Við 1. málsgrein bætist nýr málsliður er orðist svo: Þá er þeim aðilum sem stunda netaveiðar, aðrar en grásleppuveiðar skv. sérstöku leyfi Fiskistofu, skylt að sleppa allri grásleppu, sem lifandi er í netum þegar þau eru dregin.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 2. gr. laga nr. 57, 3. júní 1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.