520/2023
Reglugerð um (23.) breytingu á reglugerð nr. 544/2015 um plöntuverndarvörur.
1. gr.
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætast sex nýir töluliðir, svohljóðandi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2049 frá 24. nóvember 2021 um endurnýjun á samþykki fyrir virka efninu sýpermetríni sem efni sem ráðgert er að skipta út í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað, og um breytingu á viðaukanum við framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 540/2011, sem vísað er til í tl. 13zzzzzzzzzzzzg, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 312/2022, þann 9. desember 2022. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 8 frá 26. janúar 2023, bls. 217-226.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2081 frá 26. nóvember 2021 um að endurnýja ekki samþykki fyrir virka efninu indoxakarbi, í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað, og um breytingu á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 540/2011, sem vísað er til í tl. 13zzzzzzzzzzzzh, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 312/2022, þann 9. desember 2022. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 8 frá 26. janúar 2023, bls. 230-233.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/4 frá 4. janúar 2022 um samþykki fyrir virka efninu Purpureocillium lilacinum af stofni PL11 sem áhættulitlu efni, í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað, og um breytingu á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 540/2011, sem vísað er til í tl. 13zzzzzzzzzzzzi, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 312/2022, þann 9. desember 2022. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 8 frá 26. janúar 2023, bls. 234-237.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/19 frá 7. janúar 2022 um endurnýjun á samþykki fyrir virka efninu Purpureocillium lilacinum af stofni 251, í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað, og um breytingu á viðaukanum við framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 540/2011, sem vísað er til í tl. 13zzzzzzzzzzzzj, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 312/2022, þann 9. desember 2022. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 8 frá 26. janúar 2023, bls. 238-242.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/43 frá 13. janúar 2022 um endurnýjun á samþykki fyrir virka efninu flúmíoxasíni, í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað, og um breytingu á viðaukunum við framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 540/2011 og framkvæmdarreglugerð (ESB) 2015/408, sem vísað er til í tl. 13zzzzzzzzzzzzk, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 312/2022, þann 9. desember 2022. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 8 frá 26. janúar 2023, bls. 243-248.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/159 frá 4. febrúar 2022 um samþykki fyrir áhættulitla virka efninu Bacillus amyloliquefaciens af stofni IT-45, í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað, og um breytingu á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 540/2011, sem vísað er til í tl. 13zzzzzzzzzzzzl, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 312/2022, þann 9. desember 2022. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 8 frá 26. janúar 2023, bls. 249-252.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirtöldum EES-gerðum:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2049 frá 24. nóvember 2021 um endurnýjun á samþykki fyrir virka efninu sýpermetríni sem efni sem ráðgert er að skipta út í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað, og um breytingu á viðaukanum við framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 540/2011.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2081 frá 26. nóvember 2021 um að endurnýja ekki samþykki fyrir virka efninu indoxakarbi, í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað, og um breytingu á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 540/2011.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/4 frá 4. janúar 2022 um samþykki fyrir virka efninu Purpureocillium lilacinum af stofni PL11 sem áhættulitlu efni, í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað, og um breytingu á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 540/2011.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/19 frá 7. janúar 2022 um endurnýjun á samþykki fyrir virka efninu Purpureocillium lilacinum af stofni 251, í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað, og um breytingu á viðaukanum við framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 540/2011.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/43 frá 13. janúar 2022 um endurnýjun á samþykki fyrir virka efninu flúmíoxasíni, í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað, og um breytingu á viðaukunum við framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 540/2011 og framkvæmdarreglugerð (ESB) 2015/408.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/159 frá 4. febrúar 2022 um samþykki fyrir áhættulitla virka efninu Bacillus amyloliquefaciens af stofni IT-45, í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað, og um breytingu á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 540/2011.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 3. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 26. maí 2023.
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Stefán Guðmundsson.