1. gr.
Töluliðir 10.5 og 10.6 í fylgiskjali 2 orðast svo:
10.5 |
Flugeldasýningar, nema á tímabilinu 28. desember til 6. janúar að báðum dögunum meðtöldum. |
10.6 |
Brennur, sem ætla má að bruni standi yfir í meira en 2 tíma (áramóta - Jónsmessu - ýmsir viðburðir). |
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 5. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir. Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.
Umhverfisráðuneytinu, 23. nóvember 2006.
F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Sigríður Auður Arnardóttir.