Reglugerð um ölkelduvatn
Reglugerð þessi gildir um ölkelduvatn (mineral water). Ákvæði hennar ná þó ekki til ölkelduvatns sem er ætlað til útflutnings til ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins og vatns sem er skilgreint sem lyf samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins nr. 65/65/EBE. Ölkelduvatn og eftirlit með því skal jafnframt uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 522/1994 um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla.
Með ölkelduvatni er í reglugerð þessari átt við vatn sem á upptök sín neðanjarðar og kemur frá einni eða fleiri náttúrulegum uppsprettum eða borholum. Vatn þetta er einkum frábrugðið öðru neysluvatni að því leyti að upprunalegt ástand þess og eðli hefur varðveist sökum þess að vatnið á upptök sín neðanjarðar og er varið fyrir mengun. Breyting á rennslishraða (flæði) vatnsins skal ekki hafa áhrif á samsetningu þess, sem skal vera stöðug hvað varðar einkennandi þætti eins og innihald steinefna, snefilefna og annarra efnisþátta.
Hver sá er hyggst hagnýta ölkelduvatn til dreifingar þarf til þess leyfi viðkomandi heilbrigðisnefndar, að undangenginni staðfestingu Hollustuverndar ríkisins, vegna þeirra skilyrða sem fram koma í þessum kafla reglugerðarinnar. Heilbrigðisnefnd skal auglýsa veitt leyfi í Lögbirtingablaðinu og Hollustuvernd sér síðan um að koma nauðsynlegum gögnum til umhverfisráðuneytis sem kemur þeim til birtingar í stjórnartíðindum ESB.
Leyfi samkvæmt 1. mgr. gildir mest í tvö ár og ef það er endurnýjað áður en sá tími er liðinn er ekki nauðsynlegt að leggja fram að nýju öll gögn sem krafa er gerð um í þessum kafla. Eftirlitsaðili skal hafa fullan aðgang að gögnum úr innra eftirliti leyfishafa til að fylgjast með stöðugleika og gæðum vatnsins.
Hagnýting á ölkelduvatni er eingöngu heimil ef eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt af hálfu umsóknaraðila og vatnið samræmist þeim skilyrðum sem hér koma fram.
1. Fyrir mat á jarð- og vatnsfræðilegum þáttum skal leggja fram:
2. Kanna skal eftirfarandi eðlis- og efnafræðilega þætti:
3. Örverufræðilegir þættir sem ekki skulu finnast við rannsókn á vatninu:
Óheimilt er að sótthreinsa vatnið eða meðhöndla það á annan hátt sem gæti haft áhrif á líftölu þess, að undanskildum ákvæðum 6. gr. Líftala örvera, þ.e. fjöldi kóloníumyndandi eininga, í vatninu á upptökustað, skal vera í samræmi við eðlilega líftölu vatnsins og vera næg sönnun þess að upptökin séu varin gegn allri mengun. Líftala skal ákvarðast með ræktun við 20-22C í 72 klst. og við 37C +/- 1C í 48 klst.
Á upptökustað skal miðað við að líftalan fari ekki yfir 20 í ml eftir 72 klst. við 20-22C og 5 í ml eftir 48 klst. við 37C. Eftir átöppun er óheimilt að þessi gildi fari yfir 100 í ml eftir 72 klst. ræktun við 20-22C og 20 í ml eftir 48 klst. ræktun við 37C +/- 1C. Líftalan skal mæld innan 12 klst. frá átöppun og skal halda vatninu við 4C +/- 1C á þessu 12 klst. tímabili. Við upptök og í neytendaumbúðum skal vatnið jafnframt uppfylla skilyrði 3. tölul. 4. gr.
Ölkelduvatn, í upprunalegu ástandi, er óheimilt að meðhöndla nema á eftirfarandi hátt:
Ákvæði þessarar greinar koma ekki í veg fyrir notkun ölkelduvatns við framleiðslu svaladrykkja.
Hollustuvernd ríkisins gefur út leiðbeiningar um hagnýtingu og markaðssetningu ölkelduvatns og þau skilyrði sem slíkt vatn þarf að uppfylla, svo sem kröfur um efnarannsóknir og stöðugleika í efnasamsetningu.
Umbúðir átappaðs ölkelduvatns skulu vera þannig gerðar að þær komi í veg fyrir að vatnið spillist með einhverjum hætti.
Heiti eða nánari vörulýsing átappaðs ölkelduvatns skal vera "ölkelduvatn". Heiti eða vörulýsing freyðandi ölkelduvatns skal vera: "náttúrulega kolsýrt ölkelduvatn", "ölkelduvatn bætt kolsýru frá upptökustað" eða "kolsýrt ölkelduvatn", sbr. eftirfarandi skilgreiningar:
Hafi vatnið verið meðhöndlað eins og um getur í 2. tl. 6. gr. skal bæta við heitið eða vörulýsinguna: "afkolsýrt" eða "afkolsýrt að hluta".
Auk þess að uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 588/1993 um merkingu, auglýsingu og kynningu matvæla skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram:
Heimilt er að sérmerkja umbúðir ölkelduvatns með þeim upplýsingum sem fram koma í viðauka, þegar tryggt er að viðeigandi skilyrðum um þær er fullnægt.
Þegar uppspretta eða borhola er nýtt til hagnýtingar og markaðssetningar á ölkelduvatni er óheimilt að nota fleiri en eina vörulýsingu fyrir vatn úr þeirri uppsprettu eða borholu. Með vörulýsingu er átt við ákvæði þessa kafla reglugerðarinnar um merkingar.
Heilbrigðisnefndir hafa undir yfirumsjón Hollustuverndar ríkisins, hver á sínum stað, eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt.
Tryggt skal að reglubundið eftirlit sé haft með þeim búnaði sem notaður er við hagnýtingu og markaðssetningu ölkelduvatns og skal hann uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Komi í ljós mengun ölkelduvatns við vinnslu eða að vatnið uppfyllir ekki lengur ákvæði 5. gr., skal stöðva átöppun þegar í stað og ekki hefja hana að nýju fyrr en mengunin er upprætt og/eða sýnt þykir að vatnið uppfyllir örverufræðileg skilyrði samkvæmt 4. og 5. gr. Sömu starfsaðferðir skulu viðhafðar ef gallar koma fram við skynmat.
Með brot gegn reglugerð þessari skal farið samkvæmt lögum nr. 93/1995 um matvæli, sbr. og lög nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, með síðari breytingum, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.
Með mál sem rísa út af brotum gegn reglugerð þessari skal farið að hætti opinberra mála.
Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, með síðari breytingum og öðlast gildi við birtingu. Einnig var höfð hliðsjón af ákvæðum samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, sem vísað er til í II. viðauka XII. kafla, 26. tölul., tilskipun 80/777/EBE um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi hagnýtingu og markaðssetningu ölkelduvatns, og þeim breytingum og viðbótum sem leiða af II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans.
Umhverfisráðuneytið, 6. júlí 1995.
Guðmundur Bjarnason.
Ingimar Sigurðsson.
Sjá B-deild Stjórnartíðinda.