Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

996/2013

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 911/2011 um garnaveiki og varnir gegn henni.

1. gr.

2. tl. í viðauka I við reglugerðina orðast svo: Á Norðurlandi frá Húnaflóa að Skjálfandafljóti og einnig í Skútustaðahreppi. Ekki er þó skylt að bólusetja í Miðfjarðarhólfi eða í Grímsey.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 29. gr. laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1993 og öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 29. október 2013.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
Halldór Runólfsson.

Rebekka Hilmarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica