Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

629/2011

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1221, 23. desember 2008, um veiðieftirlit á samningssvæði Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC). - Brottfallin

1. gr.

Við 1. gr. bætist nýr málsliður svohljóðandi:

Skipum sem stunda veiðar á samningssvæði NEAFC, ber að fara eftir reglum NEAFC, Scheme of Control and Enforcement.

2. gr.

Við lokamálsgrein 3. gr. bætist nýr málsliður svohljóðandi:

Að auki skulu skip sem vinna afla um borð, halda sérstaka lestarskrá sbr. gr. 9.4.b og viðauka IV c við reglur NEAFC.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum og lögum nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 28. júní 2011.

F. h. r.

Kristján Freyr Helgason.

Þórhallur Ottesen.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica