Sjávarútvegsráðuneyti

350/1996

Reglugerð um nýtingu afla og aukaafurða. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um nýtingu afla og aukaafurða.

 

1. gr.

                Skylt er að hirða og koma með að landi allan afla en þó skal sleppa lifandi þorski og ufsa styttri en 50 cm að lengd og ýsu styttri en 45 cm, sem fæst á handfæri.

                Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er heimilt að varpa fyrir borð afla sem sýktur er, selbitinn eða skemmdur á annan hátt, og sem ekki hefði verið unnt að komast hjá í veiðum þeim sem um er að ræða. Þá er heimilt að varpa fyrir borð fisktegundum, sem ekki sæta takmörkunum í leyfilegum heildarafla, enda hafi viðkomandi tegund ekki verðgildi.

 

2. gr.

                Heimilt er að varpa fyrir borð innyflum, hausum og öðru því sem fellur til við verkun og vinnslu afla um borð í veiðiskipum, enda verði þessi fiskúrgangur ekki nýttur með arðbærum hætti.

                Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skal skylt að hirða og koma með að landi öll þorsk- og ufsahrogn. Þá er og skylt að hirða og koma með að landi allan afskurð sem fellur til við snyrtingu á þorsk-, ýsu- og ufsaflökum um borð í fullvinnsluskipum.

 

3. gr.

                Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 57, 3. júní 1996, um umgengni um nytjastofna sjávar.

 

4. gr.

                Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 2. gr. laga nr. 57, 3. júní 1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Jafnframt er felld úr gildi reglugerð nr. 205, 29. apríl 1991, um nýtingu aukaafurða.

 

Sjávarútvegsráðuneytinu, 25. júní 1996.

 

Þorsteinn Pálsson.

Árni Kolbeinsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica