1. gr.
Gildissvið.
Reglugerð þessi gildir um strandveiðar, þar sem fenginn afli telst ekki til aflamarks eða krókaaflamarks, samkvæmt 6. gr. a í lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.
2. gr.
Strandveiðar.
Í maí, júní, júlí og ágúst 2012 er, að fengnu leyfi Fiskistofu, heimilt að veiða á handfæri allt að 8.600 lestir samtals af óslægðum botnfiski, sem ekki reiknast til aflamarks eða krókaaflamarks þeirra fiskiskipa sem stunda handfæraveiðar samkvæmt reglugerð þessari.
3. gr.
Leyfi til veiða.
Fiskistofu er eingöngu heimilt að veita fiskiskipi leyfi til strandveiða að fullnægðum ákvæðum 5. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.
Einungis er heimilt að veita hverri útgerð, eiganda, einstaklingi eða lögaðila, leyfi til strandveiða fyrir eitt fiskiskip.
Eigandi fiskiskips skal vera lögskráður á skipið. Þegar fiskiskip er í eigu lögaðila er fullnægjandi ef einn eigenda lögaðilans er lögskráður á skipið. Í umsókn lögaðila um leyfi til strandveiða skulu koma fram upplýsingar um eignarhald á lögaðilanum og þann/þá sem koma til með að vera lögskráðir á fiskiskip.
Óheimilt er að veita fiskiskipi leyfi til strandveiða hafi aflamark í þorskígildum talið, umfram það aflamark sem flutt hefur verið til þess á fiskveiðiárinu, verið flutt af því. Eftir útgáfu leyfis til strandveiða er skipum óheimilt að flytja frá sér aflamark þess árs umfram það sem flutt hefur verið til skips.
Við útgáfu Fiskistofu á leyfi til fiskiskips til handfæraveiða, samkvæmt reglugerð þessari, falla úr gildi önnur leyfi þess til að stunda veiðar til loka fiskveiðiársins 2011/2012 sem gefin eru út með stoð í lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, og lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.
4. gr.
Strandveiðisvæði.
Heimildir til strandveiða samkvæmt þessari reglugerð skiptast á fjögur svæði, sem eru:
Í hlutdeild hvers svæðis koma heimildir í óslægðum botnfiski, í tonnum talið, sem hér segir:
Botnfiskur |
maí |
júní |
júlí |
ágúst |
Svæði A |
715 |
858 |
858 |
429 |
Svæði B |
509 |
611 |
611 |
305 |
Svæði C |
551 |
661 |
661 |
331 |
Svæði D |
600 |
525 |
225 |
150 |
Fiskistofu er eingöngu heimilt að veita skipi leyfi til strandveiða miðað við landsvæði þar sem útgerð skips á heimilisfesti samkvæmt þjóðskrá eða fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra og skal öllum afla veiðiskips landað innan þess landsvæðis. Sama fiskiskipi verður aðeins veitt leyfi frá einu landsvæði á fiskveiðiárinu.
Náist ekki að veiða heimilaðan afla tiltekins landsvæðis í maí, júní eða júlí bætast ónýttar heimildir við aflaheimildir næsta mánuð á eftir. Fiskistofa fylgist með afla þessum og tilkynnir ráðuneytinu hvenær líklegt megi telja að viðmiðunarafla tímabils verði náð, sbr. 1. mgr.
Ráðherra skal stöðva veiðar á tilteknu svæði, þegar sýnt er að leyfilegum heildarafla verði náð, og skulu fiskiskip sem leyfi hafa á því svæði þá hætta veiðum.
5. gr.
Veiðar.
Leyfi til handfæraveiða samkvæmt reglugerð þessari eru bundin eftirfarandi skilyrðum:
6. gr.
Viðurlög.
Brot gegn reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt VI. kafla laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.
7. gr.
Gildistaka o.fl.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 6. gr. a laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, til að öðlast gildi þegar í stað og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.
Við gildistöku þessarar reglugerðar falla úr gildi reglugerðir um strandveiðar nr. 550/2009, 384/2010 og 361/2011, með áorðnum breytingum.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 29. febrúar 2012.
Steingrímur J. Sigfússon.
Arnór Snæbjörnsson.