1. gr.
Í stað orðsins "landbúnaðarráðuneytisins" í 20. tölul. 2. gr. reglugerðarinnar kemur: Matvælastofnunar.
2. gr.
24. tölul. 2. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
MARK: Veflægt tölvukerfi til skráningar á upplýsingum í samræmi við ákvæði reglugerðar þessarar. MARK skal hafa stranga aðgangsstýringu samkvæmt reglum sem Matvælastofnun setur.
3. gr.
13. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Upplýsingar samkvæmt ákvæðum reglugerðar þessarar skulu skráðar í tölvukerfið MARK sem skal vera aðgengilegt Matvælastofnun og umráðamönnum búfjár.
Matvælastofnun hefur umsjón með og ber ábyrgð á rekstri kerfisins en felur Bændasamtökum Íslands, eða öðrum þar til bærum aðilum, tæknilega umsjón með móttöku og skráningu upplýsinga, þróun og viðhald kerfisins og úrvinnslu gagna í samvinnu við stofnunina.
Matvælastofnun hefur eftirlit með skráningu upplýsinga í kerfið.
Matvælastofnun hefur fullan aðgang að öllum upplýsingum í kerfinu og umráðamenn búfjár að upplýsingum er varða eigin gripi. Stofnunin getur veitt öðrum aðilum aðgang að upplýsingunum samkvæmt nánari reglum sem hún setur.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. reglugerðarinnar:
Orðin "eða frostmerkja" í 1. mgr. 17. gr. falla brott.
Orðin "eða frostmerkt" í 2. mgr. 17. gr. falla brott.
5. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 17. gr. laga nr. 103/2002 um búfjárhald o.fl., lögum nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, ásamt síðari breytingum og öðlast þegar gildi.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 12. mars 2009.
F. h. r.
Kristinn Hugason.
Guðlaug Jónasdóttir.