1. gr.
2. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Miðað er við að veiðitímabil innfjarðarækju standi frá 1. október til 1. maí.
Veiðar á Ísafjarðardjúpi skulu stundaðar innan dags á tímabilinu frá kl. 09.00-18.00 og skal hver veiðiferð ekki taka meira en einn dag. Veiðar á Ísafjarðardjúpi eru heimilar frá mánudegi til föstudags en bannaðar á laugardögum og sunnudögum.
Veiðar á Arnarfirði skulu stundaðar innan dags á tímabilinu frá kl. 07.00-19.00. Veiðar á Arnarfirði eru heimilar alla daga vikunnar.
Heimilt er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að fela Fiskistofu að tilkynna leyfishöfum um breytingu á upphafi og lokum vertíðar á tilgreindum veiðisvæðum innfjarðarækju, liggi fyrir umsögn um það frá Hafrannsóknastofnuninni.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum, til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 31. janúar 2012.
F. h. r.
Hrefna Karlsdóttir.
Arnór Snæbjörnsson.