1. mgr. 13. gr. orðist svo:
Landamærastöðvar skulu staðsettar á eftirtöldum stöðum: Akureyri, Eskifirði, Hafnarfirði, Húsavík, Ísafirði, Keflavíkurflugvelli, Njarðvík, Reykjavík og Þorlákshöfn. Fiskmjöl má aðeins fara um landamærastöðvar á Akureyri, í Hafnarfirði, Njarðvík og Reykjavík. Lifandi sjávardýr mega aðeins fara um landamærastöð á Keflavíkurflugvelli.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 29. gr. laga nr. 55, 10. júní 1998, um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.