1. gr.
Eftir klukkan 12.00 21. febrúar 2008 eru allar loðnuveiðar bannaðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.
2. gr.
Með mál sem rísa út af brotum á reglugerð þessari skal farið að hætti opinberra mála og varða brot viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða og laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða og laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.
Ákvæði til bráðabirgða.
Þrátt fyrir ákvæði 1. gr. er íslenskum skipum heimilt að veiða allt að 3.000 lestum af loðnu á tímabilinu frá kl. 18.00 21. febrúar 2008 til og með 24. febrúar 2008. Þá er færeyskum skipum heimilt að veiða allt að 250 lestum af loðnu og grænlenskum skipum allt að 250 lestum á tímabilinu frá kl. 18.00 21. febrúar til og með 24. febrúar 2008.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 21. febrúar 2008.
Einar Kristinn Guðfinnsson.
Steinar Ingi Matthíasson.