Sjávarútvegsráðuneyti

203/2000

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 849, 14. desember 1999, um eftirlit með innflutningi sjávarafurða. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. reglugerðarinnar:

a. 2. mgr. orðast svo: Fiskistofa heldur skrá yfir þá aðila sem hlotið hafa viðurkenningu sbr. 1. mgr.

b. Á eftir 2. mgr. bætist ný málsgrein er orðast svo: Um innflutning á sjávarafurðum frá Liechtenstein fer eins og um flutning slíkra afurða frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins.

2. gr.

1. málsl. 11. gr. orðast svo: Skylt er að tilkynna Fiskistofu og viðkomandi landamærastöð, sbr. 13. gr., með 24. klst. fyrirvara um komu sendingar til landsins.

3. gr.

15. gr. breytist svo:

a. Nýr málsl. bætist við 3. tölul. og orðast svo: Þó er heimilt að víkja frá þessu skilyrði ef vara er flutt innan tollsvæðis viðkomandi landamærastöðvar og hún stoppar ekki lengur en 12 klst. ef um landamærastöð Keflavíkurflugvallar er að ræða en 7 sólarhringa ef um aðra landamærastöð er að ræða.

b. Í stað lokamálsliðar 3. mgr. koma tveir nýir málsliðir sem orðast svo: Fari flutningur fram innan tollsvæðis viðkomandi landamærastöðvar og vara stoppar ekki lengur en 12 klst. á landamærastöð Keflavíkurflugvallar eða 7 daga ef um aðra landamærastöð er að ræða er slíkt eftirlit þó ekki skylt nema ef grunur leikur á að heilbrigði manna eða dýra sé stofnað í hættu. Stoppi vara lengur en 48 klst. á landamærastöð Keflarvíkurflugvallar eða 20 daga ef um aðra landamærastöð er að ræða skal fara fram eftirlit skv. 1., 2. og 3. lið 14. gr.

c.         Á eftir 4. mgr. kemur ný málsgrein er orðast svo: Þegar vara er flutt milli flutningstækja skal hún geymd undir eftirliti Fiskistofu innan tollsvæðis viðkomandi landamærastöðvar.

4. gr.

Við 2. mgr. viðauka C bætist nýr málsliður er orðast svo: Þrátt fyrir framangreint skal skoða allar sendingar sem koma frá ríkjum sem sérstök ákvörðun hefur ekki verið tekin um að fullnægi kröfum sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu, sbr. skrá Fiskistofu þar um.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 55/1998, um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 23. mars 2000.

Árni M. Mathiesen.

Þorsteinn Geirsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica