REGLUGERÐ
um aukefni í matvælum.
I. KAFLI
Gildissvið og skilgreiningar.
1. gr.
Reglugerð þessi gildir um aukefni í þeim flokkum sem fram koma í viðauka 1 og notuð eru eða ætluð eru til notkunar í matvælum eða til sölu til neytenda.
2. gr.
Aukefni eru efni sem aukið er í fæðu til þess að hafa áhrif á geymsluþol, lit, lykt, bragð eða aðra eiginleika matvæla. Í fullunninni vöru eru aukefni til staðar að öllu leyti eða að hluta, í breyttri eða óbreyttri mynd.
3. gr.
Ákvæði reglugerðar þessarar eiga ekki við um:
a) tæknileg hjálparefni*;
b) varnarefni (svo sem skordýra- og sveppaeitur og önnur aðskotaefni);
c) bragðefni, nema þau séu tilgreind í viðauka 3;
d) vítamín og steinefni (bæliefni) notuð í þeim tilgangi að hafa áhrif á næringargildi matvæla;
e) matarsalt, sykur, etýlalkóhól, gelatín, borðedik, mjöl (t.d. kartöflumjöl) og umbreytt sterkjusambönd með númer frá 1400-1403 (dextríneruð og bleikt sterkja og sterkja meðhöndluð með sýru eða basa);
f) efni sem berast í matvæli við reykingu með trjáviði eða á annan hátt, án notkunar reyksýru eða annarra hjálparefna.
4. gr.
Aukefni sem berast úr hráefni í tilbúin samsett matvæli ("carry over"), en hafa engin tæknileg eða önnur áhrif í hinni tilbúnu vöru, eru undanþegin ákvæðum reglugerðar þessarar. Ákvæði þetta er þó háð því skilyrði að hráefnið innihaldi ekki önnur aukefni en þau sem leyfð eru við framleiðslu þess og jafnframt að magn aukefna sé ekki yfir leyfilegu hámarki í hráefninu.
II. KAFLI
Notkun aukefna.
5. gr.
Við tilbúning og framreiðslu matvæla er einungis heimilt að nota þau aukefni sem fram koma í viðauka 3 (jákvæður aukefnalisti) og með þeim skilyrðum sem þar koma fram. Röðun aukefna í tiltekinn aukefnaflokk í aukefnalista útilokar þó ekki að efnið sé notað í öðrum tilgangi í viðkomandi vörutegund.
__________________________________________________________________________________
* Með "tæknileg hjálparefni" (processing aids) er átt við efni sem notuð eru til að ná ákveðnum tæknilegum tilgangi í meðhöndlun eða vinnslu matvæla eða efnisþátta sem notaðir eru við framleiðslu þeirra, án þess að efnunum sé ætlað að koma fyrir eða hafa tæknileg áhrif í fullunninni vöru. Ef ekki reynist unnt að koma í veg fyrir að leifar slíkra efna komi fyrir í fullunnum matvælum, er slíkt aðeins ásættanlegt hafi leifar efnanna engin tæknileg áhrif í vörunni og af þeim stafar ekki hætta á heilsutjóni. Ef ágreiningur verður um hvort efni teljast aukefni eða tæknileg hjálparefni skal Hollustuvernd ríkisins úrskurða í málinu að fengnu áliti aukefnanefndar.
6. gr.
Í þeim tilvikum þar sem Evrópubandalagið (EB) hefur skilgreint eiginleika og hreinleika aukefna, skulu þau aukefni sem notuð eru vera í samræmi við þær skilgreiningar. Hafi slíkar skilgreiningar ekki verið gerðar af EB getur Hollustuvernd ríkisins farið fram á að aukefni séu í samræmi við skilgreiningar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO).
Í þeim tilvikum þar sem EB hefur skilgreint greiningaraðferðir til að staðfesta að aukefni fullnægi skilyrðum um hreinleika skal við greiningar nota þær aðferðir sem mælt er fyrir um.
7. gr.
Þegar engin hámarksákvæði eru sett í aukefnalista varðandi notkun aukefna skal gæta góðra framleiðsluhátta (GFH) við notkun þeirra. Með góðum framleiðsluháttum er átt við að aukefni sé ekki notað í meira magni en nauðsynlegt er til að fá fram tilætluð áhrif í vörunni. Þar sem hámarksákvæði eru sett gilda þau um það magn efnisins sem er í vö runni þegar hún er boðin til sölu eða neyslu, nema annað sé tekið fram í aukefnalista.
8. gr.
Í tilbúnum samsettum matvælum, þar sem hin einstöku hráefni eru sýnileg, eða þar sem hægt er að skilja þau að, getur hvert hráefni innihaldið þau aukefni og í því magni sem leyfilegt er samkvæmt aukefnalista. Samanlagt magn hvers aukefnis í samsettum matvælum má þó ekki vera meira en tilgreint hámarksmagn efnisins í matvælaflokki þeim sem hin tilbúna vara tilheyrir í aukefnalista, hafi slík mörk verið sett þar fyrir notkun efnisins.
9. gr.
Hollustuvernd ríkisins getur, að fengnum tillögum aukefnanefndar, veitt bráðabirgðaleyfi til notkunar aukefna, sem ekki samræmast ákvæðum í aukefnalista. Slík leyfi skulu aðeins veitt á grundvelli almennra skilyrða sem fram koma í viðauka 2 og takmarkast við tvö ár hið mesta.
Umsóknir um bráðabirgðaleyfi skal senda Hollustuvernd ríkisins á eyðublöðum sem stofnunin lætur í té og með umsókn skal farið sem trúnaðarmál. Þeir sem sækja um bráðabirgðaleyfi skulu greiða gjöld til Hollustuverndar samkvæmt gjaldskrá sem ráðherra setur. Umsóknargjald er óafturkræft þótt umsókn sé synjað.
Hollustuvernd getur einnig, að fengnum tillögum aukefnanefndar, fellt tímabundið úr gildi eða takmarkað ákvæði aukefnalista, þegar gild rök eru fyrir því að ætla að notkun aukefna geti valdið heilsutjóni.
10. gr.
Ráðherra skipar aukefnanefnd til fjögurra ára í senn og í henni skulu eiga sæti einn fulltrúi tilnefndur af Háskóla Íslands og skal hann hafa þekkingu á eiturefnafræði matvæla, annar af Manneldisráði Íslands, sá þriðji af Hollustuvernd ríkisins, sá fjórði af Samtökum iðnaðarins og sá fimmti af Félagi íslenskra stórkaupmanna. Skal fulltrúi Hollustuverndar vera formaður nefndarinnar. Varamenn skulu tilnefndir á sama hátt.
Starfsemi aukefnanefndar heyrir undir Hollustuvernd ríkisins og skal nefndinni sköpuð starfsaðstaða innan stofnunarinnar. Verði ágreiningur í aukefnanefnd um afgreiðslu mála skal einfaldur meirihluti atkvæða ráða.
III. KAFLI
Merking umbúða.
11. gr.
Merking fyrir aukefni eða aukefnablöndur, sem ekki eru ætluð til sölu til neytenda, skal vera greinileg, vel læsileg og þannig að hún máist ekki af umbúðunum. Eftirfarandi upplýsingar skulu koma fram:
a) heiti og númer (E-númer) aukefna í röð eftir minnkandi magni, en ef slík auðkenni skortir skal vera lýsing á aukefninu, sem er svo nákvæm að unnt er að greina það frá aukefnum sem hætta er á að rugla því saman við;
b) nettómagn vörunnar;
c) áletrunin "til notkunar í matvælum" eða "takmörkuð notkun í matvælum" eða nánari tilvísun um notkun aukefnisins í matvælum;
d) skilyrði um notkun eða geymslu, þegar þörf er á;
e) notkunarleiðbeiningar, þegar skortur á þeim kynni að leiða til rangrar notkunar;
f) framleiðslunúmer (lotunúmer);
g) nafn og heimilisfang framleiðanda, pökkunaraðila eða dreifanda;
h) þegar aukefni eru blönduð öðrum efnum til að auðvelda geymslu, dreifingu, stöðlun, þynningu eða uppleysingu þeirra, skal ásamt aukefnum, sbr. a-lið, tilgreina hvern efnisþátt í röð eftir minnkandi magni;
i) upplýsingar um magn allra efnisþátta sem magntakmarkanir gilda um þegar þau eru notuð í matvælum, eða viðeigandi upplýsingar um efnasamsetningu sem gera kaupanda kleift að fara að ákvæðum laga eða reglna um matvæli. Þegar eitt hámarksákvæði gildir um hóp efnisþátta, sem notaðir eru einir sér eða með öðrum, er heimilt að gefa heildarmagnið upp sem eina tölu.
Að því tilskildu að áletrunin "ætlað til matvælaframleiðslu, ekki til smásölu" komi fram á áberandi hátt á umbúðum viðkomandi framleiðsluvöru, er fullnægjandi að upplýsingar í liðum e-i komi fram í viðskiptaskjölum, sem skal framvísa við eða á undan afhendingu vörunnar.
12. gr.
Merking fyrir aukefni, sem seld eru neytendum, skal vera greinileg, vel læsileg og þannig gerð að hún máist ekki af umbúðunum. Eftirfarandi upplýsingar skulu koma fram:
a) vöruheiti eða lýsing á vörunni sem er svo nákvæm að það megi greina hana frá vörum sem hætta er á að henni yrði ruglað saman við;
b) upplýsingar sem krafist er í liðum a-h í 11. gr;
c) geymsluþolsmerking skv. reglum um merkingu umbúða fyrir matvæli;
d) sætuefni, hvort sem þau eru seld sem töflur, strásæta eða lausn, skulu merkt með upplýsingum um sætustyrk samanborið við sykur, t.d. "1 tafla = 1 teskeið sykurs eða 1 teskeið strásæta = 1 teskeið sykurs". Sætuefni sem innihalda sykuralkóhóla eða önnur efni sem gefa orku skulu auk þess merkt þannig að fram komi orkugildi sem kkal og kJ í 100 g, 100 ml eða tilteknum skammti vörunnar.
13. gr.
Upplýsingar sem kveðið er á um í 11. og 12. gr. skulu vera á íslensku, ensku eða Norðurlandamáli öðru en finnsku. Þó er heimilt fyrir vörur sem falla undir 11. gr. að upplýsingar séu veittar á annan fullnægjandi hátt, að mati eftirlitsaðila, sbr. 14. gr. Ákvæði þessarar greinar koma ekki í veg fyrir að ofangreindar upplýsingar séu gefnar á fleiri en einu tungumáli.
IV. KAFLI
Eftirlit og rannsóknir.
14. gr.
Heilbrigðisnefndir hafa undir yfirumsjón Hollustuverndar ríkisins, hver á sínum stað, eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt.
Hollustuvernd ríkisins skal, vegna opinbers eftirlits, annast rannsóknir varðandi eiginleika og hreinleika aukefna og innihald þeirra í matvælum. Stofnunin getur jafnframt falið öðrum rannsóknastofum að annast slíkar rannsóknir og skal þess þá gætt, að með niðurstöður rannsókna sé farið sem trúnaðarmál.
15. gr.
Leiði athuganir eða rannsóknir í ljós að matvæli uppfylla ekki ákvæði þessarar reglugerðar um innihald aukefna, skal Hollustuvernd ríkisins, að höfðu samráði við hlutaðeigandi heilbrigðisnefnd, krefjast þess að sá sem sekur gerist um brot greiði allan kostnað sem leitt hefur af útvegun sýna og rannsóknum á þeim. Sama málsmeðferð skal viðhöfð við athuganir og rannsóknir á aukefnum, aukefnablöndum og hráefnum til matvælavinnslu, sem innihalda aukefni.
16. gr.
Verði ágreiningur milli eftirlitsaðila og framleiðanda eða dreifanda um flokkun vörutegunda í matvælaflokka samkvæmt aukefnalista skal skjóta málinu til úrskurðar aukefnanefndar.
V. KAFLI
Ýmis ákvæði og gildistaka.
17. gr.
Innlendur framleiðandi og dreifandi, þegar um innflutta vöru er að ræða, eru ábyrgir fyrir því að vörutegundir séu í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar. Jafnframt er smásöluaðila óheimilt að selja vörur sem ekki uppfylla ákvæði reglugerðarinnar.
18. gr.
Með brot gegn reglugerð þessari skal farið samkvæmt lögum nr. 81 / 1988, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, með síðari breytingum, sbr. og lög nr. 24/ 1936, um eftirlit með matvælum og öðrum neyslu- og nauðsynjavörum og lög nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.
Með mál sem rísa út af reglugerð þessari skal farið að hætti opinberra mála.
19. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 24/1936 um eftirlit með matvælum og öðrum neyslu- og nauðsynjavörum, lögum nr. 52/1988 um eiturefni og hættuleg efni, og lögum nr. 81/1988, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, með síðari breytingum. Einnig var höfð hliðsjón af ákvæðum samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, sem vísað er til í II. viðauka XII. kafla, 1. tölul., tilskipun 62/2645/EBE um samræmingu á reglum aðildarríkjanna um litarefni sem heimilt er að nota í matvæli til manneldis, með síðari breytingum, 2. tölul., tilskipun 64/54/EBE um samræmingu á lögum aðildarríkjanna um rotvarnarefni sem heimilt er að nota í matvæli til manneldis, með síðari breytingum, 3. tölul., tilskipun 65/66/EBE um sérstök skilyrði um hreinleika rotvarnarefna sem heimilt er að nota í matvæli, með síðari breytingum, 5. tölul., tilskipun 70/357/EBE um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi þráavarnarefni sem heimilt er að nota í matvæli, með síðari breytingum, 8. tölul., tilskipun 74/329/EBE um samræmingu á lögum aðildarríkjanna um ýru-, bindi-, þykkingar- og hleypiefni til notkunar í matvælum, með síðari breytingum, 16. tölul., tilskipun 78/663/EBE um sérstök hreinleikaskilyrði fyrir ýru-, bindi-, þykkingar- og hleypiefni til notkunar í matvælum, með síðari breytingum, 17. tölul., tilskipun 78/664/EBE um sérstök hreinleikaskilyrði fyrir þráavarnarefni sem heimilt er að nota í matvæli, með síðari breytingum, 29. tölul, 81/712/EBE um greiningaraðferðir innan bandalagsins til staðfestingar á að tiltekin aukefni sem notuð eru í matvælum fullnægi skilyrðum um hreinleika, 46. tölul., tilskipun 89/107/EBE um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi notkun leyfilegra aukefna í matvælum. Einnig með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.
Með reglugerð þessari falla úr gildi ákvæði um aukefni samkvæmt reglugerð nr. 409/ 1988, um aukefni í matvælum og öðrum neysluvörum, svo og ákvæði annarra reglugerða sem kunna að brjóta í bága við reglugerð þessa. Aukefnalisti reglugerðar nr. 409/1988 skal þó halda gildi sínu og telst til viðauka 3 með reglugerð þessari ásamt þeim breytingum sem þar eru gerðar.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 29. desember 1993.
Guðmundur Árni Stefánsson.
Páll Sigurðsson.
Viðauki 1
Flokksheiti aukefna (aukefnaflokkar).
Litarefni (Color)
Rotvarnarefni (Preservative)
Þráavarnarefni (Antioxidant)
Ýruefni (Emulsifier)*
Bræðslusalt (Emulsifying salt)
Þykkingarefni (Thickener)
Hleypiefni (Gelling agent)
Bindiefni (Stabilizer)
Bragðaukandi efni (Flavor enhancer)
Sýra (Acid)
Sýrustillir (Acidity regulator)
Kekkjavarnarefni (Anticaking agent)
Umbreytt sterkja (Modified starch)
Sætuefni (Sweetener)
Lyftiefni (Raising agent)
Froðueyðir (Antifoaming agent)
Húðunarefni (Glazing agent)
Mjölmeðhöndlunarefni (Flour treatment agent)
Festuefni (Firming agent)
Rakaefni (Humectant)
Tengiefni (Seguestrant)
Lífhvati (Enzyme)
Umfangsauki (Bulking agent)
Drifefni (gas) og loftskiptir (gas) (Propellent gas and packaging gas)
* Fleytiefni er annað heiti sem notað er fyrir "Emulsifier"
Viðauki 2
Almenn skilyrði um notkun aukefna í matvælum.
1. Einungis er heimilt að veita leyfi til notkunar aukefna þegar:
a) sannað þykir að tæknileg þörf sé fyrir notkun efnanna og að settu marki verði ekki náð með öðrum leiðum sem eru tæknilega og fjárhagslega hagkvæmar;
b) þegar sýnt er fram á að heilsu neytenda stafar engin hætta af efnunum í þeim mæli sem þau eru notuð, að svo miklu leyti sern unnt er að dæma um það út frá vísindalegum upplýsingum sem fyrir hendi eru;
c) notkun þeirra þjónar hagsmumum neytenda og er á engan hátt villandi.
2. Notkun aukefna kemur aðeins til greina þegar sýnt er að hún hafi sannanlegan ávinning fyrir neytendur. Með öðrum orðum ber að sýna fram á það sem almennt er kallað þörf fyrir notkun aukefna. Þegar ekki er nægjanlega hagkvæmt fjárhags- eða tæknilega að ná settu marki á annan hátt og ef heilsu neytenda stafar engin hætta af skal notkun efnanna vera í samræmi við eitt eða fleiri markmið í eftirfarandi liðum:
a) að varðveita næringargildi matvæla. Einungis er réttlætanlegt að draga úr næringargildi matvæla ef þau eru ekki veigamikill þáttur í mataræði eða ef um er að ræða matvæli fyrir neytendahópa með sérstakar fæðuþarfir;
b) að sjá fyrir nauðsynlegum efnisþáttum við framleiðslu matvæla fyrir neytendahópa með sérstakar fæðuþarfir;
c) að auka geymsluþol eða stöðugleika og bæta skynræna eiginleika, án þess þó að breyta gæðum og eiginleikum vörunnar, þannig að neytendur verði ekki blekktir;
d) að auðvelda framleiðslu, vinnslu, tilreiðslu, meðferð, pökkun, flutning eða geymslu
matvæla, án þess þó að aukefni villi um varðandi gæði hráefna eða vörunnar.
3. Meta skal hvort aukefni geti valdið heilsutjóni í þeim mæli sem þau eru notuð. 'taka skal mið af hámarksmagni aukefna í neysluvörum með sérstakri hliðsjón af daglegu neyslugildi efnanna (ADI-gildi) og þeirri þekkingu sem hverju sinni liggur fyrir um eiturefnafræðilega þætti. Jafnframt skal athuga áhrif aukefna með tilliti til ofnæmis eða óþols.
4. Stöðugt skal fylgjast með notkun aukefna í matvælum. Endurmeta skal notkun þeirra gerist þess þörf í ljósi breyttrar notkunar eða upplýsinga sem fram hafa komið.
5. Notkun aukefna er ávallt háð því að skilyrðum um eiginleika og hreinleika þeirra sé fullnægt, sbr. ákvæði 6. greinar.
6. Þegar veitt er leyfi til notkunar aukefna skal eftirfarandi koma fram:
a) hvaða vörutegund eða matvælaflokk efnið er leyft í og hvaða skilyrði eru seil fyrir notkun þess;
b) hámarksmagn efnisins og skal leyfið bundið við minnsta magn sem þarf til að ná fram tilætluðum áhrifum;
c) að tekið sé tillit til daglegs neyslugildis eða sambærilegra viðmiðana sem gilda um aukefnið og líklegrar daglegrar neyslu efnisins úr öllum fæðutegundum. Þegar aukefni er notað í matvæli fyrir tiltekinn hóp neytenda, skal taka tillit til daglegrar neyslu efnisins hjá þeim neytendum.
Viðauki 3
Aukefnalisti (jákvæður listi).*
Á fylgiskjali reglugerðar nr. 409/1988 (aukefnalista) eru gerðar eftirfarandi breytingar:
Efnisyfirlit:
Við bætist: F- hluti, HEITI OG NÚMER LITAREFNA: |
íslensk og ensk heiti litarefna |
|
ásamt númerum efnanna. |
Flokksheiti aukefna:
Þau flokksheiti aukefna, sem tilgreind eru í aukefnalista (aukefnaflokkur), breytast í samræmi við viðauka 1 með reglugerð þessari.
Litarefnið kantaxantfn (E 161g):
Í öllum matvælaflokkum þar sem notkun efnisins er heimil (01.6, 03.1, 04.4, 04.5, 06.7, 06.10, 08.4, 08.6, 08.9, 09.11, 09.12, 10.1 til 10.5, 12.5, 12.8, 15.1, 16), skal eftirfarandi athugasemd koma fram:
"Heimild fyrir E 161g er í endurskoðun"
Matvælaflokkur 02.2: |
|
Gerjaðir ostar og mysuostar. |
|
Sýrur, basar og sölt |
E 260 |
Ediksýra |
Hámark 2 g/kg |
Matvælaflokkur 03.1: |
Rjómaís, mjólkurís, jurtaís, vatnsís, mjólkurhristingur, |
Við heiti matvælaflokksins bætist: "Einnig síróp sem selt er sem íssósa'.
Bindiefni E 339b |
Tvínatríumeinfosfat |
Hámark 1,5 g/kg í íssósur |
Sætuefni |
Aspartam |
Hámark 0,5 g/kg í mjólkurís |
Númer efnisins Klórófyllín-koparkomplex verði leiðrétt úr E 140 í E 141.
Matvælaflokkur 05.1: |
Ferskt og ferskfryst kjöt, þar með talið svið, tungur, inn- |
Vöruliðnum "sultur" verði sleppt í heiti matvælaflokksins og þess í stað bætt í heiti
matvælaflokks 05.6. Þá skal vöruheitið "hamborgarar" koma fram í heiti flokks 5.1.
Matvælaflokkur 05.5: |
Tilbúnir réttir (kjöt í sósu, s.s. gúllas og saxbautar). |
Heiti matvælaflokksins verði breytt og orðist þannig: "Tilbúnir réttir, s.s. kjöt í
sósu (gúllas og saxbautar), og vörur úr hakki (hamborgarar - sjá 05.1 )".
Matvælaflokkur 05.6: |
Heilar og niðurskornar áleggspylsur, kæfur, paté og sultur. |
||
Bindiefni |
E 471 |
Ein- og tvíglýseríð |
|
__________________________________________________________________________________
* Athygli skal vakin á því að aukefnalisti er fylgiskjal það sem birt var með reglugerð nr. 409/1988, ásamt þeim breytingum sem hér koma fram.
Rotvarnarefni |
E 250 |
Natríumnítrít |
60 mg/kg, athugasemdin "þó ekki í |
Matvælaflokkur 06.6: |
Reyktur, siginn, kæstur og grafinn fiskur og fiskafurðir. |
|||
Litarefni |
E 160b |
Annattólausnir |
Aðeins í reykt síldarflök, |
|
Matvælaflokkur 06.7: |
Niðurlagður fiskur, fiskafurðir og skeldýr. |
Tvær stjörnur komi á eftir heiti matvælaflokksins og síðan komi eftirfarandi athugasemd neðanmáls: ** Fiskisúpur og fiskisósur, sjá matvælaflokk 10.5
Litarefni |
E 151 |
Briljant svart |
Hámarksákvæði breytist úr 0,1 g/kg í |
|
|
|
0,3 g/kg |
|
E 124 |
Ponceau 4R |
0,2 g/kg |
|
E 110 |
Sunset Yellow FCF |
0,2 g/kg |
Sameiginlegt hámarksákvæði fyrir þessi þrjú litarefni skal vera 0,4 g/kg og sameiginleg athugasemd "aðeins í hrogn og kavíar".
Matvælaflokkur 08.5: |
Brauð og annar gerbakstur, brauðdeig, kringlur, pizzu- |
||
Onnur efni |
920 |
L-Cystein-hydróklóríð |
90 mg/kg |
Matvælaflokkur 08.6: |
Kökur, kökuduft, kökudeig, kex, vínarbrauð og önnur |
|||
Bindiefni |
435 |
Fjöloxíetýlen |
Hámark 5 g/kg í þeytikrem sorbitan- |
|
|
|
|
einsterat |
|
|
491 |
Sorbitaneinsterat |
Hámark 5 g/kg í þeytikrem |
|
|
E 415 |
Xantangúmmí |
Hámark 2 g/kg |
|
Matvælaflokkur 08.8: |
Morgunkorn. |
|||
Bindiefni |
E 322 |
Lesitín |
|
|
Þráavarnarefni |
E 320 |
BHA (Bútýlhydroxíanisól) |
25 mg/kg, samtals fyrir |
|
|
|
|
BHA/BHT |
|
|
E 321 |
BHT (Bútýlhydroxítólúen) |
|
|
|
E 306 |
Tókóferól |
Hámark 85 mg/kg |
|
Sýrur, basar og sölt |
509 |
Kalsíumklóríð |
|
|
Matvælaflokkur 08.9: |
Samkvæmissnarl úr korni. |
||
Litarefni |
E 160c |
Papríkuóleóresín |
|
Matvælaflokkur 09.5: |
Þurrkaðar kartöflur og þurrkað grænmeti. |
|||
Bragðaukandi efni |
621 |
Einnatríumglútamat |
0,2 g/kg í kartöflumús |
|
Matvælaflokkur 10.4: |
Ávaxta- og grænmetissósur. |
|||
Litarefni |
E 141 |
Klórófyll-koparkomplex |
10 mg/kg í sinnep |
|
Matvælaflokkur 11.1: |
Ferskir og ferskfrystir aldinsafar og þykkni. |
||
Rotvarnarefni |
E 200-203, 210-211, 220-227 |
Hámarksákvæði óbreytt, en sameiginleg |
|
|
|
athugasemd fyrir rotvarnarefni verður: |
|
|
|
"Aðeins í sítrónu-, lime- og grapesafa |
|
|
|
og þykkni til iðnaðarframleiðslu" |
|
Matvælaflokkur 11.2: |
Aldinsaftir. |
Heiti matvælaflokksins breytist og verður: "Nektar".
Bindiefni |
E 440 |
Pektín |
Matvælaflokkur 11.4: |
Gosdrykkir og svaladrykkir. |
|||
Rotvarnarefni |
E 220-227 |
Brennisteinssýrlingur |
Athugasemd verði, "r.s. |
|
|
|
og sölt |
S02, aðeins úr þykkni" |
|
Sætuefni |
|
Aspartam |
0,6 g/1, mörk fyrir tvíketó- |
|
|
|
|
piperasín þau sömu og áður |
|
Matvælaflokkur 11.5: |
Maltdrykkir og öl. |
||
Sætuefni |
Asesúlfam-K |
0,15 g/1 í sykurskert maltöl |
|
Matvælaflokkur 11.6: |
Óbrennd vín. |
|||
Rotvarnarefni |
E 228 |
Kalíumbísúlfít |
Flokkast með E 220-227 og sam- |
|
Matvælaflokkur 11.8: |
Óáfeng vín og kokkteilblöndur. |
|||
Rotvarnarefni |
E 214-219 |
Parahydroxí- |
0,3 g/1 í kokkteilblöndur |
|
Matvælaflokkur 12.2: |
Aðrar súkrósuvörur, gervihunang, kandís, aðrar ein- og tví- sykrur, t.d. frúktósa, galaktósa, glúkósa, laktósa og maltósa. |
Í heiti matvælaflokksins verði bætt vörutegundinni "síróp".
Rotvarnarefni |
E 211 |
Natríumbensóat |
1 g/kg í síróp |
Matvælaflokkur 12.6: |
Kakó og kakóvörur. |
|||
Bindiefni |
E 339-341 |
Einfosföt |
2 g/kg, r.s. P205 |
|
Matvælaflokkur 12.8: |
Konfekt og súkkulaðifyllingar, sykurfyllingar, brjóstsykur, |
|||
Litarefni |
E 150 |
Karamellubrúnt |
12 g/kg í stað 6 g/kg |
|
|
E 150 |
Karamellubrúnt, ammóní- |
6 g/kg í stað 12 g/kg |
|
|
|
erað og súlfíterað |
|
|
Sætuefni |
|
Aspartam |
Hámark 2 g/kg fyrir allar vörur |
|
|
|
|
í flokknum og magn tvíketó- |
|
|
|
|
piperasíns ekki yfir 0.5 g/kg |
|
Þráavarnarefni |
E 320 |
BHA (Bútýlhydroxíanisól) |
Hámark 0.2 g/kg í tyggigúmmí |
|
Matvælaflokkur 13.2: |
Ediksýra, edik og kryddedik. |
|||
Rotvarnarefni |
E 223 |
Natríumtvísúlfít |
Hámark 0.1 g/kg í kryddedik |
|
Matvælaflokkur 14.5: |
Fæði fyrir sykur sjúka og megrunarfæða |
|||
Bindiefni |
E 407 |
Karragenan |
Hámark 1 g/kg fyrir vörur í |
|
Matvælaflokkur 16: |
Matvæli og aðrar neysluvörur sern ekki er að finna í flokkum |
Við dæmi í "Efnisyfirliti" bætist við "- Bökunardropar".
Litarefni |
E 120 |
Karmín |
Hámark 0.1 g/kg fyrir vörur í |
Skilgreiningar varðandi hámarksákvæði:
F-liður um 100% reglu fyrir rotvarnarefni, þráavarnarefni og bragðaukandi efni falli burt.
Stjörnumerking við þessa aukefnaflokka, og athugasemd neðanmáls um 100% reglu, fellur því burt þar sem þetta á við í matvælaflokkum aukefnalistans.
VIÐAUKI 1: |
Tafla til að umreikna fosföt. |
Í stað "Byggingarformúla' komi "Efnaformúla" í yfirskrift töflunnar.
VIÐAUKI 2: |
Tafla til að umreikna brennisteinssambönd. |
Í stað "Byggingarformúla" komi "Efnaformúla" í yfirskrift töflunnar.
Í töflu |
bætist við: |
|
|
|
E 228 |
Kalíumbísúlfít |
120,17 (mólþyngd) |
0,533 (1 g efni) |
1,88 (1 g S02) |
VIÐAUKI 3:
Viðauki 3 fellur burt, sbr. breytingu á F-lið skilgreininga um hámarksákvæði. Efnisyfirlit við A-hluta aukefnalistans breytist á sama hátt.
B-hluti, AUKEFNAFLOKKAR: EFNISYFIRLIT
Í texta til skýringar breytist síðasta setningin þannig: "Í slíkum tilvikum, skal við merkingu umbúða nota það flokksheiti, sem best lýsir notkun efnisins í viðkomandi vörutegund".
B9 Rotvarnarefni: |
"Kalíumbísúlfít E 228" bætist við undir efnaheitinu |
|
"Brennisteinssýrlingur og sölt" |
B14 Önnur efni: |
"L-Cystein-hydróklóríð" bætist við |
|
|
Við bætast efnin: |
E 228 Kalíumbísúlfít |
|
235 Natamýsín |
|
|
Við heiti C9 hefur verið bætt "og önnur efni" og við bætist efnið: |
|
|
920 L-Cystein-hydróklóríð |
D-hluti, YFIRLIT YFIR NOTKUN AUKEFNA:
Annattólausnir |
Við leyfða notkun bætist matvælaflokkur |
06.6 |
Asesúlfam-K |
" " |
11.5 |
BHA/BHT |
" " |
08.8 |
BHA (Bútýlhydroxíanisól) |
" " |
12.8 |
Bensósýra og sölt |
" " |
12.2 |
Bragðefni |
" " |
11.2 |
Ediksýra |
" " |
02.2 |
Ein- og tvíglýseríð |
" " |
05.6 |
Einfosföt |
" " |
12.6 |
Einnatríumglútamat |
" " |
09.5 |
Fjöloxíetýlen sorbitaneinsterat |
" " |
08.6 |
Fosföt |
" " |
12.6 |
Kalíumbísúlfít |
Leyfð notkun í matvælaflokki |
11.6 |
Kalsíumklóríð |
Við leyfða notkun bætist matvælaflokkur |
08.8 |
Karmín |
" " |
16 |
Karragenan |
" " |
05.6, 14.5 |
Klórófyll-koparkomplex |
" " |
10.4 |
L-Cystein-hydróklóríð |
Leyfð notkun í matvælaflokki |
08.5 |
Lesitín |
Við leyfða notkun bætist matvælaflokkur |
08.8 |
Natríumbensóat |
" " |
12.2 |
Natríumtvísúlfít |
" " |
13.2 |
Papríkuóleóresín |
" " |
08.9 |
Parahydroxíbenscísýru- |
|
|
esterar og sölt |
" " |
l 1.8 |
Pektín |
" " |
11.2 |
Ponceau 4R |
" " |
06.7 |
Pólýdextrósa |
Aukefnaflokkur skal vera B1 |
|
|
Leyfð notkun í matvælaflokki |
03.1 |
Rauðrófulitur |
Við leyfða notkun bætist matvælaflokkur |
06.6 |
Ríbóflavín |
" " |
10.4 |
Sorbitaneinsterat |
" " |
08.6 |
Sorbitól |
" " |
14.5, 15 og |
|
|
16 |
Sunset Yellow FCF |
" " |
06.7 |
Tókóferól |
" " |
08.8 |
Tvínatríumeinfosfat |
" " |
03.1 |
Xantangúmmí |
" " |
08.6 |
E-hluti, YFIRLIT YFIR FÆÐUTEGUNDIR:
A: |
Heitið "Aldinsaftir" fellur burt |
B: |
Við bætist "Bökunardropar - matvælaflokkur 16" |
H: |
Við bætist "Hamborgarar - matvælaflokkur 05.1" |
K: |
Við bætist "Kókosmjöl - matvælaflokkur 09.3" |
N: |
Við bætist "Nektar - matvælaflokkur 11.2" |
S: |
Við vörutegundina "Síróp" bætast matvælaflokkarnir 03.1 og 11.8 |
|
"Sultur, kjötafurðir" skulu vera í matvælaflokki 05.1, aðrar "Sultur" í 10.3 |
Við aukefnalista bætist F-hluti, HEITI OG NÚMER LITAREFNA:
Efnisyfirlit fyrir aukefnalista breytist til samræmis við þessa breytingu á listanum.
F-hluti, HEITI OG NÚMER LITAREFNA
Íslenskt heiti |
Enskt heiti |
E númer |
Litarnúmer |
Önnur heiti |
|
|
|
|
|
Kúrkúmín |
Curcumin |
E 100 |
75300 |
Turmeric |
|
|
|
|
Gurkemeje |
Ríbóflavín |
Riboflavin |
E 101 |
|
Lactoflavin |
Ríbóflavín-5- |
Riboflavin- |
101a |
|
|
fosfat |
5-phosphate |
|
|
|
Tartrasín |
Tartrazine |
E 102 |
19140 |
FD&C Yellow#5, |
|
|
|
|
Matargult 4 |
Kínólíngult |
Quinoline |
E 104 |
47005 |
D&C Yellow#10, |
|
yellow |
|
|
Matargult 13 |
Sunset |
Sunset |
E 110 |
15985 |
FD&C Yellow#6, |
yellow FCF |
yellow FCF |
|
|
Matargult 3 |
Karmín |
Carmine |
E 120 |
75470 |
Carmine of |
|
|
|
|
Cochineal |
Amarant |
Amaranth |
E 123 |
16185 |
FD&C Red#2, |
|
|
|
|
Matarrautt 9 |
Ponceau 4R |
Ponceau 4R |
E 124 |
16255 |
Cochincal Red A |
|
|
|
|
Matarrautt 7 |
Erýtrósín |
Erythrosine |
E 127 |
45430 |
FD&C Red#3, |
|
|
|
|
Matarrautt 14 |
Indigótín |
Indigotine |
E 132 |
73015 |
Indigo Carmine, |
|
|
|
|
FD&C Blue#2, |
|
|
|
|
Matarblátt I |
Briljant |
Brilliant |
133 |
42090 |
FD&C Blue#1, |
blátt FCF |
blue FCF |
|
|
Matarblátt 2 |
Klórófyll |
Chlorophyll |
E 140 |
75810 |
Natural Green 3 |
Klórófyll- |
Chlorofyll |
E 141 |
75810 |
|
koparkomplex |
copper complex |
|
|
|
Klórófyllín- |
Chlorophyllin |
E 141 |
75810 |
|
koparkomplex |
copper complex |
|
|
|
Grænt S |
Green S |
E 142 |
44090 |
Food Green S, |
|
|
|
|
Matargrænt 4 |
Karamellubrúnt |
Caramel colour |
E 150 |
|
|
|
(plain) |
|
|
|
Karamellubrúnt |
Caramel colour |
E 150 |
|
|
|
(Ammonia Process) |
|
|
|
Karamellubrúnt |
Caramel colour |
E 150 |
|
|
|
(Ammonia-Sulfite Process) |
|
|
|
Briljant |
Brilliant |
E 151 |
28440 |
Black PN (BN), |
svart PN |
black PN |
|
|
Matarsvart I |
Viðarkolsvart |
Carbon black |
E 153 |
77266 |
Carbo medicinalis |
|
|
|
|
Matarsvart 2 |
Beta-karótín |
Beta-carotene |
E 160a |
75130 |
Natural yellow 26 |
Annattólausnir |
Annatto extracts |
E 160b |
75120 |
Bixin, Norbixin |
Papríkuóleóresín |
Paprika oleoresin |
E 160c |
|
Paprica extract |
Beta-apó-karótenal |
Beta-apo-carotenal |
E 160e |
|
Beta-apo-8- |
|
|
|
|
carotenal |
Beta-apó- |
Beta-apo- |
E 160f |
40825 |
Beta-apo-8- |
karótensýru- |
carotenoic acid |
|
|
carotenoic acid |
etýlester |
ethyl ester |
|
|
ethyl ester |
Kantaxantín |
Canthaxanthin |
E 161g |
75135 |
|
Rauðrófulitur |
Beet red |
E 162 |
|
Betanin |
Antósýanlausnir |
Anthocyanins |
E 163 |
|
Anthocyans |
Kalsíumkarbónat |
Calcium carbonate |
E 170 |
77220 |
Chalk |
Títantvíoxíð |
Titanium dioxide |
E 171 |
77891 |
Pigment white 6 |
Járnoxíð og |
Iron oxide, |
E 172 |
77499 |
(Black) |
járnhydroxíð |
Iron hydroxide |
|
77491 |
(Red) |
|
|
|
44492 |
(Yellow) |
Ál |
Aluminium powder |
E 173 |
77000 |
|
Silfur |
Silver |
E 174 |
77820 |
|
Gull |
Gold (Metallic) |
E 175 |
77480 |
|