Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

747/2017

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 737/2003, um meðhöndlun úrgangs. - Brottfallin

1. gr.

Ný málsgrein bætist við 9. gr. reglugerðarinnar, svohljóðandi:

Sveitarstjórn skal senda Umhverfisstofnun upplýsingar um útgáfu og veigamiklar endurskoðanir á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á því formi sem stofnunin leggur til.

2. gr.

Á eftir 27. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein ásamt fyrirsögn, svohljóðandi, og breytist númera­röð annarra greina samkvæmt því:

Gildistaka tiltekinna gerða Evrópusambandsins.

Eftirfarandi gerð öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:

Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2013/727/ESB frá 6. desember 2013 um að ákvarða snið til að tilkynna upplýsingar varðandi samþykki og umtalsverðar breytingar á úrgangsstjórnunaráætlunum og áætlunum um forvarnir gegn myndun úrgangs, sem vísað er til í tölulið 32ffe, XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 170/2015 frá 11. júní 2015. Framkvæmdarákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 55 frá 17. september 2015, 2015/EES/63/75, bls. 356-360.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2013/727/ESB frá 6. desember 2013 um að ákvarða snið til að tilkynna upplýsingar varðandi samþykki og umtalsverðar breytingar á úrgangsstjórnunaráætlunum og áætlunum um forvarnir gegn myndun úrgangs.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 3. mgr. 6. gr. og n. lið 43. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, og öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 11. ágúst 2017.

Björt Ólafsdóttir.

Sigríður Auður Arnardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica