Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

727/2017

Reglugerð um gjaldtöku vegna tjaldsvæða og þjónustu í Vatnajökulsþjóðgarði. - Brottfallin

1. gr.

Gjaldtaka er heimil innan Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu, eftir því sem nánar er kveðið á um í 2., 3. og 4. gr.

2. gr.

Gjald fyrir einn í gistingu í eina nótt á tjaldstæði í tjaldi, fellihýsi, tjaldvagni, hjólhýsi eða húsbíl. Þjónustugjald, sbr. 4. gr. og gistináttaskattur eru innifalin í gjaldinu:

    1. Almennt gjald kr.   1.700
    2. 13 til 16 ára börn, í fylgd með fullorðnum kr.      800

Aðgangur 12 ára og yngri barna, í fylgd með fullorðnum, að tjaldstæði er gjaldfrjáls.

Gjald fyrir gistingu í skála A í eina nótt:

    1. Almennt gjald kr.   6.500
    2. 13 til 16 ára börn, í fylgd með fullorðnum kr.   3.250

Aðgangur 12 ára og yngri barna, í fylgd með fullorðnum, að skála A er gjaldfrjáls.

Gjald fyrir gistingu í skála B í eina nótt:

    1. Almennt gjald kr.   5.000
    2. 13 til 16 ára börn, í fylgd með fullorðnum kr.   2.500

Aðgangur 12 ára og yngri barna, í fylgd með fullorðnum, að skála B er gjaldfrjáls.

3. gr.

Gjald fyrir aðra þjónustu:

    1. Sturtugjald, eitt skipti kr.      500
    2. Rafmagn fyrir húsbíl, hjólhýsi og fellihýsi, pr. sólarhring kr.   1.000
    3. Afnot af þvottavél, eitt skipti kr.      500
    4. Afnot af þurrkara, eitt skipti kr.      500
    5. Gjald vegna almenns aðgangs að aðstöðu í skála, einn dagur    
    (án gistingar) kr.      500
    6. Sértæk þjónusta við ferðamenn sem felur í sér sérstakt vinnuframlag    
    af hálfu starfsmanna þjóðgarðsins, gjald fyrir hverja klst. kr. 16.000
    7. Útgáfa starfsleyfa kr. 25.000
    8. Kortabæklingur, stk. kr.      500
    9. Aðrir bæklingar, stk. kr.      400
  10. Aðgangsgjald í íshella, pr. mann kr.   1.000
    13 til 16 ára börn, í fylgd með fullorðnum kr.      500

Aðgangur 12 ára og yngri barna, í fylgd með fullorðnum er gjaldfrjáls.

4. gr.

Þjónustugjald í Skaftafelli (sólarhringsgjald frá kl. 00.00 - 24.00):

  1. Flokkur A - Fólksbifreið, 5 manna eða færri kr.      600
  2. Flokkur B - Fólksbifreið 6-9 manna kr.      900
  3. Flokkur C - Rúta, 10-18 manna kr.   1.800
  4. Rútur D, E og F kr.   3.600
  5. Bifhjól kr.      300

Þjónustugjald er innifalið í tjaldstæðisgjaldi, sbr. 2. gr.

5. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt heimild í 21. gr. laga nr. 60/2007, um Vatnajökuls­þjóðgarð, öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð um gjaldtöku vegna tjaldsvæða og þjónustu í Vatnajökulsþjóðgarði, nr. 650/2017.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 11. ágúst 2017.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Björgvin Valdimarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica