1. gr.
1. gr. orðast svo:
Reglugerð þessi gildir um eftirfarandi fullunnin efni og hluti, sem ætlað er að snerta matvæli:
a) |
efni og hluti sem eingöngu eru úr plasti; |
|
b) |
lagskipt efni og hluti úr plasti; |
|
c) |
lög úr plasti eða húðun úr plasti sem notuð eru sem þéttilag í lok íláta, þar sem tvö eða fleiri lög af mismunandi gerð eru sett saman. |
Þrátt fyrir ákvæði c-liðar 1. mgr. þá gildir reglugerð þessi ekki um efni og hluti sem settir eru saman úr tveimur eða fleiri lögum, þar sem eitt lag eða fleiri eru ekki eingöngu úr plasti, jafnvel þó það lag sem er ætlað að snerta matvæli sé eingöngu úr plasti.
2. gr.
Eftirfarandi skilgreiningar bætast við 2. gr. í stafrófsröð:
Fitulaus matvæli eru þau matvæli sem matvælahermar A, B og C sbr. viðauka 8 eru notaðir fyrir í flæðiprófunum.
Lagskipt plastefni og hlutir eru efni og hlutir gerðir eingöngu úr plasti sem er ætlað að snerta matvæli þar sem tvö eða fleiri lög eru sett saman með lími eða á einhvern annan hátt.
Plasttálmi er vörn sem samanstendur af einu eða fleiri lögum af plasti og sem tryggir að fullunnið efni og hlutir séu í samræmi við 3. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1935/2004 sem birt er sem fylgiskjal við reglugerð, nr. 398/2008 um gildistöku tiltekinnar gerðar Evrópusambandsins um efni og hluti sem ætlað er að komast í snertingu við matvæli og reglugerð þessa.
3. gr.
3. gr. orðast svo:
Heildarflæði í matvæli úr efnum og hlutum úr plasti skal ekki fara yfir 60 mg/kg.
Í eftirfarandi tilvikum skal hámarksflæði hins vegar vera 10 mg/dm² af yfirborði efna og hluta úr plasti:
a) |
hlutir sem eru ílát eða líkja má við ílát, eða má fylla og taka minna en 500 ml og meira en 10 l; |
|
b) |
filmur, arkir eða önnur efni og hlutir sem ekki er hægt að fylla, eða þar sem ekki er unnt að meta hversu stórt hlutfall matvæla kemst í snertingu við yfirborð efnisins eða hlutarins. |
Fyrir efni og hluti úr plasti sem ætlað er að snerta matvæli ætluð ungbörnum og smábörnum sbr. reglugerðir nr. 735/1997 um ungbarnablöndur og stoðblöndur og nr. 140/2003 um barnamat fyrir ungbörn og smábörn, skal heildarflæði ekki vera hærra en 60 mg/kg. Sértæk flæðimörk (SFM) fyrir slík plastefni og -hluti skulu alltaf miðuð við mg/kg.
4. gr.
Á eftir 5. gr. kemur ný grein 5. gr. a, svohljóðandi:
a. (5. gr. a.)
Aukefni, sbr. 5. gr., sem leyfð eru til notkunar í matvæli skv. reglugerð nr. 285/2002 um aukefni í matvælum eða bragðefni skv. reglugerð nr. 587/1993 um bragðefni í matvælum skulu ekki berast í matvæli:
a) |
í því magni sem getur haft tæknileg áhrif í matvælunum; |
|
b) |
þar sem notkun þeirra er leyfileg, í magni sem er umfram leyfileg mörk skv. reglugerðum nr. 285/2002 eða nr. 587/1993; |
|
c) |
þar sem ekki er leyfilegt að nota aukefnin, í magni sem er yfir þeim mörkum sem sett eru skv. 5. gr. |
5. gr.
Á eftir 5. gr. a. koma þrjár nýjar greinar 5. gr. b - 5. gr. d, svohljóðandi:
a. (5. gr. b.)
Fyrir notkun aukefna í framleiðslu á plast lögum eða plasthúðuðum lokum sbr. c-lið 1. mgr. 1. gr. gildir eftirfarandi:
a) |
takmarkanir og forskriftir fyrir aukefni í viðauka 3 gilda með fyrirvara um 2. mgr. 5. gr. |
|
b) |
Þrátt fyrir 1. mgr. 5. gr. má halda áfram að nota aukefni sem ekki eru listuð upp í viðauka 3 þar til þau verða endurmetin. |
b. (5. gr. c.)
Eftirfarandi reglur gilda um aukefni sem eingöngu er ætlað að vera hjálparefni í fjölliðun við framleiðslu á efnum og hlutum úr plasti og ekki er ætlað að vera í lokaafurð:
a) |
Fyrir hjálparefni í fjölliðun sem lýst er í viðauka 3 skulu takmarkanir og/eða forskriftir gilda með fyrirvara um ákvæði 2. mgr. 5. gr. |
|
b) |
Þrátt fyrir 1. mgr. 5. gr. má halda áfram að nota hjálparefni í fjölliðun sem ekki eru listuð í viðauka 3 þar til þau verða endurmetin. |
c. (5. gr. d.)
Óheimilt er að nota efnið asódíkarbónamíð, með tilvísunarnúmer 36640 (CAS nr. 000123-77-3) við framleiðslu á efnum og hlutum úr plasti.
6. gr.
Við reglugerðina bætist ný grein sem verður 8. gr. a. svohljóðandi:
Við markaðssetningu aðra en smásölu á efni og hlutum úr plasti sem ætlað er að snerta matvæli og innihalda aukefnin sem vísað er til í 5. gr. a skal skrifleg yfirlýsing fylgja með sbr. 8. gr.
7. gr.
Við reglugerðina bætist ný grein sem verður 9. gr. a. svohljóðandi:
Fyrir marglaga plastefni og hluti skal samsetning hvers lags fyrir sig vera í samræmi við reglugerð þessa.
Þrátt fyrir 1. mgr. gildir eftirfarandi um lag, sem er ekki í beinni snertingu við matvæli og er aðskilið með plasttálma, svo lengi sem fullunnið efni eða hlutur er samkvæmt sértækum- og heildarflæðimörkum:
a) |
Það þarf ekki að vera í samræmi við takmarkanir og/eða forskriftir í reglugerð þessari; |
|
b) |
Það má vera framleitt með öðrum efnum en þeim sem gefin eru upp í reglugerð þessari. |
Flæði efna nefndra í 2. mgr. b-lið í matvæli eða matvælahermi má ekki fara yfir 0,01 mg/kg, mælt með tölfræðilegri vissu með viðurkenndri mæliaðferð. Þessi mörk skulu alltaf gefin upp sem styrkur í matvælum eða matvælahermi. Mörkin gilda fyrir flokk efnasambanda, ef þau eru skyld að því er varðar efna- eða eiturefnafræðilega byggingu, sérstaklega ísomerar eða efni með sama virka hópinn og skulu ná yfir hugsanlegt smit.
Efnin sem nefnd eru í 2. mgr. b-liðar skulu ekki tilheyra eftirfarandi flokkum:
a) |
Efni flokkuð sem staðfest eða grunuð krabbameinsvaldandi, stökkbreytandi eða efni sem hafa skaðleg áhrif á æxlun, sbr. reglugerð nr. 750/2008 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni. |
|
b) |
Efni sem samkvæmt viðmiðum um eigin ábyrgð eru flokkuð sem krabbameinsvaldandi, stökkbreytandi eða efni sem hafa skaðleg áhrif á æxlun samkvæmt reglum, sbr. reglugerð nr. 750/2008 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni. |
8. gr.
Við 10. gr. bætist ný málsgrein svohljóðandi:
Þrátt fyrir 1. mgr., skal sannprófun á SFM fyrir þalöt (tilvísunarnúmer 74640, 74880, 74560, 75100, 75105) sem koma fyrir í viðauka 3, lista B, eingöngu vera framkvæmd með matvælahermum. Hinsvegar getur sannprófun SFM verið gerð með matvælum þar sem matur hefur ekki þegar komist í snertingu við efni eða hluti og er forprófað fyrir þalötum og gildin eru hvorki tölfræðilega marktæk né hærri eða jöfn magngreiningarmörkum.
9. gr.
8. gr. orðast svo:
Skrifleg yfirlýsing.
Á öðrum stigum dreifingar en í smásölu skal skrifleg yfirlýsing fylgja efnum og -hlutum úr plasti, sem og efnum sem ætluð eru til framleiðslu á þessum efnum og hlutum, í samræmi við 16. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1935/2004 sem birt er sem fylgiskjal við reglugerð, nr. 398/2008 um gildistöku tiltekinnar gerðar Evrópusambandsins um efni og hluti sem ætlað er að komast í snertingu við matvæli og reglugerð þessa.
Yfirlýsingin, sem um getur í 1. mgr., skal gefin út af stjórnanda fyrirtækisins og skal innihalda upplýsingarnar sem mælt er fyrir um í viðauka 6 a.
Stjórnandi fyrirtækisins skal veita eftirlitsaðilum aðgang, samkvæmt beiðni, að viðeigandi skjölum sem sýna að efnin og hlutirnir, sem og efnin sem ætluð eru til framleiðslu á þessum efnum og hlutum, séu í samræmi við kröfurnar í þessari reglugerð. Í þeim skjölum skulu koma fram aðstæður við prófanir og niðurstöður prófana, útreikningar, aðrar greiningar og sönnunargögn um öryggi eða upplýsingar sem staðfesta að farið sé að kröfum.
10. gr.
Viðaukum 1, 2, 3, 5, 6 og 8 er breytt í samræmi við viðauka 1, 2, 3, 5, 6 og 8 í þessari reglugerð.
11. gr.
Viðauki 4 í þessari reglugerð verður viðauki 4 B.
12. gr.
Viðauki 7 í þessari reglugerð verður viðauki 6 B.
13. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli með síðari breytingum og til innleiðingar á tilskipunum 2007/19/EB og 2008/39/EB hvað varðar efni og hluti úr plasti sem ætlað er að snerta matvæli. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Ákvæði til bráðabirgða.
Fram til 31. desember 2009 má áfram nota aukefni sem ekki eru á listanum í viðauka 3 yfir aukefni með fyrirvara um að slík notkun sé heimiluð hér á landi.
Frá 1. janúar 2010 má einungis nota aukefni sem eru á lista í viðauka 3 (jákvæður listi).
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 20. mars 2009.
F. h. r.
Sigurgeir Þorgeirsson.
Baldur P. Erlingsson.
VIÐAUKAR
(sjá PDF-skjal)