Sjávarútvegsráðuneyti

235/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 849, 14. desember 1999, um eftirlit með innflutningi sjávarafurða. - Brottfallin

1. gr.

1. mgr. 13. gr. orðist svo:
Landamærastöðvar skulu staðsettar á eftirtöldum stöðum: Akureyri, Hafnarfirði, Húsavík, Ísafirði, Keflavíkurflugvelli, Reykjavík og Þorlákshöfn. Fiskmjöl má aðeins fara um landamærastöðvar í Hafnarfirði, Reykjavík og á Akureyri. Lifandi sjávardýr mega aðeins fara um landamærastöð á Keflavíkurflugvelli.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 29. gr. laga nr. 55, 10. júní 1998, um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 23. febrúar 2005.

F. h. r.
Vilhjálmur Egilsson.
Guðríður M. Kristjánsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica