Umhverfisráðuneyti

140/2003

Reglugerð um barnamat fyrir ungbörn og smábörn. - Brottfallin

I. KAFLI
Gildissvið og skilgreiningar.
1. gr.
Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um eftirtalin matvæli sem er ætlað að fullnægja sérstökum næringarþörfum heilsuhraustra ungbarna og smábarna, þ.e. ungbarna sem verið er að venja af brjósti og smábarna sem viðbót við mataræði þeirra og/eða þegar verið er að venja þau á almennt fæði:

a) Tilbúinn barnamat þar sem korn er uppistaðan sem skiptist niður í eftirfarandi fjóra flokka:
1) Einfaldar kornblöndur sem eru hrærðar út eða hræra skal út með mjólk eða öðrum heppilegum næringarvökva;
2) kornblöndur, að viðbættum próteinríkum fæðutegundum, sem eru hrærðar út eða hræra skal út með vatni eða öðrum próteinfríum vökva;
3) pasta sem nota skal eftir að það hefur verið soðið í vatni eða öðrum heppilegum vökva;
4) tvíbökur og kex sem neyta má beint eða mylja út í vatn, mjólk eða annan heppilegan vökva.
b) Annan barnamat fyrir ungbörn og smábörn þar sem uppistaðan er ekki korn.

Reglugerðin gildir ekki um mjólkurvörur ætlaðar börnum undir þriggja ára aldri.


2. gr.
Skilgreiningar.

Merking orða í reglugerð þessari er sem hér segir:

a) Varnarefnaleifar eru leifar af varnarefnum, sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 284/2002 um aðskotaefni í matvælum, að meðtöldum umbrots-, niðurbrots- og myndefnum þeirra, í tilbúnum barnamat þar sem korn er uppistaðan og öðrum barnamat fyrir ungbörn og smábörn;
b) ungbörn eru börn yngri en 12 mánaða;
c) smábörn eru börn á aldrinum eins til þriggja ára.


II. KAFLI
Samsetning, merkingar og markaðssetning.
3. gr.
Markaðssetning.

Óheimilt er að markaðssetja vörurnar sem um getur í 1. gr. nema þær uppfylli ákvæði reglugerðar þessarar.


4. gr.
Samsetning innihaldsefna.

Tilbúinn barnamatur þar sem korn er uppistaðan og annar barnamatur fyrir ungbörn og smábörn skal framleiddur úr innihaldsefnum sem samkvæmt niðurstöðum viðurkenndra vísindarannsókna er staðfest að henti næringarþörf ungbarna og smábarna.

Tilbúinn barnamatur þar sem korn er uppistaðan skal uppfylla viðmiðanirnar um samsetningu sem eru tilgreindar í I. viðauka.

Annar barnamatur fyrir ungbörn og smábörn, sem er lýst í II. viðauka, skal uppfylla viðmiðanirnar um samsetningu sem þar eru tilgreindar.

Við framleiðslu á tilbúnum barnamat þar sem korn er uppistaðan og öðrum barnamat fyrir ungbörn og smábörn er einungis heimilt að bæta í matvælin þeim næringarefnum sem eru skráð í IV. viðauka.


5. gr.
Aðskotaefni.

Í tilbúnum barnamat þar sem korn er uppistaðan og öðrum barnamat skulu ekki vera nein efni í því magni sem stefnt getur heilsu ungbarna og smábarna í hættu. Þá skal hámarksmagn leifa einstakra varnarefna ekki vera meira en 0,01 mg/kg í barnamat þar sem korn er uppistaðan og öðrum barnamat fyrir ungbörn og smábörn sem er tilbúinn til neyslu eða endurgerður samkvæmt fyrirmælum frá framleiðanda. Nota skal staðlaðar og almennt viðurkenndar greiningaraðferðir til þess að ákvarða hámarksmagn varnarefnaleifa.


6. gr.
Merkingar.

Auk þess að uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 588/1993 um merkingu, auglýsingu og kynningu matvæla með síðari breytingum og reglugerðar nr. 757/2002 um sérfæði með síðari breytingum skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram á umbúðum:

a) Upplýsingar um þann aldur sem varan er ætluð fyrir með hliðsjón af samsetningu hennar, áferð og öðrum sérstökum eiginleikum. Óheimilt er að tilgreina að vara sé ætluð ungbörnum yngri en fjögurra mánaða. Heimilt er að mæla með notkun vara fyrir ungbörn frá fjögurra mánaða aldri nema óháðir aðilar með þekkingu á sviði læknisfræði, næringarfræði eða lyfjafræði eða annað fagfólk, sem er ábyrgt fyrir ungbarna- og mæðravernd, ráðleggi annað;
b) upplýsingar um hvort glúten er í vörunni eða ekki sé hún ætluð ungbörnum yngri en sex mánaða;
c) orkugildi í kílójoulum (kJ) og kílókaloríum (kcal) ásamt prótein-, kolvetna- og fituinnihaldi. Merking næringargildis samkvæmt þessari grein skal gefin upp í tölugildum í 100 g eða 100 ml vörunnar í því ástandi sem hún er seld og þar sem við á, miðað við það magn tilbúinnar vöru sem ráðlagt er að neyta;
d) fyrir sérhvert steinefni og sérhvert vítamín, sem gildi er gefið fyrir í I. og II. viðauka, skal meðalmagn gefið upp í tölugildum í 100 g eða 100 ml af vöru í því ástandi sem hún er seld og, þar sem við á, miðað við það magn tilbúinnar vöru sem ráðlagt er að neyta;
e) leiðbeiningar um hvernig ber að tilreiða vöruna ef nauðsyn krefur og áminning um mikilvægi þess að fylgja þeim leiðbeiningum.

Auk þess er heimilt að eftirfarandi upplýsingar komi fram:

a) Meðalmagn næringarefnanna sem talin eru upp í IV. viðauka komi það ekki fram samkvæmt ákvæði d-liðar 1. mgr. Meðalmagnið skal gefið upp í tölugildum í 100 g eða 100 ml af vöru í því ástandi sem hún er seld og, þar sem við á, miðað við það magn tilbúinnar vöru sem ráðlagt er að neyta;
b) auk upplýsinga í tölum skulu koma fram upplýsingar um vítamín og steinefni sem talin eru upp í V. viðauka og skulu þær tilgreindar sem hlutfall af viðmiðunargildunum sem þar eru gefin fyrir 100 g eða 100 ml vörunnar í því ástandi sem hún er seld og þar sem við á, miðað við það magn vöru sem ráðlagt er að neyta. Þetta er að því tilskildu að magn vítamínanna og steinefnanna í vörunni sé að minnsta kosti 15% af viðmiðunargildunum.


III. KAFLI
Eftirlit og gildistaka.
7. gr.
Eftirlit.

Heilbrigðisnefndir hafa undir yfirumsjón Umhverfisstofnunar, hver á sínum stað, eftirlit með því að farið sé að ákvæðum þessarar reglugerðar.


8. gr.
Viðurlög.

Með brot gegn reglugerð þessari skal farið samkvæmt lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.


9. gr.
Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli sbr. og lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Einnig var höfð hliðsjón af ákvæðum samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, sem vísað er til í II. viðauka XII. kafla (tilskipanir 1996/5/EB, 1998/36/EB og 1999/39/EB um tilbúinn barnamat úr korni eða öðru hráefni og barnamat fyrir ungbörn og smábörn). Einnig með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af I. viðauka, bókunar 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.

Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 876/2002 um barnamat fyrir ungbörn og smábörn.

Ákvæði til bráðabirgða.

Varðandi vörur sem eru hér á markaði við gildistöku þessarar reglugerðar og ekki eru í samræmi við ákvæði hennar er veittur frestur til 1. september 2003 til að þær uppfylli ákvæði hennar. Að þeim tíma liðnum er sala vörunnar óheimil.


Umhverfisráðuneytinu, 24. febrúar 2003.

F. h. r.
Ingimar Sigurðsson.
Sigríður Stefánsdóttir.



I. VIÐAUKI
Samsetning tilbúins barnamatar þar sem korn er uppistaðan
og sem ætlaður er ungbörnum og smábörnum.

Kröfurnar um næringarefni eiga við um vörur sem eru tilbúnar til notkunar og eru markaðssettar sem slíkar eða endurgerðar samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda.

1. Korninnihald.
Tilbúinn barnamatur þar sem korn er uppistaðan er aðallega framleiddur úr einni eða fleiri tegundum malaðs korns og/eða sterkjuríkum rótarávöxtum.
Magn korns og/eða sterkjuríkra rótarávaxta skal vera hið minnsta 25% af þurrvigt endanlegu blöndunnar.
2. Prótein.
2.1. Próteininnihald í vörum sem tilgreindar eru í 2. og 4. tl. a-liðar 1. gr. skal ekki vera meira en 1,3 g/100 kJ (5,5 g/100 kcal).
2.2. Magn viðbætts próteins í vörur sem tilgreindar eru í 2. tl. a-liðar 1. gr., skal ekki vera minna en 0,48 g/100 kJ (2 g/100 kcal).
2.3. Magn próteinríkra fæðutegunda, sem notaðar eru við framleiðslu á kexi, sbr. 4. tl. a-liðar 1. gr., og eru kynntar sem slíkar skal ekki vera minna en 0,36 g/100 kJ (1,5/100 kcal).
2.4. Efnastuðull viðbætts próteins skal vera að minnsta kosti 80% af viðmiðunarpróteininu (kaseini, eins og það er skilgreint í III. viðauka) eða próteinorkuhlutfall (PER) próteinsins í blöndunni skal jafngilda a.m.k. 70% af próteinorkuhlutfalli viðmiðunarpróteinsins. Einungis er heimilt að bæta við amínósýrum í þeim tilgangi að auka næringargildi próteinblöndunnar og þá aðeins í þeim hlutföllum sem nauðsynleg eru til þess að ná því markmiði.
3. Kolvetni.
3.1. Ef súkrósa, frúktósa, glúkósa, glúkósasírópi eða hunangi er bætt út í vörurnar sem um getur í 1. og 4. tl. a-liðar 1. gr. skal:
a) Magn viðbættra kolvetna af þessum uppruna ekki vera meira en 1,8 g/100 kJ (7,5 g/100 kcal);
b) magn viðbætts frúktósa ekki vera meira en 0,9 g/100 kJ (3,75 g/100 kcal).
3.2. Ef súkrósa, frúktósa, glúkósasírópi eða hunangi er bætt út í vörurnar sem um getur í 2. tl. a-liðar 1. gr. skal:
a) Magn viðbættra kolvetna af þessum uppruna ekki vera meira en 1,2 g/100 kJ (5 g/100 kcal);
b) magn viðbætts frúktósa ekki vera meira en 0,6 g/100 kJ (2,5 g/100 kcal).
4. Fituefni.
4.1. Innihald fituefna í vörum sem eru tilgreindar í 1. og 4. tl. a-liðar 1. gr., skal ekki vera meira en 0,8 g/100 kJ (3,3 g/100 kcal).
4.2. Innihald fituefna í vörum sem eru tilgreindar í 2. tl. a-liðar 1. gr. skal ekki vera meira en 1,1 g/100 kJ (4,5 g/100 kcal). Ef innihald fituefna er meira en 0,8 g/100 kJ (3,3 g/100 kcal) skal:
a) Magn lársýru ekki vera meira en 15% af heildarinnihaldi fituefna;
b) magn mýristínsýru ekki vera meira en 15% af heildarinnihaldi fituefna;
c) magn línólsýru (á formi glýseríða = línóleata) ekki vera minna en 70 mg/100 kJ (300 mg/100 kcal) og ekki meira en 285 mg/100 kJ (1200 mg/100 kcal).
5. Steinefni.
5.1. Natríum.
Einungis er heimilt að bæta við natríumsöltum í tilbúinn barnamat, þar sem uppistaðan er korn, í tæknilegum tilgangi. Magn natríums í tilbúnum barnamat þar sem korn er uppistaðan skal ekki vera meira en 25 mg/100 kJ (100 mg/100 kcal).
5.2. Kalsíum.
5.2.1. Magn kalsíums í vörum sem tilgreindar eru í 2. tl. a-liðar 1. gr. skal ekki vera minna en 20 mg/100 kJ (80 mg/100 kcal).
5.2.2. Magn kalsíums í vörum sem tilgreindar eru í 4. tl. a-liðar 1. gr. og sem framleiddar eru með viðbót af mjólk (mjólkurkex) og kynntar sem slíkar, skal ekki vera minna en 12 mg/100 kJ (50 mg/100 kcal).
6. Vítamín.
6.1. Í tilbúnum barnamat þar sem korn er uppistaðan skal magn þíamíns vera að minnsta kosti 25 mg/100 kJ (100 mg/100 kcal).
6.2. Fyrir vörur sem tilgreindar eru í 2. tl a-liðar 1. gr. gildir eftirfarandi:
Í 100 kJ
Í 100 kcal
Lágmark
Hámark
Lágmark
Hámark
A-vítamín (mg RJ) (1)
14
43
60
180
D-vítamín (mg) (2)
0,25
0,75
1
3
(1) RJ = altrans-retínóljafngildi.
(2) Sem kólekalsíferól, þar af 10 mg = 400 alþjóðaeiningar (a.e.) af D-vítamíni.

Þessi mörk gilda einnig um annan tilbúinn barnamat þar sem korn er uppistaðan og sem A- og D-vítamíni er bætt í.

II. VIÐAUKI
Samsetning barnamatar fyrir ungbörn og smábörn.

Kröfurnar um næringarefni eiga við um vörur sem eru tilbúnar til notkunar og eru markaðssettar sem slíkar eða endurgerðar samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda.

1. Prótein.
1.1. Ef kjöt, alifuglar, fiskur, innmatur eða aðrir hefðbundnir próteingjafar eru einu efnisþættirnir sem tilgreindir eru í heiti vörunnar, þá skal:
a) Hver tegund af kjöti, alifuglum, fiski, innmat eða öðrum hefðbundnum próteingjöfum vega samanlagt að minnsta kosti 40% af heildarþyngd vörunnar;
b) hver einstök tegund af kjöti, alifuglum, fiski, innmat eða öðrum hefðbundnum próteingjöfum vega samanlagt að minnsta kosti 25% af heildarþyngd tilgreindra próteingjafa;
c) heildarpróteinið úr tilgreindum próteingjöfum vera að minnsta kosti 1,7 g/100 kJ (7 g/100 kcal).
1.2. Ef kjöt, alifuglar, fiskur, innmatur eða aðrir hefðbundnir próteingjafar, hver fyrir sig eða til samans, er tilgreint fremst í heiti vörunnar, hvort sem varan er sett fram sem máltíð eða ekki, þá skal:
a) Hver tegund af kjöti, alifuglum, fiski, innmat eða öðrum hefðbundnum próteingjöfum vega samanlagt að minnsta kosti 10% af heildarþyngd vörunnar;
b) hver einstök tegund af tilgreindu kjöti, alifuglum, fiski, innmat eða öðrum hefðbundnum próteingjöfum vega samanlagt að minnsta kosti 25% af heildarþyngd próteingjafanna;
c) próteinið úr tilgreindum próteingjöfum vera að minnsta kosti 1 g/100 kJ (4 g/100 kcal).
1.3. Ef kjöt, alifuglar, fiskur, innmatur eða aðrir hefðbundnir próteingjafar, hver fyrir sig eða til samans, er tilgreint í heiti vörunnar, en þó ekki alveg fremst, gildir eftirfarandi hvort sem varan er kynnt sem máltíð eða ekki:
a) Hver tegund af tilgreindu kjöti, alifuglum, fiski, innmat eða öðrum hefðbundnum próteingjöfum skal vega samanlagt að minnsta kosti 8% af heildarþyngd vörunnar;
b) hver einstök tegund af tilgreindu kjöti, alifuglum, fiski, innmat eða öðrum hefðbundnum próteingjöfum skal vega samanlagt að minnsta kosti 25% af heildarþyngd próteingjafanna;
c) próteinið úr tilgreindum próteingjöfum skal vega að minnsta kosti 0,5 g/100 kJ (2,2 g/100 kcal);
d) heildarmagn próteins í vörunni, frá öllum próteingjöfum, skal vera að minnsta kosti 0,7 g/100 kJ (3 g/100 kcal).
1.3.1. Ef ostur er tilgreindur ásamt öðrum innihaldsefnum í nafni bragðmikillar vöru, hvort sem varan er talin vera máltíð eða ekki, þá skal:
a) Próteinið úr mjólkurvörunum vera 0,5 g/100 kJ (2,2 g/100 kcal) hið minnsta;
b) heildarmagn próteins í vörunni, frá öllum próteingjöfum, vera 0,7 g/100 kJ (3 g/100 kcal) hið minnsta.
1.4. Ef fram kemur á merkimiða að líta ber á vöruna sem máltíð en hvergi er minnst á kjöt, alifugla, fisk, innmat eða aðra hefðbundna próteingjafa í heiti hennar þá skal:
a) Heildarmagn próteins í vörunni, frá öllum próteingjöfum, vera að minnsta kosti 0,7 g/100 kJ (3 g/100 kcal).
1.4.1. Sósur, sem eru tilgreindar sem meðlæti með mat, eru undanþegnar kröfunum í lið 1.1 til 1.4, að báðum meðtöldum.
1.4.2. Í eftirréttum, þar sem mjólkurvörur eru tilgreindar sem fyrstu eða einu innihaldsefnin í heitinu, skal mjólkurprótein vera 2,2 g/100 kcal hið minnsta. Allir aðrir eftirréttir eru undanþegnir kröfunum í lið 1.1 til 1.4.
1.5. Einungis er heimilt að bæta amínósýrum við í þeim tilgangi að auka næringargildi próteinblöndunnar og þá aðeins í þeim hlutföllum sem nauðsynleg eru til þess að ná því markmiði.
2. Kolvetni.
2.1. Heildarmagn kolvetna í aldinsafa, grænmetissafa og nektarsafa, hreinum ávaxtaréttum, eftirréttum og búðingum skal ekki vera meira en:
a) 10 g/100 ml fyrir grænmetissafa og drykki sem byggjast á þeim;
b) 15 g/100 ml fyrir aldinsafa og nektarsafa og drykki sem byggjast á þeim;
c) 20 g/100 g fyrir hreina ávaxtarétti;
d) 25 g/100 g fyrir eftirrétti og búðinga;
e) 5 g/100 g fyrir aðra drykki sem innihalda ekki mjólk.
3. Fita.
3.1. Eftirfarandi á við um vörur sem vísað er til í lið 1.1. í þessum viðauka:
Ef kjöt eða ostur eru einu efnisþættirnir eða þeir tilgreindir fremst í heiti vörunnar þá skal heildarmagn fitu úr öllum fitugjöfum ekki vera meira en 1,4 g/100 kJ (6 g/100 kcal).
3.2. Í öllum öðrum vörum skal heildarmagn fitu úr öllum fitugjöfum ekki vera meira en 1,1 g/100 kJ (4,5 g/100 kcal).
4. Natríum.
4.1. Endanlegt magn natríums í vöru skal annaðhvort ekki vera meira en 48 mg/100 kJ (200 mg/100 kcal) eða ekki meira en 200 mg á 100 g. Ef ostur er eini tilgreindi efnisþátturinn í heiti vörunnar skal endanlegt natríummagn vörunnar þó ekki vera meira en 70 mg/100 kJ (300 mg/100 kcal).
4.2. Ekki má bæta natríumsöltum í vörur, sem gerðar eru úr ávöxtum, eða í eftirrétti og búðinga nema í tæknilegum tilgangi.
5. Vítamín.
5.1. C-vítamín.
a) Endanlegt magn C-vítamíns í aldinsafa, nektarsafa eða grænmetissafa skal annaðhvort vera að minnsta kosti 6 mg/100 kJ (25 mg/100 kcal) eða að minnsta kosti 25 mg á 100 g.
5.2. A-vítamín.
a) Endanlegt magn A-vítamíns í grænmetissafa skal vera að minnsta kosti 25 mg RJ/100 kJ (100 mg RJ/100 kcal) (1);
b) ekki má bæta A-vítamíni í annan barnamat en um getur í viðauka þessum.
5.3. D-vítamín.
a) Ekki má bæta D-vítamíni í barnamat.
__________
(1) RJ = altransretínóljafngildi.


III. VIÐAUKI
Amínósýrusamsetning kaseins.

(g í 100 g próteins)
Arginín
Systín
Histidín
Ísóleusín
Leusín
Lýsín
Metíónín
Fenýlalanín
Þreónín
Trýptófan
Týrósín
Valín
3,7
0,3
2,9
5,4
9,5
8,1
2,8
5,2
4,7
1,6
5,8
6,7




IV. VIÐAUKI
Næringarefni.

1. Vítamín.
A-vítamín
Retínól
Retínýlasetat
Retínýlpalmítat
Beta-karótín

D-vítamín
D2-vítamín (= ergókalsíferól)
D3-vítamín (kólekalsíferól)

B1-vítamín
Þíamínhýdróklóríð
Þíamínmónónítrat

B2-vítamín
Ríbóflavín
Natríumríbóflavín-5´-fosfat

Níasín
Nikótínamíð
Nikótínsýra

B6-vítamín
Pýridoxínhýdróklóríð
Pýridoxín-5-fosfat
Pýridoxíndípalmítat

Pantóþensýra
Kalsíum-D-pantóþenat
Natríum-D-pantóþenat
Dexpanþenól

Fólat
Fólínsýra

B12-vítamín
Sýanókóbalamín
Hýdroxókóbalamín

Bíótín
D-bíótín

C-vítamín
L-askorbínsýra
Natríum-L-askorbat
Kalsíum-L-askorbat
6-palmítýl-L-askorbínsýra (askorbýlpalmítat)
Kalíumaskorbat

K-vítamín
Fýllókínon (fýtómenadíon)

E-vítamín
D-alfa-tókóferól
DL-alfa-tókóferól
D-alfa-tókóferólasetat
DL-alfa-tókóferólasetat

2. Amínósýrur.
L-arginín
L-systín
L-histidín
L-ísóleusín og hýdróklóríð þeirra
L-leusín
L-lýsín
L-systín
L-metíónín
L-fenýlalanín
L-þreónín
L-trýptófan
L-týrósín
L-valín
3. Annað.
Kólín
Kólínklóríð
Kólínsítrat
Kólínbítartrat
Inósítól
L-karnitín
L-karnitínhýdróklóríð

4. Sölt steinefna og snefilefni.
Kalsíum
Kalsíumkarbónat
Kalsíumklóríð
Kalsíumsalt af sítrónusýru
Kalsíumglúkonat
Kalsíumglýserófosfat
Kalsíumlaktat
Kalsíumoxíð
Kalsíumhýdroxíð
Kalsíumsölt af ortófosfórsýru

Magnesíum
Magnesíumkarbónat
Magnesíumklóríð
Magnesíumsalt af sítrónusýru
Magnesíumglúkonat
Magnesíumoxíð
Magnesíumhýdroxíð
Magnesíumsölt af ortófosfórsýru
Magnesíumsúlfat
Magnesíumlaktat
Magnesíumglýserófosfat

Kalíum
Kalíumklóríð
Kalíumsalt af sítrónusýru
Kalíumglúkonat
Kalíumlaktat
Kalíumglýserófosfat

Járn
Ferrósítrat
Ferríammoníumsítrat
Ferróglúkonat
Ferrólaktat
Ferrósúlfat
Ferrófúmarat
Ferrídífosfat (ferrípýrófosfat)
Járn (karbonýl + raflausn + vetnisafoxað)
Ferrísakkarat
Natríumferrídífosfat
Ferrókarbónat

Kopar
Kopar-lýsínflóki
Kúpríkarbónat
Kúprísítrat
Kúpríglúkonat
Kúprísúlfat

Sink
Sinkasetat
Sinkklóríð
Sinksítrat
Sinklaktat
Sinksúlfat
Sinkoxíð
Sinkglúkonat

Mangan
Mangankarbónat
Manganklóríð
Mangansítrat
Manganglúkonat
Mangansúlfat
Manganglýserófosfat

Joð
Natríumjoðíð
Kalíumjoðíð
Kalíumjoðat
Natríumjoðat




V. VIÐAUKI
Viðmiðunargildi fyrir næringargildismerkingar á barnamat
fyrir ungbörn og smábörn.
Næringarefni
Ráðlagður dagskammtur (RDS) (1)
A-vítamín
D-vítamín
C-vítamín
Þíamín
Ríbóflavín
Níasínjafngildi
B6-vítamín
Fólat
B12-vítamín
Kalsíum
Járn
Sink
Joð
Selen
Kopar
(mg) 400
(mg) 10
(mg) 25
(mg) 0,5
(mg) 0,8
(mg) 9
(mg) 0,7
(mg) 100
(mg) 0,7
(mg) 400
(mg) 6
(mg) 4
(mg) 70
(mg) 10
(mg) 0,4

__________
(1) RDS-gildi sem hér koma fram eru viðmiðunargildi til notkunar við umbúðamerkingar og geta sem slík verið frábrugðin ráðlögðum dagskömmtum gefnum út af Manneldisráði Íslands og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu.



VI. VIÐAUKI
Hámarksmagn fyrir vítamín, steinefni og snefilefni ef þeim er bætt
út í barnamat þar sem korn er uppistaðan og annan barnamat
fyrir ungbörn og smábörn.

Kröfurnar varðandi næringarefnin eiga við vörur tilbúnar til neyslu sem eru markaðssettar sem slíkar eða endurgerðar samkvæmt leiðbeiningum framleiðandans, að undanskildu kalíum og kalsíum þar sem kröfurnar eiga við um selda vöru.

Næringarefni
Hámark í 100 kcal
A-vítamín (mg RJ) (1)
E-vítamín (mg a-TJ) (2)
C- vítamín (mg)
Þíamín (mg)
Ríbóflavín (mg)
Níasín (mg NJ) (3)
Vítamín B6 (mg)
Fólínsýra (1 mg)
Vítamín B12 (mg)
Pantóþensýra (mg)
Bíótín (mg)
Kalíum (mg)
Kalsíum (mg)
Magnesíum (mg)
Járn (mg)
Sink (mg)
Kopar (mg)
Joð (mg)
Mangan (mg)
180 (4)
3
12,5/25 (5)/125 (6)
0,25/0,5 (7)
0,4
4,5
0,35
50
0,35
1,5
10
160
80/180 (8)/100 (9)
40
3
2
40
35
0,6
(1) Retinóljafngildi;1 RJ = 1 mg retinól eða 6 mg beta-karótín.
(2) alfa-tókóferoljafngildi; 1 alfa-TJ = 1 mg d-alfa-tókóferol.
(3) Níasínjafngildi; 1 NJ = 1 mg níasín eða 60 mg tryptófan.
(4) Í samræmi við ákvæði í I. og II. viðauka.
(5) Mörk sem gilda um vörur sem eru járnbættar.
(6) Mörk sem gilda um rétti sem byggjast á aldinum, aldinsafa, nektarsafa og grænmetissafa.
(7) Mörk sem gilda um barnamat þar sem korn er uppistaðan.
(8) Mörk sem gilda um vörur sem um getur í i- og ii-lið a-liðar 1. gr.
(9) Mörk sem gilda um vörur sem um getur í iv-lið a-liðar 1. gr.


 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica