1. gr.
Ákvæði til bráðabirgða orðist svo:
Skipum sem fengið hafa sérstakt leyfi til djúpsjávarveiða með botnfiskveiðarfærum er heimilt til 31. ágúst 2011, að veiða eftirfarandi fisktegundir að hámarki miðað við óslægðan fisk sem hér segir:
1. Blálanga |
37.668 kg |
|
2. Grálúða |
33.881 kg |
|
3. Keila |
23.320 kg |
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum og lögum nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 29. mars 2011.
F. h. r.
Jóhann Guðmundsson.
Indriði Björn Ármannsson.