1. gr.
Við 3. gr. reglugerðarinnar bætist eftirfarandi málsgrein:
Ráðuneyti samgöngumála ber ábyrgð á framkvæmd 12. mgr. 16. gr. í reglugerð (ESB) nr. 376/2014 og getur launafólk og samningsbundið starfsfólk tilkynnt ráðuneytinu um meint brot á reglunum.
2. gr.
Við 5. gr. reglugerðarinnar bætist eftirfarandi málsgrein:
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2034 frá 6. október 2020 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 376/2014 að því er varðar sameiginlega evrópska áhættuflokkunarkerfið, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 68/2023 frá 17. mars 2023. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2034 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 30 frá 20. apríl 2023, bls. 460-469.
Framkvæmdareglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2082 frá 26. nóvember 2021 um tilhögun um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 376/2014 að því er varðar sameiginlega evrópska áhættuflokkunarkerfið, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 68/2023 frá 17. mars 2023. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2082 er birt EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 30 frá 20. apríl 2023, bls. 470-478.
3. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 131. gr. laga um loftferðir nr. 80/2022 og öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 30. maí 2023.
F. h. r.
Valgerður B. Eggertsdóttir.
Eggert Ólafsson.