluhita hærri en 1000 °C, með aðflutningskerfum, sem gerð eru úr eða húðuð með eftirtöldum efnum:

a) nikkli eða málmblöndum með meira en 40% nikkli að þyngd;

b) málmblöndum með meira en 25% nikkli og 20% króm að þyngd; eða

c) keramik.

C. Eftirlitsbúnaður.

Eftirlitskerfi sem hafa gát á eitruðum gufum:

a) Efnavopn, uppgefin hráefni í efnavopn samkvæmt ofangreindum lista, auk fosfórs, brennisteins, flúors, klórblönduð efni að styrkleika minni en 0,3 mg/m3 í andrúmslofti og sem gerð eru til stöðugrar framleiðslu;

b) Útbúnaður sem byggir á því að trufla taugahormón.

 

IV. Örverur og erfðaefni.

A. Veirur.

Vl

Chikungunyaveira

V2

Kongó-Kínablæðingasóttarveira

V3

Dengue hitasóttarveira

V4

Austurlensk hrossaheilabólguveira

VS

Ebolaveira

V6

Hantaveira

V7

Juninveira

V8

Lassahitarsóttarveira

V9

Eitla- og æðabelgsheilahimnubólguveira

V10

Machupoveira

V11

Marburgveira

V12

Apabóluveira

V13

Rift Valley-veikiveira

V14

Mauraútbreidd heilabólguveira (Russian Spring-Summer encephalitisveira)

V15

Bólusóttarveira

V16

Venesúela hrossaheilabólguveira

V17

Vesturlensk hrossaheilabólguveira

V18

Hvítbóluveira

V19

Hitabeltisguluveira

V20

Japönsk heilabólguveira

B. Rickettsiae.

Rl

Coxiella burnetii

R2

Rickettsia quintana

R3

Rickettsia prowasecki

R4

Rickettsia rickettsii

C. Bakteríur.

B1

Bacillus anthracis

B2

Brucella abortus

B3

Brucella melitensis

B4

Brucella suis

BS

Chlamydia psittaci

B6

Clostridium botulinum

B7

Francisella tularensis

B8

Pseudomonas mallei

B9

Pseudomonas pseudomallei

B10

Salmonella typhi

B11

Shigella dysenteriae

B12

Vibrio cholerae

B13

Yersinia pestis

D. Erfðabreyttar överur.

G1 Erfðabreyttar örverur eða erfðaeiningar, sem innihalda kjarnsýruraðir sem tengjast sýklum og eru úr lífverum á meginlistanum.

G2 Erfðabreyttar örverur eða erfðaeiningar, sem innihalda kjarnsýruraðir sem þýða fyrir einhver eitur (toxín) á meginlistanum.

E. Líffræðileg eitur (toxín).

Tl

Botulinum toxín

T2

Colstridium perfringens toxín

T3

Conotoxín

T4

Ricín

T5

Saxitoxín

T6

Shiga toxín

T7

Staphylococcus aureus toxín

T8

Tetrodotoxín

T9

Veritoxín

T10

Microcystín (cyanginosín)

V. Dýrasýklar.

A. Veirur.

AVl

Afrísk svínapestarveira

AV2

Fuglainflúensuveira

AV3

Blátunguveira

AV4

Gin- og klaufaveikiveira

AV5

Geitabólusóttarveira

AV6

Herpesveira (Aujeszkys-veikiveira)

AV7

Svínapestarveira

AV8

Lyssaveira

AV9

Newcastle-veikiveira

AV10

Smájórturdýraveikiveira (Peste des petits ruminants)

AV11

Svínalömunarveikiveira af gerð 9

AV12

Nautapestarveira

AV13

Fjárbólusóttarveira

AV14

Svínalömunarveikiveira

AV15

Munnblöðrubólguveira

B. Bakteríur.

AB3 Mycoplasma mycoides

C. Erfðabreyttar örverur.

AG1 Erfðabreyttar örverur eða erfðaeiningar, sem innihald kjarnsýruraðir sem tengjast sýklum og eru úr lífverum á listanum.

VI. Líftæknibúnaður sem nota má í tvenns konar tilgangi.

1. Fullkomin einangrunaraðstaða sem telst vera á einangrunarstigi P3 eða P4.

Fullkomin einangrunaraðstaða sem uppfyllir kröfur fyrir einangrunarstig P3 eða P4 (BL3, BL4, L3, L4) eins og þær eru skilgreindar í "WHO Laboratory Biosafety Manual" (Genf 1983).

2. Ræktunartankar.**

Ræktunartankar þar sem rækta má sjúkdómsvaldandi örverur eða veirur, eða þar sem framleiða má líffræðileg eitur (toxín), án útblásturs á fínúða (aerosol) og hafa eftirfarandi einkenni:

a) ræktunarrúmmál er 300 lítrar eða meira;

b) tvöfaldar eða margfaldar legur, sem liggja innan einangrunarrúmisins og sem hægt er að dauðhreinsa með gufu;

c) sem hægt er að dauðhreinsa lokaða og á staðnum.

_____________________

** Undirflokkar ræktunartanka eru m.a. ensím- og örveruhvarfakútar, síræktartankar og síflæðikerfi.

3. Skilvindur.***

Skilvindur þar sem útskilja má með síflæði, sjúkdómsvaldandi örverur, án myndunar á fínúða (aerosol) og hafa eftirfarandi einkenni:

a) með flæðishraða yfir 100 lítra á klukkustund; b) eru úr slípuðu ryðfríu stáli eða títaníum;

c) tvöfaldar eða margfaldar legur, sem liggja innan einangrunarýmisins og sem hægt er að dauðhreinsa með gufu;

d) hægt að dauðhreinsa lokað og á staðnum.

_____________________

*** Fleytibúnaður telst einnig til skilvinda.

4. Örsíutæki.

Örsíutæki þar sem útskilja má með síflæði, sjúkdómsvaldandi örverur, veirur, líffræðileg eitur (toxín) og frumuræktir, án myndunar á fínúða (aerosol) og hafa eftirfarandi einkenni:

a) heildaryfirborð síu. er yfir 5 fermetrar;

b) hægt að dauðhreinsa á staðnum.

5. Frostþurrkarar.

Frostþurrkarar sem dauðhreinsa má með gufu og með þéttigetu á milli 50 og 1000 kíló af ís á sólarhring.

6. Tækjabúnaður, sem inniheldur eða er hluti af P3 eða P4 (BL3, BL4, L3, L4) einangrunarhúsnæði:

a) Hálfir eða heilir og sjálfstætt loftræstir öryggisbúningar;

b) Öryggisskápar í 3. flokki eða einangrunarskápar með svipaða eiginleika.

7. Klefar fyrir tilraunir með innöndun á fínúða (aerosol).

Klefar sem hannaðir eru fyrir tilraunir með innöndun á sjúkdómsvaldandi örverum, veirum eða líffræðilegum eitrum (toxínum) í fínúða (aerosol) og eru 1 rúmmetri eða stærri.

a) Tæki til að húða eða afloka lifandi örverur eða líffræðileg eitur (toxín) í agnir sem eru 1-10 míkrómetrar að stærð, og þá sérstaklega:

(i) Millifasa-fjölþéttitæki;

(ii) Fasaskiljur;

b) Ræktunartankar með ræktunarrúmmál minna en 300 lítra ef þeir eru pantaðir margir í einu eða ef þeir eru hannaðir til notkunar í samtengdum kerfum;

c) Aflokuð hreinloftsherbergi, sem eru loftræst með venjulegum búnaði, iðuflæðisbúnaði eða með aflokuðum HEPA-síum, þannig að þau megi nota sem P3 eða P4 (BL3, BL4, L3, L4) einangrunarhúsnæði.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica