1. gr.
3. gr. orðist svo:
Heimilt er að blanda þeim bætiefnum í matvæli sem tilgreind eru í viðauka, töflu 1 við reglugerð þessa í því formi sem tilgreint er í töflu 2.
Íblöndun bætiefna í óunnin matvæli svo sem kjöt, fisk, ávexti og grænmeti er óheimil.
Framleiðandi eða dreifingaraðili skal tilkynna um íblöndun bætiefna í matvæli til Umhverfisstofnunar og afhenda sýnishorn af merkimiða vörunnar.
Merkja skal næringargildi matvæla sem í er blandað bætiefnum. Merkingin skal vera í samræmi við 9. gr. reglugerðar um merkingu næringargildis matvæla, nr. 586/1993 og miða við heildarmagn bætiefna í vörunni þegar íblöndunin á sér stað.
Umhverfisstofnun getur gefið út leiðbeiningar um ásættanlegt hámarksmagn tiltekinna bætiefna í matvæli.
Komi fram rökstuddur grunur um að vara, sem reglugerð þessi nær til, sé hættuleg heilsu manna er heimilt að takmarka eða banna framleiðslu, innflutning og sölu á viðkomandi vöru sbr. 28. og 29. gr. laga um matvæli, nr. 93/1995.
2. gr.
Við reglugerðina bætist viðauki svohljóðandi:
Tafla 1: Listi yfir þau vítamín og steinefni sem heimilt er að blanda í matvæli.
1. Vítamín |
2. Steinefni |
A-vítamín |
Kalsíum |
D-vítamín |
Magnesíum |
E-vítamín |
Járn |
K-vítamín |
Kopar |
B1-vítamín |
Joð |
B2-vítamín |
Sink |
Níasín |
Mangan |
Pantóþensýra |
Natríum |
B6-vítamín |
Kalíum |
Fólat |
Selen |
B12-vítamín |
Króm |
Bíótín |
Mólybden |
C-vítamín |
Flúoríð |
Klóríð |
|
Fosfór |
Tafla 2: Form vítamína og steinefna í töflu 1.
1. Vítamín |
|
A-VÍTAMÍN |
NÍASÍN |
a) retínól |
a) nikótínsýra |
b) retínýlasetat |
b) nikótínamíð |
c) retínýlpalmítat |
|
d) beta-karótín |
PANTÓÞENSÝRA |
a) Kalsíum-D-pantóþenat |
|
D-VÍTAMÍN |
b) Natríum-D-pantóþenat |
a) kólíkalsíferól |
c) dexpanþenól |
b) ergókalsíferól |
|
B6-VÍTAMÍN |
|
E-VÍTAMÍN |
a) pýridoxínhýdróklóríð |
a) D-alfa-tókóferól |
b) pýridoxín 5'-fosfat |
b) DL-alfa-tókóferól |
c) pýridoxíndípalmitat |
c) D-alfa tókóferýlasetat |
|
d) DL-alfa-tókóferýlasetat |
FÓLAT |
e) D-alfa-tókóferýlsúksínsýra |
a) teróýlmónóglútamínsýra |
K-VÍTAMÍN |
B12-VÍTAMÍN |
a) fýllókínon (fýtómenadíon) |
a) sýanókóbalamín |
b) hýdroxókóbalamín |
|
B1-VÍTAMÍN |
|
a) þíamínhýdróklóríð |
BÍÓTÍN |
b) þíamínmónónítrat |
a) D-bíótín |
B2-VÍTAMÍN |
C-VÍTAMÍN |
a) ríbóflavín |
a) L-askorbínsýra |
b) natríumríbóflavín-5'-fosfat |
b) natríum L-askorbat |
c) kalsíum L-askorbat |
|
d) kalíum L-askorbat |
|
e) L-askorbýl-6-palmítat |
2. Steinefni |
|
kalsíumkarbónat |
sinkasetat |
kalsíumklóríð |
sinkklóríð |
kalsíumsalt af sítrónusýru |
sinksítrat |
kalsíumglúkonat |
sinkglúkonat |
kalsíumglýserófosfat |
sinklaktat |
kalsíumlaktat |
sinkoxíð |
kalsíumsölt af ortófosfórsýru |
sinkkarbónat |
kalsíumhýdroxíð |
sinksúlfat |
kalsíumoxíð |
|
kalsíumsúlfat |
|
mangankarbónat |
|
magnesíumasetat |
manganklóríð |
magnesíumkarbónat |
mangansítrat |
magnesíumklóríð |
manganglúkonat |
magnesíumsölt af sítrónusýru |
manganglýserófosfat |
magnesíumglúkonat |
mangansúlfat |
magnesíumglýserófosfat |
|
magnesíumsölt af ortófosfórsýru |
|
magnesíumlaktat |
natríumbíkarbónat |
magnesíumhýdroxíð |
natríumkarbónat |
magnesíumoxíð |
natríumsítrat |
magnesíumsúlfat |
natríumglúkonat |
natríumlaktat |
|
ferrókarbónat |
natríumhýdroxíð |
ferrósítrat |
natríumsölt af ortófosfórsýru |
ferríammoníumsítrat |
natríumselenat |
járnglúkonat |
natríumvetnisselenít |
ferrófúmarat |
natríumselenít |
ferrínatríumdífosfat |
natríumflúoríð |
ferrólaktat |
|
ferrósúlfat |
|
ferrídífosfat (ferrípýrófosfat) |
kalíumflúoríð |
ferrísakkarat |
kalíumbíkarbónat |
járn (afoxað úr karbonýl, rafgreint eða |
kalíumkarbónat |
vetnisafoxað) |
kalíumklóríð |
kalíumsítrat |
|
kúpríkarbónat |
kalíumglúkonat |
kúprísítrat |
kalíumglýserófosfat |
kúpríglúkonat |
kalíumlaktat |
kúprísúlfat |
kalíumhýdroxíð |
koparlýsínflóki |
kalsíumsölt af ortófosfórsýru |
natríumjoðíð |
króm(III)klóríð og hexahýdrat þess |
natríumjoðat |
króm(III)súlfat og hexahýdrat þess |
kalíumjoðíð |
ammoníummólýbdat (mólýbden (VI)) |
kalíumjoðat |
natríummólýbdat (mólýbden (VI)) |
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 17., 18. og 22. gr. laga um matvæli, nr. 93/1995, sbr. og lög um nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Ákvæði til bráðabirgða orðist svo:
Tilkynna skal sbr. 3. gr. um vörur sem falla undir reglugerð þessa og sem þegar eru á markaði við gildistöku hennar innan árs frá gildistöku reglugerðarinnar.
Heimilt er að selja vörur sem ekki samræmast ákvæðum reglugerðar þessarar og settar eru á markað eða merktar fyrir gildistöku reglugerðar þessarar svo lengi sem þær hafa geymsluþol til, þó ekki lengur en til 31. desember 2009.
Umhverfisráðuneytinu, 26. september 2007.
F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Sigríður Auður Arnardóttir.