REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 579/1993 um aukefni í matvælum,
með síðari breytingu nr. 767/1997.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar í kafla A-1 í viðauka 3:
Matvælaflokkar Breyting
|
|
1-4, 6, 7, 10, 14 og 16 |
Neðanmálsgreinin: _Samanlagt magn litarefnanna Sunset Yellow FCF (E110), Asórúbín (E 122), Ponceau 4R (E 124) og Brúnt HT (E 155) má ekki fara yfir 50 mg/kg" við matvælaflokka 1-4, 6, 7, 10, 14 og 16 fellur brott og í staðinn kemur neðanmálsgreinin: _Magn Sunset Yellow (E 110), Asórúbín (E 122), Ponceau 4R (E 124) og Brúnt HT (E 155) skal ekki fara yfir 50 mg/kg, fyrir hvert efni" við matvælaflokka 1.7, 2.4, 3, 4.3.7, 5.2, 5.3, 6.5, 7.2, 10.5, 14.1.4 og 16.1. |
|
|
1.3.2 |
Í stað orðanna _þurrt rjómalíki" kemur _kaffirjómalíki". |
|
|
2.1.1 |
Í stað orðsins _askorbýlsterat" kemur _askorbýlesterar". |
|
|
2.1.2 |
Í stað orðsins _askorbýlpalmitat" kemur _askorbýlesterar". |
|
|
2.4 |
Í stað athugasemdarinnar _Alls 3 g/kg, aðeins í vörur í duftformi. Alls 7 g/kg í aðrar vörur" vegna notkunar á fosfórsýru og fosfötum kemur athugasemdin _Alls 3 g/kg, en 7 g/kg í vörur í duftformi". |
|
|
4.3.1 |
Í stað orðsins _-flögur" í athugasemdum um notkun E 100 kemur _-kirni". |
|
|
4.3.4.1 |
Í stað orðsins _marmelaði" í athugasemdum um notkun rotvarnarefna og litarefna kemur: _sultur". |
|
|
4.3.4.1 |
Tilvísun í neðanmálsgrein 3 í athugasemdum vegna notkunar á sykuralkóhólum (E 420, E 421, E 953, E 965, E 966 og E 967) fellur brott og í staðinn kemur tilvísun í neðanmálsgrein 1. |
|
|
7.1 |
Þar sem vísað er til brauða úr hveiti, vatni, salti og geri eða súrdeigsgerlum kemur orðið _eingöngu" á eftir _brauð". |
|
|
12.9 |
Í stað athugasemdarinnar _Aðeins í kjöt-, fisk- og skeldýraeftirlíkingar að mestu gert úr jurtapróteinum" vegna notkunar litarefnanna E 100, E 102, E 104, ... , E 160f og E 161b kemur athugasemdin _Alls 100 mg/kg, aðeins í kjöt-, fisk- og skeldýraeftirlíkingar að mestu gert úr jurtapróteinum". |
|
|
14.1.4 |
Í nánari skilgreiningu á heiti matvælaflokksins, sbr. stjörnumerkingu, komi orðið _saft" í stað orðsins _safi". Í heimildum fyrir notkun fosfórsýru og fosfata komi númerin E 338, E 339-341 í stað númeranna E 339-341. Athugasemd fyrir kaffein breytist og orðast svo: _135 mg/l, aðeins í tilbúna gosdrykki". |
|
|
15.2 |
Athugasemdin _Alls 300 mg/kg" sem á við um sorbínsýru og sorböt fellur brott og í staðinn kemur athugasemdin _Alls 300 mg/kg" sem á við um notkun p -Hýdroxýbensóata. |
|
|
16.2 |
Fyrir litarefnið tartrasín kemur númerið E 102. |
2. gr.
Við neðanmálsgreinina _Má ekki nota í þurrkaðar vörur" í kafla A-2 í viðauka 3 bætist: sem er ætlað að draga í sig vatn við inntöku.
3. gr.
Við a. lið í kafla A-5 í viðauka 3 bætist: • Hámarksákvæði fyrir nítrít og nítröt, sbr. einnig d lið, gilda um það magn efnanna sem notað er við framleiðslu vörunnar. Nítrít skal eingöngu nota sem nítrítsalt, þ.e. matarsalt (NaCl) með 0,4-0,6% af natríum- eða kalíumnítríti. Með nítríti er æskilegt að nota askorbínsýru eða natríumaskorbat.
4. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Einnig var höfð hliðsjón af ákvæðum samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, tilskipun 94/36/EB um notkun litarefna og tilskipun 95/2/EB um notkun aukefna, annarra en litar- og sætuefna, með breytingu 96/85/EB. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Umhverfisráðuneytinu, 21. desember 1998.
Guðmundur Bjarnason.
Magnús Jóhannesson.