1. gr.
Markmið.
Markmið þessarar reglugerðar er að stuðla að auknu öryggi í samgöngum með því að kveða nánar á um hvernig rannsóknum samgönguslysa og samgönguatvika skuli háttað.
Rannsókn samkvæmt reglugerð þessari skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa.
Um rannsókn á meintri refsiverðri háttsemi í tengslum við samgönguslys eða samgönguatvik fer samkvæmt lögum um meðferð sakamála og er óháð rannsókn samkvæmt reglugerð þessari.
2. gr.
Gildissvið.
Reglugerð þessi tekur til starfsemi rannsóknarnefndar samgönguslysa.
3. gr.
Orðskýringar.
Í reglugerð þessari er merking hugtaka sem hér segir:
- |
hann var um borð í loftfarinu, eða |
- |
hann var í beinni snertingu við einhvern hluta loftfarsins, þar á meðal hluta sem hafa losnað frá loftfarinu, eða |
- |
hann varð fyrir útblæstri þotuhreyfils, |
- |
hefur veruleg áhrif á styrkleika þess, afkastagetu eða flugeiginleika og |
- |
myndi að öllu jöfnu krefjast mikillar viðgerðar eða þess að skipt væri um viðkomandi hlut, |
4. gr.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa.
Rannsókn samgönguslysa og samgönguatvika, eins og þau eru skilgreind í lögum um rannsókn samgönguslysa og reglugerð þessari, er í höndum rannsóknarnefndar samgönguslysa.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar sjálfstætt og óháð stjórnvöldum, öðrum rannsóknaraðilum, ákæruvaldi og dómstólum. Hún ákveður sjálf hvenær efni eru til rannsóknar samgönguslysa og samgönguatvika, samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa og reglugerð þessari.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa er heimilt að taka til rannsóknar önnur slys og atvik ef hún telur að það hafi þýðingu almennt fyrir samgönguöryggi.
5. gr.
Nefndarfundir o.fl.
Formaður rannsóknarnefndar samgönguslysa eða staðgengill hans boðar fundi og stjórnar þeim. Þeim er heimilt að fela rannsóknarstjóra í einstaka slysa- og atvikaflokki að annast fundarboðun.
Nefndin setur sér nánari starfsreglur um fyrirkomulag funda. Ákvarðanir nefndarinnar skulu teknar á fundum.
Fundur nefndarinnar er lögmætur ef þrír nefndarmenn sitja fund enda hafi þeir menntun eða starfsreynslu á því sviði sem tekið er fyrir. Nefndin heldur fundi eftir þörfum og heldur fundargerðabók. Ef nefndarmaður forfallast um stundarsakir tekur varamaður hans sæti í nefndinni.
Nefndinni er heimilt að kalla til starfa varamenn nefndarinnar og/eða sérfræðinga á tilteknum sviðum í því skyni að upplýsa mál.
6. gr.
Hæfi.
Um sérstakt hæfi nefndarmanna og starfsmanna nefndarinnar fer eftir ákvæðum laga um rannsókn samgönguslysa og stjórnsýslulaga.
7. gr.
Nánar um framkvæmd rannsókna.
Rannsókn samgönguslyss eða samgönguatviks skal hafin eins fljótt og unnt er eftir að slys eða atvik á sér stað.
Að minnsta kosti þrír nefndarmenn skulu taka þátt í meðferð hvers máls sem til rannsóknar er og skulu þeir hafa menntun eða starfsreynslu á því sviði. Ef mál sem er til rannsóknar er umfangsmikið eða varðar hagsmuni sem eru mjög mikilvægir frá almennu sjónarmiði getur formaður ákveðið að fimm nefndarmenn skuli taka þátt í meðferð máls. Formaður nefndarinnar tekur ákvörðun í ljósi atvika um hvenær nefndin skal vera fullskipuð.
Rekstrarstjóri skal, að fenginni tillögu rannsóknarstjóra hvers slysa- og atvikaflokks, setja verklagsreglur um framkvæmd rannsókna flugslysa, alvarlegra flugatvika, sjóslysa, sjóatvika, umferðarslysa og alvarlegra umferðaratvika, svo sem um miðlun upplýsinga vegna tilkynntra slysa og atvika. Skal í því efni höfð hliðsjón af alþjóðlegum stöðlum og viðmiðunum á viðkomandi rannsóknarsviði.
Rannsóknir nefndarinnar skulu vera í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands á sviði samgöngumála.
Við rannsókn erlends ríkis á flugslysi íslenskra flugvéla eða sjóslysi íslenskra skipa skal rannsóknarstjóri viðkomandi slysa- og atvikaflokks tilnefna trúnaðarfulltrúa við rannsóknina og skipa honum ráðgjafa.
Stjórnandi rannsóknar ákvarðar umfang rannsóknar einstakra slysa og atvika. Ef um er að ræða meiriháttar eða óvenjulegar ráðstafanir skal hann hafa samráð við rekstrarstjóra nefndarinnar.
Ef vafi er um hvort rannsóknarnefnd samgönguslysa skuli rannsaka slys eða atvik eða önnur rannsóknarnefnd innan Evrópska efnahagssvæðisins skal nefndin vinna eins hratt og unnt er að samkomulagi um hvaða nefnd hafi forræði á rannsókn máls. Rannsóknarnefnd samgönguslysa er heimilt að fela rannsóknarnefnd annars ríkis að sjá um rannsókn tiltekins máls eða að sjá um tiltekinn hluta rannsóknar.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa setur sér nánari starfsreglur um framkvæmd rannsókna.
8. gr.
Útbúnaður, tæki og þjálfun.
Rekstrarstjóri rannsóknarnefndar samgönguslysa leitast við að afla þess búnaðar, tækja og þjálfunar sem nauðsynleg er rannsakendum, nefndarmönnum og öðru starfs- og aðstoðarliði nefndarinnar til að sinna lögboðnu hlutverki sínu. Skal í því efni höfð hliðsjón af alþjóðlegum kröfum á sviði slysarannsókna.
9. gr.
Persónuskilríki.
Ráðherra lætur nefndarmönnum í té persónuskilríki til sönnunar um réttarstöðu þeirra og heimildir í störfum.
Rekstrarstjóri getur látið öðrum starfsmönnum og aðstoðarliði nefndarinnar og sérfræðingum á hennar vegum í té sérstök skilríki til staðfestingar á heimildum þeirra vegna starfa fyrir nefndina, eftir því sem þörf krefur.
10. gr.
Skýrslur nefndarinnar.
Stjórnandi rannsóknar skal gera áfangaskýrslur eftir því sem við á og drög að lokaskýrslu til rannsóknarnefndar samgönguslysa. Ef stjórnandi rannsóknar er annar en rannsóknarstjóri skal hann hafa samráð við rannsóknarstjóra viðkomandi slysa- og atvikaflokks.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa getur gefið þeim aðilum sem að mati nefndarinnar hafa ríkra hagsmuna að gæta kost á að tjá sig um drög að lokaskýrslu innan tilskilins frests, enda liggi ekki fyrir í gögnum málsins afstaða þeirra og rök fyrir henni eða slíkt sé augljóslega óþarft.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa skal tilkynna nánustu kunnu aðstandendum þeirra sem láta lífið í samgönguslysum þegar fyrirhugað er að birta skýrslu um rannsókn einstaks máls.
Ársskýrslur rannsóknarnefndar samgönguslysa og skýrslur nefndarinnar um rannsóknir einstakra mála skulu teljast réttilega birtar um leið og þær eru gerðar aðgengilegar almenningi á heimasíðu nefndarinnar og á skrifstofu hennar.
Stjórnandi rannsóknar skal rita undir lokaskýrslu nefndarinnar fyrir hennar hönd.
Rekstrarstjóri er ritstjóri ársskýrslu nefndarinnar.
Skýrslur nefndarinnar og yfirlýsingar um stöðu rannsóknar skal senda ráðherra, Samgöngustofu og/eða Vegagerðinni, eftir því sem við á.
11. gr.
Persónuupplýsingar.
Öll meðferð og vinnsla rannsóknarnefndar samgönguslysa skal vera í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
12. gr.
Sérstakar skyldur rekstrarstjóra.
Rekstrarstjóri ber ábyrgð á og stjórnar daglegum rekstri nefndarinnar, þ.m.t. fjárreiðum og bókhaldi hennar sem og að starfsemi nefndarinnar sé í samræmi við fjárhagsáætlun og það sem fjárveitingar til nefndarinnar leyfa. Skal hann gera fjárhagsáætlun fyrir starfsemi nefndarinnar hvert ár í samráði við formann nefndarinnar. Fjárhagsáætlun skal kynnt nefndinni áður en hún er send ráðuneytinu. Rekstrarstjóri ber einnig ábyrgð á gerð ársreiknings nefndarinnar. Þá skal hann gæta þess að starfsemi nefndarinnar sé í samræmi við gildandi lög og reglur.
13. gr.
Tilkynningar.
Tilkynningar um samgönguslys og samgönguatvik skulu sendar rannsóknarnefnd samgönguslysa án undandráttar og án ástæðulausrar tafar, sbr. 12., 16. og 20. gr. laga um rannsókn samgönguslysa. Þau ber að tilkynna símleiðis, svo fljótt sem kostur er. Einnig má tilkynna um samgönguslys og samgönguatvik á eyðublaði, sem nefndinni er heimilt að gefa út.
14. gr.
Varðveisla rannsóknargagna.
Varðveita skal örugglega þau gögn sem tekin eru í vörslu nefndarinnar og skal í þeim efnum tryggja:
Rannsóknarnefndin skal varðveita gögn sem tekin eru í vörslu hennar í öruggum geymslum.
Rannsóknarnefndinni er heimilt að setja sér nánari starfsreglur um vörslu rannsóknargagna.
15. gr.
Viðvörun.
Sé það mat rannsóknarnefndar samgönguslysa að knýjandi þörf sé á aðgerðum innan Evrópska efnahagssvæðisins til að fyrirbyggja áhættuna á því að ný slys eigi sér stað skal nefndin, án ástæðulausrar tafar, upplýsa ráðherra og Eftirlitsstofnun EFTA um nauðsyn þess að gefa út viðvörun.
16. gr.
Skráning samgönguslysa og samgönguatvika.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa annast skráningu allra samgönguslysa og samgönguatvika. Nefndinni er heimilt að undanskilja skráningu tiltekins slysa- eða atvikaflokks að því leyti sem slík skráning er í höndum annarra stofnana.
Nefndinni er heimilt að leita samráðs og samvinnu við Slysaskrá Íslands um skráningu samgönguslysa og samgönguatvika. Skráning samgönguslysa og samgönguatvika skal fara fram í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
Upplýsingar vegna rannsókna samgönguslysa og samgönguatvika skulu skráðar í gagnagrunna sem settir hafa verið upp á Evrópska efnahagssvæðinu í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt EES-samningnum. Tilkynningar í gagnagrunn vegna sjóslysa og sjóatvika skulu vera í samræmi við snið það sem finna má í viðauka II við reglugerð þessa.
Nefndin skal birta í ársskýrslu sinni upplýsingar um skráningar og greiningu samgönguslysa og samgönguatvika.
17. gr.
Samstarf við erlend ríki.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa skal leggja áherslu á gott samstarf við rannsóknarnefndir annarra ríkja í samræmi við markmið reglugerðar þessarar og laga um rannsókn samgönguslysa.
Samstarf við erlendar nefndir getur m.a. verið á eftirfarandi sviðum:
Skipti á upplýsingum við erlendar rannsóknarnefndir skal vera í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
18. gr.
Tillögur í öryggisátt.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa skal gera tillögur um úrbætur í öryggismálum, sbr. 35. gr. laga um rannsókn samgönguslysa. Tillögurnar skulu byggðar á upplýsingum úr tiltekinni rannsókn og settar fram í því skyni að koma í veg fyrir samgönguslys og alvarleg samgönguatvik. Rannsóknarstjórar skulu viðhalda gagnagrunni sem er aðgengilegur á vefsvæði nefndarinnar og upplýsa þar um viðbrögð við tillögunum.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa skal setja sér verklagsreglur um tillögur í öryggisátt, sbr. 1. mgr. þessarar greinar.
19. gr.
Innleiðing.
Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi eftirtaldar gerðir Evrópusambandsins með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka EES-samningsins, bókun I um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:
20. gr.
Gildistaka o.fl.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 40. gr., sbr. og a-, b-, c-, d-, f-, g-, h-, j- og k-liðum sömu greinar, laga nr. 18, 6. mars 2013, um rannsókn samgönguslysa, með síðari breytingum.
Reglugerðin tekur þegar gildi og falla þá úr gildi reglugerð um rannsókn sjóslysa, nr. 133/2001, reglugerð um rannsóknarnefnd umferðarslysa, nr. 702/2005 og reglugerð um rannsókn flugslysa, nr. 80/2006.
Innanríkisráðuneytinu, 16. júlí 2013.
Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
VIÐAUKAR
(sjá PDF-skjal)