1. gr.
Reglugerð þessi tekur til íslenskra skipa sem stunda veiðar á samningssvæði Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC), utan lögsögu ríkja. Þá tekur reglugerðin til veiða innan lögsögu ríkja, lúti veiðar á viðkomandi tegundum stjórn NEAFC um leyfilegan hámarksafla. Loks gildir reglugerðin um tilkynningarskyldu íslenskra skipa til hafnríkja, hafi þau stundað veiðar innan eða utan lögsögu og fryst afla eða tekið við frystum afla sem veiddur er á samningssvæði NEAFC og landað aflanum í erlendri höfn. Reglugerð þessi lýtur að framkvæmd samkomulags milli aðildarríkjanna frá 20. nóvember 1998, um eftirlit með veiðum á samningssvæði NEAFC.
2. gr.
Íslensk skip, sem stunda veiðar á samningssvæði NEAFC, skulu fara eftir reglum NEAFC, Scheme of Control and Enforcement.
3. gr.
Íslenskum fiskiskipum er óheimilt að stunda veiðar á samningssvæði NEAFC, skv. 1. gr., án sérstaks leyfis Fiskistofu.
4. gr.
Halda skal rafræna afladagbók vegna veiða á NEAFC-svæðinu, sbr. kafla III í reglum NEAFC, Scheme of Control and Enforcement. Að auki skulu skip sem vinna afla um borð, halda sérstaka vinnslu- og lestarskrá skv. grein 9.4.a og b og viðauka IV.b og c við reglur NEAFC, Scheme of Control and Enforcement.
5. gr.
Allar tilkynningar sem skylt er að senda samkvæmt reglugerð þessari skal senda á tölvutæku formi úr rafrænni afladagbók skipsins til sameiginlegrar eftirlitsstöðvar Landhelgisgæslunnar og Fiskistofu sem miðlar gögnum til þeirra stofnana sem við á. Í reglugerð þessari er hún nefnd "eftirlitsstöð".
Tilkynningar skulu sendar með þeim hætti sem lýst er í viðauka VIII við reglur NEAFC, Scheme of Control and Enforcement.
6. gr.
Öll skip sem stunda veiðar á samningssvæðinu skulu búin fjarskiptabúnaði, sem sendir upplýsingar með sjálfvirkum hætti til eftirlitsstöðvarinnar um staðsetningu, stefnu og hraða viðkomandi skips á klukkustundar fresti. Óheimilt er að halda til veiða fyrr en starfsmenn eftirlitsstöðvarinnar hafa staðfest að ofangreindur búnaður starfi eðlilega. Skulu sendingar samkvæmt framangreindu hefjast þegar viðkomandi skip lætur úr höfn og skal þeim ekki ljúka fyrr en skipið kemur til hafnar að nýju til löndunar afla.
Ef búnaður til sjálfvirkra sendinga skv. 1. mgr. bilar, skal gert við hann svo fljótt sem mögulegt er, þó eigi síðar en að 30 dögum liðnum. Þar til búnaðurinn verður kominn í lag skal senda á annan hátt upplýsingar um staðsetningu skipsins á 4 klukkustunda fresti til eftirlitsstöðvarinnar.
Ennfremur skal tilkynna til Fiskistofu, á tölvupóstfangið uthafsv@fiskistofa.is, þegar skipið hefur veiðar á samningssvæðinu og þegar þeim lýkur.
7. gr.
Öll skip sem veiðar stunda á samningssvæðinu skulu senda eftirgreindar tilkynningar til eftirlitsstöðvarinnar:
Komutilkynning: Skylt er skipstjóra skips að tilkynna til eftirlitsstöðvarinnar, með ekki meira en 12 klukkustunda fyrirvara og að lágmarki 2 klukkustunda fyrirvara, að það fari inn á samningssvæðið til veiða.
Í tilkynningunni komi fram eftirfarandi upplýsingar:
Aflatilkynning: Daglega skal tilkynna eftirlitsstöðinni um heildarafla síðasta sólarhrings miðað við afla upp úr sjó, sundurgreindan eftir tegundum. Tilkynningin skal berast í síðasta lagi klukkan 12 UTC næsta dag eftir að veiðar hófust. Í tilkynningunni komi fram eftirfarandi upplýsingar:
Lokatilkynning: Þegar veiðiskip yfirgefur samningssvæðið skal það tilkynnt eftirlitsstöðinni með ekki meiri en 8 klukkustunda fyrirvara og að minnsta kosti 2 klukkustunda fyrirvara. Jafnframt skal í tilkynningu tilgreindur áætlaður heildarafli frá því að veiðar hófust hafi dagleg aflatilkynning ekki verið send, en að öðrum kosti frá síðustu aflatilkynningu. Tilkynna skal afla upp úr sjó, sundurliðaðan eftir tegundum og einnig löndunarhöfn. Í tilkynningunni komi fram eftirfarandi upplýsingar:
Varðandi nánari skráningu upplýsinga og tilkynninga samkvæmt þessari grein, auk annarra tilkynninga sem ekki eru þar tilgreindar, vísast til viðauka VIII við reglur NEAFC, Scheme of Control and Enforcement, ásamt ákvæðum sérreglna NEAFC um einstakar veiðar eins og við á hverju sinni.
Um afturköllun tilkynninga er auk þess vísað til greinar 14.4 og viðauka VIII (7) við reglur NEAFC, Scheme of Control and Enforcement.
8. gr.
Um vigtun afla gilda ákvæði reglugerðar nr. 224/2006, um vigtun og skráningu sjávarafla, með síðari breytingu. Óheimilt er að flytja óvigtaðan afla um borð í flutningaskip eða önnur veiðiskip. Skipum sem stunda veiðar á uppsjávartegundum, er þó heimilt að miðla afla úr veiðarfærum milli veiðiskipa í því skyni að koma í veg fyrir að fiski sé sleppt dauðum úr veiðarfærum.
9. gr.
Skylt er skipstjórum íslenskra skipa, sem heimild hafa til löndunar erlendis og ætla að landa frystum afla eða afurðum í erlendri höfn, að tilkynna þar til bæru yfirvaldi hafnríkis með minnst 3 virkra daga fyrirvara um komu sína til hafnar. Tilkynningar skulu sendast með rafrænum hætti á heimasíðu NEAFC, https://psc.neafc.org. Til að geta sent slíkar tilkynningar þarf að vera skráður notandi.
10. gr.
Skylt er skipstjórum skipa sem stunda veiðar á samningssvæðinu eða hafa stundað veiðar þar, að heimila og aðstoða eftirlitsmenn samningsríkja NEAFC við komu um borð í veiðiskip sé eftir því leitað, enda sýni þeir með skilríkjum að þeir séu til þess bærir.
Er skipstjóra viðkomandi skips skylt að sjá til þess að eftirlitsmönnum sé gert kleift að komast um borð með skjótum og öruggum hætti og skal vera til staðar nauðsynlegur búnaður sem tryggir það skv. viðauka XIV við reglur NEAFC, Scheme of Control and Enforcement.
Skipstjórum er skylt að veita eftirlitsmönnum endurgjaldslaust aðbúnað, starfsaðstöðu og aðstoð sem þeim er nauðsynleg í starfi sínu, m.a. greiðan aðgang að fjarskiptatækjum, staðsetningartækjum og kortum.
Eftirlitsmönnum skal leyft að skoða og mæla veiðarfæri skipsins og afla til að ganga úr skugga um að farið sé eftir reglum NEAFC. Þá skal eftirlitsmönnum gert kleift að skoða skjöl skipsins, skrifa í þau athugasemdir sínar, m.a. um meint brot og gera skýrslu um skoðunina.
11. gr.
Skipstjóri sem stundar veiðar með botnveiðarfærum skal, til verndunar viðkvæmra vistkerfa, meta magn kórals og svampa í togi, neta- eða línulögn. Ef magn er meira en 30 kg af lifandi kóral eða 400 kg af lifandi svampi á svæði þar sem veiðar hafa verið stundaðar áður gildir eftirfarandi:
a) |
Skipstjóri skal tilkynna atvikið til Fiskistofu, á tölvupóstfangið uthafsv@ fiskistofa.is sem tilkynnir atvikið án tafar til skrifstofu NEAFC. Skipstjóri skal taka sýni og skal skrá sýnatöku í afladagbók skipsins. Sýnin skulu fryst um borð, rækilega merkt (staður, dagsetning og dýpi) og send Hafrannsóknastofnun, þegar að lokinni veiðiferð. |
|
b) |
Skipstjóra ber að hætta veiðum og færa veiðar í tveggja sjómílna fjarlægð hið minnsta frá þeim stað þar sem líklegast er að mögulegt viðkvæmt vistkerfi sé að finna. |
Um veiðar með botnveiðarfærum á svæðum þar sem slíkar veiðar hafa ekki verið stundaðar áður er vísað til reglna NEAFC um botnveiðar á nýjum svæðum.
12. gr.
Eftirlitsstöðin skal með sjálfvirkum hætti fylgjast með því hvort skip stundi veiðar innan lokaðra svæða. Jafnframt skal eftirlitsstöðin með sama hætti fylgjast með hvort skip stundi botnvörpuveiðar utan svæða þar sem botnvörpuveiðar hafa ekki verið stundaðar áður.
13. gr.
Brot á reglugerð þessari og ákvæðum leyfa gefnum út á grundvelli hennar, skulu varða viðurlögum samkvæmt III. kafla laga nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum og VI. kafla laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.
14. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum og lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi. Frá sama tíma er felld úr gildi reglugerð nr. 1221/2008, um veiðieftirlit á samningssvæði Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC).
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 17. mars 2014. |
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, |
Kristján Freyr Helgason. |
Baldur P. Erlingsson.