395/2007
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 857/1999, um bann við notkun tiltekinna
eiturefna og hættulegra efna. - Brottfallin
Stofnreglugerð:
Felld brott með:
1. gr.
6. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Eftirfarandi takmarkanir gilda um markaðssetningu og notkun eftirtalinna efna:
- benzen (CAS nr. 71-43-2): Óheimilt er að flytja inn, dreifa, selja eða nota efnið hreint eða í efnavöru í styrk sem er jafn eða meiri en 0,1%.
- dí-µ-oxó-dí-n-bútýltin-hýdroxýbóran (DBB), díbútýltinvetnisbórat (CAS nr. 75113-37-0): Óheimilt er að flytja inn, dreifa, selja eða nota efnið hreint eða í efnavöru í styrk sem er jafn eða meiri en 0,1%. Takmörkunin á ekki við ef efnið er notað við framleiðslu hluta og innihald DBB í fullunnum hlut er minna en 0,1%.
- dífenýleter, oktabrómafleiða (CAS nr. 32536-52-0): Óheimilt er að flytja inn, dreifa, selja eða nota efnið hreint eða í efnavöru í styrk sem er jafn eða meiri en 0,1%. Takmörkunin tekur einnig til hluta ef þeir eða einstakir eldvarðir partar þeirra innihalda meira en 0,1% af efninu.
- dífenýleter, pentabrómafleiða (CAS nr. 32534-81-9): Óheimilt er að flytja inn, dreifa, selja eða nota efnið hreint eða í efnavöru í styrk sem er jafn eða meiri en 0,1%. Takmörkunin tekur einnig til sölu og dreifingar hluta ef þeir eða einstakir eldvarðir partar þeirra innihalda meira en 0,1% af efninu.
- pentaklórfenól (CAS nr. 87-86-5), sölt þess og esterar: Óheimilt er að flytja inn, dreifa, selja eða nota efnið hreint eða í efnavöru í styrk sem er jafn eða meiri en 0,1%.
- tólúen (CAS nr. 108-88-3): Óheimilt er að framleiða, flytja inn, dreifa og selja lím eða úðamálningu sem ætluð er fyrir almennan markað og inniheldur efnið í styrk sem er jafn eða meiri en 0,1%. Innflutningur, sala og dreifing er þó heimil ef varan hefur verið markaðssett á EES-svæðinu fyrir 15. júní 2007.
- tríklórbenzen (CAS nr. 120-82-1): Frá og með 15. júní 2007 er óheimilt að flytja inn, dreifa, selja eða nota efnið hreint eða í efnavöru í styrk sem er jafn eða meiri en 0,1%. Takmörkunin á ekki við ef efnið er notað sem milliefni í efnasmíðum, sem leysir við vinnslu í lokuðu kerfi við klórunarhvörf eða við framleiðslu á 1,3,5-trínítró-2,4,6-tríamínóbenzeni.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á skýringum við I. til VI. viðauka:
- 2. mgr. athugasemdar A í 5. dálki breytist og orðast svo: Jafnframt skal nota varnaðarmerki og H- og V-setningar eins og tilgreint er í fylgiskjali 1 fyrir viðkomandi efni.
- Athugasemd K í 5. dálki breytist og orðast svo: Ekki er gerð krafa um að flokka efnið sem krabbameinsvaldandi eða stökkbreytivaldandi ef unnt er að sýna fram á að í því sé minna en 0,1% af 1,3-bútadíeni (EINECS-nr. 203-450-8). Ef efnið er ekki flokkað sem krabbameinsvaldandi eða stökkbreytivaldandi skal að minnsta kosti nota varnaðarsetningarnar (2)-9-16. Á eingöngu við um tilteknar olíu- og kolaafurðir.
3. gr.
Eftirtaldar breytingar verða á I. viðauka, Krabbameinsvaldandi efni:
- Við A-hluta, flokk 1, bætist efni sem talið er upp í fylgiskjali I við reglugerð þessa.
- Við A-hluta, flokk 1, olíu- og kolaafurðir, bætast efni sem talin eru upp í fylgiskjali II.
- Bókstafurinn E færist í athugasemdadálk þeirra efna í A-hluta, flokki 1, sem talin eru upp í fylgiskjali III.
- Við B-hluta, flokk 2, bætast efni sem talin eru upp í fylgiskjali IV.
- Bókstafurinn E færist í athugasemdadálk þeirra efna í B-hluta, flokki 2, sem talin eru upp í fylgiskjali V.
- Bókstafurinn H færist í athugasemdadálk þeirra efna í B-hluta, flokki 2, sem falla undir olíu- og kolaafurðir og tilgreind eru með raðnúmerum í fylgiskjali VI.
- Bókstafurinn D færist í athugasemdadálk akrýlónítríl í B-hluta, flokki 2.
- Efni með raðnúmerin sem talin eru upp í fylgiskjali VII falla út af lista í B-hluta, flokki 2, olíu- og kolaafurðir.
4. gr.
Eftirtaldar breytingar verða á II. viðauka, Efni sem geta valdið stökkbreytingum:
- Við B-hluta, flokk 2, bætast efni sem talin eru upp í fylgiskjali VIII við reglugerð þessa.
- Aftast í B-hluta, flokk 2, bætast efni, olíu- og kolaafurðir, sem talin eru upp í fylgiskjali II.
- Bókstafurinn E færist í athugasemdadálk þeirra efna í B-hluta, flokki 2, sem talin eru upp í fylgiskjali IX.
5. gr.
Eftirtaldar breytingar verða á III. viðauka, Efni sem geta haft skaðleg áhrif á æxlun:
- Bókstafirnir A og E færast í athugasemdadálk þeirra efna í A-hluta, flokki 1, sem talin eru upp í fylgiskjali X við reglugerð þessa.
- Við B-hluta, flokk 2, bætast efni sem talin eru upp í fylgiskjali XI.
- Bókstafurinn E færist í athugasemdadálk kadmíumflúoríðs í B-hluta, flokki 2.
6. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga nr. 52/1988 um eiturefni og hættuleg efni, með síðari breytingum. Reglugerðin er sett til innleiðingar á tilskipunum 2005/59/EB og 2005/90/EB, um breytingar á tilskipun 76/769/EBE um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkjanna varðandi takmörkun á sölu og notkun tiltekinna skaðlegra efna og efnablandna, sem vísað er til í 4. tl., XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 47/2006 þann 29. apríl 2006.
Reglugerðin öðlast gildi 15. júní 2007.
Ákvæði til bráðabirgða.
Ákvæði 2., 3., 4. og 5. gr. taka gildi 24. ágúst 2007.
Umhverfisráðuneytinu, 4. maí 2007.
F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Sigríður Auður Arnardóttir.
Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)