1. gr.
Við 1. gr. bætist nýr málsliður sem orðast svo:
c) |
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 196/2006 frá 3. febrúar 2006 um breytingu á I. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 761/2001 með hliðsjón af Evrópustaðli EN ISO 14001:2004 og um niðurfellingu á ákvörðun 97/265/EB, sem vísað er til í tl. 1eab I. kafla, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 57/2007, frá 7. júní 2007, skal öðlast gildi hér á landi. Reglugerðin er birt í fylgiskjali 1 við reglugerð þessa. |
2. gr.
1. mgr. 5. gr. orðast svo:
Fyrirtækjum og stofnunum sem eru aðilar að EMAS er einungis heimilt að nota merki EMAS, samanber IV. viðauka reglugerðar (EB) nr. 761/2001, ef þau eða þær eru með gilda EMAS skráningu. Heimild þessi nær til notkunar merkisins á flutningsumbúðum en skal að öðru leyti fylgja skilmálum í 8. gr. áðurnefndrar reglugerðar.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 6. tölul. 5. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, ásamt síðari breytingum.
Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 196/2006 frá 3. febrúar 2006 og ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2006/193/EB um reglur í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 761/2001, um notkun á EMAS kennimerkinu í undantekningartilvikum á flutningsumbúðir og þriðja stigs umbúðir, sem vísað er til í tl. 1eab I. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2007, þann 27. apríl 2007.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.
Umhverfisráðuneytinu, 21. maí 2008.
F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Sigríður Auður Arnardóttir.
Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)